Morgunblaðið - 23.08.2009, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 23.08.2009, Qupperneq 34
34 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 2009 www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Fæst í apótekum Rodalon® – alhliða hreingerning og sótthreinsun • Fyrir baðherbergi og eldhús • Eyðir lykt úr íþróttafatnaði • Vinnur gegn myglusveppi • Fjarlægir óæskilegan gróður • Eyðir fúkka úr tjöldum Tilbúið t il notkun ar! Skólasetning Tónlistarskóla Kópavogs verður í Salnum mánudaginn 24. ágúst kl. 17:00 Nemendur, vinsamlega skilið stundaskrám á skrifstofu skólans. Skólastjóri. NÝLEGA sam- þykkti bæjarstjórn Kópavogs að skrifa undir Ólafsvíkuryf- irlýsinguna svokölluðu sem varð til á lands- ráðstefnu staðardag- skrár árið 2000. Þar skuldbinda þau sveit- arfélög sig sem að yf- irlýsingunni standa til að fylgja markmiðum sjálfbærrar þróunar í anda Stað- ardagskrár 21. Meginmarkmið yf- irlýsingarinnar er að tryggja lífsgæði núverandi og komandi kynslóða með sjálfbærri þróun. Öll stærri sveitarfélög landsins undirrituðu yfirlýsinguna strax fyrstu mánuðina eftir að hún var samþykkt, en Kópavogur ekki fyrr en núna ný- verið, níu árum eftir samþykkt henn- ar. Því ber að fagna hver svo sem ástæða þess að meirihluti bæj- arstjórnar hafi verið svo mótfallinn þessari hugmyndafræði fram til þessa. En nú þarf að sýna vilja í verki. Á náttúruverndaráætlun fyrir árin 2004-2008 er friðun Skerjafjarðar. Svæðið sem um ræðir nær frá Bala í suðri út fyrir Álftanes og Gróttu í norðri. Innan þessa svæðis fellur því strandlengjan við Kársnes innan hreppamarka Kópavogs. Innan svæð- isins eru fjölbreyttar tjarnir, fjörur og grunnsævi með auðugu lífríki og plöntum. Fuglalíf er fjölbreytt, þarna er að finna mikilvæga viðkomustaði farfugla og búsvæði sjaldgæfra fugla- tegunda. Þegar málið var til umræðu í bæj- arstjórn fyrir skemmstu voru ein- hverjar efasemdir á lofti er varðar friðlýsingu Skerjafjarðar. Formaður umhverfisráðs Kópavogs hefur m.a. lýst yfir efasemdum sínum og talið slíka friðlýsingu binda hendur kom- andi kynslóða er varðar uppbyggingu á Kársnesi í framtíðinni. Það er vissu- lega sjónarmið en er það í anda sjálf- bærrar þróunar? Það er mín skoðun að við sem búum á þéttbýlasta svæði landsins, höf- uðborgarsvæðinu, megum ekki skor- ast undan þegar kemur að því að friða náttúruna í okkar næsta nágrenni þótt svo það hugsanlega vegi að skammtímasjónarmiðum um upp- byggingu. Landið okkar Ísland er sameign okkar allra. Kópavogsbúar ferðast auðvitað um landið og njóta fegurðar Þingvalla, Ásbyrgis, Skaftafells og fleiri nátt- úruperlna sem fyrir löngu hafa verið frið- lýstar með öllu. Á þeim svæðum sem og öðrum fallegum reitum lands- ins hefði sjálfsagt mátt skapa tekjur með lóða- sölu og uppbyggingu. Engum dettur þó slíkt í hug í dag, ekki einu sinni hörðustu malbiksaðdáendum Kópa- vogs. Strandlengja Kársnessins er mikil útivistarperla og sækja Kópavogsbú- ar sem og aðrir íbúar höfuðborg- arsvæðisins talsvert þangað. Miklar deilur hafa staðið undanfarin ár um framtíðaruppbyggingu þessa svæðis, m.a. hafa tíðar landfyllingar vestast á nesinu sem ná yfir fleiri hektara svæði valdið miklum deilum innan