Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 6
6 Stjórnarslit MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is „SÚ KENNING hefur verið sett fram af ýmsum að forsætisráðherra hafi þingrofsréttinn einn og sér. Þetta er misskilningur á íslenskri stjórnskipun,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson forseti á blaðamannafundi á Bessastöðum í gær. Á fundinum tiltók Ólafur jafn- framt fjögur atriði sem umfram allt þyrftu að setja svip á þær ákvarð- anir sem teknar verða á næstu dög- um. Og markaði með því stjórnar- mynduninni farveg. Frumkvæði hjá ráðherra „Forsætisráðherra hefur tillögu- rétt um þingrof og síðan er það sjálf- stætt mat forseta eins og dæmin sanna úr íslenskri sögu hvort hann verður við því eða ekki. [...]Frá og með þessari stundu er ekki starfandi neinn forsætisráðherra í landinu sem getur gert tillögu um þingrof og samkvæmt stjórnskipun er það þess vegna alfarið í höndum forsetans,“ sagði Ólafur. „Þetta gengur þvert á það sem maður myndi ætla að stjórnarskráin fæli í sér,“ segir Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskóla Íslands, um um- mæli Ólafs Ragnars. „Ég held að það liggi alveg ljóst fyrir að frum- kvæðisrétturinn er að öllu leyti hjá ráðherra, en ekki hjá forseta. Það er alveg ótvírætt,“ segir Björg. „Hafi forseti virkilega átt við að það sé enginn starfandi forsætisráð- herra í landinu þá er það stórkost- legur og ótrúlegur misskilningur,“ segir Guðni Th. Jóhannesson sagn- fræðingur. Heimild til þingrofs er í 24. gr. stjórnarskrárinnar. Samkvæmt 13. gr. stjórnarskrárinnar framkvæmir ráðherra vald forseta og ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmd- um öllum, samkvæmt 14. gr. Björg segir að undirskrift forsætisráð- herra þurfi að liggja fyrir ef rjúfa eigi þing, svo það sé alveg klárt að forseti geti ekki rofið þing án at- beina forsætisráðherra. Árið 1950 synjaði Sveinn Björns- son, þáverandi forseti, þingrofs- beiðni Ólafs Thors, þáverandi for- sætisráðherra. Bent hefur verið á að þessi synjun hafi verið sérstaks eðl- is, enda hafi þá verið búið að sam- þykkja vantraust á ríkisstjórnina, sem þá starfaði í minnihluta. Fordæmi fyrir því að starfsstjórn rjúfi þing Starfsstjórn er þegar ríkisstjórn hefur beðist lausnar en forseti biður ríkisstjórnina að sitja áfram meðan ný stjórn er skipuð. Er hún talin hafa takmarkaðra umboð. „Það eru dæmi um að starfsstjórn hafi rofið þing, þá með vissu um að það hafi verið aflað samþykkis meirihluta, þó það sé ekki nema óformlega,“ segir Björg. Með réttu ætti þó ekki starfs- stjórn að rjúfa þing nema samþykki lægi fyrir hjá meirihluta þings. Í þessu samhengi má nefna að fjórða ríkisstjórn Ólafs Thors fékk lausn 27. mars 1956 en gegndi störf- um til 24. júlí sama ár. Fram kom í máli Ólafs á fundinum í gær að bæði saga lýðveldisins og íslensk stjórnskipun væri á þann veg að ef ekki tækist að leiða fram stjórn sem gæti búið við nauðsyn- legan stuðning á löggjafarsamkom- unni þá væri það skylda forsetans að tryggja að landið yrði ekki stjórn- laust. „[Þegar fráfarandi ríkisstjórn var mynduð] taldi ég ekki nauðsynlegt að ræða við forystumenn allra flokka vegna þess að málin lægju það skýrt og ljóst fyrir að ég veitti formanni Sjálfstæðisflokksins strax umboð þá til að mynda nýja ríkis- stjórn. Ég tel að svo sé ekki nú,“ sagði Ólafur. Hann sagði að forseti