Morgunblaðið - 23.08.2009, Síða 38

Morgunblaðið - 23.08.2009, Síða 38
NÝR fram- kvæmdastjóri NATO velur Ísland sem einn sinn fyrsta við- komustað til að ræða „framtíðarstefnu NATO, Afganistan og norðurslóðamálin“. Í janúar sl. hélt banda- lagið mikilvæga ráð- stefnu í Reykjavík undir yfirskriftinni: „Öryggishorfur á Norðurheim- skautssvæðinu“. Framkvæmda- stjóri NATO og ráðherrar nokk- urra aðildarríkja mættu þar. „Loftrýmiseftirlit“ á vegum NATO fer nú reglulega fram við Keflavík og hefur einnig færst til Akureyr- ar, nú í ágúst var þar æft bæði hergagnaflutningur og aðflug. Þessa dagana fara fram miklar æf- ingar Kanadahers á „Norðvest- urleiðinni“, þ.e. hafsvæði og eyj- unum út af norðurströnd Kanada. Þeim hafa fylgt óvenjulega herská- ar yfirlýsingar kanadískra ráða- manna í garð Rússa. Í júní sl. var meiriháttar NATO-heræfing norð- ur í sænska Lapplandi, með þátt- töku 12 þúsund hermanna frá 9 NATO-þjóðum að viðbættum Sví- um, og fyrir rúmu ári var litlu minni NATO-æfing úti fyrir norð- urströnd Noregs. Jarðarkringlan er enn á ný sam- hangandi vettvangur heimsvalda- átaka. Útlitið er allt annað en frið- vænlegt. Úlfarnir leitast við að stækka óðul sín og nú á Norð- urheimskautssvæðið alveg sér- staka athygli þeirra. Þeir ógna fullveldi Íslands mjög áþreif- anlega. Vestrænn fjármálakapítal- ismi hefur komið landinu á kné og úlfarnir ásælast íslenskar auðlind- ir: orku fallvatna og jarðhita, dýr- mæt fiskimið. Miklu meira girnast þeir þó olíu Norðuríshafsins, yf- irráð yfir nýjum norðlægum sigl- ingaleiðum og – hernaðaraðstöðu. Hverjir eru úlfarnir? Fyrsti úlfurinn er Bandaríkin. Í upphafi árs 2009 settu bandarísk stjórnvöld – í nýrri tilskipun um þjóðaröryggi – fram „Norð- urskautsstefnu“ í fyrsta sinn síðan 1994. Þar segir m.a.: „Bandaríkin eiga grundvallar-öryggishagsmuni á Norðurskautssvæðinu… Þeir hagsmunir snerta mál eins og eld- flaugavarnir og tímanlega við- vörun, uppbyggingu hern- aðarlegrar loft- og sjóumferðar á hafsvæðum, hernaðarlega fælingu, viðveru og öryggi á hafi og trygg- ingu frelsis til siglinga og flugs.“ Í síðasta mánuði hélt Bandaríkjaher mikla og alhliða æfingu við strend- ur Alaska. Herflutningar og að- flugsæfingar bandarískra flugvéla á Akureyri nú í águst eru litlir púslubitar en falla inn í sömu mynd. Annar úlfur er ESB. Í frétt frá virtri hugveitu í Berlín „Stofnun um alþjóða- og öryggismál“ (SWP) nú í sumar segir af áhuga á Ís- landi innan ESB: „Ríkisstjórn- arráðgjafar í Þýskalandi líta á Ís- land sem „herfræðilegan útvörð“ fyrir umráðasvæði Evrópusam- bandsins gagnvart Norðurskautinu og vonast eftir inngöngu Íslands í sambandið.“ Í nóv. 2008 markaði framkvæmdaráð ESB sér „Norð- urskautsstefnu“ (EU Arctic Po- licy). Síðan hefur m.a. Carl Bildt, utanríkisráðherra Svía – Svíar eru nú í forsæti innan ESB – nokkrum sinn- um tjáð sig um áhuga ESB á Íslandi. Hann segir t.d. á vefsíðu sinni 8. júní: „Ég er sannfærður um, að ís- lensk ESB-aðild muni styrkja virka þátttöku Evrópusambandsins í ýmsum norðurskauts- málum, sem sífellt verða mikilvægari. Það ætti að þjóna hagsmunum allrar Evrópu.“ Evrópusambandið vill eiga landfræðilega aðkomu að Norðuríshafinu til að tryggja ítök sín. Það skýrir stóraukinn áhuga sambandsins á yfirráðum yfir Nor- egi og Íslandi. Í júní var skipaður sendiherra ESB gagnvart Noregi og Íslandi, og valinn til þess sér- fræðingur í deilum um nýtingu Norðurheimskautssvæðisins. Þriðji úlfurinn er NATO. Sem er þó ekki sjálfstæður úlfur heldur hernaðararmur hinna sameinuðu vestrænu heimsvelda, USA og ESB. Áköf landvinningastefna NATO – allt frá falli austurblokk- arinnar – blasir við öllum. Banda- lagið hefur tvöfaldað tölu meðlima- landa og einnig fært kvíarnar hratt og örugglega óralangt út fyr- ir svæði aðildarríkjanna. Það hefur tekið sér umboð