Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 4
Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is SÍÐDEGIS á sunnudag, á fundi Geirs H. Haarde, formanns Sjálf- stæðisflokksins, og Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur, formanns Sam- fylkingarinnar, varð Geir ljóst að það stefndi í stjórnarslit. „Þá kom fram skilyrði um að stjórnarforystan flytt- ist á milli flokkanna, það sem Sam- fylkingin kallar verkstjórnarvald en er í daglegu tali kallað forsætisráð- herraembættið,“ segir Geir í viðtali við Morgunblaðið. „En það var svo ekki fyrr en í dag [mánudag] á fundi okkar Ingibjarg- ar Sólrúnar að nafn Jóhönnu Sigurð- ardóttur var nefnt í því sambandi. Þegar kom á daginn að það væri ófrávíkjanlegt skilyrði varð ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn gæti ekki fall- ist á það, um það var algjör samstaða í þingflokknum í [gær]morgun.“ Samfylkingin bugaðist – Er það þitt mat, að þið hefðuð annars getað náð saman? „Ég er sannfærður um að náðst hefði niðurstaða um önnur atriði, sem til viðræðu voru síðastliðna daga, ef ekki hefði verið sett skilyrði af þessu tagi. Við höfum hingað til borið gæfu til þess formennirnir að leiða mál til lykta, komið okkur sam- an um og leyst öll deilumál. Ég hef ekki orðið var við það fyrr en núna að það væri sérstök óánægja í Samfylkingunni með mína verk- stjórn í ríkisstjórninni – það er nýtt. En ef það var vandamálið, þá bauðst ég til þess í gær að ég skyldi stíga til hliðar og Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir gæti tekið við. Ég sá þá fyrir mér að við myndum bæði víkja, formaður Samfylkingarinnar og ég, og við tæki tíu manna ríkisstjórn undir forystu Þorgerðar Katrínar. Vandinn í þessu öllu hefur verið sá að Samfylkingin er sjálfri sér sund- urþykk og hún er í grunninn margir flokkar og flokksbrot, sem frá byrj- un höfðu ólíka afstöðu til þessa rík- isstjórnarsamstarfs. Sú sem hélt þessu öllu saman var formaðurinn, Ingibjörg Sólrún, en það var áber- andi að í hvert sinn sem hún var fjar- verandi varð mikill órói í þing- flokknum og annars staðar í flokknum. Mest áberandi varð það í síðustu viku, þegar haldinn var fundur í flokksfélaginu í Reykjavík, þar sem ýmsir úr þingliðinu mættu, undir forystu varaformanns flokksins og formanns þingflokksins, og sam- þykkt var niðurstaða um að það bæri að slíta stjórnarsamstarfinu – á með- an formaður flokksins var erlendis vegna veikinda! Þetta er allt með ólíkindum og á þeim tímapunkti var krafan um að skipta um stjórnarforystu ekki kom- in fram. Það gerðist ekki fyrr en í gær. Þannig að Samfylkingin hefur ekki getað staðið af sér það ástand sem skapast hefur í samfélaginu, og bugaðist í stað þess að standa í lapp- irnar, og hún er, eins og ég sagði í dag, í tætlum sem stjórnmálaflokk- ur.“ Gott samstarf við Ingibjörgu – Það var eftir því tekið að þú tal- aðir fallega um formann Samfylking- arinnar, en hún ekki eins fallega um þig? „Ég vil bara segja, að ég tel hana heiðarlega manneskju, okkar sam- starf hefur verið með ágætum og ekkert borið á milli persónulega. Ég ætla að halda mig við það, ekki að segja annað en satt og rétt í því efni. En henni hefur gengið erfiðlega með sitt bakland; það hefur ekki sýnt henni nauðsynlega samstöðu og ég tel uppákomur þegar hún var fjar- verandi, lýsandi dæmi um það. Svona myndi Sjálfstæðisflokkurinn aldrei haga sér.