Morgunblaðið - 23.08.2009, Page 2

Morgunblaðið - 23.08.2009, Page 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 2009 ostur Ríkur af mysupróteinum Bra gðg óð nýju ng 9% aðeins Prófaðu nýja braðgóða Fjörostinn, fituminnsta kostinn í ostaúrvali dagsins. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is „VIÐ íbúarnir kröfðumst þess að hinn svokallaði athugasemdafrestur, vegna breytingar á deiliskipulagi, yrði fram- lengdur. Það sem öllu skiptir er að reyna að vinna að málum í sátt við íbúa, og það hefur því miður ekki verið gert til þessa og ekki tekið mark á skoðunum þeirra. Auk þess þarf að svara því almennilega hvers vegna þessar breytingartillögur eru að koma fram. Vond reynsla er af því að kollvarpa upphaflegum skipulagshug- myndum í miðbænum, eins og því miður sést víða núna. Borgarfulltrúarnir eru ekki hæfir til þess að taka ákvarðanir um skipulagsmál í miðbænum,“ segir Kári Halldór Þórsson, íbúi við Bergstaðastræti. Íbúar í miðbæ Reykjavíkur, einkum við Bergstaðastræti, Spítalastíg, Grundarstíg og Bjargarstíg, hafa lengi beðið eftir því að frágangi á húsum og lóðum á horni Bergstaðastrætis og Spítalastígs ljúki. Stefna í þeim málum tók breytingum eftir að tillaga kom fram hjá borgaryfir- völdum um að byggja þar um 40 smáíbúð- ir, svokallaðar hótelíbúðir. Umsækjandinn um breytinguna á deiliskipulaginu er eignarfélagið Laug ehf. en arkitektastofan Krads vann að útfærslu á reitnum. Samkvæmt hugmyndunum mun ný- bygging rísa á lóðinni við Spítalastíg 6B og íbúðarhúsnæði á Bergstaðastræti 16 til 20 breytt í hótelíbúðir. Íbúar í næsta nágrenni við það svæði sem stendur til að nota undir hótelíbúðir hafa mótmælt þessum áformum kröftug- lega og sagt þær ólöglegar, þar sem þær samræmist ekki aðalskipulagi. Skipulagsyfirvöld Reykjavíkurborgar hafa hins vegar svarað því til að notkunar- breytingin á fyrrnefndu svæði samrýmist landnotkun í aðalskipulagi, og því sé þetta leyfilegt. Auk þess sé brýn þörf á því að koma umræddum reit í gagnið. Miðborgarbúar vilja skýringar  Breytingartillaga á deiliskipulagi vegna byggingar á íbúðahóteli við Bergstaðastræti fellur íbú- um í miðbænum ekki í geð  Þeir vilja að málið sé kynnt betur  Vilja frekar hefðbundna byggð Morgunblaðið/Kristinn Skilti Íbúar settu í gær upp mótmælaskilti við reitinn þar sem hótelíbúðir eiga að rísa. ÞEIR voru glaðbeittir hlaupararnir í Reykjavík- urmaraþoni Íslandsbanka, sem fram fór í gær. Hér sést einn þátttakenda veifa til ljósmyndara Morgunblaðsins. Samtals voru 11.136 skráðir til þátttöku í hlaupinu en það bættist nokkuð við í Latabæjarhlaupið fram á síðustu stundu. Morgunblaðið/Kristinn GLEÐIN VAR RÍKJANDI Í MARAÞONINU „VEGNA fréttar Morgunblaðsins í dag [laugardag] vilja Hagar koma á framfæri að rangt er að félagið sé í gjörgæslu eins og slegið er upp á for- síðu blaðsins. Þvert á móti hefur rekstur Haga gengið vel. Ljóst er að félagið getur staðið við allar sínar skuldbindingar. Nýliðinn júlímánuð- ur var einn sá besti í sögu félagsins. Því er augljóst að stefna félagsins að bjóða sama verð um land