Morgunblaðið - 23.05.2009, Qupperneq 52
LAUGARDAGUR 23. MAÍ 143. DAGUR ÁRSINS 2009
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Grunaðir um auðgunarbrot
Gerð var húsleit á tólf stöðum í
gær í tengslum við rannsókn emb-
ættis sérstaks saksóknara á kaup-
um eignarhaldsfélagsins Q Iceland
Finance á um fimm prósenta hlut í
Kaupþingi í september síðast-
liðnum. Grunur leikur á að við-
skiptin hafi verið til þess fallin að
veita rangar og villandi upplýs-
ingar um stöðu Kaupþings. »1
Allt undir í Karphúsi
Stöðug fundahöld eru nú í húsi
ríkissáttasemjara þar sem reynt
verður að ná víðtæku samkomulagi
um launabreytingar. Stefnt er að
því að samkomulag liggi fyrir 29.
maí og sáttmálapakki 9. júní. »6
Sex vilja reka löggubíla
Sex fyrirtæki hafa lagt inn átta
tilboð í rekstur bílamiðstöðvar lög-
reglunnar. »2
SKOÐANIR»
Staksteinar: Græna litnum stolið
Forystugreinar: Obama vill vernda
hvali | Upplýsingar og áhætta
Pistill: Konan sem kvað Völuspá
Ljósvaki: Bjargvætturinn
UMRÆÐAN»
Þjóðþrifamál að auka framleiðslu …
Sýklalyfjagjöf – Tökum ábyrgð …
Sendill Samfylkingar treður sér fram
Íslenski (karla)boltinn
Börn: Átti alls ekki von á sigri
Refurinn og hrafninn
Lesbók: Uppreisnarseggirnir ólíklegu
Tónlistin mun gera yður frjálsa
BÖRN | LESBÓK »
!
"
# $
%
%
"
&' ("'
" )
*+,-./
+00-12
**+-0/
+3-/+*
*2-4*.
*,-414
**,-*.
*-3..+
*21-*+
*/,-,3
5 675 ++# 8 +002
*+,-//
+0*-04
**+-.0
+3-/20
*2-4/+
*,-20/
**,-.,
*-3.4*
*21-/0
*//-*+
++2-+13,
&9:
*+/-0/
+0*-1/
**+-/3
+3-412
*2-230
*,-21,
**,-/4
*-31+0
*2,-+4
*//-,*
Heitast 14°C | Kaldast 7°C
Rigning sunnan til.
Þykknar upp með
vætu fyrir norðan þeg-
ar líður á daginn. Læg-
ir f. sunnan síðdegis. »10
Það er ákveðin al-
vara í Fúlar á móti,
en allt gert af létt-
leika, segir leikstjóri
verks sem hefur
slegið í gegn. »42
LEIKLIST»
Líf miðaldra
kvenna
TÓNLIST»
Eiga tónleikagestir von á
norsku ævintýri? »46
Listakonurnar Ólöf
Arnalds og Ásdís Sif
Gunnarsdóttir fóru
inn í ævintýraheim
við gerð myndverks
fyrir nýja plötu. »45
MYND- OG TÓNLIST»
Sjónrænn
díalógur
FÓLK»
Hómer Simpson á leið í
hæfileikakeppni. »51
KVIKMYNDIR»
Mynd Gilliams – ást-
arbréf Ledgers. »48
Menning
VEÐUR»
1. Lést í vélhjólaslysi
2. Húsleit gerð á 10 stöðum
3. Týndi bróðirinn bjó í næsta húsi
4. Leitað á heimili Ólafs
Íslenska krónan veiktist um 0,5%
»MEST LESIÐ Á mbl.is
Morgunblaðið/Heiddi
Hæfileikarík María Lind Sigurðardóttir hefur svo sannarlega mörg járn í eldinum. Hún er afbragðs námsmaður,
varð Íslandsmeistari í körfubolta með Haukum fyrr í vor og stefnir á burtfararpróf í píanóleik með haustinu.
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
„ÉG hef mikinn áhuga á náminu og
metnað. Ég reyni þannig alltaf að
gera mitt allra besta,“ segir María
Lind Sigurðardóttir, sem útskrif-
aðist með hæstu einkunn á stúdents-
prófi frá Kvennaskólanum í Reykja-
vík í ár. Hún útskrifaðist af
náttúrufræðibraut með einkunnina
9,61. Þess má raunar geta að María
var með meðaleinkunnina 10 á
bekkjarprófum á fjórða og síðasta
ári skólans. „Á þessu síðasta ári
valdi ég þau fög sem ég hef mestan
áhuga á, þ.e. stærðfræði, efnafræði
og eðlisfræði, þannig að það útskýrir
sennilega af hverju ég fékk tíu í öll-
um prófum,“ segir María og tekur
fram að vissulega sé hún líka sam-
viskusöm og eyði dágóðum tíma í
heimalærdóminn.
