Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 18
að Íslendingar viti meira um Græn- land, en staðreyndin er sú að Græn- lendingar vita mikið um Ísland og Íslendinga. Grænlendingar eru ótrú- lega duglegir og þeir gætu kannski kennt okkur að bjarga okkur í kreppunni. Einn grænlenskur vinur minn, sem er 26 ára eins og ég er bóndi og stundar að mestu sjálfs- þurftarbúskap, skiptir árinu í fjórar árstíðir og skipuleggur líf sitt út frá aðstæðum hverju sinni. Hans stærsti draumur snýst ekki um að eignast risa einbýlishús heldur að ná að fella ísbjörn. Slík hetjudáð úti í náttúrunni gerir hann að manni, í hans samfélagi. Á þessu má sjá hvað uppeldi og umhverfi hefur mikið að segja um hverjir draumar okkar eru. Íslendingar láta kannski af efnis- legum lúxusdraumum sínum núna þegar kreppir að. Fólk ætti kannski líka að líta sér nær næst þegar það fer í frí og fara til Grænlands frekar Friður Í sveitum Suður Grænlands er friðsælt og vinalegt. Landið er fagurt og gróðursælt. Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Ég hef alltaf haft mikinnáhuga á Grænlandi,kannski vegna þess að égvar í sveit sem krakki í Trékyllisvík og þá voru samgöngur þaðan beint til Grænlands. Þessi áhugi magnaðist upp þegar ég var í námi í Ferðamálafræðum á Hólum í Hjaltadal,“ segir Pálína Ósk Hraun- dal, ung kona sem býr á Sauðárkróki og bætir við að í náminu hafi mikið verið farið inn á náttúrutengda ferðaþjónustu. „Ég skellti mér því til Grænlands í sumar og vann þar í fjóra mánuði sem leiðsögumaður hjá fyrirtækinu Blueice. Mér fannst rosalega gaman að vera á Grænlandi og kynnast samfélagi sem er svona ólíkt okkar hér á Íslandi. Menning Grænlendinga er líka forvitnileg og heillandi. Grænlend er svo nálægt Íslandi, það eitt finnst mér næg ástæða til að vilja vita meira um þetta land. Því miður þekkja margir Íslendingar lítið til Grænlands og eru jafnvel með fordóma gagnvart þessu landi og nágrönnum okkar sem þar búa. Allt varð þetta til þess að ég vildi enn frekar finna sjálf út úr því hvernig þetta væri.“ Hjálpsamir og samrýndir Pálína varð ekki fyrir vonbrigðum þegar hún kynntist Grænlendi og Grænlendingum. Hún vann á Suður- Grænlandi við að veita ferðamönn- um sem komu úr ýmsum áttum leið- sögn. „Við flökkuðum á milli staða, ýmist gangandi, með bátum eða þyrlum. Þetta var magnað sumar, heitt í veðri og mikil upplifun.“ Hún segir grænlensku vini sína, sem unnu með henni, vera tengdari nátt- úrunni og nærumhverfi sínu heldur en okkur Íslendinga. „Aðalsam- göngutækin á Grænlandi eru bátar. Einu sinni til tvisvar á ári kemur sá tími þar sem hvorki er hægt að kom- ast á bát né sleða á milli staða. Þá er fólk fast á sínu svæði og við tekur biðin eftir betri tíð. Þá þurfa krakk- arnir rétt eins og aðrir, að læra á náttúruna. Á þessum einangraða tíma þarf fólk að verða sér úti um allt það sem tilheyrir daglegu lífi, á annan hátt en venjulega. Verslanir verða hálftómar og náttúran ræður hvernig næsti dagur verður. Þessir vinir mínir töldu þetta meðal annars vera ástæðu þess hversu tengd þau væru náttúrunni, þau þurftu að treysta á skipulag fram í tímann, vegna þess hvernig náttúran hagar sér þar sem þau eiga heima. Tilvera þeirra er því mjög háð veðurfari, en reynslan hefur kennt þeim að lesa í náttúruna. Ég fann þetta líka ef veð- ur voru svo slæm að þyrla eða bátur komst ekki á milli staða, þá þurfti að endurskipuleggja alla dagskrá með ferðamennina upp á nýtt. Þá tók ég eftir hvað Grænlendingar eru sam- rýndir, allir eru tilbúnir að hjálpa öllum.“ Draumurinn að fella ísbjörn Pálína segir að henni sé mikið metnaðarmál að kynna Grænland fyrir Íslendingum. „Mér finnst vera mikil þörf á því en eitthvað langt út í heim.“ Pálína hefur ævinlega haft mikinn áhuga á börnum og útivist. Útinám er eitt af því sem hún telur að við eigum að gera meira af. Hún vill nýta reynslu sína á Grænlandi sem og ferðamálanámið til að vinna með börn og streitu. Meðal við kreppukvíða „Kreppukvíði og spenna á íslensk- um heimilum hefur áhrif á börnin sem þar búa. Ég held að útivist sé mjög gott meðal við kreppukvíða því hún gefur svo mikið. Það er gott að fá blóðið á hreyfingu og anda að sér fjallaloftinu. Foreldrar þurfa ekki að gefa sér nema hálftíma á dag, þar sem þeir fara út með krökkunum og gera eitthvað með þeim. Það er al- veg nóg að fara á róló eða búa til snjóhús. Og ekki sleppa því að fara út þó að veðrið sé kannski svolítið vont. Ég álít daglega útivist draga mjög úr kvíða og spennu, sérstak- lega fyrir börn en þetta gerir for- eldrunum líka gott.“ Pálína er uppalin í Reykjavík en hún hefur búið undanfarin fjögur ár á Sauðárkróki. „Maðurinn minn er héðan og við ákváðum að flytja hing- að þegar við eignuðumst dóttur okk- ar. Ég legg mikla áherslu á í uppeldi hennar að vekja hana sem mest til meðvitundar um náttúruna og um- hverfið. Hér er líka rólegra en í bænum og maður hefur meiri tíma heldur en í stórborginni,“ segir Pál- ína sem er virkur meðlimur í björg- unarsveitinni í Skagafirði. Hún sér líka um skátaflokk, krakka sem eru í sjöunda og áttunda bekk. „Þetta eru æðislegir krakkar, algjörir gull- molar.“ Pálina með pokann Á Suður Grænlandi er mikil náttúrufegurð og gönguleiðir fjölbreyttar. Hún vann á Grænlandi í sumar og heillaðist af landi og þjóð. Hún telur Íslendinga geta lært margt af þessum grönnum sínum og er sannfærð um að útivist dragi úr kreppukvíða. Daglegt líf Grænlendingar með markað þar sem gróður jarðar er til sölu. Í félagsskap jökla Pálína Ósk Hraundal var alsæl að vinna á Grænlandi í sumar. Draumar Grænlend- inga aðrir en okkar www.southgreenland.gl www.blueice.gl 18 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2009

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.