Morgunblaðið - 23.08.2009, Síða 4

Morgunblaðið - 23.08.2009, Síða 4
4 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 2009 ÚRVAL ÚTSÝN ~ LÁGMÚLA 4 ~ 108 REYKJAVÍK ~ SÍMI 585 4000 ~ FAX 585 4065 ~ INFO@UU.IS ÚRVALSFÓLK FERÐAKYNNING 2009-2010 Ferðakynning Úrvalsfólks 2009-10 – ferðakynning, skemmtun og veitingar Við bjóðum upp á ferðakynningu á haust- og vetrarferðum í dag, 23. ágúst, milli 13:00-16:00 í Lágmúla 4, 108 Reykjavík. Fyrri ríkisstjórn kynnti til sögunnar aðgerðir í þágu heimilanna í nóv- ember. Ein aðgerðin var að lögfesta tímabundnar heimildir til inn- heimtumanna ríkissjóðs um mögu- lega niðurfellingu dráttarvaxta, kostnaðar og gjalda í sérstökum skýrt afmörkuðum tilfellum. Leiðin var ekki fær Í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn blaðamanns segir að strax hafi komið í ljós að þessi leið væri ekki fær. Það gengi ekki að fella niður dráttarvexti almennt, því þá er engin ástæða fyrir fólk að borga skatta á tilskildum tíma. Það gengi ekki heldur að fella niður dráttarvexti hjá einstaka aðilum, nema það hafi verið stjórnvöldum að kenna að dráttarvextirnir lögðust á, því í því fælist mismunun í inn- heimtu skatta. Ekki er hægt að út- færa í reglur einhverjar viðmiðanir um hverjir skuli sleppa við dráttar- vexti og hverjir ekki. Á móti kemur að dráttarvextir vegna skattkrafna hafa verið lækk- aðir og verið er að breyta greiðslu- röð vegna innborgana á skattskuldir þannig að fyrst sé greitt inn á höfuðstól áður en teknir séu drátt- arvextir. Lögum um dráttarvexti hefur ver- ið breytt þannig að frá 1. apríl til áramóta verði dráttarvextir á skatt- kröfum 15%, í stað almennra drátt- arvaxta sem í dag eru 25%. Lækki almennir dráttarvextir eiga drátt- arvextir af skattkröfum að lækka enn frekar í samræmi við það. Annað sem gert hefur verið: Skuldajöfnun barnabóta var felld niður frá 1. janúar og því er ekki hægt að skuldajafna barnabætur upp í vangreidd opinber gjöld. Þá var skuldajöfnun vaxtabóta á móti lánum Íbúðarlánasjóðs felld niður. Aukinn sveigjanleiki Fjármálaráðuneytið beindi til- mælum til innheimtumanna um auk- inn sveiganleika í samningum um gjaldfallnar skattakröfur og er til að mynda hægt að lækka greiðslur við gerð greiðsluáætlana um launa- afdrátt, í allt að 5.000 kr. á mánuði. Tollstjóri hefur sent frá sér yfirlit um breytt verklag við innheimtu vegna efnahagsörðugleika sem fela í sér þau úrræði sem gripið hefur verið til en þau eru fleiri en þau sem hér eru talin upp. Aðgerðirnar Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl.is F rá bankahruninu hefur ýmsu verið lofað í þágu heimilanna, nú síðast sérstakri skjaldborg. Um mánaðamótin voru sendir út álagningarseðlar, meðal annars vegna söluhagnaðar hluta- bréfa. Augljóst er að margar fjöl- skyldur hafa fengið stóra bakreikn- inga þegar skatturinn er gerður upp. Vaninn hefur verið sá að gera þessa reikninga upp á fimm mánuðum, en í núverandi árferði getur það reynst þrautin þyngri. Í lok júlí var tilkynnt að hægt væri að dreifa skattgreiðslum yfir lengri tíma en fimm mánuði, með síðasta gjalddaga í desember, eins og vaninn hefur verið hingað til. Tollstjóri og innheimtumenn voru því búnir undir að greiðendur skatta myndu vilja dreifa greiðslunum á lengri tíma. Þetta er eitt af úrræðunum sem stjórnvöld bjóða upp á til að dempa áhrif bankahrunsins, enda hafa tekjur margra dregist verulega sam- an á sama tíma og