“ Ekki vegna landsfundar – Það spurðist að stjórnarflokk- arnir hefðu gert samkomulag um uppstokkun á ráðherraskipan fyrir jól? „Það er kannski ekki rétt að tala um samkomulag, en við ræddum það að skipta verkum með nýjum hætti í ríkisstjórninni, og gera frekari skip- lagsbreytingar í stjórnkerfinu. Ég var með ákveðnar tillögur þar að lút- andi, meðal annars um að formaður Samfylkingarinnar yrði fjár- málaráðherra, og við fengjum utan- ríkisráðuneytið á móti. Síðan yrðu aðrar breytingar á skipan ráðu- neyta. Ég tel að með þessu hefði for- maður Samfylkingarinnar fengið mikil tækifæri til að fylgja eftir stefnu síns flokks í ríkisfjármálum og að þetta hefði verið mjög góð leið til að þétta samstarfið á milli flokk- anna, en þessu var slegið á frest, meðal annars vegna persónulegra aðstæðna formanns Samfylking- arinnar, sem allir höfðu að sjálfsögðu góðan skilning á. Þannig að það er rangt að það hafi staðið upp á okkur að gera slíkar tillögur eða ráðast í slíkar breytingar. Látið var að því liggja að þetta snerist um að fresta verkefnum fram yfir landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem hafði ná- kvæmlega ekkert með þetta að gera.“ – Það kom ýmislegt upp úr dúrn- um við stjórnarslitin, sem ekki hafði heyrst af áður – hefði ekki þurft að upplýsa almenning um þetta? „Svona stjórnarsamstarf, og sam- starf tveggja formanna, byggist á því að geta unnið að málum í trúnaði og sýnt ákveðna hollustu gagnvart sjónarmiðum hvor annars. Og í þessu máli, varðandi breytingar fyr- ir áramót, var um það að ræða og ég sá ekki ástæðu til að segja op- inberlega frá því, þó að það hefði ef- laust getað komið mér vel á þeim tíma. Það verður að vera trúnaður um mál á viðkvæmu stigi.“ – Kom ekki til greina að upplýsa það þegar mótmælin urðu háværari síðustu viku? „Ég vil halda þessum mótmælum alveg fyrir utan þessa atburðarás. En auðvitað var þetta allt mjög óvenjulegt, formaður Samfylking- arinnar var fjarverandi í tvær vikur og það logaði allt í illdeilum á meðan. Við vorum ekki í stakk búin til að koma með miklar tilkynningar með- an ástandið var svona – svo breytt- ust aðstæður hjá mér og Sjálfstæð- isflokknum fyrir síðustu helgi.“ Ekki fram í vor – Hyggstu bjóða þig fram til Al- þingis í vor? „Ég hef ekki gert ráð fyrir því. Það er rökrétt að hætta þá alveg.“ – Það hlýtur að vera ákveðinn létt- ir að hverfa á braut úr forsætisráðu- neytinu eftir það sem á undan er gengið? „Persónulega er það kannski létt- ir, á vissan hátt, en maður er búinn að vera svo á kafi í þessum verk- efnum, og þekkir vandamálin orðið svo vel, að ég hef talið það skyldu mína að hafa forystu um að leysa vandamálin. Og talið að það væri ábyrgðarhluti af minni hálfu að stökkva frá því með einhverjum hætti. Það höfum við ekki gert. Það er Samfylkingin sem ákveður að setja okkur úrslitakosti í þessu sam- starfi.“ Svona myndum við aldrei haga okkur Morgunblaðið/Golli Umsetinn Geir H. Haarde svarar spurningum blaðamanna eftir að ljóst var að stjórnin væri fallin í gær. Í HNOTSKURN »Geir H. Haarde tók viðembætti forsætisráðherra 15. júní 2006, er Halldór Ás- grímsson, formaður Fram- sóknarflokksins, sagði af sér ráðherraembætti. » Hann varð forsætisráð-herra í nýrri stjórn Sjálf- stæðisflokks og Samfylkingar 24. maí 2007.  Geir H. Haarde telur að stjórnin hefði haldið hefði Samfylkingin ekki krafist forystunnar  Uppstokkun frestað vegna persónulegra aðstæðna Ingibjargar 4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2009 Samfylkingin vill stuðla að því að mynduð verði rík- isstjórn undir for- ystu Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráð- herra, með stuðn- ingi Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs, Framsóknar- flokksins og jafnvel Frjálslynda flokksins. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði frá þessu þegar hún kom út af fundi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, í gærkvöldi. Hún taldi ekki útilokað að það tækist í dag, þriðjudag. Formaður Samfylkingarinnar sagði að ekki væri ekki til setunnar boðið með myndun nýrrar rík- isstjórnar um kraftmikla aðgerða- áætlun í þágu heimila og fyrirtækja. Nefndi hún sérstaklega að það væri skýrt af hálfu Samfylkingarinnar að áætlunin sem unnin var í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF) stæði. Leiða þyrfti til lykta deilur um Icesave-reikninga Landsbank- ans og deilur sem Íslendingar ættu í á alþjóðavettvangi. Fara þyrfti í breytingar á Seðlabankanum í takt við það sem búið er að gera í Fjár- málaeftirlitinu. Loks sagði