Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 19
um. En það er enn mikilvægara að hafa lifibrauð. – Hélstu sambandi við vini þína í Tékklandi, svo sem Menzel og Havel? „Já, núna hittumst við þegar ég heimsæki Tékkland. En áður fylgdist ég aðeins með því frá Bandaríkjunum hvað gerðist þar. Ég var ekki í miklu sambandi við þá – vildi ekki valda þeim vandræðum. En eftir fall járn- tjaldsins árið 1989 var hægt að ferðast þangað og þá var eins ég hefði kvatt í gær.“ – Ferðu oft til Tékklands? „Já, og reyndar setti ég þar upp djassóperu fyrir þremur árum, sem nefndist Gönguferð, ómaksins verð.“ Fólk verður að trúa – Eftir að þú fluttir til Bandaríkj- anna fjölluðu myndir þínar oft um hálfgerða útlaga á jaðri samfélagsins, svo sem í Gaukshreiðrinu, Ákæru- valdinu gegn Larry Flynt og Manni á tunglinu? „Það finnast byltingarmenn í hverju þjóðfélagi. Ég hef búið við bæði nasisma og kommúnisma og hef því meiri reynslu en flestir af harð- stjórn og einræði. Þetta er glíman sem fylgir þróun mannkynsins – bar- átta einstaklingsins gegn stofnunum. Við þurfum stofnanir. Við setjum þær á laggirnar til þess að auðvelda okkur lífið. Þeim er ætlað að þjóna okkur og við borgum þeim. En smám saman byrja allar stofnanir að hegða sér eins og þær borgi okkur til að þjóna sér. Þetta er ævagömul togstreita.“ – Af hverju líður svona langur tími milli kvikmynda sem þú leikstýrir? Það líða jafnvel sjö ár! „Já,“ segir Forman hugsi. „Ég get ekki unnið að tveimur verkefnum á sama tíma. Ég verð að falla í stafi yfir verkefninu, undirbúa það og hrinda því í framkvæmd. Síðan tekur tíma að slaka á aftur. Ég er ekki að halda því fram að þetta sé neitt betra eða verra. Ég dáist að fólki sem gerir tvær myndir á ári. En svo kemur fyrir að ég undirbý kvikmynd í eitt eða tvö ár og svo fellur hún niður. Það er tap- aður tími.“ – Hvernig velurðu efnivið? „Sagan verður að hreyfa við mér tilfinningalega og vitsmunalega – mikilvægast er að hún sé áhugaverð og sögupersónurnar líka.“ – Það er freistandi að draga þá ályktun að stundum felist pólitísk yfirlýsing í vali þínu á viðfangsefni, svo sem ádeila á ritskoðun í myndinni um Larry Flynt. „Ég er meðvitaður um það ef sagan hefur pólitískan undirtón, en það skiptir ekki sköpum fyrir mig. Per- sónurnar og sagan er mikilvægari.“ – Ég veit þú leggur gífurlega vinnu í að raða saman leikhópnum. „Ég vil trúa þeim. Leikarar eru mikilvægastir fyrir kvikmyndina, því þeir eru fólkið sem áhorfendur sjá að lokum. Handritið getur verið dásam- legt og leikstjórinn fyrirtak, en ef fólkið trúir því ekki sem það sér á hvíta tjaldinu, þá er allt unnið fyrir gýg. Það er því afar mikilvægt að ráða leikarann sem hæfir best hlut- verkinu, hvort sem hann er óþekktur eða stórstjarna. Auðvitað tala ég við mjög marga leikara áður en ég geri endanlega upp hug minn. Svo er mik- ilvægt að raða saman leikurum eftir atgervi – það er áhugavert að púsla saman andlitum og látbragði leikar- anna.