Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2009 Sími 564 0000 Þú færð 5 % endurgreitt í Smárabíó Underworld 3 kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 16 ára Villtu vinna milljarð kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Villtu vinna milljarð kl. 5:30 - 8 - 10:30 LÚXUS Seven pounds kl. 10:30 LEYFÐ Australia kl. 4:30 - 8 B.i. 12 ára Sólskinsdrengurinn kl. 5:30 - 8 LEYFÐ Skoppa og Skrýtla kl. 4 DIGITAL LEYFÐ “SJÖ PUND AF BRAVÓ” - E.E., DV HÖRKUSPENNANDI MYND ÚR SMIÐJU LUC BESSON ,,ÞRÆLGÓÐ SPENNUMYND” -VJV -TOPP5.IS/FBL -S.V. - MBL BYGGT Á SÖNNUMATBURÐUM Frá Clint Eastwood, óskarsverðlaunaleikstjóra Mystic River, Million Dollar Baby og Unforgiven. „HEILLANDI, FULLORÐINS ÞRILLER, MEÐ ÓTVÍRÆÐRI ÓSKARSFRAMMISTÖÐU FRÁANGELINU JOLIE.“ - EMPIRE Ótrúleg saga byggð á sönnum atburðum um baráttu einstæðrar móður við spillingu, morð,mannshvörf og lögregluyfirvöld. -bara lúxus Sími 553 2075 “...ÁHORFANDINN STENDUR EINNIG UPPI SEM SIGURVEGARI KVIKMYNDAPERLUNNAR SLUMDOG MILLIONAIRE” - S.V., MBL “UPPLÍFGANDI SAGA GERÐ AÐ FRÁBÆRRI BÍÓMYND, BESTU MYND DANNY BOYLE OG LÍKLEGUM SIGURVEGARA Á ÓSKARSVERÐLAUNUNUM.” - L.I.L.,TOPP5.-FBL.IS „Byggð á samnefndri bók sem slegið hefur í gegn um allan heim“ - S.V., MBL Stórkostlegt meistaraverk frá leikstjóra Moulin Rouge! - H.E. DV SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI Fyrsti kafli Underworld myndanna. Hrikalegri og flottari enn nokkru sinni fyrr! HEIMSFRUMSÝNING! Ómissandi fyrir alla sem sáu fyrri myndirnar sem og alla aðdáendur spennu og hasarmynda. Stórbrotin og áhrifarík mynd frá verðlaunaleikstjóranum Sam Mendes 3 SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI Sýnd kl. 6 og 8Sýnd kl. 10 Sýnd kl. 5:45, 8 og 10:20 SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónumwww.laugarasbio.is Sýnd kl. 5:45, 8 og 10:20 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! m.a. Angelina Jolie sem besta leikkona“ 3 - S.V. Mbl - S.V. Mbl. Eins konar Great Gatsby minnarkynslóðar,“ sagði Kurt Vonnegut um skáldverk sem hlaut tilnefningu til bandarísku National Book-verðlaunanna árið 1962, sama ár og Catch 22 eftir Joseph Heller. Verkið heitir Revolutionary Road – sem reyndar mætti útleggja á ýmsa vegu óhjákvæmilega tengda byltingu þó. Höfundurinn, Richard Yates [1926-92], hefur verið flestum gleymdur, þangað til nú að ný kvik- mynd Sams Mendes, með Kate Winslet og Leonardo DiCaprio, hef- ur orðið til þess að ferill hans hefur verið rifjaður upp.    Revolutionary Road segir söguhjóna í bandarísku úthverfi. Hjóna sem standa frammi fyrir því að sú hugmynd sem þau hafa haft um sjálf sig sem óvenjulegt fólk er blekking. Þeirra raunveruleiki er ekkert öðruvísi en raunveruleiki allra þeirra venjulegu meðaljóna sem þau fyrirlíta í sínu nær- umhverfi. Sú uppgötvun leiðir til uppgjörs er knýr söguna áfram með afdrifaríkum afleiðingum. Richard Yates er einmitt þekktur fyrir að hafa skrifað sögur um lýj- andi hversdagsleika venjulegs fólks – um úthverfamenningu bandarísks borgarsamfélags, þá stakka sem fólki voru sniðnir fyrirfram á þeim tíma sem verk hans gerast. Um það hvernig draumar einstaklinga gufa upp þegar kröfur samtímans um settlega samkeppni við Jón og Gunnu í næsta húsi ganga nærri sjálfsvitund þeirra. Yrkisefnið er auðvitað kunnuglegt frá sam- tímamönnum hans, ekki síst konum á borð við Anne Sexton og Sylviu Plath, sem gerðu firringu og sam- skiptaleysi bandarískrar úthverfa- menningar sjöunda áratugarins söguleg skil.    