Morgunblaðið - 20.02.2009, Side 29
Minningar 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2009
✝ Sigurbjörg Guð-mundsdóttir
fæddist á Búðum á
Fáskrúðsfirði 28. nóv-
ember 1923. Hún lést
á dvalarheimilinu
Grund 12. febrúar
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Guðmundur Jónsson
frá Gestsstöðum á Fá-
skrúðsfirði, f. 28.1.
1881, d. 28.1. 1951, og
Þuríður Kristín Indr-
iðadóttir frá Vatt-
arnesi, f. 14.2. 1884,
d. 10.5. 1949. Systkini Sigurbjargar
eru: 1) Borgþór, f. 1907, dó ungur,
2) Borgþóra, f. 1909, d. 1978, 3) Jón
Björgvin, f. 1911, dó ungur. 4) Elín,
f. 1916, d. 2002, 5) Jóna Björg, f.
1919, d. 2002, 6) Garðar, f. 1921, d.
1974, og 7) Þorgils, f. 1926, d. 1962.
Hinn 1. desember 1946 giftist Sig-
urbjörg Gunnþóri Guðjónssyni, f.
og fimm barnabarnabörn. 6) Rut, f.
19.10. 1958, gift Eiði Sveinssyni,
þau eiga þrjú börn, Söndru, Rafn
og Kristínu, d. 2006 og 3 barna-
barnabörn. 7) Rakel, f. 19.10. 1952,
gift Ævari Agnarssyni, þau eiga
þrjú börn, Írisi Björgu, Rakel Ingu
og Jóhönnu Maríu og tvö barna-
barnabörn. 8) Þorgils, f. 16.10.
1963, kvæntur Helgu Steinunni
Hauksdóttir, þau eiga tvö börn,
Tómas Þór og Steinar Darra. 9)
Rebekka, f. 31.7. 1965, dætur henn-
ar Sif og Karen Rut.
Sigurbjörg gekk í barnaskóla
Búðahrepps. Hún gegndi ýmsum
störfum um ævina, var ráðskona
og lengst af gegndi hún fisk-
vinnslustörfum. Sigurbjörg og
Gunnþór bjuggu lengst af á Fá-
skrúðsfirði. Þau hófu búskap sinn í
Sætúni, uppeldisheimili Sig-
urbjargar, svo fluttu þau í Bjarkar-
lund sem Gunnþór byggði, síðar í
Breiðholt sem hann einnig byggði.
Árið 1995 fluttu þau hjónin til
Reykjavíkur. Síðustu þrjú árin bjó
Sigurbjörg á dvalarheimilinu
Grund þar sem hún naut sín vel til
hinstu stundar.
Útför Sigurbjargar fer fram frá
Seljakirkju í dag kl.13.
17.2. 1924, d. 1.2.
2001. Börn þeirra
eru: 1) Hilmar, f.
17.10. 1943, d. 24.4.
1995, maki Þórunn
Ólafsdóttir, þau eiga
fjögur börn, Ólaf, d.
1995, Sigurbjörgu,
Lindu og Bryndísi og
ellefu barna-
barnabörn. 2) Kristín,
f. 6.8. 1946, gift Sig-
urgeiri Þór Sig-
urgeirssyni, þau eiga
tvö börn, Gunnþór og
Ágústu Ingu og fjög-
ur barnabarnabörn. 3) Guðmundur,
f. 22.9. 1949. 4) Guðjón, f. 23.5.
1951, kvæntur Helenu Medvedeva,
hann á fjögur börn, Evu Hlín,
Gunnþór, Jón og Ríkharð af fyrra
hjónabandi og þrjú barna-
barnabörn. 5) Eygló, f. 3.6. 1952,
hún á fjögur börn, Vigni Þór, Gunn-
þór Ægi, Ásdísi Rán og Hrefnu Sif
Móðir mín var alveg einstök kona
og vil ég þakka henni fyrir vel unnin
störf með þessum fátæku orðum.
Það var ekki auðvelt á þessum ár-
um að fæða og klæða níu börn en fyr-
ir móður mína virtist þetta barnaleik-
ur einn.
