Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 32
32 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2009 Akureyrarmót í sveitakeppni Mótið er komið í fullan gang og nú er 6 leikjum lokið af þeim 14 sem verða í tvöfaldri umferð. Efstu sveitir eru nú: Sv. Frímanns Stefánssonar 118 Sv. Unu Sveinsdóttur 108 Sv. Péturs Gíslasonar 99 Sv. Stefáns Vilhjálmssonar 90 Niðurstöður í butler útreikningi spilara má finna á www.bridge.is . Hjónasigur í Kópavogi Hjónin Hildur og Helgi héldu heldur betur haus og höfðu sigur með harðfylgi, heppni og hamingju í tveggja kvölda tvímenningi. Lokastaðan: Hildur Sveinsd. – Helgi Viborg 517 Baldur Bjartmars. – Sigurjón Karls. 502 Egill Brynjólfss. – Snorri G. Steinss. 487 Jörundur Þórðars. – Þórður Jörunds. 484 Björn Jónsson – Þórður Jónss. 474 Fimmtudaginn 29. jan. er ekki spilað hjá BK vegna Bridshátíðar, en 5. febrúar hefst 4-5 kvölda Ba- rómetertvímenningur. Bridsfélag Borgarfjarðar Mánudaginn 19. janúar hófu Borgfirðingar að spila aðalsveita- keppnina með þátttöku 11 sveita. Keppnisformið er Patton. Formað- urinn Jón á Kópa og Ingimundur í Deildartungu tóku sér alræðisvald, svona rétt eins og landsfeðurnir, og skipuðu pörum í sveitir. Hvort það er þessari röðun að þakka eða ekki þá fer keppnin vel af stað og töluverð spenna á toppnum. Sveitir Önnu Einars og Sindra í Bakkakoti leiða keppnina með 45 stig en rétt í kjölfarið kemur sveit Bjarkar með 42 stig. Í 4. sæti er svo sveit Lundasystra með 41 stig og í 5. sveit Kópakallsins með 40 stig. Keppnin heldur áfram næsta mánudag. Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl, mánud. 19. jan- úar. Spilað var á 13 borðum. Með- alskor 312 stig. Árangur N-S Ragnar Björnss. – Guðjón Kristjánss. 388 Björn E. Pétursson – Gísli Hafliðas. 379 Bragi Björnsson – Albert Þorsteinss. 370 Árangur A-V Soffía Theodórsd. – Elín Guðmannsd. 370 Jóhann Benedikts. – Oddur Halldórss. 359 Jón Lárusson – Ólafur B. Theodórs 350 Tvímenningskeppni spiluð ,fimmtud. 22. jan. Spilað var á 12 borðum. Meðalskor 216 stig. Ár- angur N-S Magnús Oddsson - Oliver Kristóferss. 277 Agúst Helgason - Haukur Harðars. 253 Ragnar Björnss. - Jón Lárusson 238 Árangur A-V Eyjólfur Ólafss. - Sveinn Sveinsson 253 Hilmar Valdimarss. - Óli Gíslas. 237 Soffía Theodórsd. - Elín Guðmannsd. 230 Bridsdeild Breiðfirðingafélagsins Sunnudaginn 18.1. sl. var fyrsta spilakvöld í fimm kvölda tvímenn- ingskeppni. Spilað var á 13 borð- um. Hæsta skor í N/S: Sveinn Ragnarss. – Runólfur Guðms. 360 Magnús Sverriss. – Halldór Þorvaldss. 345 Birna Lárusd. – Sturlaugur Eyjólfsson 342 Austur/Vestur Sveinn Sveinsson – Gunnar Guðmss. 394 Kristín Óskarsd. – Freyst. Björgvinss. 357 Bergsv. Guðmss. – Kristján Guðmss. 340 Spilað er í Breiðfirðingabúð Faxafeni 14 á sunnudögum klukk- an 19. Frá eldri borgurum í Hafnarfirði. Föstudaginn 16. janúar var spil- að á 16 borðum. Úrslit urðu þessi í N/S: Bragi Björnss. – Bjarnar Ingimarsson 356 Sæmundur Björnss. – Örn Einarsson 353 Skarphéðinn Lýðss. – Oddur Jónsson 353 Magnús Oddss. – Oliver Kristófersson 347 A/V: Bragi V. Björnsson – Guðrún Gestsd. 370 Jón Lárusson – Halla Ólafsdóttir 366 Haukur Guðmss. – Ólafur Ólafsson 353 Sveinn Snorrason – Gústav Nilsson 350 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is ✝ Jónatan Hallfæddist í Reykja- vík 15. nóvember 1942. Hann lést á heimili sínu, Hátúni 12, þriðjudaginn 20. