Morgunblaðið - 23.08.2009, Side 14

Morgunblaðið - 23.08.2009, Side 14
14 Krakkar á fjöllum MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 2009 Ferðalangur Örn Óskar er aðeins fjögurra ára, en þrammaði þó alla leið frá Strútsfjalli að Strútslaug. Á leiðinni til baka Áöræfum nefnast fjöllinStórkonufell, Hattfellog Stórasúla – aðógleymdum Hvann-gilshnausum, sem nokkrar fjölskyldur gengu um síð- ustu helgi. Það var þriggja daga há- lendisferð sem listakonurnar Ósk Vil- hjálmsdóttir og Margrét H. Blöndal skipulögðu. Tilgangurinn með ferðinni, sem verður fastur liður á sumrin, er sá að leyfa krökkum að upplifa hálendið og öræfaþögnina, en líka að opna augu foreldra fyrir því hvernig njóta má útivistar með krökkum, jafnvel þar sem allra veðra er von og náttúran bregður sér í allra kvikinda líki. Ekkert frí frá krökkunum Í þessari ferð voru fullorðnir „pabbar“ og „mömmur“. Og strax í rútunni mátti finna að foreldrarnir höfðu stillt sig inn á nýjan þanka- gang. „Mér var lofað að ekkert yrði talað um Icesave,“ sagði einn pabb- inn í áminningartón yfir sætisbökin. „Krakkaferðirnar eru hugsaðar sem valkostur,“ segir Ósk í samtali við blaðamann. „Þegar við Ásta stóð- um fyrir gönguferðum um Jöklu og Kringilsárrana tóku margir börnin með, en þau voru þar á forsendum fullorðinna. Það getur tekið á börn að ganga Fljótsdalinn, 22 kílómetra leið. Ef skilyrði eru óhagstæð, þá getur það jafnvel fælt börnin frá því að stunda útivist. En það sem meðal annars kveikti áhugann hjá okkur Margréti var göngumenningin í Nor- egi. Þar kynntumst við því að börn eru alin upp við útivistarferðir með foreldrum sínum.“ Margrét segir marga telja það of mikla fyrirhöfn að fara með börn á hálendið. „Með þessum ferðum vilj- um við sýna fólki að þetta er vel mögulegt og að ekki þarf neitt rosa- legan búnað til.“ „Þá erum við að tala um alla leið inn á hálendið, jökla, heitar laugar, svarta sanda – hálendið er svo örv- andi fyrir krakkana,“ segir Ósk. „Stundum sér maður það á ferðalög- um um landið að allt fullorðna fólkið situr í hnapp, en svo eru hoppukast- alar fyrir börnin. Þá geta fullorðnir grillað og fengið sér í glas – og börnin verið hoppandi á meðan. Fyrir vikið er hópurinn ekki ein heild. Í krakka- ferðunum okkar eru þau félagar og tilheyra heildinni – þegar þau fara að sofa förum við líka að sofa. Það tekur sér enginn frí frá börnunum, enda er ferðin á þeirra forsendum.“ Opnast nýr heimur En foreldrarnir fá alveg jafnmikið út úr ferðinni og börnin. Það er ljúft að vakna við söng Óskar og Mar- grétar á morgnana eftir góðan næt- ursvefn. Og ekki er haldið þéttar ut- an um dagskrána en svo, að maður fær á tilfinninguna að maður hafi all- an tíma í heiminum. Auðvitað er það líka svo, að það, sem börnum finnst áhugavert, finnst foreldrum áhuga- vert. „Mér finnst það merkilegt, að þeg- ar Ósk, sem er leiðsögumaður, talar við krakkana opnast nýr heimur fyrir mér,“ segir Margrét. „Mér finnst gaman að fá upplýsingar um það sem fyrir augu ber, en ekki síður að heyra hvernig þeim er miðlað til krakka – því þá eru þær oft settar í stærra samhengi. Það er til dæmis gaman að tengja jarðhitann í þessu gjöfula landi við hitann í húsunum – þannig að börnin nái að tengja þessa tvo heima, náttúru og heimili.“ „Þetta snýst um að miðla grunn- Krakkar í ób Það er ekki algeng sjón að sjá krakka leiða full- orðna um hálendið. En þannig var ferðin sem Ósk Vilhjálmsdóttir og Margrét H. Blöndal stóðu fyrir um liðna helgi – þar gerðist allt á forsendum þeirra yngstu í hópnum. Víst skiptust á skin á skúrir undir jökli, en það fylgir því að ferðast um hálendið og það kvartaði enginn. Þvert á móti nutu börn og foreldrar þess að gista tvær nætur í tjaldi í Krókagili og ganga inn að Strútslaug, þar sem smáir og stórir böðuðu sig í heitri lauginni. Og svo voru það öll hin ævintýrin … Krossgötur Auðunn og Þorkell í upphafi göngunnar. Hvanngilshnausar Jóhanna og Steinunn. Leikur Steinunn Eva og Dolores Oddrún. Mæðgur KaraVandvirkni Ólafur teiknar Strútsfjall. Nestisstund „Tæknistopp“ við Markarfljótsgljúfur. Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.