Æfir körfubolta og spilar
á píanó í frítímanum
En það er samt ekki svo að María
eyði öllum frítíma sínum í heima-
námið því hún æfir körfubolta fimm
sinnum í viku og er auk þess í píanó-
námi í Tónlistarskólanum í Hafn-
arfirði en hún stefnir að því að ljúka
burtfararprófi frá skólanum næsta
vetur. Skömmu áður en vorprófin
hófust varð María auk þess Íslands-
meistari í körfubolta með Haukum.
„Það var mjög gaman. Það var svo
góður andi í liðinu og við skemmtum
okkur vel þannig að það fleytti okk-
ur áfram í vetur.“
Aðspurð segir María agann og
skipulagið sem einkenni bæði körfu-
boltann og píanónámið hafa gagnast
sér vel í öllu skólastarfi. „Ég byrjaði
að spila á píanó þegar ég var 10 ára
og hóf að leika körfubolta 11 ára,
þannig að ég hef alltaf haft mikið að
gera,“ segir María og bætir því við
að það sé alltaf gott að stefna að ein-
hverju auk þess sem stuðningurinn
heima fyrir skipti miklu máli. „Fjöl-
skyldan hefur alltaf verið dugleg að
mæta á alla leiki og tónleika.“
María stefnir á háskólanám með
haustinu og ætlar að innrita sig í Há-
skóla Íslands. Hún segist hins vegar
ekki enn vera búin að gera upp við
sig hvaða nám verði fyrir valinu.
„Læknisfræðin kemur sterklega til
greina en hins vegar finnst mér líka
spennandi að fara í efnafræði eða líf-
efnafræði,“ segir María og tekur
fram að ljóst megi vera að drauma-
starfið feli í sér að vinna að einhvers
konar rannsóknum.
„Reyni að gera mitt besta“
Dúx frá Kvenna-
skólanum með ein-
kunnina 9,61
HIN danska Charlotte Munck er
leikari. Sjónvarpsáhorfendur eru
farnir að þekkja karakter Önnu
Pihl, sem hún leikur í samnefndri
þáttaröð sem sýnd er í Ríkissjón-
varpinu, en Munck er nú komin
hingað til lands sem hljóðfæraleik-
ari. Hún er stödd hér ásamt hljóm-
sveit sinni, Hess is More, sem held-
ur tónleika í Norræna húsinu í
kvöld.
„Það var strax um borð í flugvél-
inni sem manneskja kom til mín og
sagðist hafa verið að horfa á mig í
sjónvarpinu á sunnudaginn,“ sagði
Munck í gær. Hún segist finna vel
fyrir því að landsmenn fylgist
margir með þáttunum.
Munck segist hafa verið viðloð-
andi tónlist allt sitt líf. „Lengi vel
stefndi ég að því að starfa eingöngu
við hana. Það var áður en ég komst
að því að leiklistin var líka val-
möguleiki,“ sagði hún. | 44
Morgunblaðið/Eggert
Charlotte Munck Leikur Önnu Pihl
í samnefndum sjónvarpsþáttum.
Leikur Pihl í sjónvarpinu
og á hljóðfæri í kvöld
ÓLAFUR Þórðarson þjálfari Ár-
bæjarliðsins Fylkis í Pepsi-deild
karla í fótbolta er ánægður með
byrjunina hjá liðinu á Íslandsmótinu.
Fylkir hefur enn ekki fengið á sig
mark og segir þjálfarinn að hver ein-
asti leikur hjá Fylki sé lagður upp
sem úrslitaleikur. „Það hlýtur að
gleðja stuðningsmenn Fylkis að við
keyrum liðið áfram nær eingöngu á
Fylksmönnum,“ segir Ólafur í viðtali
við Morgunblaðið | Íþróttir
Ánægja í
Árbænum
Líkt og þrjú síðustu sumur mun
María Lind Sigurðardóttir í sum-
ar vinna í sumarbúðum fyrir
fatlaða í Reykjadal sem Styrkt-
arfélag lamaðra og fatlaðra rek-
ur. Í samtali við Morgunblaðið
segir María þetta draumasum-
arstarfið.
„Þetta er það skemmtilegasta
sem ég geri. Maður fær að vera
úti að leika sér og fíflast allt
sumarið,“ segir María og tekur
fram að það spilli ekki hvað
bæði samstarfsfólkið og gest-
irnir sem koma í sumarbúðirnar
séu skemmtilegir krakkar.
„Auk þess felst í starfinu mik-
il áskorun, því þetta er ekki allt-
af auðvelt,“ segir María. Að-
spurð segist hún byrja að vinna
strax á mánudaginn kemur og
vinna fram í miðjan ágústmán-
uð, en þá taki við stutt frí áður
en háskólinn byrji.
Skemmtilegasta sumarstarfið