Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.08.2009, Blaðsíða 35
Umræðan 35 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 2009 ÍS LE N SK A /S IA .I S /N AT 47 04 2 08 /0 9 NÚVERANDI efnahagskreppa á Íslandi byrjaði löngu fyrir hrun. Hún á rætur sínar í frjálshyggju þeirri sem Davíð Oddson innleiddi í stjórnkerfið með dyggri aðstoð margra úr Sjálfstæðisflokki, Framsókn og Samfylkingu. Af hjálparkokkum má nefna Halldór Ásgrímsson, Ingibjörgu Sólrúnu, Hannes Hólmstein o.fl. Ábyrgð þeirra er meiri en útrásarvíking- anna sem nýttu sér frelsið til að svala græðgi sinni. Almennt er talað um tímann fyrir hrun sem góðæri, en það var byggt á sandi og þá stigu margir krappan dans. Svo tala menn um kreppu eftir að efnahagskerfið hrundi en horfa framhjá því að samfélagið hefur batnað að mörgu leyti. Kreppan og góðærið fyrir hrun Kreppan spratt úr þeirri blindu trú að heildinni myndi farnast vel ef einstaklingum væri gefinn laus taumurinn. Lög, reglur og eftirlit var talið vera af hinu vonda, reyndar mestöll afskipti hins op- inbera. Græðgin varð drifkraftur samfélagsins, einkaeignarréttur allsráðandi, samhjálp og sameign ýtt til hliðar og lykilstofnanir sam- félagsins eins og bankarnir og síminn selt einstaklingum á vægu verði. Skefjalaus vöxtur og gróði var talið jákvætt, sjálfsagt að skulda sem mest en hófsemi og ráðdeild talin vera gamaldags. Regluverk samfélagsins var end- urskapað í þessum anda. Upp úr aldamótunum hófst svo mikil efnahagsþensla sem nefnd var góðæri. Peningaumsvif marg- földuðust, einkum innflutningur og innstreymi erlends fjár. Þetta fé var lánað út og suður, einkum til fjárfestinga, bygginga og lúx- useyðslu, allt frá íbúðarhúsum, fellihýsum og einkaþotum til stór- virkjana og stóriðju. Verðbólga og vextir ruku upp og fólki var kennt að sniðganga háa innlenda vexti með því að taka lán í erlendri mynt. Á þessu skeiði sem náði há- marki 2007 birtist kreppan eða ójafnvægið í offjárfestingum og skuldsetningu jafnt fyrirtækja sem einstaklinga, gríðarlegum halla á viðskiptum við útlönd, yf- irvinnuþrældómi, náttúrueyðilegg- ingu og sóun. Gengi krónunnar var allt of hátt svo útflutningur barðist í bökkum. Útflutningsfyr- irtæki gáfust upp eða fluttu úr landi (einkum þekkingariðnaður) og þau sem þraukuðu söfnuðu skuldum. Jafnvægi efnahagslífsins gekk algerlega úr skorðum og öll- um mátti vera ljóst að slík brjál- semi gat ekki varað lengi. Hrunið óhjákvæmilega Á eftir þessum öldutoppi hlaut að koma öldudalur. Það gerðist 2008. Þá brotnaði aldan og steypt- ist niður í djúpan dal. Dýpri og brattari dýfa en flesta óraði fyrir, en rökrétt afleiðing engu að síður. Menn uppskáru eins og sáð var. Það var lyginni líkast að horfa á Davíð Oddson sjálfan hafa for- göngu um að þjóðnýta bankana sem hann hafði lagt kapp á að koma í hendur einkaaðila. Allt í einu var ríkið komið með met- umsvif undir forystu Sjálfstæð- isflokksins! Kapítalistarnir hlupu skelkaðir undir pilsfald mömmu, nefnilega ríkisins. Þá sannaðist að við, þjóðin í landinu, erum okkar gæfu (og ógæfu) smiðir og þurfum að beita ríkisvaldi okkar meira og markvissar en frjálshyggjupost- ular viðurkenna. Þannig tókst að halda flestum hjólum gangandi þó frjálshyggjumótorinn bræddi úr sér. Það varð svo hlutskipti Vinstri grænna, þeirra sem allan tímann vöruðu við brjálæðinu, að taka til og tína saman brak hrun- innar frjáls- hyggjuspilaborgar – með Samfylkinguna í eftirdragi. Kreppan og góðærið nú Góðærið hrundi yfir sökudólgana og þá sem létu táldraga sig til að lifa í lúxus og safna skuldum, einnig yfir fólk sem átti ekki aðra sök en að hafa e.t.v. kosið yfir sig glámskyggn og spillt stjórnmálöfl. Atvinnuleysi er nú hlutskipti alltof margra en er þó ekki meira en almennt tíðkast í draumalandinu Evrópubandalag- inu. Allir þurfa næstu árin að leggja sitt af mörkum til að borga reikninginn eftir brjál- æðið, börnin okkar líka. Engu að síður er bjart framundan. Þjóð- in er að læra meira af biturri reynslu og á mörgum sviðum hafa aðstæður batnað. Fólk hefur tíma til að hugsa sinn gang og lifa lífinu á heilbrigðari hátt en með gegndarlausri pen- ingasóun. Um það vitna t.d. aukin ferðalög inn- anlands, garðrækt, al- menn umræða og mikil aðsókn í ýmiskonar nám – annað en við- skiptafræði. Á móti dýrum inn- flutningi kemur hátt verð fyrir út- flutning svo útflutningur og ferðaþjónusta gengur mun betur en í „góðærinu“. Ég held að á heildina litið sé ekki meiri kreppa nú en fyrir hrun. Hún er bara öðru vísi og á öðrum sviðum. Það er líka góðæri nú til lands og sjávar, bæði í nátt- úrunni og hjá mannfólkinu, nokk- uð sem við eigum að beina augum okkar að og hætta öllu voli og væli. Umfram allt að láta okkur annt um hvert annað og láta ekki niðurskurðarhnífinn eyðileggja velferðar- og menntakerfi okkar. Svo bíður okkar það verkefni að fyrirgefa þeim sem vissu ekki hvað þeir gerðu – og líka þeim sem vissu hvað þeir gerðu – eftir að þeir hafa hlotið sinn dóm og bætt ráð sitt. Kreppa fyrir og eftir hrun Eftir Þorvald Örn Árnason Þorvaldur Örn Árnason »Kreppan nú er bara öðru vísi og á öðrum sviðum en hún var fyrir hrun. Það er líka góðæri nú til lands og sjávar, bæði í náttúrunni og hjá mannfólkinu. Höfundur er líffræðingur og grunnskólakennari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.