allt fellur viðskiptavinum vel. Hagar harma að Morgunblaðið skuli vinna með þessum hætti, þar sem augljóst er að markmið blaðsins er að kasta rýrð á öflugt og traust fyrirtæki, sem er í góðum rekstri. Afstaða Morgunblaðsins gagnvart félaginu og framsetning á umræddri frétt er með ólíkindum, þar sem í fréttinni kom skýrt fram hjá undir- rituðum að verið er að framkvæma árlegt virðisrýrnunarpróf vegna árs- uppgjörs félagsins. Virðisrýrnunar- próf er viðamikil úttekt á rekstri og efnahag fyrirtækja og hluti af reikn- ingsskilum. Virðisrýrnunarpróf er ein af forsendum þess að endurskoð- endur undirriti ársreikninga félags- ins. Í ár er prófið framkvæmt af fyr- irtækjaráðgjöf Nýja Kaupþings, en í síðasta uppgjöri var prófið fram- kvæmt af Capacent. Virðisrýrnunar- prófið í ár staðfestir traustan rekst- ur félagsins. Með kveðju, Finnur Árnason.“ Aths. ritstj. Morgunblaðið byggir frétt sína á áreiðanlegum heimildum og stendur við hana í einu og öllu. Í henni er sagt frá staðreyndum; engin afstaða til fyrirtækisins kemur fram. Athuga- semd frá Högum „ÉG er mjög bjartsýnn á að við verð- um búin að manna allar lausar stöð- ur á frístundaheimilunum á allra næstu dögum. Við höfum aldrei að hausti staðið jafn vel og einmitt núna,“ segir Kjartan Magnússon, formaður fræðsluráðs Reykjavíkur. Í vikulokin átti enn eftir að manna 70 til 80 stöður á frístundaheimilun- um. „Talan lækkar allaf. Í byrjun vikunnar vantaði okkur 150 manns svo við nálgumst markið óðfluga,“ segir Kjartan. Búið að innrita 2.800 börn „Við byggjum starfsemina mikið á vinnuframlagi framhalds- og há- skólanema sem ganga ekki frá sínum málum fyrr en þeir hafa til dæmis fengið stundaskrá í hendur. Hvað við þurfum svo nákvæmlega marga starfsmenn ræðst talsvert af því í hve miklu starfshlutfalli fólk er. Það er afar mismunandi. Sumir vinna einn dag í viku en aðrir fleiri daga.“ Starfsmenn frístundaheimilanna í vetur verða á bilinu 350 til 400 og innrituð hafa verið um 2.800 börn úr grunnskólunum í Reykjavík, sem hefja starfsemi sína á morgun, mánudag. Kjartan segir alþekkt að starfsemi skóla sé ekki alltaf hnökralaus á fyrsta degi, frekar en annarra stofn- ana eða fyrirtækja. Þetta gildi einnig um frístundaheimilin. „En þetta er mál sem við einfaldlega leysum,“ segir Kjartan og bætir við að þess sé sérstaklega gætt að þó enn vanti fólk til starfa bitni sú mannekla ekki á fötluðum börnum. sbs@mbl.is Frístundaheimilin nær fullmönnuð Morgunblaðið/Árni Sæberg Í FRÉTT í blaðinu í gær, um deil- urnar í Landakotsskóla, féll út eitt orð í viðtali við Guðbjörgu Magnús- dóttur, varatrúnaðarmann kennara, sem breytti merkingunni algerlega. Rétt er setningin, sem höfð var eftir Guðbjörgu, þannig: „Hinir tíu kenn- ararnir standa utan við deiluna,“ sagði Guðbjörg. Fram kom í fréttinni að þessir 10 kennarar, af 14 alls, skrifuðu ekki undir yfirlýsingu þar sem uppsögn skólastjóra er hörmuð og hún sögð setja skólastarf í upplausn. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT Orð féll út

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.