Morgunblaðið - 23.08.2009, Side 16

Morgunblaðið - 23.08.2009, Side 16
16 Krakkar á fjöllum MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 2009 Á þurru Gott að vera kominn yfir ána. Gangan Létta skapið léttir sporið. Litir Úrkoman dregur fram litina. Leiðsögn Ósk vísar Sveindísi veginn. Morgunblaðið/Pétur Blöndal Strútslaug Sólin braust gegnum skýin þegar takmarkinu var náð og eftir nestisstundina baðaði gönguhópurinn sig í Strútslaug. leiki.“ Og það kemur Ósk ekkert á óvart þegar fimm ára drengur horfir yfir lækinn og segir hróðugur: „Ég stökkti bara yfir!“ „Þau eru svo dugleg,“ segir hún. „Allt frá átta ára aldri eru krakkar alveg jafnmikið göngufólk og foreldr- arnir – eða meira! Litlu börnin eru hinsvegar háðari foreldrum sínum; það þarf að hvetja þau og stundum að halda á þeim. En þá er lykilatriði að gefa sér nógan tíma.“ „Og það er undantekning ef börn eru ekki eins og heima hjá sér í þessum aðstæðum,“ segir Margrét. „Þeim líður bara svo vel!“ Óborganlegar samræður „Ég á eiginlega engar ömmur,“ segir fjögurra ára stelpa. „Hvað áttu við?“ spyr amma hennar, sem stendur fyrir aftan hana og hafði lagt sig í líma við að gera tilveru litlu stelpunnar sem notalegasta. En stelpan gefur sig ekki. „Það er af því að amma Dadda er alltaf að stríða mér. Og hin amma mín, það ert þú, hún er svo gömul!“ Oft eru samræðurnar óborganlegar í ferðinni og foreldrar og börn kynnast með nýjum hætti – laus við höft og bönn borgarsamfélagsins, ágengt tifið í klukkum heimsins og síðast en ekki síst pípið í farsímum. Engu að síður er margt framandi í óbyggðum, sem tekur tíma að venj- ast. Þannig má heyra krakka segja þegar komið er að Strútslaug: „Ég sé hana ekki. Hvar er rennibrautin?“ Ósk og Margrét eru líka með fimm daga nám- skeið, sem standa yfir frá níu á morgnana til sex á kvöldin fyrstu þrjá dagana og á fjórða degi er gengið út í Gróttu og gist þar. „Krakkarnir eru alveg niður í sjö ára aldur,“ segir Ósk. „Við erum með rútu til umráða, keyrum út á Reykjanes, skoðum Hengilssvæðið og böðum okkur í heitri laug uppi á Hengli. Svo móta krakkarnir sitt eig- ið land eftir ferðalögin og nýta sér þannig lær- dóminn án þess endilega að vera meðvituð um það, allt í einu heyrist kannski: „Ég vil fá þunn- fljótandi hraun yfir mitt land.“ „Þetta er góð leið til að átta sig á jarðfræðinni – þau snerta nánast á henni,“ segir Margrét. „Og það er hægt að upplifa ótrúlega margt í innan við 20 mínútna fjarlægð frá Reykjavík,“ heldur Ósk áfram. „Hápunkturinn er að gista úti í Gróttu, sem er eyja og land til skiptis. Þegar flæðir að er tilfinningin svipuð því að gista á Flatey í Breiðafirði. Það erum aðeins við, eyj- arskeggjarnir. Og svo er þetta yfirráðasvæði kríunnar sem verndar börnin sín.“ „Margir eru hræddir við kríuna, en það breyt- ist gjarnan þegar krakkarnir sjá eggin hennar og litlu ungana – hvað þeir eru berskjaldaðir,“ segir Margrét. „Og krakkarnir taka litlu eyj- arnar sem þeir hafa mótað með sér út í Gróttu. Það eru ekkert endilega íslenskar eyjar, sumar eru suðrænar eldfjallaeyjar eða eyðieyjar. Við nýtum svo efni úr Gróttu til að leggja lokahönd á verkið. Allt er þetta ævintýri. Krökkunum finnst til dæmis spennandi að hátta sig snemma og fara út á náttfötunum, fylgjast með þegar flæðir að.“ Kvæði sem fútt er í Ef einhver velkist í vafa um hvaða venjur og siðir gilda að fjallabaki, þá koma þeir fróðari heim úr ferðinni í Krókagil. Þar er gert mikið af því að syngja, í rútunni, á göngunni og í sam- kvæmistjaldinu á kvöldin. „Og það eru ekkert endilega lög sem flokkuð eru sem barnalög, heldur kvæði sem fútt er í, sjómannavísur, harmkvæði og rokklög,“ segir Margrét. „Þau litlu sperrtu eyrun í sjómannasöngvunum – þegar öldurnar breyttust í vín!