Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2009 ✝ Valborg PálínaJóhannsdóttir fæddist á Kirkjubóli á Bæjarnesi í Austur- Barðastrandarsýslu 11. október 1919. Hún lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 15. jan- úar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Jóhann Sigurðsson, bóndi á Kirkjubóli, frá Múlakoti í Þorska- firði, f. 28. desember 1866, d. 18. sept- ember 1960, og seinni kona hans Guðrún Bæringsdóttir frá Kletti í Kollafirði, f. 3. sept- ember 1877, d. 1. mars 1959. Fyrri kona Jóhanns var Guðríður Jóhanna Guðmundsdóttir frá Skálm- arnesmúla, f. 14. september 1869, d. 1961, Guðbrandur, f. 5. ágúst 1911, d. 22. desember 1987, Jón Hólm- geir, f. 25. desember 1912, d. 1. desember 1996, Bæring, f. 23. ágúst 1914, d. 31. október 2007, og Gunnar, f. 25. maí 1916, d. 17. febr- úar 1984. Valborg ólst upp við almenn sveitastörf á Kirkjubóli. Tók hún við húsmóðurstörfum þar þegar hún ásamt systkinum sínum, þeim Gunnari, Jóni og Guðmundu, tók við búskap af foreldrum sínum. Eftir lát foreldra sinna, eða 1963, hættu þau búskap og fluttust til Hafnarfjarðar þar sem þau héldu áfram heimili saman, fyrst í Græ- nukinn 28 og síðan í Brekku- hvammi 1. Valborg vann utan heimilis fram á áttræðisaldur, fyrst í prjónastofunni Framtíðinni og síðar í eldhúsi hjúkrunarheim- ilisins Sólvangs. Eftir að Valborg var orðin ein keypti hún íbúð á Sól- vangsvegi 3 þar sem hún bjó síð- ustu árin. Útför Valborgar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. 1. október 1900. Börn Jóhanns og Guðríðar voru: Guðný, f. 29. desember 1892, d. 15. september 1990, Guð- mundur, f. 1. október 1893, d. 12. nóvember 1908, Sigríður, f. 2. mars 1895, d. 22. mars 1981, Ólafur, f. 15. september 1897, d. 23. júlí 1983, og Böðvar, f. 16. maí 1899, d. 7. júní 1900. Börn Jóhanns og Guð- rúnar, auk Val- borgar, voru: Jóhannes, f. 29. ágúst 1905, d. 29. janúar 1989, Guðríður, f. 28. september 1906, d. 26. mars 2004, Guðmunda, f. 28. desember 1908, d. 24. nóvember 1993, Þor- björg, f. 9. apríl 1910, d. 18. júlí Nú þegar Valborg föðursystir mín hefur kvatt þennan heim vil ég minn- ast hennar með nokkrum orðum. Valborg eða Valla, eins og hún var kölluð af flestum sem þekktu hana, var kát og skemmtileg kona. Hún var mjög félagslynd og má segja að hún hafi laðað fólk að sér enda með afbrigðum gestrisin. Fyrsta minning mín af Völlu frænku minni er þegar hún kom að Bæ til að sjá um heimilið og annast okkur systkinin í fjarveru móður okkar sem var ljósmóðir og stundum að heiman svo vikum skipti. Þá var nú ekki ónýtt fyrir okkur systkinin að fá unga og káta frænku til að gæta okkar og dekra við okkur á allan hátt. Hún var alltaf góð við okkur enda mjög barngóð og hafði mikið dálæti á litlum börnum. Þegar við systkinin vorum lítil gaf hún okkur jólagjafir sem síðan færðist yfir á börnin okkar og síðar barnabörnin. Valla var hjá okkur í Bæ jafnvel mörgum sinnum á ári þar til ég var sjö ára en þá fluttu móðurforeldrar mínir til okkar að Bæ. Um það leyti tók Valla við húsmóðurstörfum á Kirkjubóli því þá tóku föðursystkini mín við búskapnum af afa mínum og ömmu. Það voru þau Jón, Gunnar og Valla, einnig var Guðmunda þar til heimilis á sumrin en hún var að heiman yfir veturinn við kennslu- störf. Á sumrin var oft margt fólk á Kirkjubóli, margir krakkar í sveit og svo brottflutt systkini með sínar fjöl- skyldur sem dvöldu þar stundum svo vikum skipti. Ég man að það þurfti stundum að tví- og þrísitja við eld- húsborðið á matmálstímum og sofið var í hverju skoti í húsinu. Kom stundum fyrir að heimafólk svaf úti í hlöðu þegar flest var. Þá hefur nú stundum verið langur vinnudagur hjá Völlu frænku minni, að hafa allt þetta fólk í mat. Síðustu árin á Kirkjubóli hjúkraði hún einnig öldr- uðum foreldrum sínum þar til yfir lauk hjá þeim. Eftir að afi og amma voru dáin fóru systkinin að huga