til aðgerða og íhlutana af breytilegustu gerð um heim allan: landvarnir fyrir ríki sem því hentar að styðja, „frið- argæslu“ og hernám í kjölfar bandarískra hernaðaraðgerða, tryggingu „orkuöryggis“ vest- rænna heimsvelda, tryggingu sigl- ingaleiða, baráttu við náttúruvá og baráttu gegn tölvuþrjótum… Mik- ilvægir landvinningar eru Balk- anskagi, Afganistan, Kákas- ussvæðið og nú með vaxandi þunga: Norðurheimskautssvæðið. Hernaðarmáttur NATO liggur einkum í samstarfinu við Banda- ríkjaher. Herfræðileg meginmark- mið eru yfirráð yfir olíusvæðum og svo innikróun Rússlands og ann- arra sem skert geta hin vestrænu yfirráð á heimsvísu. Eitt af því sem læra mætti af sögunni er um tengsl efnahags- kreppu og styrjalda. Síðari heims- styrjöldin kviknaði rökrétt úr póli- tískum og efnahagslegum átökum heimskreppunnar. Gríðarleg árás- arhneigð Bandaríkjanna und- anfarið tengist efnahagsstöðu þeirra sem hefur veikst hlutfalls- lega, og yfirstandandi kreppa gerir þau enn herskárri. Ísland er Rauðhetta í skóginum. Ef vel á að fara er mikilvægt að bera kennsl á úlfana, sumir eru með sakleysislega nátthúfu. And- ers Fogh Rasmussen segist koma í kurteisisheimsókn. En það er nauðsynlegt að horfa á ofanskráð atriði þegar meta skal erindi NATO til Íslands, hvort sem það kallast „loftrýmiseftirlit“ eða „kurteisisheimsókn“. Eftir Þórarin Hjartarson Þórarinn Hjartarson »Úlfarnir leitast við að stækka óðul sín og nú á norðurheim- skautssvæðið alveg sér- staka athygli þeirra. Höfundur er formaður Norðurlands- deildar Samtaka hernaðarandstæð- inga. Ísland og úlfarnir: Hvað vill Anders Fogh Rasmussen? 38 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 2009 Aðstaða Einstök námund við fallega náttúru. Hlýleg og falleg húsakynni. Góð aðstaða til smærri funda. Upplýstir Tröllafossar. Hópmatseðlar Ferskur, heimagerður matur með stíl. Gott úrval, hagstætt verð. Mið-viku sértilboð. Afþreying Móttaka Staðahaldari tekur á móti gestum og segir frá staðnum og umhverfinu. Hljómfagra Ísland 24 mínútna hrífandi stutt- mynd þar sem íslensk tón- list og íslenskt landslag fall- ast í faðma. Tröllaganga Létt ganga með leiðsögn þar sem útsýni, náttúra og ör- nefni eru í hávegum, áhyggjur eru losaðar, ásamt því að stofnað er til kynna við tröll. Skemmtilegir leikir - spennandi keppni. Mini-golf, skriðkringla, kúluspil og útikeila. Heitir pottar og sturtur Góð aðstaða. Vinyl plötusafnið Hægt að finna ýmislegt for- vitnilegt og rifja upp góða tíma. Karaoke-keppni Skemmtilegur samkvæmis- leikur milli borða/liða. Tjúllum og tjei Stuðtónlist í góðu hljóm- kerfi. Fossatún - Tilvalinn áfangastaður í haustferð Fossatún er í miðjum Borgarfirði. Þar er boðið upp á góðar veitingar og fjöl- breytta afþreyingu í einstöku umhverfi. Greinagóðar upplýsingar á heimasíðu: www.fossatun.is • Sími 433 5800 KÆRU stjórnvöld, þið eruð snillingar! Þökk sé ykkur er frá- bært að læra hjúkr- unarfræði í dag. Framtíðarhorfurnar eru svo góðar að ég held að engin stétt eigi jafn bjartsýna nema! Fyrir ein- hverju síðan skrifaði ég ykkur bréf þar sem ég bað ykkur að hætta að drepa hugsjónir hjúkr- unafræðinema þar sem tilhugsunin um launin sem biðu okkar eftir út- skrift áttu það til að drepa niður þá hugsjón sem námi svo margra okkar fylgdi. Hugsjónir borga jú ekki reikninga. Núna er hugsjónin ekki mitt helsta áhyggjuefni. Þeg- ar ég hóf nám 2006 var okkur lof- að því að nóg væri af störfum handa okkur öllum, og að allir ættu að geta unnið við það svið sem þeir vildu. Þökk sé ykkar æð- islegu aðgerðum þá er ekki lengur öruggt að við getum fengið starf eftir útskrift – ég tala nú ekki um þá staðreynd að fá okkar munu geta starfað við það svið sem áhuginn er mestur fyrir. Frábært hjá ykkur! Nú er einnig talað um uppsagnir hjúkrunarfræðinga og hjúkr- unarfræðinema á Landsspítalanum