Morgunblaðið - 23.08.2009, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 23.08.2009, Qupperneq 43
Minningar 43 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 2009 Góður samstarfs- maður og vinur, Guð- mundur Svavar Jóns- son, er nú allur. Ég kynntist honum sumarið 1975 er ég á námsárum vann á Hafrannsókna- stofnuninni. Strax þá varð mér ljóst hvílíkur öðlingur, öndvegis starfs- maður og brunnur fróðleiks Guð- mundur var. Þegar ég síðan árið 1981 kom heim frá námi og hóf störf á Hafrannsóknastofnuninni varð Guðmundur einn minn nánasti samstarfsmaður. Fyrir ungan vís- indamann var í upphafi stafsferils ómetanlegt að geta leitað í smiðju Guðmundar varðandi margvísleg vandamál og úrlausnarefni tengd rannsóknastarfinu. Í löngu sam- starfi sem síðan fylgdi man ég ekki eftir að okkur hafi orðið sundur- orða og þar bar aldrei skugga á. Guðmundur greindist með berkla sem ungur maður og var þá lagður inn á Vífilsstaðaspítala. Þar gekkst hann undir langa og erfiða meðferð en náði að lokum þeim bata sem þess tíma lækningar gátu veitt. Á Vífilsstöðum kynntist Guðmundur kærri eiginkonu sinni, Sigríði Guð- rúnu Sveinsdóttur, sem lést árið 2004. Skömmu eftir að Guðmundir útskrifaðist frá Vífilsstöðum réð hann sig sem rannsóknamann við áturannsóknir með Ingvari Hall- grímssyni á fiskideild atvinnudeild- ar Háskólans (forvera Hafrann- sóknastofnunarinnar) og þar starfaði hann þangað til kom að starfslokum vegna aldurs haustið 2001. Þrátt fyrir að bera mestan hluta ævinnar líkamleg ör berkla- veikinnar man ég aldrei eftir að hafa heyrt Guðmund kveinka sér eða að hann vikist undan erfiðum og krefjandi verkefnum. Vegna hæfileika og þekkingar var starfssvið Guðmundar á Haf- rannsóknastofnuninni í raun mun víðtækara en það sem laut að rann- sóknum á dýrasvifi. Fyrir daga tölvutækni voru t.d. öll kort og línu- rit handgerð. Guðmundur var mjög fær teiknari og því leituðu sam- starfsmenn oft til hans varðandi gerð mynda og línurita í tengslum við birtingar greina í blöð og vís- indarit. Þá tók Guðmundur í gegn- um árin þátt í margvíslegum rann- sóknaleiðöngrum stofnunarinnar, m.a. þeim sem tengdust rækju, humri, uppsjávarfiskum og sjórann- sóknum. Loks má nefna að Guð- mundur gegndi mikilvægum hlut- verkum fyrir hönd stofnunarinnar við undirbúning smíðalýsinga og eftirlit með smíðum á rannsókna- skipunum Bjarna Sæmundssyni og Árna Friðrikssyni (hinum nýja). Guðmundur var traustur, hógvær og prúðmenni á allan hátt. Hann var greiðvikinn við alla sem til hans leituðu, úrræðagóður, fjölhæfur og vandvirkur. Það var íslenskum haf- rannsóknum mikið lán að Guð- mundur réðst til starfa hjá fiski- deildinni og ég veit að ég mæli fyrir munn allra samstarfsmanna þegar ég þakka honum ævistarfið og vin- áttuna. Einkasyninum Hafþóri og fjölskyldu hans sendi ég innilegar samúðarkveðjur á sorgarstundu. Ólafur S. Ástþórsson. Kæri bróðir. Góður maður er fallinn frá. Heið- arleiki og hjálpsemi voru aðals- merki Svavars bróður míns. Mig langar í nokkrum fátækleg- um orðum að kveðja þig og þakka þér alla þá miklu aðstoð sem ég fékk hjá þér áratugum saman. Þú Guðmundur Svavar Jónsson ✝ Guðmundur Svav-ar Jónsson fædd- ist í Reykjavík 11. október 1931. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu á Laug- arvatni 7. ágúst síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Skál- holtskirkju 14. ágúst. varst elstur okkar bræðra og með þér sannaðist svo sannar- lega málshátturinn „ber er hver að baki, nema sér bróður eigi“. Ég, konan mín og börnin mín munum minnast þín með hlý- hug og þakka þér alla hjálpsemina. Kæri Hafþór, Sigga og börn, votta ykkur innilegustu samúð. Þinn bróðir, Þorgrímur. Nú er fallinn frá góður SÍBS- félagi og vinur, Guðmundur Svavar Jónsson. Hann var einn þeirra mörgu sem veiktust af berklum sem ungur maður, var trúr þeirri hugsjón sem frumkvöðlar SÍBS mörkuðu og hafði að leiðarljósi kjörorð sambandsins: „Að styðja sjúka til sjálfsbjargar“. Guðmundur Svavar vann mikið og óeigingjarnt starf í þágu SÍBS allt til hinsta dags, bæði á vettvangi Reykjavík- urdeildar SÍBS (nú Berklavarnar) og á vegum SÍBS. Hann var fulltrúi á þingum SÍBS, sat í stjórn sam- bandsins árin 1962-1974 og aftur árin 2000-2004. Hann var fulltrúi í uppstillingarnefnd til stjórnarkjörs SÍBS frá árinu 2000 auk þess að eiga sæti í ýmsum nefndum og ráð- um. Guðmundur Svavar var for- maður Berklavarnar. Ég kom til starfa hjá SÍBS árið 2001 þar sem ég kynntist Guð- mundi Svavari. Fljótlega tókst með okkur vinátta og fyrir það vil ég þakka. Sérstaklega er minnisstæð heimsókn mín á heimili hans á Laugarvatni þar sem hann undi hag sínum vel í nágrenni við son sinn og hans fjölskyldu. Guðmund- ur Svavar var mannkostamaður sem hafði einlægan áhuga á starfi og framgangi SÍBS. Hann hafði ró- legt yfirbragð en var fylginn sér og gat verið fastur fyrir. Hann var gjarnan glettinn en ávallt á kær- leiksríkan hátt. Hann hafði þann mikilvæga eiginleika að: „Horfa á glasið sem hálffullt en leita leiða til að fylla það“. M.ö.o. sjá jákvæðar hliðar mála og leitast við að gera enn betur. Þessir eiginleikar eru sérstaklega dýrmætir þegar unnið er að hagsmunum fólks og komu sér vel í fjölþættu starfi hans í þágu SÍBS og gerðu það jafnframt að verkum að fólki leið vel í návist hans. Ósjaldan hringdum við starfs- menn SÍBS í Guðmund Svavar og var hann jafnan fús til að gefa ráð og ef með þurfti að mæta á fundi í SÍBS-húsinu. Hann taldi það ekki eftir sér þó að hann byggi síðustu árin á Laugarvatni. Hann var þann- ig stöðugt hvetjandi og tilbúinn til að leggja hönd á plóg og leggjast á árarnar í þágu SÍBS. Ég vil að lok- um f.h. stjórnar og starfsfólks SÍBS þakka Guðmundi Svavari far- sæl störf í þágu SÍBS um leið og við vottum fjölskyldu og ástvinum hans innilega samúð. Guð blessi minningu Guðmundar Svavars Jónssonar. F.h. stjórnar og starfsfólks SÍBS, Helgi Hróðmarsson, framkv.stj. „Gæti verið að ykkur vantaði blæösp?“ sagði Guðmundur Svavar fyrir nokkrum árum þegar hann var að virða fyrir sér trjágróðurinn við gamlan sumarbústað í Lækj- arbotnum. Að sjálfsögðu var það rétt hjá honum að engin blæösp var í annars allfjölbreyttum íslenskum gróðri við bústaðinn. Ekki leið á löngu áður en Guðmundur kom aft- ur í heimsókn og hafði þá meðferðis tvo blæasparteinunga. „Þetta eru nú bara rótarskot sem ég kem með frá Vífilsstöðum. Það er aldrei að vita nema þeir eigi eftir að dafna vel hérna.