að því að flytja suður. Það var svo haustið 1963 að þau fluttu til Hafnarfjarðar og varð þeirra heimili hálfgerður samkomustaður fyrir ættingjana. Í mörg ár eftir að systkinin fluttu suð- ur fóru þau vestur að Kirkjubóli á sumrin og nutu þess að dvelja þar í nokkrar vikur. Þegar Valla var orðin ein eftir keypti hún litla íbúð að Sólvangsvegi 3. Ég kom nokkuð oft í heimsókn til hennar þangað. Oftar en ekki var fullt af fólki í heimsókn hjá henni og alltaf var sama gestrisnin og greiða- semin hjá frænku minni, ekki ánægð nema borðið væri hlaðið kökum og hún alltaf að hella upp á könnuna. Meira að segja sló hún ekki slöku við nú upp á síðkastið þótt hún ætti orð- ið ákaflega erfitt með öll störf með lélegar axlir og máttlausa handleggi. Ég veit að það eru margir sem syrgja góða frænku og vinkonu en það er huggun harmi gegn að hún gat verið heima hjá sér nánast til hinstu stundar því ég veit að það þráði hún mest. Ég vil þakka henni innilega fyrir allt það sem hún hefur gert fyrir mig og mína. Að lokum votta ég frændfólki og vinum Völlu innilega samúð. Guð blessi minningu Valborgar frænku minnar. Snorri Jóhannesson. Meira: mbl.is/minningar Elsku Valla. Þú fluttir suður árið sem ég fædd- ist. Það hefur örugglega ekki verið auðvelt að fara úr afskekktu sveit- inni þinni fyrir vestan. Þú sem varst komin á miðjan aldur og hafðir alltaf búið á Kirkjubóli og þekktir ekkert annað. Engu að síður fluttir þú á mölina með systkinum þínum þrem- ur, Mundu, Jóni og Gunnari (nú lát- in). Það varst þú sem eldaðir og bak- aðir og hélst heimilinu gangandi öll þau ár sem þið bjugguð saman. Þú varst alltaf stór og eftirminni- legur hluti af minni barnæsku. Fyrsta minning mín um þig var hlýj- an sem einkenndi þig. Ég var ekki há í loftinu þegar ég kom með mömmu og ömmu til ykkar í Brekkuhvamm- inn á hverjum einasta laugardegi. Og á meðan mamma setti rúllur í þig og Mundu, lék ég mér að dýrunum í hvítu plastfötunni og læddist upp í herbergið þitt til að skoða allar myndirnar þínar og leika mér með stóru dúkkuna þína í flotta kjólnum. Aldrei nokkurn tíma minnist ég þess að þú segðir við mig eitt styggð- aryrði. Ég mátti allt sem ég vildi í þínu herbergi. Seinna þegar ég varð eldri tók ég við hlutverki mömmu í rúlluísetning- um, því það skipti þig alltaf svo miklu máli að vera fín um hárið. Þú giftist aldrei, né eignaðist börn svo við frændsystkinin urðum eins og börn- in þín og það var ekki slæmt. Þú barst hag minn alltaf fyrir brjósti, sama á hverju gekk, fyrir það er ég þér ævinlega þakklát. Það var gaman að umgangast þig, þú varst alltaf svo hress og kát með húmorinn í lagi. Þú varst æðrulaus og gerðir ekki miklar kröfur, þú hugsaðir fyrst og fremst um aðra, síðan um þig. Sá eiginleiki er vand- fundinn í þjóðfélagi nútímans. Þú varst einlæg og hreinskiptin og oft ræddum við landsmálin, sveitina og „gamla daga“, þá var þér oft heitt í hamsi því þú varst oftar en ekki ósammála „þessum háu herrum“ sem stjórnuðu öllu og höfðu himinhá laun. Eflaust var það vegna þess að þú mundir tímana tvenna og varst dugleg verkakona allt þitt líf. Þú kvartaðir aldrei. Löngu seinna, þeg- ar ég gekk í gegnum einhverja smá- vægilega erfiðleika, sagðir þú: Birna mín, lífið er brekka. Þá vissi ég að þú meintir að ég kæmist upp á seigl- unni. Mér finnst ég hafa verið heppin að fá að verða samferða þér upp þá brekku sem lífið er. Líf mitt hefði örugglega verið fátæklegra án þín. Þú hvarfst úr þessum heimi á frið- sælan hátt, á þann hátt sem þú vildir. Nú ertu komin vestur að Kirkjubóli, þar sem þú þekkir hverja þúfu og hvern hól og hefur hitt allt þitt heimafólk. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Ég mun alltaf sakna þín. Þín Birna. Þegar ég var yngri var ég oft spurð „af hverju heitirðu Valborg?