Morgunblaðið - 17.05.2009, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.05.2009, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MAÍ 2009 B ein tóku að skjálfa í Ély- sée-höll í París á dög- unum þegar út spurðist að gamall trún- aðarvinur Cörlu Bruni- Sarkozy forsetafrúar, Franck Demules að nafni, væri að gefa út endurminningar sínar undir yf- irskriftinni Skreppitúr til heljar. Demules þessi hefur víst setið inni og stundað ótæpilegar efnarann- sóknir á eigin líkama. Hann starf- aði m.a. í áratug sem bílstjóri frú Bruni-Sarkozy á fyrirsætuárum hennar. En hvað var a’tarna? Demules hefur ekkert nema gott um for- setahjónin að segja og staðhæfir raunar að þau hafi bjargað sér frá glötun. Eftir að sú auma skepna þunglyndi knúði dyra hjá Demules á liðnu ári sökkti hann sér á ný í flöskuna. Bruni-Sarkozy skarst þá í leikinn og bókaði rými fyrir hann á meðferðarstofnun í París fyrir orð vinkonu sinnar, konunnar með leðurlungun, Marianne Faithfull. Við brautskráninguna úr með- ferðinni segir Demules Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta hafa stappað í sig stálinu, hvatt sig til að horfa fram veginn og hella sér út í vinnu. Fyrir þau ráð er hann ævinlega þakklátur. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Bruni-Sarkozy kemur Demules til bjargar. Eftir að eiginkona hans lést af völdum alnæmis á síðasta áratug, útvegaði hún honum vinnu og húsnæði, auk þess að greiða skólagjöld dóttur hans. Þá skar hún upp herör gegn Bakkusi fyrir hans hönd. Inn á gafl hjá Sir Mick? Annars er það af forsetahjón- unum frönsku að frétta að þau eru að leita sér að samastað í höf- uðborginni. Sarkozy flutti inn til spúsu sinnar eftir brúðkaup þeirra í fyrra en hermt er að hann finni sig illa þar enda svífi andi gamals elskhuga Bruni og barnsföður, Raphaëls Enthovens, yfir vötnum. Á dögunum sást til hjónakorn- anna skoða íbúð, sem áður var í eigu tískufrömuðarins sáluga Yves Saint Laurent á vinstribakka Signu. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að gamli rokkhundurinn Sir Mick Jagger á íbúð í sama húsi. Sem kunnugt er voru þau Carla Bruni elskendur um árabil áður en hún féll fyrir forsetanum. Breska blaðið The Times hefur eftir vini hjónanna að þeim hafi einu sinni lent saman yfir kvöld- verði vegna tengsla Bruni við Sir Mick. „Þegar gula pressan er annars vegar ert þú algjör viðvaningur,“ á Bruni að hafa sagt við bónda sinn. „Við Mick héldum sambandi okkar leyndu í átta ár. Við heim- sóttum allar helstu borgir heims saman og það náðist ekki ein ein- asta ljósmynd af okkur.“ Þá varð Sarkozy víst að orði: „Hvernig gastu verið í átta ár með manni sem hefur svona hlægilega kálfa?“ orri@mbl.is Reuters Forsetahjón Carla Bruni-Sarkozy og Nicolas Sarkozy ræða málin. Brunaliðið til bjargar Reuters Ólseigur Gamla brýnið Mick Jagger. * *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.