útgjöld aukast. Skatturinn sem kemur til greiðslu nú miðast hins vegar við síðasta ár þeg- ar hið meinta góðæri réð ríkjum og skatttekjurnar eftir því. Það er hins vegar óljóst hvað þetta úrræði felur í sér og hvort það er í samræmi við yfirlýsingar rík- isstjórnarinnar frá því í nóvember. Dráttarvextir í dreifingu Snorri Olsen tollstjóri segir að misjafnt sé í hvaða stöðu fólk sé en um sé að ræða tekjuskatta eða fjár- magnstekjuskatt sem komu til greiðslu um síðustu mánaðamót. „Ef um venjulega launþega er að ræða er þetta venjulega dregið af laununum. Þegar um stórar upphæðir er að ræða geta menn komið til innheimtu- manns og samið um lægri afdrátt. Þá reynum við að taka tillit til aðstæðna en viðkomandi þarf að átta sig á því að hann verður að borga dráttarvexti á meðan þetta er í vanskilum. Ef við- komandi getur ekki borgað er horft til þess hvaða tekjur menn hafa. Ef fólk getur sýnt fram á að það eigi í erfiðleikum með að greiða er hægt að dreifa þessu á lengri tíma.“ Innheimtumenn eru tollstjórinn í Reykjavík og úti á landi eru það sýslumenn. Fólk þarf að snúa sér til viðkomandi innheimtumanns til að semja um lægri launaafdrátt. Stund- um er þetta gert til einhverra mán- aða að sögn Snorra og svo endur- skoðað. „Þetta fer svolítið eftir fjárhæðum og öðru og því ekki hægt að segja að það sé einhver þumal- puttaregla í þessu.“ Vanskil þótt samið sé Spurður hvort skattgreiðslur flokkist sem vanskil ef samið er um lengri greiðslur svarar tollstjóri að svo sé. „Jú, krafan er gjaldfallin, þannig að þetta er ekki með þeim hætti að kröfunni sé breytt í annars konar skuld. Þetta er áfram skatt- skuld, það eina sem gerist er að van- efndaúrræðin fara ekki af stað. Það eru vanskilavextir á þessu á meðan og í dag eru þeir 15%, en þeir eru ekki eins og þessir hefðbundnu dráttarvextir þegar um opinber gjöld er að ræða. Þessu er dreift á fimm gjalddaga og ef viðkomandi borgar skuldina á réttum tíma eru engir dráttarvextir á því.“ Snorri tekur dæmi af manni sem skuldar 500 þúsund krónur. „Til að hafa einfalt dæmi höfum við þetta 500 þúsund, eða 100 þúsund á mán- uði. Ef viðkomandi treystir sér til að borga 50 þúsund krónur, þá þýðir það að eftir fyrstu greiðslu eru 50 þúsund krónur komnar í vanskil. Hann á að borga 100 þúsund en borgar ekki nema 50 þúsund. Það er sú fjárhæð sem myndi þá fara að bera dráttarvexti.“ Staðgreitt eða uppgjör? Snorri var einnig spurður hvort mögulegt væri að staðgreiða t.d. fjármagnstekjuskatt eða hvort að- eins væri um að ræða uppgjör einu sinni á ári. „Þetta er uppgjör, eins og með aðra skatta. Þú ert í þeirri stöðu að þú telur fram tekjur ársins 2008, álagning kemur í ágúst 2009, ef þú átt inni færðu endurgreitt strax, en ef þú skuldar þá er því dreift á fimm gjalddaga. Þú ert að borga skattinn tólf mánuðum seinna. Þú sem venju- legur launþegi færð ekki þetta tæki- færi, það er tekið af þér strax. Það er líka gert með fjármagnstekjur þar sem bankinn tekur skatt strax. Þetta er raunverulega afbrigðilegt þegar um er að ræða tekjur sem eru ekki staðgreiðsluskyldar eins og arður, leiga og söluhagnaður. Slíkar tekjur eru lögum samkvæmt borgaðar seinna en aðrar.“ Ennfremur segir Snorri að ef auð- veldara væri að dreifa greiðslunum þá væri fólk líklegra til að láta þær sitja á hakanum, hins vegar kemur enginn vanskilakostnaður, utan dráttarvaxta, ef samið er áður en málið fer í innheimtu. „Ef við þurfum að fara af stað með innheimtu þurf- um við að greiða ákveðin gjöld til sýslumanns út af fjárnámi og öðru slíku, sá útlagður kostnaður er lagð- ur á málið en enginn innheimtu- kostnaður hjá okkur.