Faðir minn sálugi var endalaust á
sjó til að draga björg í bú og kom það
í hlut hennar að sjá um heimili og
börn. Með hennar stjórn, elju, dugn-
aði og útsjónarsemi reyndist þetta
vera barnaleikur einn. Þetta hefði
enginn getað nema móðir mín, hún
var alveg einstök kona.
Mínar bernskuminningar um hana
eru geymdar í hugskoti mínu og hef
ég verið að rifja þær upp í huga mér
síðustu daga.
Oft var mikið fjör við eldhúsborðið
hjá móður minni og hennar bestu vin-
ir voru tíðir gestir þar og var mikið
spjallað og hlegið. Man ég eftir mörg-
um þannig stundum. Ég var ekki há í
loftinu þegar ég man eftir Helgu í
Rúst, Nínu á Sólbakka, Kalla skæ,
Jónasi langa, Gæja frænda og fleir-
um sem komu flesta daga heim í
Bjarkalund að spjalla og var mikið
gasprað og hlegið.
Hún hafði alltaf nógan tíma, en
samt var alltaf bakað, skúrað, eldað,
þveginn þvottur og fleira. Í dag skilur
maður ekki hvernig allt þetta
var hægt. Enginn gat þetta nema
hún móðir mín. Hún var drottning
síns tíma og fór enginn í hennar fót-
spor.
Núna er hún komin í arma föður
míns og veit ég að þar voru miklir
fagnaðarfundir.
Elsku mamma, hvíl þú í friði.
Eygló Gunnþórsdóttir.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
(Höf. ók.)
Hvíldu í friði, elsku mamma.
Þín dóttir,
Rebekka.
Minningarnar líða gegnum hugann
þegar þú kveður, elsku tengda-
mamma. Frá því við kynntumst fyrst
hefur vinátta okkar í milli verið ein-
læg og samverustundirnar óteljandi.
Heimilislífið í Breiðholti þar sem
stórfjölskyldan átti sér samkomuhús
á heimili ykkar Gunnþórs og þú
stjórnaðir með röggsemi á þeim ár-
um sem við Rut fórum að skjóta okk-
ur saman og þar til við fluttum saman
á Seljabraut. Alltaf líf og fjör, fullt
hús af gestum, mikið spjallað og hleg-
ið. Það var einhvern vegin eins og
fjölskyldan sogaðist saman að kjarn-
anum og þar var þinn vettvangur í
eldhúsinu með tuskuna á eldhús-
bekknum, plastið orðið gegnum slitið
af nuddi þar sem þú tókst ósjálfrátt
eina stroku í viðbót á meðan samræð-
ur héldu áfram yfir kaffibollanum.
Jóladags fjölskylduboðin og gamlárs-
kvöldin alltaf sama fjörið.
Eftir að við fluttum saman á Selja-
brautina á ævikvöldi ykkar Gunnþórs
urðu tengslin okkar sterkust. Alltaf
gott að kíkja inn til tengdó eftir vinnu
í smáspjall og kaffisopa, setjast í sóf-
ann og hafa það notalegt. Gott að
hafa ömmu í húsinu sem hún Kristín
okkar gat leitað til eftir skóla þegar
mamma og pabbi voru ekki heima, ég
vona að þið séuð saman núna hvar
sem það er og þú skilar kveðju frá
pabba og mömmu.
Á Grund leið þér vel og þegar við
litum inn var greinilegt hvert hug-
urinn leitaði – það var eins og þú vær-
ir komin austur aftur: „Hvernig er
veðrið? Eru þeir að róa?“ var spurt
svona eins og af gömlum vana.
Takk fyrir árin okkar saman og all-
ar minningarnar. Ykkur systkinum,
tengdafólki, barnabörnum og barna-
barnabörnum votta ég samúð mína.
Eiður Sveinsson.
Nú er elsku Sibba amma látin. Þó
að hún væri komin á háan aldur kom
fréttin eins óvænt og þruma úr heið-
skíru lofti. Þar sem ég bý í Danmörku
hef ég ekki hitt hana ömmu svo oft
undanfarin ár, en það er ósjaldan
sem mér verður hugsað til hennar og
þá einna helst hversu dugleg og
æðrulaus hún var.
