Morgunblaðið - 17.05.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.05.2009, Blaðsíða 32
32 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MAÍ 2009 20. Í hugun er gildur þáttur í þroskuðu trúarlífi, hver sem átrúnaðurinn er. Hún miðar alls staðar að því að opnast. Eða finna í huga sínum snerti- punktinn við veruna, veruleikann, í sjálfum sér og tilverunni. Aðferðir geta verið keimlíkar, sálræn áhrif sömuleiðis að vissu marki. En kristin íhugun er alls kostar fólgin í því, að opna fyrir Kristi og gefa sig honum á vald. Ég vil þekkja Krist og kraft upprisu hans (Fil. 3,10) að Kristur megi fyrir trúna búa í hjartanu, svo maður verði rótfestur og grundvallaður í kærleika hans (Ef. 3,17) – þessi og önnur sams konar ummæli Nýja testa- mentisins eru lykilorð um kristna íhugun, eðli hennar og markmið. En að baki þeim og undirstaða þeirra eru orð Jesú sjálfs um einingu hans og þeirra, sem á hann trúa. Verið í mér, þá verð ég í yður (Jóh 15,4). Ég hef notað hér hefðbundin, gamalkunn íslensk orð, sem eru mér töm og eiginleg. Annað orð kom upp hérlendis fyrir fáeinum áratugum og varð tíska, orðið hugleiðsla. Það hefur ekki áður komið við sögu í íslensku trúarlífi og má láta sig gruna, að sú nýtíska sé komin frá mönn- um, sem töldu sig þurfa nýtt orð yfir fyrirbæri, sem þeir höfðu áhuga á og vildu kynna, en töldu, að það hefði ekki komið við sögu í andlegu lífi Íslendinga. Þeir álitu sig þurfa að leita langt til þess að finna fyr- irmyndir að og leiðbeiningar um eftirsóknarverða, and- lega reynslu. Orðið er í sjálfu sér brúklegt, en engan veginn neitt betra en hin, sem hingað til hafa dugað um það að leiða hugann til Guðs eða láta leiðast til móts við Guð. Þetta hefur aldrei haft þá merkingu, að maður eigi að komast í neina leiðslu eða vímuástand, en sannleikurinn er sá, að um líkt leyti og orðið hugleiðsla varð tíska, upp- hófst hér á Vesturlöndum gífurlegur áhugi á þess háttar trúarlegum áhrifum, sem koma manni í annarlegt ástand. Menn dreymdi um alsælu, algleymi, yfirmáta sterkar upplifanir. Höfðu ekki methafarnir í andlegum íþróttum, sér í lagi indverskir, fundið upp mögnuð nautnameðul, sterk- ari en þau, sem fáanleg eru á öðrum mörkuðum? Sú tískubylgja, sem hér var á ferðinni, reis á þeim ár- um, þegar bítlarnir lögðu heiminn að fótum sér. Þeir fundu upp virkar aðferðir til þess að sefja fólk, koma því í annarlegt ástand og beita til þess hljóða- tólum og sérlegum söngmáta. Síðan varð það mjög arðbær iðja að vekja með ein- hæfum, háttbundnum, mögnuðum glymjanda upp- skrúfað hugarástand, jafnvel trylling, en æði oft eru raunar önnur lyf með í þessu spili, á næsta leiti alltént eða í kjölfarinu. Bítlarnir leituðu á indversk mið til þess að bæta sér upp það, sem enn skorti á ofsaleg hughrif. Um þetta var fróðleg grein í sunnudagsblaði Morg- unblaðsins 2. mars í ár. En á sama tíma fóru aðrir að huga að vímuefnum og áhrifum þeirra, vísindamenn, sálfræðingar, heimspek- ingar fóru að gera tilraunir á sjálfum sér með LSD og fleiri krassandi efnum. Það var talsvert rætt og ritað, jafnvel skrifaðar bæk- ur um þessa tilraunastarfsemi. Var svonefnd trúarreynsla eða það sem menn sóttust eftir með innhverfum trúariðkunum nokkuð annað en þetta, sem hægt var að finna með því að nota lyf eða vímugjafa? Og var það ekki dásamlegur sigur raunsæis og vís- inda ef nú væri hægt að leysa Guð af hólmi fyrir fullt og allt með auðfengnum sprautum og pillum? Þessar hugmyndir og tilraunir reyndust ekki vel, sem ekki var heldur von. Þessi kapítuli í trúarsögu og menningarsögu samtím- ans skildi ekki annað eftir en óbragð og ófarir. Eins og mörg önnur hilling, einkum á pólitíska svið- inu, sem töfraði fólk og kom því í leiðslu eða vímu, svo að það lét síðan teyma sig í óheyrilegar ófærur. Trúarþörfin, sem er frumþörf mannlegs eðlis, eins frumlæg og sterk og lífshvötin sjálf, getur leiðst út í vonda farvegi. Eðlislæg lífshvöt, sem spillist eða leiðist afvega, getur orðið vondur meinvaldur. Því verri sem hún stendur dýpra og er ætlað meira. Þau leiðu mistök hafa orðið að röð pistla sr. Sigurbjörns Einarssonar ruglaðist, því birtist hér pistill nr. 20 og svo næsta sunnudag birtist pistill nr. 23. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Leit og svör Sigurbjörn Einarsson » Höfðu ekki methafarnir í and-legum íþróttum, sér í lagi ind- verskir, fundið upp mögnuð nautna- meðul, sterkari en þau, sem fáanleg eru á öðrum mörkuðum? Pistlar sr. Sigurbjörns Einarssonar, sem Morgunblaðið birti á sunnudögum á síðasta ári, vöktu mikla ánægju meðal lesenda. Um það samdist, milli sr. Sigurbjörns og Morgunblaðsins, að hann héldi áfram þess- um skrifum og hafði hann gengið frá nýjum skammti áður en hann lést. , ,magnar upp daginn Í ÚTVARPS- ÞÆTTINUM Kross- götum 9. júní síðast liðinn fjallaði prófess- or í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands um hið mikilvæga réttlætismál jöfnun á vægi atkvæða til þess að efla lýðræði á Ís- landi. Hann ræddi um að vægi atkvæða á landsbyggðinni væri meira heldur en á höfuðborgarsvæðinu. Grund- vallarregla lýðræðisins væri einn maður, eitt atkvæði. Ennfremur var bent á að þjóðin væri klofin í afstöðu gagnvart Evrópusam- bandsaðild, landsbyggð á móti og höfuðborg með. Gefið var í skyn að ef landsbyggðarþingmenn, sem hafa kúgað skoðanabræður sína í flestum flokkum með and- stöðu sinni gegn inngöngu í Evr- ópusambandið, hefðu minna at- kvæðavægi, fengju Evrópumálin sanna lýðræðislega meðferð og aðild okkar að Evrópusamband- inu yrði nánast tryggð Íslend- ingum með réttu. Í þættinum var því haldið fram að fullkominn jöfnuður á vægi atkvæða myndi nást bráðlega. Það er ávallt fagnaðarefni þeg- ar lýðræðið er eflt og vonandi munum við áfram verða kynd- ilberar lýðræðislegra framfara eftir væntanlega inngöngu okkar í Evrópusambandið. Þá tökum við vonandi virkan þátt í því að efla Evrópuþingið en það er að margra mati heldur valdalítil stofnun. Þar munum við vænt- anlega taka þátt í að berjast fyr- ir réttu vægi atkvæða, þannig að þær þjóðir sem fjölmennastar eru fái lýðræðislega sanngjarnt vægi. Vitað er að Þjóðverjar hafa lengi verið ósáttir við hversu litlu þeir ráða innan sambandsins. Þeir eru stærsta þjóð þess, en í Þýskalandi eru 82,2 milljón íbúar – og 16,4% allra íbúa sambands- ins. Við munum væntanlega leggj- ast á sveif með þeim öflum innan Evrópusambandsins sem krefjast tilsvarandi leiðréttingar innan alls stjórnkerfisins – þ.e. í nefndum og ráðum. Minnumst þess að fjölmennustu þjóðir Evrópusam- bandsins eiga langa sögu í fiskveiðum hér við land sem og víða annars staðar. Þetta eru m.a. Þjóðverjar, Bretar, Frakkar og Spánverjar. Í Evrópu væri vægi Íslands í fólks- fjöldanum jafnt vægi 180 manna hrepps á Íslandi. Kjósarhreppur og Ásahreppur eru dæmi um slíka hreppa. Ég man ekki hvort og þá hvenær þessir hreppar áttu síðast menn á Alþingi Íslendinga þrátt fyrir að þeir hafi um árabil búið við hag- stætt vægi atkvæða. Á Íslandi búa rúmlega 300.000 manns. Í Evrópusambandinu eru tæplega 500 milljónir íbúar. Það eru 785 menn á Evrópusam- bandsþinginu . Auk þess eru 22 nefndir og 14 forsetar. Þjóðverjar eiga eingöngu 100 menn á þinginu, eða 12,7% þeirra. Ef vægi atkvæða ætti að vera rétt þyrfti að fjölga þingmönnum Þjóðverja um tæplega 30 manns. Við myndum eiga rétt á tæplega ½ þingmanni, og ættum því í besta falli rétt á að komast á ann- að hvert þing með okkar eina fulltrúa á Evrópuþinginu þegar vægi atkvæði hefur verið jafnað að fullu. Rýr yrði hlutur okkar meðal Evrópusambandsþjóða og höf- uðborgin, örgrýtishreppur og út- nári, bæði þegar horft er til stað- setningar, mannfjölda og hversu hátt við stöndum í virðingarstig- anum þessa dagana. Ísland, útnári Evr- ópusambandsins Eftir Vífil Karlsson Vífill Karlsson » Fullkomin jöfnun á vægi atkvæða á landsvísu leiðir hugann að vægi Íslands í Evr- ópusambandinu. Höfundur er hagfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.