“ Snorri segir að þeim tilmælum hafi verið beint til innheimtumanna ríkissjóðs að semja í þeim tilvikum þar sem fólk leitar eftir lengri fresti. Lögunum hefur líka verið breytt þannig að dráttarvextir fóru úr um það bil 25% niður í 15%. Vanskil á opinberum skuldum eru semsagt orðin hagstæðari, ef þannig mætti að orði komast, en almenn vanskil, t.d. hjá banka. Ef menn myndu segja að það ættu ekki að vera nein van- skilaviðurlög, þá væri heldur enginn þrýstingur á að borga. Snorri bendir ennfremur réttilega á að á Norðurlöndunum er verra að skulda opinber gjöld að því leytinu til að menn geta lent á svörtum lista ef þeir eru í vanskilum með opinber gjöld og þá fæst engin fyrirgreiðsla í lánakerfinu. Slíkt gerist ekki af hálfu hins opinbera á Íslandi, vilji sé til þess að hjálpa til. Aðgerðir í þágu heimila?  Álagningarseðlar vegna skatta voru sendir út um síðustu mánaðamót  Mörgum getur reynst þrautin þyngri að greiða skattaskuld í aðeins fimm greiðslum Morgunblaðið/Golli Erfitt Álagningarseðlar geta í mörgum tilfellum byggt á tekjum sem jafnvel hafa horfið í hruninu. Þeir sem eiga í erfiðleikum með að standa í skilum geta leitað til innheimtumanna og dregið úr greiðslubyrðinni. Viðmælandi blaðsins, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir frá reynslu sinni af skattauppgjöri í Danmörku. „Við fengum bakreikning frá danska skattinum þegar við vorum úti í Danmörku í námi og fengum strax greiðsluseðil fyrir allri upp- hæðinni. Ég hringdi og spurðist fyr- ir um það hjá skattinum hvort ég mætti ekki semja um greiðslur og þeir sögðu að það væri ekkert mál. Það liðu hins vegar þrír mánuðir þangað til ég gekk frá skuldinni þar sem ég var í fæðingarorlofi en á meðan bættist samt ekki króna við skuldina. Við hjónin sömdum svo um að borga þetta í fjórum stórum greiðslum, eina á ári í fjögur ár, en upphæðin var um 45 þúsund dansk- ar krónur (1,1 milljón). Þegar við fengum rukkun fyrir greiðslu tvö áttum við ekki pening til að greiða hana og því endursömdum við og það var aftur ekkert mál að fá það í gegn. Eftir það borguðum við bara 200 danskar krónur á mánuði. Þeg- ar tekjurnar jukust hjá okkur hækk- uðum við það svo upp í 1.000 danskar krónur á mánuði. Þegar sviptingarnar hófust á Íslandi missti ég hins vegar vinnuna og þá var okkur bara sagt að hafa sam- band aftur til að ganga frá greiðsl- unum. Um áramótin hringdi ég aft- ur í danska skattinn og sagði að gengið væri okkur mjög óhagstætt en þeir vissu þá að við vorum flutt til Íslands. Í framhaldi af því feng- um við að halda áfram að borga 200 danskar krónur. Við borgum engin seðilgjöld og enga vexti og það er gengið frá greiðslufyrirkomulaginu með sam- skiptum í gegnum tölvupóst og ég legg bara inn á reikninginn þeirra. Danski skatturinn hefur ekki verið með neina pressu síðan það var samið um þetta á þennan hátt. Á tímabili borguðum við ekki krónu af þessu í heilt ár, ekkert bættist við, enginn ítrekunarkostnaður – ekk- ert vandamál. Þeir hafa einu sinni minnt mig góðfúslega á að ef ekki væri borgað það sem um væri sam- ið þá gæti maður lent á svörtum lista. Danski skatturinn auðveldur Morgunblaðið/Þorkell

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.