Hún og Gunnþór afi eignuðust 9
börn, og var hún að mestu ein í upp-
eldinu þar sem afi var alltaf á sjónum.
Sjálf var hún útivinnandi. Hún var
mjög félagslynd og átti margar góðar
vinkonur sem tala um hversu glettin
og skemmtileg kona hún var, hrein
og bein, beinskeytt og aldrei neitt
kvart og kvein. Það er ljúft og gott að
heyra hvað hún skilur mikið eftir sig í
hugum þeirra sem hana þekktu, en
minningar mínar eru samt þær sem
ylja mér mest af öllu.
Ég var mikið hjá ömmu og afa sem
barn á Fáskrúðsfirði. Þar var yfir-
leitt fullt hús af fólki og mikið líf og
fjör. Oft lenti það á mér að skottast
niður í Kaupfélag að kaupa eitthvað
smávegis inn, og rembdist ég við að
fá ömmu til að skrifa „venjulega
stafi“ svo ég gæti lesið miðann, með
misgóðum árangri. Ekki var samt
húsið alltaf fullt af fólki, en þá tók hún
heimilisköttinn á eintal. Svona aðeins
að skammast í honum yfir einu og
öðru. Eða það héldum við þar til hann
dó, en þá sáum við að hún var einfald-
lega bara að spjalla við sjálfa sig.
Í minningunni settist amma afar
sjaldan niður, var alltaf eitthvað að
snurfusast. Eldhústuskan var ómeð-
vitað orðinn óaðskiljanlegur hluti af
henni, og sveiflaði hún henni fimlega
um skápa og bekki eldhússins oft á
dag allan ársins hring. Og ég man
þegar að hún í fyrsta sinn fékk hús-
hjálp, þá þreif hún íbúðina hátt og
lágt áður en hjálpin kom, svo að kon-
an sæi nú ekki allan skítinn hjá henni.
Þegar ég átti Garðar Egil og amma
kom á Keflavíkurspítalann til að
halda honum undir skírn, spurði ég
hana hvort það hefði ekki verið erfitt
að fæða tvíbura. En hún hélt nú ekki
„Neih, það var ekki mikið mál, fyrst
kom eitt barn, og svo kom hitt barn-
ið“. Já, minningarnar eru margar, og
ótalmargt sem ég er þakklát fyrir.
Takk amma, fyrir að búa svona ná-
lægt grunnskólanum svo að það var
örstutt í kaffi til þín. Takk fyrir að fá
að sofa á milli þín og afa þegar ég var
í pössun. Takk fyrir að leyfa mér og
Garðari að vera í litla herberginu hjá
ykkur fyrst eftir að við fluttum suður.
Takk fyrir allt. Kveðja.
Þín
Sandra.
Örfá kveðjuorð skulu færð á blað
þegar hún Sigurbjörg Guðmunds-
dóttir hefur lokið sinni góðu lífs-
göngu. Minningar liðins tíma sækja
á, svo sem kvöldstund hjá þeim hjón-
um Sigurbjörgu og Gunnþóri í góðum
fagnaði þar sem húsmóðirin hafði
töfrað fram með litlum fyrirvara dýr-
indis veizluborð, spegilmynd hennar
góðu eiginda.
Sigurbjörg átti annríka ævi, það er
ekkert smáhlutverk að ala upp 9 börn
og koma þeim svo vel til manns, gott
var þeirra veganesti úr foreldrahús-
um og þar var Sigursbjörg hinn örláti
veitandi svo sannarlega. Þegar ég hóf
kennslu á Fáskrúðsfirði fyrir margt
löngu þá voru þau börn hennar Krist-
ín og Hilmar kærir nemendur mínir
sem báru góðu og kærleiksríku upp-
eldi gott vitni og ég vissi að Sigur-
björg fylgdist vel með framgangi
þeirra í skólnum, nokkuð sem er dýr-
mætt öllum, ekki sízt kennurunum.
Hilmar, minn góði og tryggi félagi og
vinur, varð alltof skammlífur, andlát
hans var mikið áfall og hans sárt
saknað af öllum sem til þekktu, ekki
sízt móður hans.