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Garðar Hall, f. 17. jan- úar 1907, d. 20. des- ember 1997 og Bryn- hildur Jónatansdóttir Hall, f. 3. september 1910, d. 23. janúar 1973. Systkini Jón- atans eru: Guðrún, f. 16. mars 1935, maki Agnar Ein- arsson, f. 21. október 1931, þau eiga 3 börn og átta barnabörn; Jónas, f. 20. júní 1946, maki Ólafía Jónsdóttir, f. 25. apríl 1945, þau eiga 3 dætur og tvö barnabörn; og Hjördís Anna, f. 14. september 1950, maki Sigurjón Stefánsson, f. 29. október 1950, þau eiga 2 dætur og sex barnabörn. Jónatan kvæntist 12. mars 1966 Sigrúnu Jónsdóttur, f. 8. september 1939. Þau skildu. Foreldrar hennar voru Jón Brynjólfsson, f. 31. maí 1904, d. 21. ágúst 1979 og Kristrún Helgadóttir, f. 20. ágúst 1909, d. 19. apríl 1950. Jónatan og Sigrún eign- uðust tvö börn: 1) Garð- ar, f. 28. apríl 1966, maki Rannvá Kristína Hansen, f. 11. október 1976, synir þeirra eru Bárdur, f. 22. maí 1999, og Martin, f. 13. októ- ber 2005. 2) Brynhildur, f. 2. janúar 1969, maki Jónas Egilsson, f. 16. júlí 1969, börn þeirra eru Sigrún, f. 16. júli 1992, Sylvía, f. 14. maí 1997, og Egill, f. 6. nóvember 2006. Jónatan lærði rennismíði og fór síðan í Lögregluskólann og útskrif- aðist frá honum 1971. Jónatan starf- aði sem lögregluþjónn þar til hann lét af stöfum vegna veikinda sinna, en hann greindist ungur með MS- sjúkdóminn. Jónatan hefur átt heim- ili að Hátúni 12 Reykjavík síðustu 18 ár og naut þar frábærrar umönn- unar hjá einstöku starfsfólki. Útför Jónatans verður gerð frá Laugarneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja í dauðans dimmum val. Úr inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (Valdimar Briem.) Elsku pabbi og afi, nú er ljósið slokknað og þú kominn á góðan stað, laus við þrautir sjúkdómsins. Minning um þig lifir í hjörtum okkar. Kveðja frá Færeyjum, Garðar, Rannvá, Bárdur og Martin. Kveðja frá barnabörnum Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Elsku afi, nú ertu kominn á góð- an stað hjá englunum og laus við sjúkdóminn sem þú varst með svo lengi. Hvíl í friði elsku afi, þú munt lifa í minningum okkar. Guð blessi þig. Sigrún, Sylvía og Egill. Góður drengur er látinn. Jón- atan Hall, til heimilis í Hátúni 12, húsi Sjálfsbjargar. Nú er hann laus úr viðjum sjúk- dóms sem batt hann við hjólastól síðustu tólf ár ævinnar. Jónatan var næstelstur fjögurra barna hjónanna Garðars Hall og Bryn- hildar Jónatansdóttur Hall. Hann fæddist í hjarta Reykjavíkur og Ljósvallagatan var leikvangurinn fyrstu árin. Svo verða þáttaskil í búsetu. Hús reist að Bústaðabletti 4, austast í Fossvogsdalnum. Þangað fluttist fjölskyldan fyrir miðja síð- ustu öld – nánast síðasta bæinn í dalnum. Blesugrófin hinum megin viö götuna. Æskuárin blómstruðu meðal góðra leikfélaga. Iðjagræn tún svo langt sem augað eygði í vesturátt – hestar, kýr og kindur á beit. Hugurinn hlýtur að mótast af slíku umhverfi. Jónatan var Ijúfur í lund eins og náttúran umleikis en ákveðinn að eðlisfari. Unglingsárin liðu í lygnum straumi. Að lokinni hefðbundinni skóla- skyldu lá leið Jónatans í Iðnskól- ann þar sem lauk námi í renni- smíði. Á þessum árum kynntist hann konuefni sínu, Sigrúnu Jóns- dóttur. Jónatan og Sigrún giftu sig 1966 og eignuðust tvö mannvænleg börn sem skírð voru í höfuðið á foreldrum Jónatans, Garðar og Brynhildur. Barnabörnin eru orðin fimm talsins. Næsti vettvangur Jónatans var Lögregluskólinn. Hann vildi auka möguleika sína í lífinu og frá þeim skóla útskrifaðist Jónatan árið 1971 og starfaði sem lögreglu- þjónn til fjölda ára. Um það leyti skildi leiðir Sigrúnar og Jónatans en Sigrún sýndi honum mikla um- hyggju í veikindum hans síðar meir. Sjúkdómurinn lá í leynum en sótti fram hægt og hljótt. Svo kom sá tími aö Jónatan gat ekki lengur sinnt starfi sínu. Eftir nokkur erf- ið ár birtist ljós í myrkrinu og Jónatan fékk vistun í Hátúni 12. Það varð hans gæfa að lenda hjá því frábæra fólki sem þar starfar. Innileg umhyggja umlék Jónatan á þessum íverustað. Við aðstandend- ur fáum seint fullþakkað alla þá al- úð sem honum var sýnd. Svo rann stundin upp. Jónatan andaðist að kvöldi 20. janúar sl. Blessuð sé minning hans. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V.Briem.) Agnar og Sigurjón. Jónatan Hall Manstu þegar ég hitti þig fyrst? Ég var ekki nema fimmtán ára þegar ég bankaði uppá í Byggðaveginum. Komin til að spyrja eftir yngsta syni þínum, Sverri. Fiðringurinn í magan- um hvarf um leið og þú komst til dyra. Rólyndiskona með hlýtt og gott hjarta. Það fór ekki framhjá mér. Áð- ur en ég vissi af var ég komin með annan fótinn inn á heimilið ykkar Gests. Ég vissi að ég var komin til að vera, þvílíkt gæfuspor. Nærvera þín var einstök. Mikið leið mér alltaf vel í kringum þig Rúna mín. Alltaf varstu til staðar. Það var alveg sama á hvaða tíma komið var í Byggðaveginn, allir voru svo innilega velkomnir og kræsingar voru bornar fram í hvert skipti. Gestrisni þín var með eindæmum. Tíminn líður. Ég og Sverrir fluttum til Reykjavíkur í nám. Þar bjuggum við í 10 ár. Öll árin tókst þú vel á móti okkur um jól og páska. Einnig eru mér minnisstæð þau sumur sem ég bjó hjá ykkur Gesti en þá var Sverrir að vinna í borginni. Já, þá áttum við góðan tíma saman elsku Rúna. Stundirnar og spjallið, sötrið og smjattið við eldhúsborðið þitt gleym- ist seint. Þú varst fljót að læra inn á tengdadótturina. Í stað þess að bjóða mér upp á nýsteiktar kleinur eða ný- bakaða snúða voru niðurskornir ávextir í skál. Í langan tíma þurftir þú að berjast við illvígan sjúkdóm. Það gerðir þú af þvílíkum krafti og dugn- aði. Ég þurfti oft að minna mig á það sem þú varst að ganga í gegnum. Það var aðdáunarvert hvað þú sýndir mikinn styrk og hvað þú barst þig vel. Þú hafðir oft orð á því hversu rík og Guðrún Sigurðardóttir ✝ Guðrún Sigurð-ardóttir fæddist á Rauðuskriðu í Suður- Þingeyjarsýslu 7. febrúar 1931. Hún lést á heimili sínu 27. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyr- arkirkju 5. janúar. lánsöm þú værir að eiga stóra fjölskyldu og fullt af yndislegum ömmubörnum. Satt var það. En við vorum líka lánsöm að fá að kynnast og vera með þér. Dýrmætt var það. Einstaklega ábyrgðar- full varstu, umhyggju- söm og góð amma. Krakkarnir mínir, Salka og Sólon, eru yngst af ömmubörnun- um. Sólon litli fékk því miður ekki mikinn tíma með þér en margar góðar sögur verða honum sagðar um ókomin ár. Aftur á móti spyr Salka ömmustelpa þín mikið þessa dagana um lífsins gang sem erfitt er að skilja. En eins og hún sagði sjálf þá á hún góðar minningar um ömmu Rúnu og þær mun hún geyma í litla hjartanu sínu. Það gerum við öll. Elsku Rúna, innilegar þakkir fyrir að vera alltaf til staðar fyrir okkur öll. Ástar- og saknaðarkveðja. Þín tengdadóttir og ömmubörn Hrefna, Salka og Sólon. Kæra amma. Það er með miklum söknuði sem við ritum þessa grein. Frá okkur er farin sú besta amma sem hægt er að hugsa sér. Heimili þitt var okkar ann- að heimili. Þær eru margar gleði- stundirnar sem við áttum í Byggða- veginum þar sem þú bjóst í yfir hálfa öld. Í Byggðaveginum var mikið frelsi til athafna og framkvæmda, þar var alltaf einstaklega þægilegt and- rúmsloft og gott að vera. Þegar þang- að var komið fékk maður fyrsta flokks þjónustu og í raun eina press- an á mann var að borða meira. Oft sat maður við eldhúsborðið og hlustaði á samræður eldra fólksins enda var mikill gestagangur alla tíð og greini- legt