Morgunblaðið - 23.08.2009, Side 24

Morgunblaðið - 23.08.2009, Side 24
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 2009 Eftir Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is A LLT frá því að Quent- in Tarantino kom, sá og sigraði hjörtu kvik- myndaáhugamanna með Reservoir Dogs fyrir 17 árum og Pulp Fiction tveimur árum síðar hafa þeir beðið með öndina í hálsinum eftir næsta stórvirki. Það hefur látið bíða eftir sér. Margir eru sáttir við Jackie Brown (’97), en skoðanir eru skipt- ar hvað varðar Kill Bill, ekki síst þar sem hún var bútuð í sundur í miðju og sýnd í tvennu lagi á ár- unum ’03 og ’04. Örlög Grindhouse (’07) voru svipuð, hún var einnig klofin í tvennt og Death Proof, sem var hluti Tarantinos, var sýnd sjálfstætt og sama máli gegndi um Planet Terror, helft leikstjórans Roberts Rodriguez. Reynt var að sýna þær saman eins og til var stofnað í upphafi, en sameinaðar féllu þær en höfðu meira bit einar og sér utan heimalandsins. Þeir sem stóðu fyrir klofningnum voru Weinstein-bræðurnir Bob og Har- vey, framleiðendurnir sem sáu stórar framtíðarvonir í Tarantino fyrstir manna og hafa staðið að baki allra hans mynda til þessa. Fyrst undir merkjum Miramax og nú hins fjársvelta Weinstein Company, sem tók við þegar það fyrrnefnda var selt Disney. Þrátt fyrir að Tarantino eigi stóran hóp aðdáenda í öllum heimshornum, sem margir hverjir dýrka kröftugan og frakkan stíl þessa óhefðbundna leikstjóra, fer þeim fjölgandi sem gerast lang- eygir eftir athyglisverðum verkum á borð við þau fyrstu frá Tarant- ino. Sumir gagnrýnendur og fylgi- fiskar leikstjórans kættust mjög yfir Inglourious Basterds (ekki er ljóst hví Tarantino notar orð- skrípið „basterds“), nýjustu mynd- inni hans, sem var frumsýnd á Cannes-kvikmyndahátíðinni í vor og er nú að fara í heimsdreifingu. Undirtektirnar voru að venju fjarri því að vera samróma, það gerist sjaldan þegar jafn sérstæðir og óragir listamenn eiga í hlut. Richard Corlis, hinn virti og lang- reyndi gagnrýnandi Time- tímaritsins, sagði t.d. myndina mislukkaða, en Kenny Turan, ann- ar kunnur reynslubolti hjá LA Times, kallaði IB sjálfsþæga mynd þar sem ofbeldið kæfði söguna. Aðrir hlaða hana lofi, en myndin hefur enn verið lítið sýnd utan Evrópu, sem hefur tekið henni vel. Gagnrýnandi The Times of Lond- on, eins virtasta blaðs í álfunni, gaf IB fjórar stjörnur af fimm og svo mætti lengi telja. Hún er nokkuð löng en enginn vafi leikur á um að bíógestir eiga von á krassandi afþreyingu, hvort sem hún verður talin í hópi hans bestu verka eður ei. Byggð á ítalskri mynd frá 1978 Tarantino er gangandi alfræði- bók í kvikmyndagerð, hefur legið yfir bíómyndum, myndböndum og geisladiskum frá barnsaldri. Sem kunnugt er vann hann árum sam- an á myndbandaleigu og kynnti sér ofan í kjölinn efni og gerð hverrar myndarinnar á fætur ann- arri. Ekki ólíklegt að á því tímabili hafi hann rekist á Quel maledetto treno blindato eftir Ítalann Enzo Castellari, sem hlaut nafngiftina Inglourious Bastards eða Deadly Mission í enskumælandi löndum. Hún fór framhjá flestum öðrum en Tarantino, dæmigerð B-stríðs- mynd með ámóta B-leikurum á borð við Bo Svenson (sem fer með lítið hlutverk í nýju myndinni); Fred Williamson og Ian Bannen, auk ítalskra kollega þeirra. Mynd Castellaris greinir frá bandarískum hermönnum sem verið er að flytja í stríðsfangelsi fyrir margvíslega glæpi á meðan síðari heimsstyrjöldin stendur sem hæst. Þjóðverjar gera árás á fangalestina, verðirnir farast en skálkarnir hyggja á flótta til Sviss. Á leiðinni lenda þeir í slagtogi með frönsku neðanjarðarhreyfing- unni og halda með henni í hættu- lega ránsferð inn á þýskt yf- irráðasvæði þar sem óvinurinn geymir sín leyndustu vopn, V2- eldflaugarnar. Hljómar hreint ekki sem verst og söguþráðurinn hefur greinilega komið Tarantino á flug. Hann er þekktur áhugamaður um síðari heimsstyrjöldina og allt sem henni tengist á filmu, stríðsmyndum, sjónvarpsþáttum og heimild- armyndum. Efnisþráður hans er þó talsvert frábrugðinn og fjarri Quentin þjar Kylfingur Eli Roth með hafnaboltakylfuna notadrjúgu. Líkt og fyrri verk leikstjórans er Inglourious Basterds umdeild og umtöluð en fyrsta seinna- stríðsmynd Tarantinos verður frumsýnd í vikunni – meira fyrir áskrifendur Fjármál heimilanna og einstaklinga Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Nú hefur aldrei sem fyrr þurft að huga að fjármálum heimilanna og einstaklinga, hvað er til ráða, hvað á að gera og hvað hentar. Þessum spurningum reynum við að varpa ljósi á í þessu sérblaði. Viðskiptablaðs Morgunblaðsins sem tekur á þessu málefni í veglegu sérblaði 10. september næstkomandi • Hvaða úrræði standa venjulegum heimilum til boða til að rétta úr kútnum? • Hvaða leiðir eru færar til að spara í útgjöldum heimilisins án þess að draga úr lífsgæðum? • Kunna Íslendingar að fara með peninga eða kunna þeir ekki að varast gildrurnar? • Hvaða úrræði eru í boði fyrir þá sem vilja geyma spariféð sitt? • Hvaða kostir og gallar eru við það að lengja í lánum? Þetta sérblað Viðskiptablaðs Morgunblaðsins er líklegt til að vera mikið lesið utan síns venjulega markhóps vegna efnis síns. Nánari upplýsingar veitir Sigríður Hvönn Karlsdóttir 569 1134 - 692 1010 - sigridurh@mbl.is Auglýsendur! Auglýsingapantarnir eru í síma 569 1134 eða sigridurh@mbl.is til 7. september.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.