bæjarstjórnar. Það er ljóst að friðlýs- ing Skerjarfjarðar mun koma í veg fyrir frekari landfyllingar á Kársnesi í framtíðinni sem auðvitað dregur úr tekjumöguleikum bæjarins vegna lóðasölu og fasteignaskatts, en með friðlýsingu munum við varðveita um- hverfi Kársnessins fyrir okkur sjálf til að njóta, börn okkar og niðja alla. Nú þegar gróðahyggjan og pen- ingaglýjan er á undanhaldi í sam- félaginu eru fjölmörg tækifæri og verkefni sem bíða úrlausnar, friðun Skerjafjarðar er eitt slíkt verkefni. Það er langt á veg komið en mun ekki ljúka án þátttöku Kópavogsbæjar. Ég vænti þess og vona að bæjarstjórn Kópavogs muni leggja sitt lóð á vog- arskálarnar og friðlýsa strandlengju Kársnessins og grunnsævið þar út af, þótt við verðum kannski af ein- hverjum krónum og aurum. Sumt verður einfaldlega ekki metið til fjár! Friðun Skerjafjarðar Eftir Guðríði Arnardóttur Guðríður Arnardóttir » Við megum ekki skorast undan þegar kemur að því að friða náttúruna í okkar næsta nágrenni ... Höfundur er oddviti Samfylking- arinnar í bæjarstjórn Kópavogs. VIÐ ÍSLEND- INGAR erum nú að byrja að ganga í gegn- um alvarlegar efna- hagsþrengingar. Rót þeirra var sú að við leyfðum eftirlitslausu fjármálakerfi að byggja upp risastóra skýjaborg sýndarfjár- magns sem yfirgnæfði fullkomlega þau raun- verulegu verðmæti, sem þjóðfélag okkar býr yfir. Skýjaborgin stækk- aði og stækkaði þegar hlutar hennar voru settir að veði fyrir kostnaði við að byggja nýja hluta hennar, án þess að hinir nýbyggðu hlutar innihéldu nein verðmæti. En nýju hlutana mátti samt veðsetja til enn meiri stækkunar. Þessi saga hlaut að enda með skelfingu því skýjaborgin var í eðli sínu einskis virði, gat ekki fram- leitt nein verðmæti og gufaði upp þegar að því kom að ekki var hægt að fá meiri lán til viðhalds og ný- byggingar. Eftir stendur tap og veð- setningar raunverðmæta svo sem húseigna, fiskveiðiheimilda og skatt- tekna framtíðarinnar. Heimshrun Heimsbyggðin mun innan skamms fylgja okkur Íslendingum niður í ræsið og e.t.v. soga okkur enn dýpra í leiðinni. Bandaríkjamenn ganga sömu leið og við Íslendingar. Fjármálastarfsemi þeirra er sú langmesta í heiminum, og eins og við hafa þeir verið að byggja hana upp á kostnað annarrar atvinnustarfsemi. Bretar hafa gengið sömu leið. Ís- lendingar lærðu þessar kúnstir af Bandaríkjamönnum og Bretum. Fjármálaatvinnulífið bandaríska og einstök fyrirtæki á því sviði eru of stór til að unnt sé að leyfa þeim að falla. Sterkir aðilar innan greinar- innar hafa heljartök á stjórnkerfinu, afvegaleiða umbætur og koma í veg fyrir að upplýsingar séu fáanlegar um raunverulega stöðu lykilstofnana og fjármálageirans í heild. Skatt- greiðendur eru látnir greiða fyrir björgunaraðgerðir og látnir taka ábyrgð á enn meiri áhættu. Stærð vandans Skýjaborgirnar eru byggðar úr upp- blásnum blöðrum verð- bréfa, vafninga og af- leiðusamninga og límdar saman með skuldatryggingum. Skuldatryggingarnar eiga að tryggja að eig- endur skuldabréfa og vafninga fái greitt fyrir sín lán. Þær eru lítils til einskis virði í kreppu því regluverk vantar til að tryggja að seljendur trygginganna hafi bolmagn til að standa við sína hlið samningsins. Bandarískir skattgreiðendur