“ seg- ir Ósk. „Það skapar líka sam- kennd að halda kvöldvökur með söng og lestri úr þjóðsög- unum. Þá viljum við gjarnan virkja fólkið í hópnum, því það eykur samkenndina. Og það er ekki þannig að við séum skemmtikraftarnir, því í hverjum hópi er fólk sem er ýmislegt til lista lagt.“ Margrét getur ekki á sér setið: „Það eitt að sitja og borða saman verður upplifun í fjalla- kyrrðinni og einangruninni á fjöllum. Það er svo fallegt við leiðangurinn – þetta samfélag sem ferðast saman.“ Og Ósk vekur máls á samskiptum foreldra og krakka, sem stundum eru unglingar. „Stundum verður maður vitni að svo fallegum samskiptum. Unglingsárunum fylgir oft mótþrói og mér fannst því gaman að heyra ungling spyrja ömmu sína: „Amma, er þér kalt? Á ég að lána þér minn poka?“ Svo spyr hann mömmu sína, sem hann rífst við allan daginn, hvernig henni líði í blöðrunni á hælnum – hvort þau eigi ekki að fá sér kakó?“ Fjöllin græn í rigningunni Margrét tekur undir að ferðir á hálendið séu heilbrigð fyrir öll sambönd, líka sambandið við sjálfan sig. Að borða þegar maður er svangur, sofa þegar maður er þreyttur og bara það að ganga niður að læknum til að bursta tennurnar. „Það er ekkert áreiti, aðeins tilhugsunin um það sem gerist á augnablikinu.“ Fimm ára gutti mjakar sér varlega eftir sand- kantinum meðfram ánni, skömmu áður en komið er að Strútslaug, og segir: „Pabbi, við erum komnir á tíunda borð. En það er allt í lagi því ég er með orkumilljón.“ Þegar þangað er komið lít- ur annar stubbur á lappirnar á sér og segir undrandi: „Ha? Er ég ekki í sokkum?“ „Það er skemmtilegt við svæðið í kringum Torfajökul hversu veðrabrigðin eru mikil,“ segir Ósk. „Það er ólíkt veðrinu norðan Vatnajökuls, þar sem nú er Hálslón, því við vorum alltaf í sól- skinsferðum. En úrkoman veldur því að fjöllin eru græn og hefur það líka í för með sér að fólk lærir að klæða sig vel.“ Það er áberandi að sveigjanleikinn er mikill þegar ferðast er með Ósk og Margréti. „Við get- um ekki verið með stífa og nákvæma dagskrá í svona ferð,“ segir Ósk. „Eina verkefnið er að fara í Strútslaug, en hve- nær við komum í náttstað er opið og hvaða leið er far- in þangað eða til baka fer bara eftir hópnum.“ Ósk stendur einnig fyrir skipulögðum hálendis- ferðum, sem ekki eru hugs- aðar sérstaklega fyrir krakka. „Þá fer ég til dæm- is inn í Kerlingarfjöll og Þjórsárver og það má segja að hugmyndafræðin sé sú sama að því leyti, að þetta eru svæði sem hafa nánast einvörðungu verið opin jeppafólki. Ég vil gera svona staði aðgengilegri fyrir göngufólk en ég hef veitt því athygli að konur eru mun duglegri að ganga en karlar. Karlarnir eru meira fyrir jeppana. Við leggjum líka upp úr þægilegum gönguleiðum með trússbíl, þar sem ekki þarf að bera allt á bakinu, þannig að flestir ættu að kom- ast með.“ Og ferðirnar hæfa vel fréttaþyrstum, því stað- irnir hafa oft verið í umræðunni út frá virkjunar- möguleikum, svo sem Skjálfandi, Kerlingarfjöll, Þjórsárver og Torfajökulssvæðið. „Þessi svæði eru kannski á leið út af borðinu, en þau eru þar ennþá,“ segir Ósk. „En þau hafa verið lítt að- gengileg. Ég veit ekki til þess að það hafi verið skipulagðar gönguferðir meðfram Skjálfanda- fljóti áður en við fórum þangað með hópa.“ Og sá hugsunarháttur er ríkjandi, að ekki sé verið að sigra eitt eða neitt. „Við erum ekki að þessu til að sigra landið,“ segir Margrét. „Það eru teknar góðar hvíldir, asinn er enginn og allt er lagt upp úr því að njóta augnabliksins í fallegri náttúru.“ Í safnið Ólöf Kristrún með steina. Hjálpast að Stórir og smáir stikla á steinum. Sungið Ósk og Margrét stýra söng í rútunni. ‘‘ÞANNIG MÁ HEYRAKRAKKA SEGJA ÞEGARKOMIÐ ER AÐ STRÚTS-LAUG: „ÉG SÉ HANA EKKI. HVAR ER RENNI- BRAUTIN?“ ÞAÐ SÉST HVERJIR DREKKA KRISTAL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.