Morgunblaðið - 20.02.2009, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.02.2009, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2009 , Smáralind, sími 554 3960 • Kringlunni, sími 533 4533 Tax-free-bomba Fríhafnarverð Verið velkomi n Fríhafnarverð á öllum vörum í verslunum okkar þessa helgi fimmtudag til sunnudags LAGERSALA 50-70% afsláttur • Góð tilboð Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862 LAGERSALA LÍN DESIGN www.lindesign.is/lagersala Úrval rúmteppa, púða, dúka, rúmfatnaðar ásamt ýmsu öðru. Sýniseintök og lítillega útlitsgallaðar vörur með allt að 80% afslætti. Lagersalan er á Malarhöfða 8, í brekkunni fyrir aftan Ingvar Helgason. Opið föstudag 16–20 & laugardag 10–14. AÐEINS ÞESSA EINU HELGI. Kringlan, sími 533 4533 Smáralind, sími 554 3960 MARINE BIOLOGY COLLECTION Öflug orkublanda fyrir líflausa húð Gerir húðina bjartari og orkumeiri! Vertu velkomin á eftirtaldar kynningar: Fimmtud. 19. feb. Hygea Kringlunni kl. 13-18 Föstud. 20. feb. Hygea Smáralind kl. 13-16 Laugard. 21. feb. Hygea Smáralind kl. 11-15 „OKKAR megináhersla er að farið verði í þetta sem fyrst og að það geti verið eðlilegt að skoða þetta áfanga- skipt,“ segir Ragnheiður Hergeirs- dóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar, þegar leitað er viðbragða hennar við hugmynd samgöngu- yfirvalda um minni brú yfir Ölfusá ofan Selfoss en áform hafa verið um. Verið er að undirbúa lagningu Suðurlandsvegar frá Reykjavík til Selfoss. Ræddar hafa verið hug- myndir um að draga úr kostnaði með því að leggja þriggja akreina veg um Hellisheiði, í stað fjögurra, og að byggja tveggja akreina brú á Ölfusá í stað áforma um fjögurra akreina brú. Stjórnendur Vegagerðarinnar og Kristján L. Möller samgöngu- ráðherra hafa meðal annars kynnt þessar hugmyndir á fundi á Selfossi. Ekki hefur verið hvikað frá hug- myndum um fjögurra akreina veg á milli Hveragerðis og Selfoss og segir Ragnheiður að það sé svo mikilvægt öryggisatriði að ekki megi stranda á ágreiningi um það hvort fara eigi alla leið í upphafi. Tvöfalda megi brúna og bæta við mislægum gatna- mótum í stað hringtorga þegar um- ferð eykst aftur. Bæjaryfirvöld hafa ekki hvikað frá aðalskipulagi þar sem lengi hefur verið gert ráð fyrir því að fara með veginn yfir Ölfusá á Efri-Laugardælaeyju þótt Vega- gerðin hafi talið öruggara og ódýr- ara að fara ofar, á gamla ferjustæð- inu. Gert er ráð fyrir báðum möguleikum í vinnu við umhverf- ismat. Segir Ragnheiður að Selfyss- ingum sé annt um útivistarsvæði sem byggt hafi verið upp norðan við ána. Þá hafi Vegagerðin ekki rök- stutt nægjanlega vel fullyrðingar um efri leiðina. helgi@mbl.is Ekki má stranda á áfangaskiptingu Ölfusá Ný brú yfir Ölfusá gæti orð- ið mjórri en áformað hefur verið. Grundarfjörður | Fólk í ferðaþjón- ustu í Grundarfirði vill fá meira út úr farþegum skemmtiferðaskipa. Fyrir skemmstu bauðst ferða- þjónustuaðilum í Grundarfirði að sækja tveggja daga vinnufund sem skipulagður var af Útflutningsráði Yfirskrift fundarins var Komdu í land. Fyrri daginn var innlegg frá inn- lendum ferðaskipuleggjendum og umboðsmönnum skipafélaga. Í máli þeirra kom fram að komur skemmtiferðaskipa eru skipulagðar 2-3 ár fram í tímann. Þannig að ef aðilar heima fyrir vilja bjóða upp á þjónustu eða afþreyingu sem fara á inn í heildarsölupakkann þarf að koma slíku til skipuleggjenda með góðum fyrirvara. Það kom einnig fram að skipin fara stækkandi þannig að farþegum með þeim mun fjölga. Reynslan mun vera sú að u.þ.b. þriðjungur farþega á skemmti- ferðaskipum hefur keypt fyrirfram skipulagða afþreyingu um leið og skipaferð er bókuð. Þriðjungur far- þega dvelur um borð í skipinu og nýtur þess sem það hefur upp á að bjóða en um þriðjungur kemur í land og er líklegur til að nýta þá þjónustu sem er í boði á staðnum. Tólf skemmtiferðaskip til Grundarfjarðar Í framhaldi af þessum upplýs- ingum unnu þátttakendur á vinnu- fundinum aðgerðaáætlun um hugs- anlega þjónustumöguleika og stjórnaði Jón Gunnar Borgþórsson ráðgjafi þeirri vinnu. Meðal þess sem kom fram í vinnunni var stofn- un markaðsráðs Grundarfjarðar mjög fljótlega og er ljóst að mjög mun mæða á markaðsfulltrúa Grundfirðinga við þá vinnu sem framundan er. Í sumar er von á 12 skemmti- ferðaskipum til Grundarfjarðar en fyrir þann tíma munu hafnayfirvöld koma upp aðstöðu fyrir léttabáta skemmtiferðaskipanna á sjálfu að- alhafnasvæðinu og munu þá far- þegar koma í land í miðbæ Grund- arfjarðar. Hingað til hafa léttabátarnir þurft að sigla inn í smábátahöfn en þaðan er um kíló- metri inn í miðbæ. Vilja fá meira út úr farþeg- um skemmtiferðaskipa Í HNOTSKURN »Um þriðjungur farþegaskemmtiferðaskipa er lík- legur til að nýta þá þjónustu sem er á hverjum komustað. »Komur skipanna eruskipulagðar 2-3 ár fram í tímann. Ljósmynd/Gunnar Komdu í land Þau starfa við ferðaþjónustu í Grundarfirði og fræddust um það á dögunum hvernig þau geta þjónað skemmtiferðaskipum og farþegum þeirra og haft þannig auknar tekjur af komum þeirra til bæjarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.