“ og ég svaraði stolt „af því ég heiti eftir henni Völlu“. Valla hefur alltaf átt stóran sess í hjarta mínu ég hugsa með mikilli hlýju til allra þeirra ferða sem ég fór með mömmu og pabba í heimsókn í Brekkuhvamminn. Þar var alltaf tekið á móti okkur sem höfðingjar væru á ferð. Þegar ég eltist og flutti til Reykjavíkur lá leið mín oft í heim- sókn til hennar. Hún á stóran hóp vina og ættingja sem gaman hefur verið að kynnast. Valla hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefnum og fylgdist alla tíð vel með því sem var að gerast í þjóðfélaginu. Henni var ekkert heil- agt og gátum við nöfnurnar spjallað um allt sem okkur datt í hug. Hún hafði einnig sérstakt lag á að láta mér líða eins og ég væri einstök. Og hún sagði oft þegar við vorum að tala saman: „Við nöfnurnar getum allt sem okkur dettur í hug, mundu það.“ Valla var sérlega glettin og báru samræður okkar þess oft merki, t.d. þegar ég hringdi til hennar stuttu eftir að ég gifti mig. Ég heilsaði með orðunum: „Sæl frú Valborg.“ Þá svaraði hún snöggt: „Mundu að það er bara ein frú í þessu samtali,“ og hló dátt. Elsku Valla, ég mun ávallt minn- ast þín með gleði í hjarta og ég er ólýsanlega ánægð með að hafa hlotn- ast sá heiður að kynnast þér og bera nafnið þitt. Með þessum orðum kveð ég þig. Þín nafna, Valborg. Þakklæti er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ég kveð Völlu í hinsta sinn. Ég kynntist henni níu ára en þá var ég svo lánsöm að fara sumarlangt til þeirra systkina Völlu, Mundu, Jóns og Gunnars að Kirkju- bóli. Ég var hvorki stór né mikil þeg- ar ég hitti þau fyrst, raunar svo smá að ég þótti minna en ekkert sem var ástæðan fyrir því að nafnið Minna festist við mig innan fjölskyldunnar. Fyrsta daginn á Kirkjubóli þorði ég ekki á fætur og skældi. Ástæðan var sú að ég borðaði ekki hafragraut en hafði verið sagt af systur minni að í sveitinni þyrftu allir að borða hafra- graut á morgnana. Ég sagði Völlu í gegnum skælurnar að ég skyldi bara fara heim aftur. Hún trúði því ekki að mér væri strax farið að leiðast og ég gleymi því ekki hvað hún hló þeg- ar hún vissi að hafragrauturinn var ástæðan fyrir sorginni. Sumrin á Kirkjubóli urðu mörg, krakkahópurinn var stór og margt var brallað. Ef það sló í brýnu á milli okkar krakkanna var Valla góður sáttasemjari. Þetta var sælutími og forréttindi að fá að vera hjá þeim systkinum en ég er ekki viss um að það hafi verið vegna mikils vinnu- framlags að við fengum að koma aft- ur og aftur. Sjálf var ég lengi kveif og til lítils gagns. Kom oftar en ekki heim allslaus þegar ég átti að sækja kýrnar en samt búin með nestið sem Valla útbjó fyrir mig. Valla gekk mér sannarlega í móðurstað þessi sumur. Ég svaf á bedda fyrir framan rúmið hennar og á kvöldin las hún fyrir mig og sagði mér sögur. Þessi tengsl okkar sem urðu til í sveitinni héldust alla tíð. Þegar ég byrjaði búskap komu Valla og systkinin í heimsókn til mín á Hvolsvöll og það var regla að heim- sækja Brekkuhvamminn þegar ég fór með fjölskylduna í bæinn og þá oft gist. Í þessum heimsóknum var dekrað við okkur og gjarnan boðið uppá sel. Valla hafði óendanlega gaman að fylgjast með dætrum mín- um þremur vaxa úr grasi og hvatti mig óspart til barneigna. Ég hafði lofað henni að ef ég eignaðist dóttur myndi hún verða skírð Valborg. Svo fór að við skírðum fyrstu dótturina í höfðið á ömmum sínum og var Valla fljót að segja mér að ég hefði ekki staðið við loforðið. Næsta stelpa var eins og ég hafði lofað skírð Valborg og ég held hún hafi alltaf verið stolt af þessari nöfnu sinni. Þegar dætur mínar náðu merkum áföngum í lífinu, luku mennta- og há- skóla, byrjuðu búskap og eignuðust börn fannst mér að henni fyndist hún ætti þátt í þeim sigrum og það með réttu. Valla var dætrum mínum fastur punktur í tilverunni, hún var þeim eins og besta amma og börnum þeirra eins og langamma. Valla gerði mig að betri manneskju og ég er af- skaplega ánægð að hafa í einni af síð- ustu heimsóknum mínum til hennar náð að þakka henni fyrir það. Valla var fádæma gestrisin, viðræðugóð og hafði á málum sterkar skoðanir. Hún var vinamörg og hana var gam- an og gott heim að sækja. Frá því daginn sem hún bjargaði lífi mínu með því að hlífa mér við hafra- grautnum hef ég elskað þessa ein- stöku konu. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka henni fyrir sam- fylgdina. Guðrún Árnadóttir. Mig langar til að minnast Völlu frænku minnar með nokkrum orð- um. Mínar fyrstu minningar um Völlu eru frá heimsóknum til systkinanna í Brekkuhvamminum. Ég man vel eft- ir því hve eftirvæntingin var mikil þegar stóð til að fara til þeirra. Alltaf var vel tekið á móti okkur og er mér sérstaklega minnisstætt hve gaman og forvitnilegt það var að fara með Völlu upp í herbergið hennar. Þar var margt að sjá og gaman að skoða fallegu munina hennar. Ekki skemmdi fyrir að iðulega laumaði hún þar að manni einhverju góðgæti eða glaðningi. Á framhaldsskólaárunum vann ég í eldhúsinu á Sólvangi með Völlu. Þá kynntist ég henni á annan hátt en ég hafði þekkt hana áður. Valla var skemmtilegur vinnufélagi sem var einstaklega vel liðin af samstarfs- fólki sínu. Hún var alltaf syngjandi kát og smitaði út frá sér vinnugleð- inni. Ég lærði margt af Völlu í eld- húsinu á Sólvangi enda lagði hún sig fram um að kenna okkur ungu stúlk- unum réttu vinnubrögðin hvort sem um þrif eða matseld var að ræða. Þegar við Lena vinkona mín rifjuð- um upp þennan tíma vorum við sam- mála um að í Völlu eignuðumst við góða vinkonu. Hún sýndi okkur og því sem við vorum að aðhafast mik- inn áhuga og tók þátt í umræðum sem aðrar konur á hennar aldri hefðu ekki endilega haft áhuga á. Þetta voru góðar stundir og þykir mér mjög vænt um þessar minning- ar. Það er aðdáunarvert hve Valla fylgdist alltaf vel með öllum sínum skyldmennum. Hún var áhugasöm um hvað fólkið hennar var að fást við og var umhugað um að öllum farn- aðist vel. Valla var sérstaklega barn- góð og hændust börn mjög auðveld- lega að henni enda sýndi hún börnunum ekki síður en þeim full- orðnu áhuga og tók þeim alltaf opn- um örmum. Elsku Valla, þín verður sárt sakn- að enda margir sem stóðu þér nærri. Ég mun varðveita minningu þína og vil ég þakka þér fyrir allt það góða sem þú hefur gefið mér og mínum í gegnum tíðina. Brynhildur Snorradóttir. Elsku Valla mín. Núna ertu farin til englanna. Mik- ið er erfitt að kveðja þig. Mér brá svo þegar mamma hringdi í mig og sagði mér að þú værir farin. Þó svo að ald- urinn væri farinn að segja til sín þá bjóst ég samt ekki við þessu alveg strax. Ég hlakkaði svo til að sýna þér litlu stelpuna mína og þú varst farin að bíða spennt eftir að við kæmum til landsins. En ég veit að þú passar vel upp á hana. Það var alltaf svo gott að koma til þín elsku Valla mín. Það verður skrítið að kíkja ekki við hjá þér lengur. Ég á svo margar góðar minningar um þig sem ég mun geyma í hjarta mínu. Ég kveð þig með bæninni sem amma Gauja kenndi mér. Valborg Pálína Jóhannsdóttir ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐBJARGAR JÓNSDÓTTUR, Álfheimum 48, Reykjavík. Þórarinn Magnússon, Sigrún Reynisdóttir, Kristinn Magnússon, Hanna Bjartmars Arnardóttir, Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Magnús Þórarinsson, Svala Ögn Kristinsdóttir, Gríma Bjartmars Kristinsdóttir. ✝ Þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkur hlýhug, kærleik og vináttu við andlát og útför sonar míns, bróður okkar, mágs og frænda, INDRIÐA INGA STYRKÁRSSONAR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki 11E og heimahjúkrun Landspítalans fyrir frábæra umönnun, stuðning og alúð á meðan á veikindum hans stóð. Laila Andrésson, Alfred Júlíus Styrkársson, Sigurður E. Styrkársson, Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir, Elísabet Þórisdóttir, Alexandra Inga Alfredsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.