“ Tjáningarfrelsi mikilvægast – Ég tók viðtal við þig á kvik- myndahátíðinni í Cannes þegar þú kynntir Maður á tunglinu. Þá talaðir þú um að jafnvel í frjálsum sam- félögum yrði alltaf til staðar fólk sem vildi stjórna lífi annarra og það ynni sigra á hverjum degi. Hvernig finnst þér Vesturlandabúar höndla frelsið? „Nokkuð vel. Það tekst aldrei óað- finnanlega. En ég er þeirrar skoð- unar að tjáningarfrelsi sé mikilvæg- asta frelsið í samfélaginu. Það fyrsta sem nasistar og kommúnistar gerðu þegar þeir komust til valda var að hindra frjálsan fréttaflutning. Ég er sannfærður um að ef Hitler hefði ekki tekist að múlbinda fjölmiðlana strax í upphafi, þá hefði fólk um allan heim frétt um ódæðisverkin í Þýskalandi og seinni heimsstyrjöldin hefði aldrei þurft að brjótast út. Frjálsir fjöl- miðlar og tjáningarfrelsi er mikil- vægasta uppfinning lýðræðisins.“ – Nú er frjáls markaðsbúskapur harðlega gagnrýndur vegna krepp- unnar – og sumir halda því fram að Marx hafi haft rétt fyrir sér. „Sjáðu til, þetta er eins og pendúll. Hann sveiflast frá hægri til vinstri og frá vinstri til hægri. Undanfarin ár hefur hann sveiflast til hægri og þess vegna er þrýstingur til baka núna. En ef hann sveiflast of langt til vinstri, eins og í Rússlandi, þá mun fólk á endanum ýta honum aftur á miðjuna og síðan áfram til hægri. Pendúllinn má aldrei stöðvast í miðjunni, því það er dauði. Hægri, vinstri, hægri, vinstri, hægri, vinstri, hægri, vinstri.“ Berjumst gegn glópskunni – Þú nefndir áðan að þú hefðir búið við harðstjórn og einræði komm- únismans og nasismans, foreldrar þínir teknir af lífi í útrýmingarbúðum nasista í seinna stríði. Það hlýtur að vera óbærileg tilhugsun. „Ég skil ekki enn þann dag í dag, hversu mikla grimmd ein manneskja getur sýnt annarri manneskju. Þetta er algjör ráðgáta fyrir mér. Ég bara skil það ekki. Jafnvel dýrin eru ekki jafngrimm við hvert annað og við. Þau drepa vegna sjálfsbjargarvið- leitni, en við stýrumst af græðgi og öðrum hvötum, sem koma sjálfsbjörg ekkert við.“ – Þegar þú hugleiðir örlög foreldra þinna, kemstu þá aldrei nálægt því að missa alla von eða trú á mannkyninu, eins og Stefan Zweig forðum? „Höfum við eitthvað að vinna eða tapa? Við fæðumst bara inn í þennan heim. Og hver er tilgangur lífsins? Hann er að lifa því og tala um það. Og það gerum við. Auðvitað vonum við að lífið verði sífellt betra, en við verðum samt að vera raunsæ og það gengur ekki endilega eftir. Ég hef rekið mig á að lífið er alltaf að endurtaka sig. Það má til dæmis ráða af nýjustu mynd minni, Draug- um Goya, þar sem dregin er upp mynd af spænska rannsóknarrétt- inum. Hann var í engu frábrugðinn Stalínréttarhöldunum, þó að hann væri við lýði nokkrum öldum fyrr. Eftir fyrra stríð hrópuðu líka allir stjórnmálamenn: „Aldrei aftur! Svo endurtók það sig tuttugu árum síðar. En maður má aldrei missa vonina. Og maður verður að berjast gegn glópsk- unni. Það vinnst aldrei fullnaðarsigur, en ef við hættum að berjast, þá hefur glópskan betur. Eina leiðin til að berjast gegn henni eru frjálsir fjöl- miðlar og tjáningarfrelsi. Svo lengi sem við höfum tjáningarfrelsið held ég að við séum hólpin.“ missa vonina ‘‘„ÉG SKIL EKKI ENN ÞANNDAG Í DAG, HVERSUMIKLA GRIMMD EINMANNESKJA GETUR SÝNT ANNARRI MANN- ESKJU. ÞETTA ER ALGJÖR RÁÐGÁTA FYRIR MÉR.