Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 25
Minningar 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2009 ✝ Anton Jónssonfæddist í Reykja- vík 4. febrúar 1924. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Garðv- angi 18. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Sigríður Há- konardóttir, f. 7.9. 1883, d. 30.9. 1969, og Jón Tómasson, f. 13.8. 1878, d. 13.5. 1961. Systkini Antons voru níu talsins og eru þau öll látin. Anton kvæntist Mörtu Kristjáns- dóttir, f. 20.8. 1930, frá Suðureyri við Súgandafjörð 31.12. 1951. For- eldrar hennar voru Sveinbjörg Júl- íusdóttir og Kristján Guðmunds- son. Þau hófu sinn búskap á mundsson. Börn þeirra eru Stein- ar Örn, Erna Ósk, Fanney, María og Ástþór Orri. Guðrún, f. 25.6. 1964, maki Sæbjörn Þórarinsson. Börn þeirra eru Halla Björk, Ólaf- ur Viggó, Hildur Ýr og Sara Dís. Barnabarnabörn eru orðin 12 tals- ins. Anton ólst upp í Vesturbænum í Reykjavík. Hann fluttist til Vest- mannaeyja 1941 og lærði þar skipasmíðar við Skipasmíðastöð Vestmannaeyja. Anton vann lengi í Dráttarbraut Keflavíkur eftir að hann flutti til Keflavíkur. Hann lærði húsasmíði hjá Tryggva Kristjánssyni og stofnuðu þeir síð- an fyrirtækið Anton og Tryggvi hf. Þar störfuðu þeir saman uns Tryggvi lést. Eftir það hóf Anton störf hjá Hitaveitu Suðurnesja og starfaði þar sem smiður og síðar lagermaður til starfsloka. Útför Antons fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Suðurgötu 20 í Kefla- vík og byggðu sér hús í Sóltúni 14 árið 1954 og bjuggu þar uns Anton fluttist á Garðvang. Dóttir Antons af fyrra hjónabandi er Guð- rún Kristín, f. 27.10. 1945, börn hennar eru Freyr og Að- alheiður Stella. Börn Antons og Mörtu eru Karl, f. 10.8. 1954, maki Hrafnhildur Jónsdóttir. Börn þeirra eru: Lilja Dögg, Jón Hrafn, Marta og Uni Hrafn. Eygló, f. 19.11. 1957, maki Ólafur Arthúrs- son. Börn þeirra eru Anton Már, Ásdís Ösp og Andri Þór. Helen f. 7.12. 1960, maki Þórhallur Guð- Elsku pabbi minn, nú er þrautum þínum lokið. Margar minningar hlaðast upp, efst í huga eru öll ferða- lögin og veiðiferðirnar sem þú og mamma fóruð með okkur systkinin í á hverju sumri, þú hafðir unun af því að ferðast. Seinna bættust barna- börnin við og eiga þau margar góðar og skemmtilegar minningar um all- ar veiðiferðirnar sem við fórum öll í. Eins þegar þú varst að kenna þeim að „veiða“, þó þau gætu varla haldið á stönginni, því þau voru svo lítil og flækjuhrúgan eftir því. Sem endaði yfirleitt á því að þú sast á bakkanum með allar stangir flæktar. Þér fannst lífið fullkomið þegar þú varst á árbakkanum með veiði- stöngina, með kyrrðina í kringum þig, og ég tala nú ekki um ef eitt- hvað var í ullarsokknum í skottinu á bílnum. Nú er komið að kveðjustund, pabbi minn, ég trúi því að nú sért þú kominn í góðan félagsskap þar sem þú ert núna. Við komum til með að passa vel upp á mömmu fyrir þig, og höldum öll áfram að veiða. Hvíldu í friði, mín hinsta kveðja, Guðrún. Þegar stundin er komin til að kveðja og þú hefur loks fengið hvíld- ina eftir erfið veikindi síðustu árin er margt sem fer í gegnum hugann – ferðalög, ótal veiðiferðir, húsbygg- ingar, byggja sumarbústaði, hjálpa okkur að flytja norður, búslóðin komst ekki öll í flutningabílinn, þá útvegaðir þú stóra kerru, og afgang- urinn af búslóðinni settur á hana, kerran aftan í Löduna og ekið norð- ur í Skagafjörð. Þannig varst þú, alltaf tilbúinn að hjálpa, sama hvað okkur datt í hug að gera, alltaf tilbú- inn að hlusta og aðstoða. Allt frá því ég man eftir mér fékk ég oftast að fara með ef eitthvað stóð til, fara að veiða með félögum þínum, gera trilluna klára fyrir sum- arið, allt var meðtekið, lærði til verka, smíða, mála, hlusta á vindinn, skoða sjólagið, hvort það yrði sjó- veður í dag. Að þessu bý ég í dag, að hafa haft góðan föður, læriföður og félaga. Eftir að þú slepptir hendinni af mér tókst þú við að kenna sonum okkar að smíða, veiða og bera virð- ingu fyrir náttúrunni, en náttúru- barn varst þú að upplagi, þekktir ansi mörg fjöll og fugla. Varst óþreytandi að fræða okkur systkinin um Íslandssöguna og hvað hafði gerst á öllum þeim stöðum sem fjöl- skyldan ferðaðist til. Það væri hægt að halda svona áfram nánast endalaust, en að lok- um langar okkur til þess að láta þetta kvæði fylgja Vertu ekki grátinn við gröfina mína góði, ég sef ekki þar. Ég er í leikandi ljúfum vindum, ég leiftra sem snjórinn á tindum. Ég er haustsins regn sem fellur á fold og fræið í hlýrri mold. Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt, ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt. Ég er árblik dags um óttubil og alstirndur himinn að nóttu til. Gráttu ekki við gröfina hér – gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér. (Þýð. Ásgerður Ingimarsdóttir.) Það verður tekið vel á móti þér, systkinin þín komin á undan þér, afi og amma eru þarna. Hafðu ekki áhyggjur af mömmu, við munum hugsa vel um hana. Hvíl í friði. Karl og Hrafnhildur. Elsku afi. Nú hefur þú loks fengið hvíldina eftir að hafa verið veikur lengi. Tók það mjög á okkur öll að horfa á hvernig þér hrakaði frá mánuði til mánaðar og sérstaklega síðasta hálfa árið. Virtist sem þið Magnea, litla systir þín, væruð að keppast um það hvort ykkar myndi tóra lengur og fór það svo að hún kvaddi viku á undan þér, þú alltaf jafn þrjóskur. Þegar við lítum til baka þá er helst að minnast þess hversu stoltur þú varst af öllum barna- og barna- barnabörnunum þínum sem fjölgaði mjög á síðustu árum og enn á eftir að bætast í þann fagra hóp á þessu ári. Var búið að hengja upp myndir af þeim flestum á vegginn við rúmið þitt svo þú gætir alltaf haft þau ná- lægt þér. Svo þegar litið er enn lengra þá koma upp margar minningar sem tengjast þínum áhugamálum. Þú sitjandi í stólnum þínum með bók eða Morgunblaðið í höndunum og pípu í munnvikinu, þú í skúrnum að dunda eitthvað eða að hjálpa ein- hverjum öðrum við smíðar og lag- færingar. Aldrei þurfti að biðja þig tvisvar um aðstoð þegar þurfti að ditta að einhverju og jafnvel byggja heilu húsin. Mikill handverksmaður varstu og alltaf tilbúinn að miðla þekkingu þinni og reynslu til þess sem hafði á því áhuga. Alltaf var gaman að koma í skúrinn til þín og þar var nóg að gera. Eins var það alltaf föst venja að þú sæir um uppvaskið eftir fjöl- skyldujólaboðin á Sóltúninu. Er ennþá grínast með að það hafi verið eini dagurinn á árinu sem þú vask- aðir upp. Enn er það svo að þegar við finnum lykt að vindla- eða pípu- reyk þá hugsum við fyrst til þín, þrátt fyrir að þú hafir hætt að reykja fyrir mörgum árum. Þú kenndir okkur margt nytsamlegt sem mun nýtast okkur í framtíðinni og erum við þakklát fyrir það. Hvíl í friði elsku afi. Lilja Dögg, Jón Hrafn, Marta, Uni Hrafn, makar og langafadætur. Nú hefur þú, afi okkar, kvatt þennan heim. Minningar okkar tengjast Sóltúninu þar sem þið amma áttuð heima en þangað var alltaf svo gott að koma. Við þökkum fyrir þann tíma sem við fengum með þér. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hinsta kveðja, Halla Björk, Hildur Ýr og Sara Dís. Elsku afi. Einhvern tímann tekur allt enda og komið er að kveðju- stund. Það er margs að minnast en þó stendur eitt og annað ofar öðru. Nánast undantekningar- laust þegar við komum í heimsókn í Sóltúnið varst þú að sýsla við eitt- hvað úti í skúr. Þar eyddir þú fjölmörgum stundum og undir þér vel. Öllum veiðiferðunum munum við seint gleyma, þú kenndir okkur réttu tökin og að þeim munum við alltaf búa. Það er óhætt að segja að þú hafir smitað alla þína afkom- endur af veiðidellunni. Þetta eru einungis örfá atriði sem standa upp úr í minningum okkar. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hvíldu í friði, elsku afi. Þín verður ávallt sárt saknað. Ásdís Ösp og Andri Þór. Þá er komið að kveðjustund, elsku afi minn. Það hafa verið forréttindi að fá að kynnast svona skemmti- legum og litríkum karakter eins og þér, afi minn. Þær voru margar og ómetanlegar stundirnar sem ég átti í Sóltúninu hjá ykkur ömmu. Sú sterka minning um þig, í herberginu þínu, í stólnum þínum, með pípuna þína og hlustandi á Hauk Morthens eða á {dbcomma}kerlinguna{ldquo} eins og þú kallaðir hana alltaf. Öll ferðalögin og veiðiferðirnar sem við fórum í saman eru mér dýrmæt minning, og þú kunnir að nefna hverja þúfu eða fjall sem við keyrð- um framhjá og hættir ekki