Sigurbjörg var greind kona er átti
sínar ákveðnu skoðanir og lét þar í
engu hlut sinn. Hún var kona með
reisn, enda afar hugguleg og ekki síð-
ur var þar reisn í ranni. Við tímamót í
ævi hennar sagði ég m.a.:
Alltaf glöð og hjartahlý,
hrein og bein í öllum svörum.
Löngum glettni lék á vörum,
listahögust verkum í.
Fönguleg og falleg er hún,
festu og dugnað með sér ber hún.
Þetta voru og eru orð að sönnu og
með hlýrri þökk er hún nú kvödd. Fá-
skrúðsfjarðarveturnir mínir tveir og
öll samskipti við það dugmikla og
góða fólk þá og síðar merla í minni.
Þar eiga þau trygglyndu og vinföstu
hjón Sigurbjörg og Gunnþór sinn
kæra sess. Börnum hennar og þeirra
fólki öllu sendum við Hanna samúð-
arkveðjur. Blessuð sé björt minning
Sigurbjargar.
Helgi Seljan.
Meira: mbl.is/minningar
Sigurbjörg
Guðmundsdóttir
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, systir
og amma,
HANNA GUÐMUNDSDÓTTIR MONRAD
frá Sæbóli,
Aðalvík,
lést miðvikudaginn 4. febrúar á sjúkrahúsinu
Helsingör í Danmörku.
Jarðarförin fór fram miðvikudaginn 11. febrúar.
Jarðsett var í Hörsholm kirkjugarði.
Chris Monrad,
Marianne Monrad, Jan Kieler,
Gudmund Monrad,
Christian Monrad, Lonnie Monrad,
Sigríður Guðmundsdóttir,
Ingveldur Guðmundsdóttir,
Finnbjörn Guðmundsson,
Sveinn Þráinn Jóhannesson
og barnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar áskærrar eiginkonu
minnar, móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
GUÐRÚNAR SIGRÍÐAR BJÖRNSDÓTTUR,
Þorragötu 5,
Reykjavík.
Jón Reynir Magnússon,
Magnús Reynir Jónsson, Bjarnveig Sigríður Guðjónsdóttir,
Birna Gerður Jónsdóttir, Guðlaugur Gíslason,
Sigrún Dóra Jónsdóttir, Jóhann Gunnar Stefánsson,
ömmubörn og langömmubarn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, bróðir
og afi,
SIGURÐUR ÞÓRIR HANSSON
kennari,
Miðmundarholti 1,
Hellu,
lést af slysförum fimmtudaginn 12. febrúar.
Útförin fer fram frá Vídalínskirkju, Garðabæ,
mánudaginn 23. febrúar kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans
er bent á Hjálparsveit skáta í Garðabæ, 0546-26-901 kt. 431274-0199.
Elísabet Einarsdóttir,
Guðrún Helga Sigurðardóttir,
Einar Sigurðsson, Þórey Haraldsdóttir,
Lóa Hansdóttir,
Steinunn Hansdóttir,
Sigmunda Björg Pálsdóttir
og barnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
vináttu og hlýhug vegna andláts og útfarar
mannsins míns, föður okkar, tengdaföður, afa
og langafa,
ÞORSTEINS SIGURÐSSONAR,
Móaflöt 15,
Garðabæ.
Sérstakar þakkir til Þórs Haukssonar prests og
kirkjukórs Árbæjarkirkju, svo og starfsfólks
heimahjúkrunar.
Guðmunda Katrín Jónsdóttir,
Kristbjörg Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Gísli Þorsteinsson,
Sigurður Þorsteinsson, Gisela Lobers,
Erlingur Þorsteinsson, Kristín Pálsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
HELGI ÍVARSSON
bóndi á Hólum,
Stokkseyrarhreppi,
síðast Austurmýri 21,
Selfossi,
verður jarðsunginn frá Gaulverjabæjarkirkju laugar-
daginn 21. febrúar kl. 13.30.
Guðmundur Ívarsson,
Jón Ívarsson
og aðrir aðstandendur.