Morgunblaðið - 23.05.2009, Side 30
A rnold Schwarzenegger, rík-isstjóri Kaliforníu, segir að
með nýju reglunum hafi rekstr-
arvanda bandarískra bílaframleið-
enda verið breytt í tækifæri til að
framleiða bíla sem menga minna og
gera Bandaríkjamönnum kleift að
kaupa minna af olíu frá löndum á
borð við Sádi-Arabíu, Venesúela og
Líbíu.
Schwarzenegger fór lofsam-
legum orðum um leiðtogahæfileika
Obama og færni hans í að knýja
fram umbætur með samninga-
viðræðum milli hagsmunasamtaka.
„Þetta er mikill sigur fyrir Kali-
forníuríki,“ sagði ríkisstjórinn.
Samkvæmt nýju reglunum eiga
bílar í Bandaríkjunum að komast
að meðaltali 35,5 mílur á bens-
íngalloninu árið 2016, en það jafn-
gildir rúmum 6,6 lítrum á hundrað
kílómetra, úr 25 mílum á galloninu
(9,4 lítrum á hundrað km) eins og
nú er.
SIGUR
KALIFORNÍU
30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2009
Óskar Magnússon.
Ólafur Þ. Stephensen.
Útgefandi:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Stjórn BaracksObama ætlarað taka harð-
ari afstöðu gegn
hvalveiðum en
stjórn forvera hans
gerði. Þetta kom
fram á fundi undirnefndar full-
trúadeildar Bandaríkjaþings um
málefni eyja, úthafa og nátt-
úrulífs á miðvikudag.
Madeleine Bordallo, formaður
nefndarinnar, hóf fundinn á að
lýsa yfir því að hún hefði ásamt
34 fulltrúadeildarþingmönnum
öðrum skrifað Obama og lýst yf-
ir áhyggjum af því að á fundi Al-
þjóðahvalveiðiráðsins í júní yrði
hróflað við banninu við hval-
veiðum í ábataskyni. Hún sagði
að tilraunir til að bjarga ráðinu
mættu ekki verða á kostnað
dýrategundarinnar, sem því
væri ætlað að vernda.
Fyrstur bar vitni fyrir nefnd-
inni William T. Hogarth, sem
eins og áður mun hafa forustu
fyrir Bandaríkjamönnum á fund-
inum, og sagði hann að Banda-
ríkjamenn hefðu engar fyrirætl-
anir um að gefa eftir í
hvalveiðimálum. Hann las upp úr
yfirlýsingu, sem sagt var frá í
frétt í Morgunblaðinu í gær. Í yf-
irlýsingunni kemur fram að
Bandaríkjamenn líti áfram svo á
að „hvalveiðibannið sé nauðsyn-
leg verndaraðgerð vegna þess að
stærð flestra hvalastofna sé ým-
ist ekki nógu vel þekkt, of lítil
eða þá að þeir eru enn að ná sér
og ekki er enn til skilvirk og yf-
irgripsmikil verndaráætlun fyrir
hvali sem mun tryggja viðgang
þeirra“. Í yfirlýs-
ingunni er jafn-
framt lýst yfir
sterkri andstöðu við
hvalveiðar í vís-
indaskyni af þeirri
ástæðu að þær séu
óþarfi á okkar tímum og sömu-
leiðis lýst yfir áhyggjum af því
að alþjóðleg viðskipti með hval-
kjöt skuli hafa hafist að nýju
með innflutningi Japana og út-
flutningi Íslendinga og Norð-
manna.
Ákvörðunin um að gefa leyfi
fyrir hvalveiðum í sumar var
misráðin. Núverandi stjórn hafði
tækifæri til að snúa þeirri
ákvörðun við, en kaus að gera
það ekki. Þessi ákvörðun er
glapræði af þeirri einföldu
ástæðu að hún þjónar ekki hags-
munum Íslendinga. Sterk and-
staða er við hvalveiðar í helstu
nágrannalöndunum og þaðan
koma flestir ferðalangar til Ís-
lands. Nú er ekki rétti tíminn til
að gera tilraunir með það hvort
hvalveiðar muni hafa áhrif á
straum ferðamanna til Íslands.