eru nýlega búnir að greiða eða gangast í ábyrgð fyrir tæplega 25 teradölum (25 milljón milljónir dala). Auk þess skulda þeir Kínverjum tvo teradali og Japönum einn teradal. Hver tera- dalur, sé honum skipt á hvert mannsbarn í Bandaríkjunum, jafn- gildir 400.000 íslenskum krónum. Þessar skuldir bætast ofan á aðrar skuldir og skuldbindingar alríkis- stjórnar Bandaríkjanna, sem eru mun stærri en þessar tölur. Ofan á það þarf síðan að bæta skuldum ein- stakra ríkja, sem mörg eru á heljar- þröm. Þá þarf að bæta við skuldum borga, bæja og sveitarfélaga, sem oft eru mjög illa stödd. Síðan bætast við skuldir einstaklinganna, sem mjög margir búa við neikvæða eig- infjárstöðu. Heildarskuldbindingar, deilt á hvern einstakling í Banda- ríkjunum, eru trúlega tæplega 100 milljónir íslenskra króna og fara ört vaxandi. Stærri vandi Í kreppunni er heildartap af af- leiðum óumflýjanlegt og gríðarstórt. Það mun auka ofangreindar skuldir. Enginn veit hver heildarupphæð þessara pappíra er. Talið er að heild- arupphæðin í heiminum sé milli 600 og 1.600 teradalir, sem sagt 10 millj- ónir íslenskra króna á hvert manns- barn í öllum heiminum eða meira. Þetta er tíu til þrjátíu sinnum meira en árleg heimsframleiðsla. Stór hluti þessara pappíra, sem þykjast vera verðmæti, þriðjungur, helmingur eða meira, liggur í bandaríska fjár- málakerfinu. Það er óhugsandi ann- að en að stór hluti þessara pappíra sé í raun einskis virði. Bókhald heimsins er því í raun ónýtt og ómarktækt. Hrun Bandaríkjadals Bandaríkin geta aldrei greitt og munu aldrei greiða sínar erlendu skuldir og bandaríska fjármála- kerfið mun, í heild sinni, aldrei geta staðið við sínar skuldbindingar. Svo virðist sem innstu koppar í búri bandaríska fjármálakerfisins hafi ekki áhuga á að leysa úr vandanum í samvinnu við helstu lánadrottna svo sem Kínverja. Bandaríkjadalur mun hrynja á einn eða annan hátt og taka með sér mestallt fjármálakerfi heimsins. Leiðtogar Rússa, Kínverja og fleiri ríkja héldu fyrr í sumar með sér fundi í Jekaterinburg í Rúss- landi. Bandaríkjamönnum og Bret- um var ekki boðin þátttaka og var ekki leyft að senda áheyrnarfulltrúa. Rússar, Kínverjar og fleiri ríki vilja skipuleggja nýtt fjármálakerfi heimsins eftir að Bandaríkjadalur hættir að vera alheimsmynt. Hvað með Íslendinga? Verja þarf eignarhald og nýting- arrétt á okkar auðlindum, fiski- miðum, orku, vatnsréttindum og e.t.v. olíu. Ekki má á nokkurn hátt framselja varanlegan nýtingarrétt endurnýtanlegra auðlinda, ekki einu sinni til innlendra aðila. Breyta þarf sem fyrst sem mestu af vafasömum pappírsverðmætum, sem þjóðin á, til dæmis í gegnum sína lífeyrissjóði, í raunveruleg verð- mæti, svo sem gull, sem eru einhvers virði þótt fjármála- og gjaldeyris- kerfi heimsins hrynji. Íhuga þarf hvernig unnt sé að stunda viðskipti við aðrar þjóðir án Bandaríkjadals. Eftir Snorra Agnarsson »Heimskreppan á eft- ir að dýpka verulega þegar fjármálakerfi Bandaríkjanna hrynur. Íslendingar þurfa að gera ráðstafanir. Snorri Agnarsson Höfundur er prófessor í tölv- unarfræði við Háskóla Íslands. Heimur á heljarþröm HORFUR eru á að Alþingi samþykki að binda ríkisábyrgð vegna svokallaðra Icesave- samninga við tekjuþró- un