Ingibjörg Sólrún að skoða þyrfti stjórn- arskrármálið og rifjaði upp hug- myndir um að þjóðþing gæti breytt stjórnarskrá án þess að efnt yrði til kosninga. „Ég tel mikilvægt að fyrir kosningar verði búið að ganga þann- ig frá málum að þjóðin geti stigið það skref á næsta kjörtímabili,“ sagði Ingibjörg um umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Síðar á fund- inum sagðist hún gera ráð fyrir því að allir flokkar yrðu að svara því í komandi kosningum, hvað þeir hygðust gera í þeim málum á næsta kjörtímabili. helgi@mbl.is Samfylk- ingin vill stjórna með VG Segir að efnahags- áætlun IMF standi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir GEIR segir að ríkisstjórnarsamstarf- ið hafi ekki strandað á málefnaá- greiningi. Hann er spurður út í þau ummæli Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tafið mál. „Það er fyrst og fremst eitt mál, sem Samfylkingin talar um í því sam- bandi, því önnur atriði höfum við af- greitt jöfnum höndum og staðið sam- eiginlega að því. Það sem Samfylkingin á við er Seðlabankinn og yfirstjórn hans. Ég bendi á að það var fyrst í gær [fyrradag], sem Sam- fylkingin eða viðskiptaráðherra ákvað að gera breytingar á Fjármála- eftirlitinu, en þó ekki fyrr en frá og með 1. mars, hvað varðar forstjórann. Við höfum rætt við Samfylkinguna um að við vildum gera lagabreytingar sem lúta að Fjármálaeftirlitinu og Seðlabankanum, og kanna til hlítar hvort rétt sé að sameina þessar stofn- anir á nýjan leik. Við fengum erlend- an sérfræðing til að fara yfir skipu- lagið á Fjármálaeftirlitinu og höfum jafnframt leitað ráða hjá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum um þau mál. Ég er viss um að hægt hefði verið að leiða þetta mál til lykta í febrúarmánuði fyrir 1. mars, sem er dagsetningin sem valin var gagnvart starfslokum forstjóra Fjármálaeftirlitsins.“ – Var sú ákvörðun tekin upp á ein- dæmi viðskiptaráðherra? „Það virðist vera.“ – Samfylkingin hefur einnig kvart- að undan því að ekkert miði hvað varðar undirbúning að stjórnarskrár- breytingum vegna hugsanlegrar að- ildar að Evrópusambandinu? „Þær fara nú yfirleitt ekki fram fyrr en í aðdraganda kosninga. Það lá fyrir að ef þingkosningar yrðu í vor, þá yrði að gera stjórnarskrárbreyt- ingar, og það stóð ekkert á okkur. Ég var með tillögu í því efni, að fá lítinn hóp sérfræðinga sem ég hafði nafn- greint, til að koma með texta, í stað þess að fá fulltrúa allra flokka enn einu sinni að því borði. Þannig að þetta gat ekki verið ágreiningsmál, að minnsta kosti ekki á þessu stigi, og sama má segja um framkvæmd efna- hagsáætlunarinnar í samstarfi okkar og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Við berum ábyrgð á því í forsætisráðu- neytinu og aldrei kom annað til greina en að fylgja því eftir af okkar hálfu.“ Hefðum gert breytingar í Seðlabanka Stóð ekki á sjálfstæðismönnum að gera breytingar á stjórnarskrá vegna ESB „FUNDUR í Samfylkingar- félaginu í Kópa- vogi haldinn 26. janúar lýsir yfir fullum stuðningi við framgöngu Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur formanns og þingflokks Sam- fylkingarinnar undanfarna daga og hvetur þau til allra góðra verka í þágu lands og þjóðar,“ segir í stuðningsyfirlýsingu sem samþykkt var á félagsfundi Samfylkingarinnar í Kópavogi í gærkvöldi. „Við höfum of lengi búið við deyfð og verkkvíða Sjálstæðisflokksins. Verkefnin eru ærin og það þarf fum- lausa starfssama stjórn til að hrinda í framkvæmd fjölmörgum aðgerðum til bjargar heimilum og fyrirtækjum í landinu. Samfylkingunni er best treystandi til forystu í slíkri stjórn.“ Stjórnin tekur fram að húsfyllir hafi verið í Hamraborg 11, þar sem félagið ræddi stöðuna í landsmál- unum. Á fundinum voru allir þing- menn flokksins í Suðvesturkjör- dæmi. Umræðurnar voru líflegar og í lok fundarins var ályktunin sam- þykkt einróma. Hvetja til góðra verka Gunnar Svavarsson Stjórnarslit Meira á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.