Bandaríkjamenn eru ekki allt-
af sjálfum sér samkvæmir í mál-
flutningi og verður forvitnilegt
að sjá hvort þeir muni taka á svo-
kölluðum frumbyggjaveiðum –
þar er ekki átt við veiðar á frum-
byggjum heldur veiðar frum-
byggja á hvölum – af sömu
hörku. Kröftum íslenskra stjórn-
valda og atvinnulífs er hins veg-
ar betur varið í annað um þessar
mundir en að verja atvinnuveg,
sem engu mun skila í þjóðarbúið,
gagnvart alþjóðasamfélaginu.
Flest er mikilvægara
en að verja atvinnu-
veg sem engu skilar
í þjóðarbúið }
Obama vill vernda hvali
Mjög hefurfærzt í vöxt á
undanförnum árum
að fólk ferðist um
langan veg, meðal
annars til Asíu-
landa, til að sækja
sér læknismeðferð.
Eins og fram kom í umfjöllun
Ingibjargar B. Sveinsdóttur,
blaðamanns í Morgunblaðinu, á
fimmtudag hafa ýmsir í heil-
brigðisgeiranum á Norð-
urlöndum áhyggjur af því að í
mörgum tilfellum standist með-
ferðin, sem auglýst er, ekki vís-
indalegar kröfur. Á málþingi
norrænu lífsiðfræðinefnd-
arinnar um ferðamennsku í
lækningaskyni, sem haldið var í
síðustu viku, var til dæmis rætt
um stofnfrumumeðferð, sem
kostað getur sjúklinginn tugi
milljóna en vísindamenn á Vest-
urlöndum eru enn ekki sann-
færðir um að skili tilætluðum ár-
angri.
Það eru margar hliðar á þess-
um málum. Fólk, sem ekki hefur
fengið bót meina sinna í hinu
hefðbundna, vestræna heil-
brigðiskerfi, telur sig oft engu
hafa að tapa þótt það sæki sér
meðferð sem ekki nýtur alþjóð-
legrar viðurkenningar. Og Ole
Johan Borge, formaður lífsið-
fræðinefndarinnar,
bendir á að mörgum
þyki kröfurnar, sem
gerðar eru á Vest-
urlöndum til stofn-
frumumeðferðar, of
strangar.
Það er ekkert við því að segja
að fólk leggi aleiguna undir til
að sækja sér slíka meðferð ef
það er sjálft meðvitað um áhætt-
una. Og ekki heldur að efnt sé til
söfnunar fyrir slíkri meðferð ef
allir hlutaðeigandi þekkja þá
stöðu.
Þátttaka sjúkratrygginga í
kostnaði við slíka meðferð hlýt-
ur hins vegar að miðast við að
annars vegar sé um viðurkennda
stofnun að ræða og hins vegar
að ekki sé greitt meira úr sam-
eiginlegum sjóðum en greitt
væri fyrir sambærilega aðgerð
hér á landi. Á þetta bendir Sig-
urður Guðmundsson, forseti
fræðasviðs heilbrigðisvís-
indasviðs Háskóla Íslands, í
samtali við Morgunblaðið.
Þessi viðkvæmu mál þarfnast
upplýstrar umræðu, hér á landi
sem annars staðar, til þess að
fólk eigi auðveldara með að
meta þá áhættu sem það tekur
með því að sækja sér lækn-
ismeðferð sem ekki nýtur al-
þjóðlegrar viðurkenningar.
Hvaða áhætta fylgir
því að leita lækn-
inga hjá stofnunum í
fjarlægum löndum?}
Upplýsingar og áhætta
G
rein í nýjasta Skírni, tímariti Hins
íslenska bókmenntafélags, sætir
tíðindum.