“ Guðmundur hafði vitað af blæöspinni við Vífilsstaði enda gerkunnugur staðnum. Þar hafði hann verið vistmaður, náð allgóðri heilsu og kynnst tryggum lífsföru- naut sínum. Teinungarnir voru gróðursettir í skjólgóðum reit fyrir neðan blágresis- og lyngbrekku. Þannig var Guðmundur öll 40 ár- in sem við unnum saman á Haf- rannsóknastofnun, athugull, raun- góður og hógvær í allri sinni miklu ljúfmennsku. Margan síldarleitar- leiðangurinn fórum við saman á gamla Ægi. Þá annaðist hann átu- rannsóknirnar, mældi og greindi tegundirnar og gerði útbreiðslu- og aldurskort yfir helstu átusvæðin. Þetta ásamt sjórannsóknum var sá grunnur sem gerði okkur kleift að veita síldveiðiflotanum haldgóða vitneskju um væntanlegar ætis- göngur og þar með veiðilíkur á síld- armiðunum. Fljótlega eftir að hann kom til starfa á Hafrannsóknastofn- un kom í ljós að hann hafði ótrúleg- an skilning og þekkingu á mörgu þótt það tengdist ekki því fræða- sviði sem hann stundaði. Þegar smíði tveggja fyrstu ís- lensku rannsóknaskipanna var und- irbúin á sjöunda áratug síðustu ald- ar varð Guðmundur helsta hjálparhella þeirra sem sáu um verkið. Þá kom sér vel hve drátt- hagur hann var og fljótur að koma flóknum hugmyndum á blað, fyrst skissu og síðan vinnuteikningu. Þrjátíu árum síðar var ákveðið að smíða nýtt rannsóknaskip. Eitt allra fyrsta verk smíðanefndarinnar var að ráða Guðmund ritara og framkvæmdastjóra nefndarinnar meðan á undirbúningsvinnu stóð. Þegar að sjálfri smíðinni kom var honum falið að hafa umsjón með henni fyrir hönd Hafrannsókna- stofnunar og sjávarútvegsráðuneyt- isins. Þetta umfangsmikla verk tók hann að sér þrátt fyrir erfiðar heimilisaðstæður. Sigríður kona hans var heilsutæp og fjarvistirnar reyndu ekki síður á hana. Langar flugferðir alla leið til Chile voru líka lýjandi fyrir þennan hávaxna mann sem vegna þrengsla í vél- unum varð að standa klukkustund- um saman. Og í skipasmíðastöðinni reyndi æði oft á lagni hans og þol- inmæði. Þrátt fyrir erfiðleikana leysti Guðmundur þetta verkefni frábærlega vel, kominn hátt á sjö- tugsaldur. Það eru mikil forréttindi að hafa átt slíkan öðling að samstarfsmanni og vini. Blæaspirnar tvær dafna eins og Guðmundur spáði og eru yndislegir minnisvarðar um hann og Sigríði. Jakob Jakobsson. Síðvetrar 1961 vantaði aðstoðar- mann við svifrannsóknir (áturann- sóknir) á Hafrannsóknastofnuninni og sótti m.a. um það 31 árs gamall maður, er lengi hafði verið á spítala en var nú útskrifaður. Hafði hann séð um bókasafn spítalans og hafði afbragðs meðmæli frá læknum þar á bæ. Eftir vangaveltur var ákveðið að ráða mann þennan. Hann hét Guðmundur Svavar Jónsson. Átu- rannsóknirnar hafði undirritaður með höndum og leist ekkert ofvel á að kenna unga manninum að þekkja aragrúa örsmárra svifdýra sem skoða varð í smásjá vegna smæðar og er þetta seinlegt þol- inmæðisverk, og ekki batnar það, ef unnið er á skipi í veltingi á hafi úti. Fljótt kom í ljós, að í þessu efni voru allar áhyggjur óþarfar. Nýi aðstoðarmaðurinn var mjög áhuga- samur, bráðgreindur, vandvirkur og verklaginn. Vorið 1962 var hann með í vorleiðangri Hafrannsókna- stofnunarinnar, sem farinn var áður en síldveiðar hófust og síðan áfram í síldarleitinni flest þau ár sem sú leit var við lýði. Guðmundur var mjög eftirsóttur til allrar rann- sóknavinnu á sjó og sóttust starfs- bræður mínir mjög eftir því að fá hann með sér í leiðangra. Sjóferð- um