Morgunblaðið - 23.08.2009, Side 36

Morgunblaðið - 23.08.2009, Side 36
36 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 2009 Starfstengt diplómanám TB W A \R EY KJ A VÍ K \ SÍ A 09 49 32 fyrir fólk með þroskahömlun Umsóknarfrestur er til 7. september Nánari upplýsingar veitir Ágústa R. Björnsdóttir verkefnisstjóri námsins, sími 698 7901, netfang: agusbjo@hi.is Ábyrgðarmenn tilraunaverkefnisins eru Guðrún V. Stefánsdóttir og Vilborg Jóhannsdóttir, lektorar á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Menntavísindasvið Háskóla Íslands auglýsir starfstengt diplómanám á þroska- þjálfabraut, innan Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeildar. Um er að ræða afmarkað tilraunaverkefni til tveggja ára, hliðstætt því sem lauk vorið 2009. Námið er skipulagt í samræmi við yfirlýsta alþjóðlega stefnu hagsmunasamtaka fólks með þroskahömlun, mannréttindasáttmála og stefnu Háskóla Íslands. Tilgangur þess er að veita fólki með þroskahömlun möguleika á að stunda heildstætt starfsnám að loknum framhaldsskóla. Meginmarkmið námsins er að undirbúa nemendur til afmarkaðra starfa á starfs- vettvangi þroskaþjálfa, svo sem í skólum, leikskólum, félagsmiðstöðvum og víðar þar sem fatlað fólk sækir þjónustu. Nemendur taka þátt í almennum námskeiðum á Menntavísindasviði. Í náminu, sem er einstaklingsmiðað, fá nemendur stuðning í bóklegu námi og á vettvangi. Lögð er áhersla á að tengja saman fræðilegt nám og starfsnám. Námið hefst 1. október 2009 og dreifist á tvö skólaár, sjá nánari lýsingu í Kennsluskrá Háskóla Íslands (www.hi.is). Inntökuskilyrði eru annars vegar fjögurra ára nám á starfsbrautum framhalds- skóla eða sambærileg menntun og starfsreynsla og hins vegar að nemendur hafi áhuga á að öðlast menntun á þeim starfsvettvangi sem námið nær til. Tekin verða viðtöl við umsækjendur ef þurfa þykir. Miðað er við að hópurinn verði 20 manns. Umsóknum skal skilað á þar til gerðum eyðublöðum sem er að finna á www.mennta.hi.is. Skrásetningargjald við Háskóla Íslands fyrir skólaárið 2009–2010 er 45.000 kr. MENNTAVÍSINDASVIÐ ÞAÐ ER athygli vert hvernig ríkis- stjórnarflokkarnir og þeirra starfsmenn hagræða allri upplýs- ingaþjónustu til al- mennings. Það er gert einvörðungu í því augnamiði að láta eins og þessir aðilar séu að vinna að þjóðarheill, en þegar nánar er að gætt eru þeir allir að vinna að falli lýðveld- isins. Evrópusam- bandið vinnur ná- kvæmlega eins og gert er ráð fyrir í hinum upprunalega Róm- arsáttmála, en þar stendur í 108 gr.: „Gagnkvæmur stuðn- ingur aðildarríkjanna verður einkum þessi; a) samræmdar aðgerðir með tilliti til annarra alþjóðlegra stofnana, sem aðildarríkin eiga að- gang að; b) ráðstafanir, nauðsyn- legar til að forða röskun á farveg- um viðskipta, þegar ríki í greiðsluvandræðum hefur sett höft á viðskipti við lönd utan bandalags- ins; c) lán frá öðrum aðildarríkjum. Hvað segir þessi grein okkur Ís- lendingum um það af hverju lokað er fyrir öll lán til landsins? Evrópu- sambandið stendur og verður að standa sameinað skv. 108 gr. A í Rómarsáttmálanum, gegn því að við fáum lán frá nokkurri þjóð, eða alþjólegri stofnun, þar með talið Norðurlöndunum, þar til við höfum samið við Englendinga og Hollend- inga um greiðslur til allra þeirra sem áttu peninga á Icesave- reikningum LÍ. Þessi krafa er rétt- lætt með því að ríkisstjórn Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur og Geirs Haarde settu neyðarlög sem kveða á um að íslenskur verkalýður skuli greiða íslenskum fjármagns- eigendum alla þá peninga til baka sem þeir áttu í bönkum og spari- sjóðum, þegar fjármálakerfi lands- ins hrundi – en hver heimilaði þetta rán frá almenningi? Rétt er að taka fram að enginn þeirra þingmanna sem þá voru á Alþingi Íslendinga mótmælti þessu ráni stjórnvalda frá hinni vinnandi stétt þessa lands. Þegar núverandi ríkisstjórn komst til valda