að mörgum öðrum þótti gott að koma í heimsókn. Lund þín var ein- stök, alltaf í góðu skapi, fyrirmynd í viðmóti og jákvæðni til alls og allra. Samband þitt og afa var einstakt, þið voruð sannir sálufélagar og lengi höf- um við talað um hve samband ykkar var fallegt. Það var ykkar og er okkar gæfa að þið kynntust á sínum tíma. Við búum að því alla ævi að hafa kynnst sambandi sem einkenndist af slíkri gagnkvæmri virðingu og kær- leika. Guð veri með þér amma og takk fyrir okkur. Gestur og Viktor. Elsku amma. Það er erfitt að hugsa sér tilveruna án þín. Að koma í Byggðaveginn og engin amma þar, með svo mikla ást og um- hyggju. Það var alveg sama hvenær við komum og hverjir komu með okkur, alltaf voru það sömu góðu viðtökurn- ar sem við fengum. Þegar við hugsum til þín kemur afi upp í hugann líka, því þið voruð alltaf saman og það var svo einstaklega gott sambandið á milli ykkar. Við erum þakklát fyrir að eiga svona margar minningar um ykkur afa og segir það heilmargt að hver einasta þeirra er af hinu góða. En við trúum því að þú sért með okkur áfram og gætir okkar og vakir yfir okkur. Takk fyrir allt, elsku amma. Aldís Rúna og Oliver Helgi. Það er með virðingu og einlægu þakklæti sem við minnumst hennar Rúnu móðursystur sem alltaf reynd- ist okkur svo vel. Hún var hæglát og hlý kona sem auðvelt var að ræða við um það sem var efst í huga hverju sinni. Ferðalangar að vestan fundu glöggt á viðmóti þeirra hjóna, Rúnu og Gests, hve velkomnir þeir voru á heimili þeirra og þar var fastur við- komustaður á ferðalagi norðan heiða. Þótt stundum væri erill á Byggða- veginum virtist alltaf tími til að sinna hverjum og einum af alúð og natni. Við þökkum Rúnu innilega samfylgd- ina sem skilur eftir sig dýrmætar minningar um góða konu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Gesti, börnum og fjölskyldum þeirra sendum við innilegar samúðar- kveðjur og biðjum Guð að styrkja þau. Hulda, Arna, Linda, Kristmann og fjölskyldur. Elsku Rúna frænka. Það liggur við að ég ætti að segja systir, því við ól- umst upp í sama húsi, í Rauðuskriðu. Feður okkar voru bræður og mæður okkar systur. Við lékum okkur saman sem börn í stórum barnahópi, systk- ina minna og þinna, en alls vorum við börnin 11 á heimilinu. Svo vorum við auðvitað saman í barnaskóla, fæddar á sama ári. Þú í febrúar og ég í sept- ember. Við vorum fermdar saman og létum mynda okkur saman í hvítu heimasaumuðu fermingarkjólunum okkar. Við fórum saman á skemmt- anir í sveitinni. Stundum gangandi yfir hálsinn að kvöldi til að fara á ball í Hólmavaði. Þar stóðu böllin til klukkan sex eða sjö á morgnana svo það var kominn fótaferðartími þegar við komum heim aftur. Svo vorum við saman í húsmæðraskólanum á Laug- um og það var frábær tími. Síðan höf- um við skólasysturnar, sem vorum á Laugum árin 1951-1952, hist af og til og það hefur verið mjög gaman. Einn vetur vorum við svo saman í Reykja- vík og þá varst þú búin að kynnast Gesti, þínum góða eiginmanni. Þið stofnuðuð ykkar fallega heimili á Ak- ureyri og hafið búið þar alla tíð síðan og eignast fjögur mjög myndarleg börn. Það var mikið gaman og gott að heimsækja ykkur. Gestrisni í há- marki og heimilið prýtt alls konar fal- legum munum eftir þig. Í þínum erf- iðu veikindum ertu búin að standa þig eins og hetja. Þú hefur fengið styrka stoð frá Gesti manni þínum, börnum og fleirum. Ég sakna þín en segi góða ferð og hafðu þökk fyrir allt og allt. Hugurinn verður hljóður við hugleiðum stundir tvennar. Vertu guð öllum góður og gættu ástvina hennar. Sigríður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.