þyrfti að geta átt heiðarlegar, hrein- skilnislegar og afdráttarlausar sam- ræður við forystumenn allra flokka í landinu. Fjögur atriði Ólafs Ólafur sagði að það væri ekki gott fyrir okkar stöðu hér heima, fyrir heimilin í landinu, atvinnulífið né landsmenn að hér væri „langvarandi bið eftir því hvers konar ríkisstjórn taki við eða hvenær kosningar fari hér fram. Þess vegna tel ég að æski- legt sé að þær ákvarðanir séu tekn- ar sem fyrst,“ eins og hann orðaði það. Forsetinn sagði mikilvægt að hafa í huga fjögur verkefni sem umfram allt þyrftu að setja svip á þær ákvarðanir sem teknar verða á næstu dögum. „Þeir fjórir þættir sem ég nefndi, það er samfélagsleg sátt, endurnýjun á hinu pólitíska umboði, trygg tök á efnahagsvanda þjóðarinnar og farvegur fyrir um- ræðu um nýja stjórnskipan. Þetta [er] allt saman hluti af þeirri nið- urstöðu sem okkur tekst vonandi að ná á allra næstu dögum,“ sagði Ólaf- ur. Hann markaði í reynd stjórnar- mynduninni ákveðinn farveg með þessum orðum og í máli hans kom fram að sú stjórn sem tæki við og sá þingmeirihluti sem fundinn yrði, með þeim ákvörðunum sem teknar verða á næstu dögum eða vikum, tæki tillit til þess að það þyrfti að fá „niðurstöðu í þeirri umræðu.“ Forsetinn útvíkkar vald sitt  Þingrofsréttur alfarið í höndum forsetans, segir Ólafur Ragnar  Þvert á það sem felst í stjórnar- skránni  „Ótrúlegur misskilningur“  Fáheyrt að forsetinn leggi línurnar í stefnumörkun Morgunblaðið/Árni Sæberg Útvíkkun Orð forsetans á blaðamannafundi á Bessastöðum í gær þykja umdeild og eru gagnrýnd af fræðimönnum. Í HNOTSKURN »Hlutverk forseta í stjórn-armyndun er viðurkennt og ein helsta birtingarmynd valds hans, þó takmarkað sé. »Forsetinn nefndi í gærfjögur atriði sem skilja mátti að yrðu ráðandi í stjórn- armyndun: Samfélagslega sátt, endurnýjun pólitísks um- boðs, trygg tök á efnahags- vandanum og farveg fyrir nýja stjórnskipun. „ÞAÐ er alveg einsdæmi. Það er til marks um þá óvenjulegu tíma sem við lifum að forsetinn skuli leggja fram slíkan lista,“ segir Guðni Th. Jóhann- esson sagnfræðingur um þau fjögur atriði sem Ólaf- ur Ragnar leggur áherslu á varðandi það hver fær umboð til myndun nýrrar ríkisstjórnar. „Fyrri for- setar, sem stóðu frammi fyrir því að leysa stjórn- arkreppur, leystu þann vanda hver með sínum hætti. Sveinn Björnsson, fyrsti forsetinn, var nokk- uð ráðríkur, fannst stjórnmálamönnunum, og hafði ákveðnar skoðanir á því hvaða stjórnir skyldu sitja. Ásgeir Ásgeirsson sömuleiðis. Tveir síðustu forset- ar á undan Ólafi Ragnari, Kristján Eldjárn og Vig- dís Finnbogadóttir, höfðu engan áhuga á öðru en því að hér sæti stjórn og voru ekki með neinar meiningar um það hvaða flokkar sætu í stjórn né hvaða mál ætti að leggja áherslu á. Ólafur Ragnar ber sig núna allt öðruvísi að en þeir tveir for- verar hans. Hann gengur í það minnsta jafnlangt og Sveinn Björnsson gerði í því að hafa áhrif á pólitíska sviðið, ef ekki lengra,“ segir Guðni. bjorgvin@mbl.is „Alveg einsdæmi“ Guðni Th. Jóhannesson „ÞAÐ er auðvitað óþekkt að forseti leggi til stefnu- mál fyrir verðandi ríkisstjórn. Það er að þessu leyti fáheyrt að forseti hafi frumkvæðisrétt að því að móta stefnuna, t.d. að það eigi að endurskoða stjórnarskrána,“ segir Björg Thorarensen, prófess- or í stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskóla Ís- lands, en forsetinn nefndi