Reyndar er tímaritið pakkfullt
af fínum greinum í þetta skiptið,
ekki síst um hrunið á Íslandi. Greinin sem hér er
til umræðu tengist annars konar hruni, sjálfum
ragnarökunum; hruni hinnar heiðnu heims-
myndar. Hún er eftir Tryggva Gíslason, fyrrver-
andi skólameistara Menntaskólans á Akureyri,
en hann tekur sér fyrir hendur að rýna aftur í
gráa forneskjuna og freistar þess að leita þar
uppi höfund Völuspár, „frægasta kvæðis Norð-
urlanda“, eins og þar stendur.
Tryggvi er auðvitað ekki fyrstur til að ráðast í
þetta verkefni. Þekktasta tilgátan er væntanlega
ættuð frá Sigurði Nordal sem taldi að höfund-
urinn væri Völu-Steinn, sonur völvunnar Þur-
íðar sundafyllis, en þau mæðgin námu Bolungarvík og
bjuggu í Vatnsnesi, eins og segir í Landnámu. Sigurður var
sannfærður um að höfundurinn væri karl og hafnaði tilgátu
Björns M. Ólsens sem fyrstur stakk upp á því að höfundur
kvæðisins væri kona.
Helga Kress hefur seinna fært fyrir því sterk rök að höf-
undur Völuspár hafi verið kona, og segja má að Tryggvi
taki þar upp þráðinn og leiti hana uppi. Niðurstaða hans er
að konan sé móðir Völu-Steins, Þuríður sundafyllir, sem var
raunveruleg völva. Rætur Þuríðar voru á Hálogalandi, á
slóðum Sama eða Finna sem voru fjölkunnugir.
„Þuríður sundafyllir kom til Íslands á umbrotatímum
þegar kristin áhrif voru orðin sterk og hún gerir
sér grein fyrir því að trúin á Óðinn og Þór var á
undanhaldi og hún sjálf farin að efast um
bernskutrú sína og hina fornu heimsmynd
heiðninnar,“ skrifar Tryggvi. „Í frægasta kvæði
Norðurlanda miðlaði völvan af fornum lærdómi
sínum, þekkingu og eigin reynslu og orti sig í
sátt við trú sem hún tengdi með skáldlegum
hætti nýrri trú og nýjum heimi. Hinn forni
heimur var orðinn sjálfum sér sundurþykkur
vegna ágrindarinnar, Gullveigar, en vonir nýs
heims bundnar undursamlegum gullnum töfl-
um sem hinir heiðnu guðir höfðu átt í árdaga:
Þar munu eftir
undirsamlegar
gullnar töflur
í grasi finnast,
þær er í árdaga
áttar höfðu.
[59]“
Tryggvi segir gullnar töflur í grasi væntanlega vísa til
gulltaflsins, sem sagt sé frá í upphafi Völuspár, en að baki
orðunum gæti leynst minni um lögmálstöflurnar er Móses
fékk frá guði sínum og sagt sé frá í Annarri Mósebók þar
sem gullkálfurinn komi við sögu. „En með frægasta kvæði
Norðurlanda orti völvan af Hálogalandi, Þuríður sundafyll-
ir, sig í sátt við nýtt líf og nýjan heim áður en hún bar beinin
á Vatnsnesi í Bolungarvík,“ eru niðurlagsorðin. Röksemda-
færslan er flott og býsna sannfærandi. bvs@mbl.is
Björn Vignir
Sigurpálsson
Pistill
Konan sem kvað Völuspá
Ástarsambandinu við
bensínhákana slitið
FRÉTTASKÝRING
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
U
mhverfisverndar-
sinnar, bílaframleið-
endur og samtök bif-
reiðaeigenda hafa
fagnað nýjum reglum
sem Barack Obama Bandaríkja-
forseti hefur boðað um aukna spar-
neytni nýrra bíla og minni loftmeng-
un frá þeim. Segja má að með nýju
reglunum sé Obama að segja Banda-
ríkjamönnum að slíta áratugagömlu
ástarsambandi þeirra við stóru
bensínhákana.