þá neyddi forsætis- ráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, því sem næst alla stjórnarþing- menn VG til þess að greiða atkvæði gegn sannfæringu sinni, og brjóta þannig stjórnarskrárlög landsins. Íslendingar skulu, samkvæmt skoð- unum samfylkingarmanna, kyssa á vönd Evrópusambandsins, sækja um aðild og greiða allar skuldir LÍ í Evrópusambands-löndunum þrátt fyrir að í tilskipun bandalagsins 94/ 19/EB frá 31 maí 1994 eru skýr ákvæði um það að aðildarríki eða lögbær yfirvöld bera ekki ábyrgð á innistæðum gagnvart innistæðu- eigendum. Aðildarríkin bera aðeins ábyrgð á því að stofnaðir verði inni- stæðu-tryggingasjóðir, sem inn- lánastofnanir bera ábyrgð á að greitt sé í samkvæmt lögunum. Hins vegar er hægt að krefjast þess að öll aðildarlönd Efnahags- sambandsins njóti sömu greiðslu þegar banki verður gjaldþrota, og þar koma vandræði okkar Íslend- inga; það er rán ríkisstjórnar Sam- fylkingar og Sjálfstæðisflokks sem veldur því að við erum að slást við Englendinga og Hollendinga. Ef ríkisstjórn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Geirs Haarde hefði ekki ákveðið að verkalýður landsins ætti að endurgreiða fjármagnseig- endum alla þá fjárhæð sem þeir áttu í bönkunum, þá hefði þjóðin aldrei lent í stríði við Hollendinga, þetta rán er upphafið að stórum hluta þessara vandræða, og í stað þess að endurskoða þessi lög og stöðva ránið, þá hefur núverandi ríkisstjórn ákveðið að halda áfram að þvinga og neyða hinn almenna borgara til þess að borga af þessu ráni í allt að 50 til 100 ár, en því ættu alþingismenn landsins að taka tillit til almennings núna? Þeir hafa gert og krafist þess sem þeim sýn- ist af almenningi alla tíð frá stofnun lýðveldisins. Fyrir utan það sem áð- ur er getið þá er ótrúlegt að enn skuli rætt um samning við Eng- lendinga, sem settu hryðjuverkalög á Ísland og Íslendinga með tilheyr- andi tjóni fyrir land og lýð. Þessi löggjöf hefur þegar valdið Íslend- ingum ómælanlegu tjóni, þess vegna á ekki að semja við England um greiðslur til þegna þeirra, það á að krefjast skaðabóta fyrir hryðju- verkalögin sem þeir settu á frið- sama þjóð, sem varð fyrir þessu tjóni sem við urðum fyrir vegna þess að hér voru tekin upp lög Evr- ópusambandsins um frjálsa fjár- magnsflutninga og frelsi allra þegna EES til að setja upp fyr- irtæki, hvar sem er á Efnahags- svæðinu. Þessi ríkisstjórn hefur því miður brugðist almennum borg- urum þessa lands og vinnur gegn hagsmunum þjóðarinnar bæði með umsókn að Evrópusambandinu og að eyða milljörðum króna í aðild- arumsókn, þegar ekki er hægt að reka þjónustustofnanir landsins á sómasamlegan máta. Í kosningu þar sem alþingismenn Vinstri grænna upplýstu þjóðina um hvernig þeir brutu lagagreinar stjórnarskrárinnar og greiddu at- kvæði gegn eigin samvisku og þing- menn Framsóknar, Sif Friðleifs- dóttir, Birkir Jón Jónsson og Guðmundur Steingrímsson, gengu gegn samþykktum eigin flokks. Þetta fólk á allt að yfirgefa Alþingi og biðja kjósendur sína afsökunar. Þingmenn Vinstri grænna vegna brota á stjórnarskrá og svika við kjósendur sína. Framsókn- arþingmennirnir vegna þess að þeir sviku kjósendur sína og samþykktir flokksþings, sem þeir voru aðilar að ásamt öðrum fulltrúum. Er ekki kominn tími til að komið verði á nýrri stjórnmálastefnu í landinu, stjórnmálum sem byggjast á jafn- rétti þegnanna, í stað flokksræðis- græðgi? Evrópusambandið og Icesave Eftir Pétur Valdimarsson Pétur Valdimarsson » Fyrir utan það sem áður er getið þá er ótrúlegt að enn skuli rætt um samning við Englendinga, sem settu hryðjuverkalög á Ísland og Íslendinga með til- heyrandi tjóni fyrir land og lýð. Höfundur er tæknifræðingur og var einn af stofnendum Samtaka um jafn- rétti milli landshluta 1982, var for- maður þeirra þar til hann tók við formensku Þjóðarflokksins 1987.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.