fyrr en við lærðum það líka. En takk fyrir allt, afi minn. Þú ert mín fyrirmynd, þinn dugnaður, kraftur, ljúf- mennska og þrjóska gerðu þig að þeim manni sem þú varst og þannig maður vil ég vera. Elsku Marta amma, þú átt allan minn stuðning og megi Guð gefa þér styrk í þessari miklu sorg. Í mínum augum ert þú ert algjör hetja.Og afi minn, Bríet, Sara og Eygló sakna þín mikið sem og Inga og við vitum að þér líður vel á nýja staðnum; bara muna að blóta í hljóði og við vitum að þú vakir yfir og fylgist með okk- ur. Þinn nafni, Anton Már Ólafsson. Þegar ég hugsa um afa minn koma mér margar minningar í hug, mun fleiri en mögulegt er að koma að hér. En þó eru mér ofarlega í huga minningarnar úr bílskúrnum í Sóltúninu, og þær fjölmörgu veiði- ferðir sem afi dröslaðist með okkur þrjá frændurna.Í bílskúrnum sá afi til þess að við piltarnir lærðum að smíða og saga. Auk þess sem við vorum undirbúnir undir lífið með vænum skammti af hákarli og lýsi við mismikla hrifningu okkar pilta. Það var líka í kringum bílskúrinn sem við drengirnir lékum okkur dögum saman og fundum upp á ýmsu þegar afi sá ekki til. Má meðal annars nefna drög að fallhlíf úr ruslapokum og gróðaáætlun sem fólst í því að breyta smurningunni hans afa í olíu, með því að blanda við hana vatni. Ekki urðum við þó upp- finningamenn eða olíujöfrar af þessu öllu saman.Reglulega þegar hávaðinn í okkur frændunum var orðinn of mikill fyrir bílskúrinn fór afi með okkur pilta í veiðiferð. Þar var okkur kennt að renna fyrir fisk, róa bát og fengum við jafnvel einu sinni að smakka pilsner ef við lof- uðum að segja ömmu ekki frá. Með aldrinum hef ég áttað mig á því hversu mikla þolinmæði hann afi hefur haft, því lætin í okkur í aft- ursætinu hafa eflaust verið næg til þess að gera hárprúðustu menn grá- hærða. Auk þess gekk okkur drengjunum misvel að koma því í verk sem afi var að kenna. Enduðu því flestar okkar veiðiferðir á þann veg að afi sat í sandinum með þrjár flæktar veiðistangir í fanginu meðan við strákarnir fengum að kasta út varastöngunum eða sulla aðeins í vatninu. En ég man líka eftir því hversu stoltur maður hljóp til afa síns í hvert skipti sem okkur tókst að landa fiski. Með aldrinum hefur meðal annars veiðifærnin batnað og færi ég afa mínum þakkir fyrir það. Ég þakka honum einnig allar þær góðu minningar sem ég á um hann og þann tíma sem hann gaf okkur afastrákunum í Sóltúninu. Og þær mun ég varðveita þar til ég hitti hann aftur einhvern sólbjartan dag. Sofðu rótt, afi minn. Ólafur Viggó. Anton Jónsson ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, MAGNÚS EYJÓLFSSON fyrrverandi stöðvarstjóri Pósts og síma, Hafnarfirði, er látinn. Útför hans hefur farið fram. Þórunn Ingólfsdóttir Flygenring, Kristín Magnúsdóttir, Sigurður Helgason, Ásta Magnúsdóttir, Oddur Borgar Björnsson. ✝ Ástkær systir okkar og frænka, ÞÓRA MAGNÚSDÓTTIR, Kumbaravogi, áður Engjavegi 75, Selfossi, andaðist fimmtudaginn 22. janúar. Útför hinnar látnu fer fram frá Selfosskirkju laugar- daginn 31. janúar kl. 13.30. Systkin og systkinabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR, Þorragötu 5, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardaginn 24. janúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 2. febrúar kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Jón Reynir Magnússon, Magnús Reynir Jónsson, Bjarnveig Sigríður Guðjónsdóttir, Birna Gerður Jónsdóttir, Guðlaugur Gíslason, Sigrún Dóra Jónsdóttir, Jóhann Gunnar Stefánsson, ömmubörn og langömmubarn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, tengdasonur, afi og langafi, BJARNI B. ÁSGEIRSSON, Efstaleiti 12, Reykjavík, andaðist laugardaginn 24. janúar. Útför hans verður gerð frá Neskirkju föstudaginn 30. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna, sími 552 5744 eða Styrktarsjóð Parkinsonssamtakanna, banki 0111-26-25, kt. 461289-1779. Elín Guðmundsdóttir, Anna Rósa Bjarnadóttir, Kristinn Héðinsson, Ásgeir G. Bjarnason, Sigríður Hafberg, Guðrún Helga Bjarnadóttir, Kristján Björnsson, Regína Bjarnadóttir, Henry Alexander Henrysson, Guðrún Helgadóttir, afabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.