í gær fjögur verkefni sem umfram allt þurfi að setja svip á þær ákvarðanir sem teknar verða á næstu dögum. „Farvegur fyrir umræðu um nýja stjórnskipan,“ er eitt þessara at- riða, svo notuð séu orð forsetans. Björg tekur hins vegar fram að hún styðji heils hugar að endurskoða þurfi ákveðna þætti stjórn- arskrárinnar. Að minnsta kosti þá þætti sem lúti að samskiptum ríkisstjórnar og þings. Athygli vakti að skilja mátti orð forsetans þannig í gær að hann hefði útilokað að veita um- boð til stjórnarmyndunar þá um kvöldið, en það vald hefur hann ekki. „Ég tel nauðsynlegt að koma á starfhæfri stjórn sem allra fyrst og ef það er vilji og meirihluti þingsins fyrir slíkri stjórn, þá er skylda forseta að verða við því,“ segir Björg. thorbjorn@mbl.is Óþekkt stefnumótun forseta Björg Thorarensen ÓLAFUR Þ. Harðarson, prófessor í stjórn- málafræði, segir að forsetinn sé að gera sig meira gildandi og sýni óvenjulega mikið frumkvæði, um það hlutverk sem forsetinn virðist vera að marka sér í stjórnarmyndun. Ólafur Þ. segir jafnframt að fram hafi komið áður að Ólafur Ragnar telji að þingrofsrétturinn sé hjá embætti forseta. „Hann lítur svo á að forsætisráð- herra hafi tillögurétt en forsetinn meti það sjálf- stætt hvort hann verði við óskinni eða ekki,“ segir Ólafur Þ. og bætir því við að hann sé sjálfur ekki al- veg viss um hvort ákvæði um þingrofsréttinn séu nægilega skýr. Spurður um þau orð Ólafs Ragnars frá því í gær að stjórnarmyndunarumboð yrði ekki veitt þá um kvöldið og þau fjögur verkefni sem umfram allt þurfi að setja svip á þær ákvarðanir sem teknar verða á næstunni, segir Ólafur Þ. að ef formenn, sem komi sér saman um stjórn og hafi þingmeirihluta á bakvið sig og bendi á tiltekinn mann, þá beri að veita þeim manni umboðið, það sé alveg skýrt. „Það er einnig óvenjulegt að forseti geri þetta með þessum hætti. Hann er að gera sig meira gildandi og er að sýna óvenjulega mikið frumkvæði. Hann getur auðvitað rætt við formenn flokkanna um það sem hann vill en hins vegar semur hann ekki stjórnarsáttmála eða segir formönnum fyrir verkum. Það er alveg ljóst. Ef það er skýr meirihluti fyrir myndun rík- isstjórnar hefur hann ekkert svigrúm. Ef stjórnmálamenn koma sér ekki saman um stjórn er svigrúm forsetans hins vegar meira,“ segir Ólafur Þ. Harðarson. thorbjorn@mbl.is Óvenjulegt frumkvæði Ólafur Þ. Harðarson GUNNAR Helgi Kristinsson, prófessor í stjórn- málafræði við Háskóla Íslands, segir Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, sýna það enn einu sinni að hann telji embættið eiga að gegna virku hlut- verki í íslenskri stjórnmálaumræðu. Vitnar hann til framgöngu Ólafs Ragnars við stjórnarmyndun en Ólafur Ragnar sagðist ætla að vega og meta að- stæður í íslenskum stjórnmálum eftir samtöl við for- menn flokkanna. „Þetta lýsir því að Ólafur Ragnar hefur litið svo á að forsetaembættið eigi að gegna lykilhlutverki í ís- lenskri stjórnmálaumræðu,“ segir Gunnar Helgi og vitnar til þess að utanríkisþjónustan hafi gert at- hugasemdir við yfirlýsingar Ólafs Ragnars á er- lendum vettvangi auk þess sem Ólafur Ragnar hafi neitað að staðfesta fjölmiðlalögin á sínum tíma, en hann varð fyrsti forset- inn í sögu lýðveldisins sem neitaði að undirrita samþykkt lög Alþingis. magnush@mbl.is Forsetinn í virku hlutverki Gunnar Helgi Kristinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.