í vetur, þannig að tímarnir eru jafnvel enn meira spennandi! Þetta er eins og lottó – ætli ég vinni um helgina eða ætli ég vinni ekki? Ég iða allavega allur í skinn- inu og skemmti mér konunglega. Það er svo sannarlega frábært að vera háskólanemi í dag. Ég og kærasta mín erum til dæmis það vel efnuð að við fáum ekki húsa- leigubætur. Hvað höfum við ann- ars við þær að gera? Eflaust myndum við hjónaleysin bara nota bæturnar í bjór þar sem há- skólanemum finnst svo gott að drekka bjór og hafa ekkert annað við peningana að gera. Svo gott hafa háskólanemar það að þeir hafa ekk- ert við bætur að gera! Ég sá fram á það einnig að mögulega gæti ég notað einka- bílinn minn minna í vetur þar sem okkur háskólanemum væri boðið frítt í strætó. Núna verð ég líkleg- ast að ganga í skólann ef ég ætla mér að sleppa því að nota einkabílinn þar sem ákveðið hefur verið að bjóða ekki lengur frítt í strætó. Er nokkuð jafn hressandi og að ganga um 45 mínútna leið í slyddu og roki? Ef einhver af ykkur ráða- mönnum er til í göngutúr þá er ykkur það guðvelkomið að slást í för með mér í vetur! Ég, ríki há- skólaneminn sem hef alltaf efni á bensíni, húsaleigubótum og mat, skal glaður þiggja smá félagsskap á leiðinni í skólann í vetur þegar ég af einskærum hressleika ákveð að ganga í skólann. Alþingishúsið er bara rétt hjá skólanum mínum þannig að allir ættu að græða á þessum göngutúr. Ef ég myndi nú ákveða að allar hugsjónir mínar og framtíð- ardraumar væru farin í veður og vind en þó ákveða að ég vildi vera áfram á Íslandinu góða eru helst þrír kostir í stöðunni. Í fyrsta lagi get ég hætt í námi og farið á at- vinnuleysisbætur (ef ég hef þá rétt á því). Þá hef ég hærri framfærslu heldur en ef ég held áfram í nám- inu og eflaust verð ég nógu fátæk- ur þá til að ég geti fengið húsa- leigubætur (sem, þar sem ég verð hættur í námi, munu ekki fara í bjór – ég lofa!). Í öðru lagi þá get ég alltaf gerst afbrotamaður, og ef ég verð settur í fangelsi mun ég ennþá hafa það betra en ef ég væri áfram í námi! Spennandi lífs- stíll, hærri dagpeningar í fangels- inu og allt það. Í þriðja lagi get ég farið að ganga í skólann úr Laug- ardalnum (nema einhver vilji styrkja mig um reiðhjól eða þá að ég fái far með einhverjum af bíl- stjórunum ykkar), borðað ódýrar núðlur í öll mál og fleira góðgæti í þeim verðflokki, sleppt öllum óþarfa þægindum eins og int- erneti, skemmtunum og líkams- ræktinni. Mataræðið og göngu- túrarnir verða jú til þess að ég ætti að halda mér í fínum holdum í vetur. Kæru snillingar sem stjórnið landinu. Ég er alvarlega að hugsa hvort ég vilji borga mína skattpen- inga til ykkar og leyfa landinu að njóta þeirrar þekkingar sem ég öðlast í náminu þegar ég hef út- skrifast. Með þær framtíðarhorfur sem blasa við mér og samnem- endum mínum (og ekki einungis í hjúkrunarfræðideildinni) þá er framtíðin alls ekki björt fyrir þá sem eru í háskólanámi í dag. Ég er ekki sá eini sem hugsar svona, og ég vona að þið takið þennan gríðarstóra hóp sem nemar á Ís- landi eru í dag inn í myndina þeg- ar þið gerið framtíðarplön fyrir landið. Svo ekki sé talað um þá sem ekkert hafa með brotthvarf okkar að gera – nefnilega þá sem þurfa á þjónustu okkar að halda þegar fram líða stundir. Kæru snillingar sem stjórnið mínu ástkæra landi – þar sem snilld ykkar hefur fært okkur þangað sem við erum í dag og fengið mig til að skrifa þetta bréf, þá vona ég að snilld ykkar nái lengra en þetta. Góðar stundir. Bréf til stjórnvalda frá bjart- sýnum hjúkrunarfræðinema Eftir Gunnar Pétursson » Það er svo sann- arlega frábært að vera hjúkrunarfræði- nemi í dag! Framtíðin er einstaklega björt fyrir okkur og aðra há- skólanema. Spekileki hvað? Gunnar Pétursson Höfundur er hjúkrunarfræðinemi á 4. ári. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.