Guðmundar fjölgaði mjög er rækjurannsóknir hófust upp úr 1950, bæði á úthafi og innfjarða, og þætti nú sá aðbúnaður óhæfur er þá var algengur. Er farið var að huga að smíði rannsóknaskipsins Bjarna Sæ- mundssonar starfaði Guðmundur löngum við þann undirbúning hér heima. Er smíði skipsins stóð yfir í Þýskalandi 1970, var hann einn okkar er hafði eftirlit með smíðinni. Öll þau verk er Guðmundur hafði unnið á stofnuninni höfðu farið hon- um vel úr hendi, ekki hvað síst tæknilegs eðlis, og var honum því falið að taka þátt í undirbúnings- vinnu við hönnun rannsóknaskips- ins Árna Friðrikssonar. Er Guðmundur lauk störfum sín- um á Hafrannsóknastofnuninni fluttust þau hjón að Laugarvatni, en þar bjó einkasonur þeirra og fjölskylda hans. Þótt Guðmundur væri fluttur þangað sat hann áfram í stjórn SÍBS um tíma, en þau hjón voru mjög tengd þeim samtökum. Guðmundur var mjög barngóður maður og eiga dætur mínar margar góðar minningar um hann frá æskudögum sínum. Á lífsleiðinni kynnast menn ýmsu fólki er verður mönnum mismunandi minnisstætt. Sumir verða mönnum mjög nánir sakir óvenjulegra mannkosta og fölskvalausrar vináttu. Maður slíkr- ar gerðar var Guðmundur Svavar Jónsson. Hans er sárt saknað. Ingvar Hallgrímsson. Guðmundur Svavar Jónsson, vin- ur okkar og félagi og samstarfs- maður um margra ára skeið, er fall- inn frá. Við félagarnir í gömlu Berklavörn, elsta félagi innan SÍBS-samtakanna, erum harmi lostnir og sárum söknuði. Með Guðmundi Svavari hverfur afreksmaður á svo mörgum sviðum að undrum sætir. Betri leiðtoga gátum við ekki óskað okkur fé- lagarnir í Berklavörn. Ungur að aldri háði hann harða baráttu við berklaveikina. Með þoli og þraut- seigju fór hann með sigur af hólmi, þó líkamlega skertur en ekki and- lega. Áhugi hans dofnaði aldrei og vilji hans var sterkur. Þetta tvennt dugði honum til farsæls lífs í þágu lands og þjóðar. Konu sinni Sigríði Sveinsdóttur kynntist hann á sjúkdómsárum sín- um. Þau stóðu saman og studdu hvort annað til afreka. Hún var ekki síður kvenskörungur en hann afreksmaður því bæði unnu þau af heilum hug að sameiginlegum áhugamálum. Guðmundur Svavar vann á Haf- rannsóknastofnuninni við hvers konar vísindastörf og að síðustu var hann verkefnisstjóri við byggingu hafrannsóknaskipanna „Árna Frið- rikssonar“ og „Bjarna Sæmunds- sonar.“ Við þau störf dvaldi hann í Chile um árabil. En störfin sem hann vann fyrir samtökin okkar, SÍBS, eru ótalin. Þótt undarlegt megi virðast áttu berklasjúklingar fáa að á þeim ár- um sem sjúkdómurinn lagði flesta að velli. Enginn vildi lána berkla- sjúklingum húsnæði og þeir urðu að sætta sig við hreysi. Enginn vildi veita þeim vinnu við hæfi, þeg- ar þeir útskrifuðust af berklahæl- unum. Þeir fengu í besta falli störf sem þeir réðu ekki við svo þeir komu aftur og aftur inn á hælin, oftast til að deyja. Þá urðu SÍBS-samtökin til. Guð- mundur Svavar var virkur þátttak- andi frá upphafi. Afreksverk hans og þjáningarsystkina eru þjóðinni ljósust með tilkomu Reykjalundar, Múlalundar og Múlabæjar. Allt eru þetta stofnanir sem skila þjóðþrifa- störfum. Auk þess að nýta orku sína og hæfileika í þágu samfélagsins reyndist Guðmundur Svavar okkur Berklavarnarfélögum gleðigjafi á góðum stundum. Allar Jónsmessuhátíðarferðirnar eru