Morgunblaðið - 17.05.2009, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.05.2009, Blaðsíða 43
Auðlesið 43 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MAÍ 2009 Lista-hátíð var sett á Kjarvals-stöðum síðast-liðinn föstu-dag um leið og sýningin Unu-hús og West 8th street var opnuð, með verkum Nínu Tryggvadóttur og Louisu Matthíasdóttur. Meira en 70 við-burðir koma við sögu með þátt-töku um 500 inn-lendra og er-lendra lista-manna. Við-burðirnir eru á götum úti, í leik-húsum, sýningar-sölum, óperu-húsum, lista-söfnum, galleríum, vitum, heima í stofum og úti á landi. Listahátíð í Reykjavík Morgunblaðið/Golli Ekkert lát er á bar-dögunum á Srí Lanka. Að minnsta kosti fimm-tíu manns féllu og fjörutíu særðust er sprengjur höfnuðu á eina sjúkra-húsinu á átaka-svæðinu á norður-hluta landsins á miðviku-dag. Fyrr í vikunni féllu 49 sjúklingar og einn starfs-maður í sprengju-vörpu-árás á sjúkra-húsið. Talið er að um 50.000 ó-breyttir borgarar séu nú inni-króaðir á um þriggja fer-kíló-metra svæði vegna átakanna. Gervi-hnatta-myndir virðast sýna að ný-lega hafi verið beitt sprengju-vörpum og öðrum þunga-vopnum á svæðinu sem stjórn landsins hefur lýst öruggt fyrir flótta-menn. Hundruð ó-breyttra borgara eru sögð hafa látið lífið í átökum á svæðinu undan-farna daga en alls er talið að um 1.000 manns hafi fallið í á-tökum stjórnar-hers og upp-reisnar-manna tamíl-tígranna. Báðir aðilar saka hvorir aðra um sprengju-árásir á ó-breytta borgara. Harðir bar-dagar á Srí Lanka Reuters Sögu-leg stund var á Bessa-stöðum síðast-liðinn sunnu-dag þegar fyrsta vinstristjórn með þing-meirihluta hér á landi kom saman í fyrsta sinn. Sam-fylkingin og Vinstri-hreyfingin – grænt fram-boð mynda ríkis- -stjórnina sem í sitja tólf ráð-herrar og er hún önnur stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur forsætis-ráðherra. Tveir ráð-herrar létu af embætti og fjórir bættust í hópinn. Ríkis-stjórnin áætlar að fækka ráðu-neytum í níu síðar á kjör-tíma-bilinu. Þeir ráð-herrar, sem sitja áfram auk Jóhönnu eru Steingrímur J. Sigfússon, fjár-mála-ráð-herra, Össur Skarphéðinsson, utan-ríkis-ráð-herra, Katrín Jakobsdóttir, mennta-mála-ráðherra, Ögmundur Jónasson, heilbrigðis-ráð-herra og Kristján L. Möller, samgöngu-ráð-herra. Fjórir ráð-herrar eru nýir: Árni Páll Árnason félags- og trygginga-mála-ráðherra, Jón Bjarnason land-búnaðar- og sjávar-útvegs-ráðherra, Katrín Júlíusdóttir iðnaðar-ráðherra og Svandís Svavarsdóttir umhverfis-ráðherra. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir er forseti Alþingis. Gylfi Magnússon er efnahags-mála-ráð-herra og Ragna Árnadóttir dóms-mála-ráðherra. Ríkis-stjórnin kom saman til fyrsta fundar síðast-liðinn þriðju-dag á Akureyri. Ný ríkis-stjórn fundaði á Akureyri Minnst 10 milljarða króna vantar í eigna-safn Sjóvár svo að eigin-fjárhlut-fall félagsins teljist já-kvætt, sam-kvæmt heimildum Morgunblaðsins. Sjóvá upp-fyllir því ekki lág-marks-kröfur um gjald-þol, sem er nauð-synlegt eigið fé til að geta starfað sem trygginga-félag sam-kvæmt lögum. Heimildir Morgun-blaðsins herma að slæma stöðu Sjóvár megi rekja til þess að fyrr-verandi eigandi félagsins, Milestone, færði eignir inn í það á árinu 2007. Eignirnar, sem meðal annars eru erlendar fast-eignir og inn-lend verð-bréf, voru færðar til Sjóvár til að jafna út viðskipta-skuld sem hafði skapast á milli félaganna í tengslum við kaup Milestone á Moderna í Svíþjóð. „Ekki er gert ráð fyrir að endur-skipu-lagning Sjóvár hafi áhrif á dag-legan rekstur félagsins,“ segir meðal annars í til-kynningu frá skila-nefnd Glitnis. Veð-settu bóta-sjóð Sjóvár Svif-ryks- mengun Svif-ryks-mengun hefur verið mikil í Reykjavík í síðast-liðinni viku og hefur fólki með of-næmi eða alvarlega hjarta- eða lungna-sjúkdóma verið ráð-lagt að vera ekki úti í grennd við miklar umferðargötur. Þetta mikla svif-ryk má rekja til mengunar sem berst til landsins með sterkum vindum frá megin-landi Evrópu og sand-foks af Suður-landi. Þá hefur óvenju-mikið óson verið í andrúms-loftinu. Lið Stjörnunnar úr Garðabæ fer vel af stað á Íslands-meistara-mótinu í knattspyrnu. Liðið hefur spilað tvo leiki á mótinu og unnið þá báða. Stjarnan vann Þrótt 6-0 í annarri umferð en þetta er stærsti sigur liðsins í deildinni frá upphafi. Liðið er því í efsta sæti deildarinnar. Þessi góði árangur Stjörnunnar er frekar óvæntur því liðið vann sig upp um deild á síðasta sumri. Bjarni Jóhannsson, þjálfari Störnunnar, var ánægður eftir sigurinn á móti Þrótti. Hann sagði að leikmenn sínir væru ferskir. Liðið væri sam-stillt og spilaði þéttan varnar-leik. „Þetta var mjög gaman,“ sagði Steinþór Þorsteinsson Stjörnu-maður sem kosinn var maður leiksins. Hann sagðist staðráðinn í að vinna næsta leik, en hann er á móti ÍBV. Auk Stjörnunnar eru KR, Fylkir og Breiðablik með fullt hús stiga. Stjarnan kemur á óvart Daníel Laxdal Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.