Nýju reglurnar eru álitnar sigur
fyrir Arnold Schwarzenegger, rík-
isstjóra Kaliforníu, sem hefur háð
stríð við stóru bandarísku bílafyr-
irtækin vegna strangra reglna sem
settar voru í ríkinu til að draga úr
loftmengun frá bílum. Tólf önnur
sambandsríki vildu fara að dæmi
Kaliforníu en bílarisarnir komu í veg
fyrir það með málshöfðunum.
Rekstrarvandi bandarísku bílaris-
anna vegna efnahagssamdráttarins í
heiminum varð hins vegar til þess að
þeir þurftu að leggjast á hnén og
biðja bandarísku stjórnina að koma
þeim til bjargar. Obama notaði þá
tækifærið og knúði bílafyrirtækin til
að sætta sig við nýjar reglur um að
draga úr útblæstri koltvísýrings frá
nýjum bílum um 34% ekki síðar en
árið 2016 og flýta þar með sömu
áformum stjórnar George W. Bush
um fjögur ár.
Bíleigendur spara
Bílarisarnir fögnuðu nýju regl-
unum, þótt þeir hefðu barist gegn
þeim í sambandsríkjunum þrettán,
og sögðu það af hinu góða að sömu
reglur giltu í öllum Bandaríkjunum.
Bílafyrirtækin samþykktu að falla
frá öllum málshöfðunum sínum á
hendur sambandsríkjunum.
Reglurnar eiga að taka gildi árið
2012 og kveða meðal annars á um að
orkunýting nýrra bíla aukist um 5%
að meðaltali á ári til ársins 2016.
Áætlað er að nýju reglurnar og lög
um orkunýtingu sem Bandaríkja-
þing hefur þegar samþykkt, verði til
þess að verð nýrra bíla hækki um
1.300 dollara (um 166.000 krónur).
Þrátt fyrir þessa verðhækkun fagna
samtök bandarískra bílaeigenda
nýju reglunum vegna þess að stjórn-
in áætlar að dæmigerður bíleigandi
myndi spara um 2.800 dollara (um
360.000 krónur) á endingartíma nýs
bíls sem keyptur yrði árið 2016.
Umhverfisverndarsamtök fögn-
uðu einnig nýju reglunum sem eru
stærsta skrefið sem bandarísk
stjórnvöld hafa tekið til að draga úr
losun gróðurhúsalofttegunda. Nýju
reglurnar eru jafnframt álitnar mik-
ilvægur þáttur í því að gera Banda-
ríkin minna háð olíuinnflutningi frá
öðrum löndum.
Obama segir að nýju reglurnar
verði til þess að losun gróðurhúsa-
lofttegunda frá bílum minnki jafn-
mikið og ef 177 milljónir bíla yrðu
teknar úr umferð á sjö árum, eða ef
194 kolaorkuverum yrði lokað.
Forsetinn segir að aukin spar-
neytni nýrra bíla samkvæmt nýju
reglunum spari Bandaríkjunum 1,8
milljarða olíufata á endingartíma
bíla sem seldir verða á fimm ára
gildistíma reglnanna. Þessi sparn-
aður jafngildir öllum olíuinnflutningi
Bandaríkjanna frá Sádi-Arabíu,
Venesúela, Líbíu og Nígeríu á síð-
asta ári.
Reuters
Minni mengun Barack Obama forseti kynnir áform um nýjar reglur um
sparneytnari og umhverfisvænni bíla í Rósa garðinum við Hvíta húsið.
Nýjar reglur um aukna spar-
neytni nýrra bíla og minni meng-
un hafa mælst vel fyrir meðal
hagsmunasamtaka í Bandaríkj-
unum, jafnt bílaframleiðenda
sem umhverfisverndarsinna.
››