ógleymanlegar. Þeim ferðum stjórnaði Guðmundur Svavar af mikilli snilli. Farið var á fallega og oft fræga staði. Síðasta ferðin var um Suðurland. Öll sú fegurð og fræðsla sem við nutum var með ein- dæmum. Þá lék Guðmundur Svavar á als oddi. Hljóður var hann og al- varlegur þegar við gengum öll sam- an að Urriðafossi. Hvílík fegurð! Hvílíkt afl og orka! Á heimleiðinni bauð Guðmundur Svavar til veislu á Eyrarbakka. Þar mælti hann til okkar þakklætis- og hvatningarorð- um. Mér fannst hann vera að kveðja og kannski var hann að því. Löngu og ströngu lífi er lokið. Við félagarnir í Berklavörn send- um öllum afkomendum Guðmundar Svavars einlægar samúðarkveðjur. Rannveig Löve. Elsku Fríða mín, Það er erfitt að átta sig á að þú ert ekki lengur hér á meðal okkar. Við kynntumst á Sólheimum fyrir rúmum 52 árum, þegar ég fór að vinna þar. Og þú, dóttir Sesselju, komst að sjálfsögðu oft þangað með þína fjölskyldu. Næstu ár vorum við oft samtíða þar og urðum miklar vinkonur. Við sátum oft saman með handavinnu ef tími gafst til. Þú sagðir að ég hefði kennt þér að draga upp snið úr Burda-blöðum, en ég veit ekki hvor kenndi hvorri hvað, við vorum báðar að læra, eins og að prjóna upp úr erlendum blöð- Hólmfríður Sigmunds ✝ Hólmfríður Sig-munds fæddist í Görðum í Gerða- hreppi 15. febrúar 1932. Hún lést á Land- spítalanum við Hring- braut 6. ágúst sl. og fór útför hennar fram frá Kópavogskirkju 17. ágúst. um o.m.fl. Samvera okkar spannaði mörg ár með hléum, en við héldum alltaf góðu sambandi og fylgd- umst með fjölskyldum hvor annarrar alla tíð. Þú hafðir mjög ákveðnar skoðanir á hlutunum og hikaðir ekki við að láta þær í ljós. Sérstaklega þeg- ar Óli og Margit voru hér á landi og fengu eitt sinn saltfisk að borða, að eigin ósk, og seinna bjúgu. Fríðu minni var nú slétt sama um hvað þau vildu. Því „svona gerir maður ekki“, þetta er ekki mannamatur! Þú varst afskaplega listræn og fallegt heimili ykkar Sigga bar þess glöggt vitni. Ég sakna þín sárt, elsku vinkona, og allra símtalanna í gegnum tíðina, það síðasta daginn áður enn þú veiktist. Elsku Siggi, Sessý, Einar, Magga, Elva, Stjáni, Simbi og fjöl- skyldur Ég votta ykkur innilega samúð, og megi minning um yndislega konu, sem elskaði sína stórfjöl- skyldu af öllu hjarta, veita ykkur huggun í sorginni. Steina Einarsdóttir. Nokkur orð til að minnast mætrar konu og nágranna til margra ára. Hún var kjördóttir Sesselju Sig- mundsdóttur á Sólheimum í Gríms- nesi. Ég kynntist staðnum sem Lionsmaður og byrjaði að starfa þar árið 1969 með klúbbfélögum. Það kom fljótt í ljós að helstu bakhjarlar Sesselju voru hjónin Hólmfríður og Sigurður. Þegar Sesselja féll frá í október árið 1974 var það mikið áfall fyrir íbúa Sólheima og lán að þau Hólmfríður og Sigurður tóku að sér daglegan rekstur því engir aðrir gátu hjálpað íbúum Sólheima eins vel á þessari sorgarstundu. Þau hjón sáu um Sólheima fram á sumarið 1975. Hólmfríður sat í full- trúaráði Sólheima í mörg ár. Eldri íbúar spyrja mig oft um Hólmfríði því þau vissu að við bjuggum í sömu götu lengi vel. Ég flyt Hólmfríði og fjölskyldu hennar innilegar þakkir frá íbúum og stjórnendum Sólheima og votta Sigurði og fjölskyldu dýpstu samúð. Tómas Grétar Ólason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.