“ Gaukshreiðrið Ákæruvaldið gegn Larry Flynt hlaðið merkingu, en ég man að þetta var skelfilega hversdagslegt. Við sát- um fimm hæðum neðanjarðar, því Ges- tapo var með höfuðstöðvar í fyrrver- andi banka í Prag og notaði peninga- geymslur undir yfirheyrslur og jafnvel pyntingar. Það var blóð á veggjunum og við sátum þarna, ég, bróðir minn og frændi minn, þegar hurðin opnaðist skyndilega og móðir mín gekk inn. Það eina sem hún talaði um var hvort frú Prohaska hefði það gott, því hún hafði verið svo slæm í hnénu, hvernig plómuuppskeran hefði verið og að það væri best að fá sultuuppskrift hjá þessum eða hinum. Allt samtalið var í þeim dúr.“ – Gerði hún sér þá ekki grein fyrir aðstæðum? „Jú, annað var ómögulegt, en það var ekki hægt að spyrja beint út hvort hún hefði verið pyntuð. Hún hefði ekki svarað því og þar að auki var þýskur vörður í dyragættinni allan tímann. Ég var bara krakki svo þau gátu ekki talað um neitt sem legði það fólk í hættu sem væri enn frjálst.“ – Þetta hlýtur að hafa haft róttæk áhrif á líf þitt. „Maður gerði sér samt ekki grein fyrir alvarleika málsins; lífið heldur bara áfram. Ég man afar vel eftir því þegar ég kom heim úr skólanum einn daginn, ég bjó hjá vinum foreldra minna í annarri borg, að bróðir minn var í heimsókn og það var einkennileg þögn. Mér var sagt að mamma væri dáin. „Og?“ spurði ég. „Má ég fara núna?“ Ég átti nefnilega að spila í fótboltaleik. Það breyttist ekkert, mamma lést en hún var þegar búin að vera í burtu í þrjú ár.“ – Er húmorinn ekki góð leið til að takast á við svona lagað? „Ég veit það ekki. Ég held að ég hafi svo sem ekki fengið húmorinn við þessa upplifun; ég vissi að færi ég að hlæja yrði ég sendur til sálfræðings,“ segir hann og hlær. „Ekki það að ég hafi viljað hlæja. Það væru ýkjur. En húmorinn á sér aðra uppsprettu.“ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 2009 • Þjónustufyrirtæki sem selur um 600 fyrirtækjum þjónustu sína. Ársvelta 100 mkr. • Vinsælt veitingahús. Ársvelta 230 mkr. • Framkvæmdastjóri-meðeigandi óskast að þjónustu- og innflutningsfyrirtæki. Ársvelta áætluð um 200 mkr. Ágætur hagnaður. • Heildverslun með byggingavörur. Ársvelta 170 mkr. Mjög skuldsett. • Meðeigandi óskast að nýju framleiðslufyrirtæki. Reiknað er með 30-35% árlegri ávöxtun eigin fjár næstu árin. • Sérverslun með fatnað á góðum stað. Ársvelta 150 mkr. Góð framlegð. • Iðnfyrirtæki í matvælaframleiðslu með mikinn og vaxandi útflutning. Ársvelta 240 mkr. • Rótgróið iðnfyrirtæki. Ársvelta 450 mkr. • Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki í byggingariðnaði. Ársvelta 400 mkr. Hagstæðar skuldir. • Rótgróið innflutnings- og framleiðslufyrirtæki. Ársvelta 130 mkr. • Þekkt innflutningsfyrirtæki með eigin verslanir. Ársvelta 240 mkr. EBITDA 35 mkr. Hagstæðar skuldir. • Þjónustufyrirtæki sem selur fyrirtækjum lögbundna þjónustu með föstum samningum. Ársvelta 170mkr. • Sérhæft hugbúnaðarfyrirtæki með langtímasamninga. Hentugt til sameiningar. • Trésmiðja til sölu eða leigu. Sérhæfð framleiðsla og góð tæki. Lítið skuldsett og vel staðsett í 600 fermetra ódýru húsnæði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.