Morgunblaðið - 17.05.2009, Side 43

Morgunblaðið - 17.05.2009, Side 43
Auðlesið 43 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MAÍ 2009 Lista-hátíð var sett á Kjarvals-stöðum síðast-liðinn föstu-dag um leið og sýningin Unu-hús og West 8th street var opnuð, með verkum Nínu Tryggvadóttur og Louisu Matthíasdóttur. Meira en 70 við-burðir koma við sögu með þátt-töku um 500 inn-lendra og er-lendra lista-manna. Við-burðirnir eru á götum úti, í leik-húsum, sýningar-sölum, óperu-húsum, lista-söfnum, galleríum, vitum, heima í stofum og úti á landi. Listahátíð í Reykjavík Morgunblaðið/Golli Ekkert lát er á bar-dögunum á Srí Lanka. Að minnsta kosti fimm-tíu manns féllu og fjörutíu særðust er sprengjur höfnuðu á eina sjúkra-húsinu á átaka-svæðinu á norður-hluta landsins á miðviku-dag. Fyrr í vikunni féllu 49 sjúklingar og einn starfs-maður í sprengju-vörpu-árás á sjúkra-húsið. Talið er að um 50.000 ó-breyttir borgarar séu nú inni-króaðir á um þriggja fer-kíló-metra svæði vegna átakanna. Gervi-hnatta-myndir virðast sýna að ný-lega hafi verið beitt sprengju-vörpum og öðrum þunga-vopnum á svæðinu sem stjórn landsins hefur lýst öruggt fyrir flótta-menn. Hundruð ó-breyttra borgara eru sögð hafa látið lífið í átökum á svæðinu undan-farna daga en alls er talið að um 1.000 manns hafi fallið í á-tökum stjórnar-hers og upp-reisnar-manna tamíl-tígranna. Báðir aðilar saka hvorir aðra um sprengju-árásir á ó-breytta borgara. Harðir bar-dagar á Srí Lanka Reuters Sögu-leg stund var á Bessa-stöðum síðast-liðinn sunnu-dag þegar fyrsta vinstristjórn með þing-meirihluta hér á landi kom saman í fyrsta sinn. Sam-fylkingin og Vinstri-hreyfingin – grænt fram-boð mynda ríkis- -stjórnina sem í sitja tólf ráð-herrar og er hún önnur stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur forsætis-ráðherra. Tveir ráð-herrar létu af embætti og fjórir bættust í hópinn. Ríkis-stjórnin áætlar að fækka ráðu-neytum í níu síðar á kjör-tíma-bilinu. Þeir ráð-herrar, sem sitja áfram auk Jóhönnu eru Steingrímur J. Sigfússon, fjár-mála-ráð-herra, Össur Skarphéðinsson, utan-ríkis-ráð-herra, Katrín Jakobsdóttir, mennta-mála-ráðherra, Ögmundur Jónasson, heilbrigðis-ráð-herra og Kristján L. Möller, samgöngu-ráð-herra. Fjórir ráð-herrar eru nýir: Árni Páll Árnason félags- og trygginga-mála-ráðherra, Jón Bjarnason land-búnaðar- og sjávar-útvegs-ráðherra, Katrín Júlíusdóttir iðnaðar-ráðherra og Svandís Svavarsdóttir umhverfis-ráðherra. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir er forseti Alþingis. Gylfi Magnússon er efnahags-mála-ráð-herra og Ragna Árnadóttir dóms-mála-ráðherra. Ríkis-stjórnin kom saman til fyrsta fundar síðast-liðinn þriðju-dag á Akureyri. Ný ríkis-stjórn fundaði á Akureyri Minnst 10 milljarða króna vantar í eigna-safn Sjóvár svo að eigin-fjárhlut-fall félagsins teljist já-kvætt, sam-kvæmt heimildum Morgunblaðsins. Sjóvá upp-fyllir því ekki lág-marks-kröfur um gjald-þol, sem er nauð-synlegt eigið fé til að geta starfað sem trygginga-félag sam-kvæmt lögum. Heimildir Morgun-blaðsins herma að slæma stöðu Sjóvár megi rekja til þess að fyrr-verandi eigandi félagsins, Milestone, færði eignir inn í það á árinu 2007. Eignirnar, sem meðal annars eru erlendar fast-eignir og inn-lend verð-bréf, voru færðar til Sjóvár til að jafna út viðskipta-skuld sem hafði skapast á milli félaganna í tengslum við kaup Milestone á Moderna í Svíþjóð. „Ekki er gert ráð fyrir að endur-skipu-lagning Sjóvár hafi áhrif á dag-legan rekstur félagsins,“ segir meðal annars í til-kynningu frá skila-nefnd Glitnis. Veð-settu bóta-sjóð Sjóvár Svif-ryks- mengun Svif-ryks-mengun hefur verið mikil í Reykjavík í síðast-liðinni viku og hefur fólki með of-næmi eða alvarlega hjarta- eða lungna-sjúkdóma verið ráð-lagt að vera ekki úti í grennd við miklar umferðargötur. Þetta mikla svif-ryk má rekja til mengunar sem berst til landsins með sterkum vindum frá megin-landi Evrópu og sand-foks af Suður-landi. Þá hefur óvenju-mikið óson verið í andrúms-loftinu. Lið Stjörnunnar úr Garðabæ fer vel af stað á Íslands-meistara-mótinu í knattspyrnu. Liðið hefur spilað tvo leiki á mótinu og unnið þá báða. Stjarnan vann Þrótt 6-0 í annarri umferð en þetta er stærsti sigur liðsins í deildinni frá upphafi. Liðið er því í efsta sæti deildarinnar. Þessi góði árangur Stjörnunnar er frekar óvæntur því liðið vann sig upp um deild á síðasta sumri. Bjarni Jóhannsson, þjálfari Störnunnar, var ánægður eftir sigurinn á móti Þrótti. Hann sagði að leikmenn sínir væru ferskir. Liðið væri sam-stillt og spilaði þéttan varnar-leik. „Þetta var mjög gaman,“ sagði Steinþór Þorsteinsson Stjörnu-maður sem kosinn var maður leiksins. Hann sagðist staðráðinn í að vinna næsta leik, en hann er á móti ÍBV. Auk Stjörnunnar eru KR, Fylkir og Breiðablik með fullt hús stiga. Stjarnan kemur á óvart Daníel Laxdal Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.