Yates var því ekki frumkvöðull íþví að afhjúpa ginnungagapið á milli millistéttarlífs eftirstríðs- áranna og þess félagslega uppgjörs sem var á næsta leiti; uppgjörsins við kynbundin hlutverk, kynþátta- hatur, neysluhyggju og stríðs- rekstur. Hann var heldur ekki frumkvöðull í stílbrögðum – þvert á móti rís orðanotkun hans og form- ræn hugsun sjaldan upp úr því kunnuglega. En þrákelkni og þrautseigja við að afhjúpa lágkúru millistéttarlífsins, vonbrigði, veik- leika eða jafnvel karakterbresti söguhetjanna bítur svo um munar. Eins og rithöfundurinn Stewart O’Nan segir í ágætri grein sinni um Yates í The Boston Review: „Þegar kemur að því að horfast í augu við hið versta er hvergi hvikað, ekkert gert til að taka slagkraftinn úr höggunum.“ Í tilfelli hjónanna í Re- volutionary Road telur O’Nan ljóst að það sem fer úrskeiðis er þeim sjálfum að kenna, afleiðing sjálfs- elsku þeirra, þess hve veikgeðja þau eru og ófær um að horfast í augu við sannleikann.    Þennan efnivið sótti Richard Ya-tes að töluverðu leyti í eigin uppvöxt og reynslu fullorðins- áranna. Hann átti erfitt uppdráttar sem barn, á faraldsfæti eftir krepp- una miklu með einstæðri og drykk- felldri móður. Hvorugt hjónabanda hans gekk upp og eiginkonur hans yfirgáfu hann með dætur hans þrjár. Þótt Yates hafi að mestu tek- ist að helga sig skrifum setti ein- semd og gríðarleg drykkja mark sitt á líf hans og loks í kjölfarið heilsubrestur af völdum þess og keðjureykinga. Hvort fræg lýsing hans á eigin skáldverkum hafi átt einhverja skírskotun í eigið lífs- hlaup er vitaskuld ekki hægt að fullyrða um, þótt freistandi sé að horfa til æpandi samsvörunarinnar þarna á milli: „Ef verk mín hafa eitthvert þema, þá er það líklega af- ar einfalt: Óumflýjanlegur ein- manaleiki flestra og harmleikurinn sem af honum leiðir.“    Þeir einu sem hafa haldið nafniRichards Yates á lofti í gegn- um tíðina eru aðrir rithöfundar. Bækur hans hafa aldrei selst vel og hafa ekki verið endurútgefnar. Það er þó aldrei að vita nema stjörnu- leikur þeirra Kate Winslet og Leon- ardos DiCaprios breyti einhverju þar um, og áhugi bókhneigðra Bandaríkjamanna beinist seint og um síðir að einum vanmetnasta samfélagsrýni þeirra á síðari hluta tuttugustu aldar. fbi@mbl.is Hinir fyrirlitnu meðaljónar AF LISTUM Fríða Björk Ingvarsdóttir »Ef verk mín hafaeitthvert þema, þá er það líklega afar einfalt: Óumflýjanlegur ein- manaleiki flestra og harmleikurinn sem af honum leiðir. Revolutionary Road Kate Winslet og Leonardo DiCaprio í hlutverkum sínum í þessu mikla úthverfadrama.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.