Morgunblaðið - 23.05.2009, Page 7

Morgunblaðið - 23.05.2009, Page 7
Ferskar kjúklingabringur eru í eftirlæti hjá Íslendingum, ekki síst þegar þær eru grillaðar. Þessi réttur er kenndur við Las Vegas þar sem er vart þverfótað fyrir spilakassaverjum og Elvisum á öllum aldri. Kjörið er að smella konungi rokksins á fóninn og grilla sér þennan ljúffenga borgara í sólinni. FARIÐ SVONA AÐ: Þeytið majónesið með þeytara eða töfrasprota. Æskilegt er að rauðurnar séu við stofuhita. Setjið rauðurnar í skál, kreistið hvítlauksrifin og bætið sítrónusafa við. Hellið olíunni í mjórri bunu og þeytið þar til majónesið er hæfilega þykkt. Sneiðið kartöflurnar í báta, penslið með balsamikediki og stráið salti og broddkúmen yfir. Bakið í ofni í 20 mínútur við 180 gráður. Bringurnar eru kryddaðar með salti og pipar, steiktar á grilli eða pönnu og penslaðar með sósunni af og til. Brauðið er skorið í þykkar sneiðar og grillað lítillega. Setjið kálblöð og tómatsneið ofan á eina brauðsneið, svo kjúklingabringu, sósu og aðra brauðsneið. Skreytið að vild! Uppskriftin er úr Holtabæklingnum „Umhverfis heiminn í 14 réttum með Áslaugu Snorradóttur“. * Fleiri frábærar kjúklingauppskriftir á www.holta.is * HOLTA byggir á áratugalangri reynslu, leggur mikinn metnað í gæðastjórnun og er stöðugt að auka fjölbreytni í vöruúrvali. Íslenskir neytendur hafa í viðhorfskönnunum valið Holta kjúkling sem vinsælasta ferska kjúklinginn. 4 Holta kjúklingabringur ½ flaska Mesquite Smoked Chili sósa (helst The Hot Spot) 1 heilt brauð (fínt að splæsa í mjög gott brauð) 2 vænir, þroskaðir tómatar 1 jöklasalatshaus Súrar gúrkur, ólivur, kirsuberja- tómatar (eða annað ætilegt skraut til að þræða upp á pinnann) Grillpinnar Sætar kartöflur 2 stórar sætar kartöflur ½ dl balsamikedik 2 tsk broddkúmen (cumin) Salt og pipar Heimahrært majónes 2 eggjarauður 3 hvítlauksrif 2 msk sítrónusafi 2 dl ólívuolía Salt Elvisborgari að hætti Las Vegas - fyrir 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.