íslenska þjóðarbús- ins næstu 7-14 ár. Þetta er ekki ný hugmynd. Endurgreiðslur náms- lána frá Lánasjóði ís- lenskra námsmanna hafa um áratuga skeið verið bundnar að hluta við tekjur lán- þegans á endurgreiðslutímabilinu. Bretar og Ástralar hafa nýlega tekið upp svipað fyrirkomulag. Afkomu- tenging endurgreiðslna hefur ýmsa kosti umfram hefðbundin lán. Verði tekjuþróun lántaka tímabundið óhag- stæð lækka afborganir lánsins og skerðing ráðstöfunartekna verður minni en ella hefði orðið. Ávinningur lánveitandans felst í minni afföllum vegna greiðsluþrots lántaka. Í fáum orðum sagt þykja afkomutengd lán draga úr áhættu lántaka án þess að auka áhættu lánveitanda að nokkru marki. Í kjölfar gjaldeyriskreppu og bankakreppu síðustu missera hafa mörg skuldsett heimili lent í erfið- leikum vegna mikillar greiðslubyrði. Mikil umræða er um aðgerðir til að koma þessum heimilum til aðstoðar. Tillögur um úrbætur eru allt frá því að fella niður verulegan hluta skulda til þess að lengja í lán- um. Ógerningur er að fjármagna skuldanið- urfellingar sem ein- hverju máli skipta. Lánalengingar gagnast sumum. En athuga mætti hvort ekki sé til- efni til að notast við af- komutengingu hluta af afborgun skuldsettra heimila. Til að afkomutengja afborganir þarf að afla upplýsinga frá skattyfirvöldum. Skattaupplýsingar eru viðkvæmar. Skattaupplýsingar verða ofur- viðkvæmar séu þær tengdar upplýs- ingum úr upplýsingagrunnum við- skiptabanka. Því kann að vera heppilegt að halda afkomutengdum lánveitingum í sérstakri stofnun. Þar kæmi tvennt til greina, annars vegar væri hægt að nota kerfi Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna og stofna hús- næðislánadeild innan hans, hins vegar væri hægt að fara í smiðju Breta og Ástrala og nota skattkerfið til að inn- heimta afborganir. Framkvæmdin gæti orðið þessi: Einstaklingur og viðskiptabanki hans fara fram á að ákveðinn hluti höf- uðstóls húsnæðisskuldar verði gerður að afkomutengdu láni. Þessi hlutur gæti verið 10-20-30% af höfuðstól eða jafnvel hærra hlutfall í undantekning- artilfellum. Húsnæðisdeild LÍN eða ríkissjóður kaupir kröfuna af lána- stofnuninni og innheimtir síðan af- borganir á svipaðan hátt og LÍN inn- heimtir nú tekjutengdan þátt afborgana námslána. Binda mætti af- borgun við hlutfall tekna einstaklings- ins, eða fara þá leið sem Alþingi hefur rutt í sambandi við Icesave-ábyrgðina og binda afborgunina við eitthvert sambland tekna á greiðsludegi og tekjuaukningar frá lántökuári til greiðsluárs. Væri farin sú leið að innheimta lánin sem hluta af skattgreiðslum mætti lækka vaxtakröfuna mjög mikið þar sem lítil hætta væri á greiðslufalli. Afkomutenging eftirstöðva húsnæð- islána hjá mjög skuldsettum heimilum gæti leyst bráðavanda þessara heimila og jafnframt dregið úr vaxtabyrði þeirra. Þessi leið er því hagstæðari fyrir þessi heimili en lánalenging. Afkomutengdar endur- greiðslur húsnæðislána Eftir Þórólf Matthíasson » Afkomutenging end- urgreiðslna gæti dregið úr vaxtakostnaði og minnkað hættu á greiðsluþroti vegna hús- næðislána. Þórólfur Matthíasson Höfundur er prófessor í hagfræði við hagfræðideild Háskóla Íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.