Morgunblaðið - 23.08.2009, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 23.08.2009, Qupperneq 44
44 Minningar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 2009 Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Yvonne Tix ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, dóttir og amma, BRYNDÍS RAGNARSDÓTTIR, Jaðarsbraut 25, Akranesi, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut laugar- daginn 15. ágúst. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 25. ágúst kl. 14.00. Halldóra Sigríður Gylfadóttir, Leó Ragnarsson, Hrefna Björk Gylfadóttir, Stefán Bjarki Ólafsson, Elva Jóna Gylfadóttir, Elmar Björgvin Einarsson, Ragna Borgþóra Gylfadóttir, Arild Ulset, Erna Björg Gylfadóttir, Þórður Guðnason, Bryndís Þóra Gylfadóttir, Sigurður Axel Axelsson, Elísa Rakel Jakobsdóttir og ömmubörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, ÞORBJÖRG LILJA JÓNSDÓTTIR, Skúlagötu 40, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Víðinesi þriðjudaginn 18. ágúst. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Jón Hólm Stefánsson, Nína Áslaug Stefánsdóttir, Rannveig Margrét Stefánsdóttir, Bergur Viðar Stefánsson. ✝ Ástkær sonur okkar og bróðir, BRAGI FRIÐÞJÓFSSON, Sléttahrauni 28, Hafnarfirði, lést mánudaginn 17. ágúst. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 27. ágúst kl. 13.00. Friðþjófur Bragason, Ellen Ragnarsdóttir, Róbert Friðþjófsson, Ragna Björg Friðþjófsdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ERLA KR. GISSURARDÓTTIR, Burknavöllum 1a, Hafnarfirði, lést sunnudaginn 9. ágúst. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. „Þú varst ljósastika lífs okkar.“ Þór, Viðar Marel, Birgir Marel, Björk, Manuel og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, systir, mágkona og amma, ERNA MARÍA LUDVIGSDÓTTIR, lést á líknardeild Landspítalans þriðjudaginn 18. ágúst. Jarðarförin verður auglýst síðar. Haraldur Sch. Haraldsson, Pétur Albert Haraldsson, Berglind Johansen, Unnur María Haraldsdóttir, Helgi Bjarnason, Haraldur Ludvig Haraldsson, Pétur Ludvigsson, Nína Birgisdóttir og barnabörn. ✝ Auður Axels-dóttir fæddist á Syðri-Bakka í Keldu- hverfi 15.4. 1920. Hún lést á Dval- arheimili aldraðra Hrafnistu í Reykja- vík 4.8. sl. Foreldrar hennar voru Axel Jónsson, f. 27.7. 1889, d. 9.10. 1927, og Sigríður Jóhann- esdóttir, f. 17.5. 1882, d. 20.6. 1970. Systkini Auðar: Ótt- ar Bragi, f. 8.9. 1918, d. 1.1. 2000, Yngvi Örn, f. 15.11. 1921, d. 24.4. 1998, Kristín húsmóðir í Grímstungu á Hóls- fjöllum, f. 1.8. 1923, og Áslaug, f. 16.12. 1927, d. 28.3. 1997. Auður giftist 7.12. 1941 Birni Eysteins Kristjánssyni, frá Hjöll- um í Ögursveit, f. 19.8. 1920. For- eldrar hans voru Kristján Ein- arsson, f. 23.8. 1887, d. 26.6. 1927, og Kristjana Guðmunds- dóttir, f. 12.9. 1890, d. 3.1. 1983. Auður og Björn eignuðust tvö börn: a) Axel, f. 25.9. 1942, kvæntist 1964 Ástu Vigbergs- dóttur, f. 12.1. 1942. Þau eign- uðust tvo syni: 1) Björn, f. 16.3. 1967, kona hans Ólöf Tryggva- dóttir, f. 27.6. 1966, þau eign- uðust tvö börn, Sólrúnu Ástu, f. langabólgu. Þetta var mikið áfall fyrir Auði sem var mjög hænd að föður sínum. Sigríði tókst með harðfylgni að halda fjölskyldunni saman þrátt fyrir kreppu og fá- tækt. Um tvítugt fer Auður til Reykjavíkur og átti þann draum helstan að komast í skóla og fá að syngja í kór. Auður og Björn hófu búskap á Njálsgötu 29b árið 1942 og þar fæddust börnin. Björn var lögreglumaður og vann auk þess margvísleg aukastörf til að framfleyta fjölskyldunni. Auð- ur var frekar heilsuveil en lagði krafta sína í að hugsa um heim- ilið. Þau náðu að kaupa litla íbúð á Rauðarárstíg 11 og um 1950 fluttu þau í eigið hús á Flókagötu 67. Helsta áhugamál þeirra var að ferðast, fyrst innanlands en síðar fóru þau með tjald og bíl í margar ferðir um Evrópu. Þau sýndu barnabörnum sínum alla tíð mikla alúð. Um 1970 fluttu þau í nýtt hús í Skipholti 52 og bjuggu þar þangað til heilsunni fór að hraka og fluttu á Hrafn- istu í upphafi nýrrar aldar. Áhugamál Auðar auk ferðalaga var að lesa ljóð og hlusta á klass- íska tónlist. Draumurinn um að syngja í kór rættist í ellinni er hún söng með Hrafnistukórnum. Útför Auðar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. 27.3. 1997, og Stein- ar, f. 28.3. 2000. Björn og Ólöf skildu. 2) Egill, f. 3.11. 1971, kvæntur Höllu Sverrisdóttur, f. 30.4. 1970, þau eiga þau tvö börn, Silju, f. 20.4. 2004, og Styrmi, f. 29.6. 2007. Seinni kona Axels er Hrefna Kristmanns- dóttir, f. 20.5. 1944. Hún á fyrir þrjú börn, Svanhildi, f. 1.5. 1971, Björn, f. 18.9. 1974, og Ásdísi, f. 5.1. 1982. b) Aðalheiður, f. 12.1. 1944, gift- ist 1968 Poul Jensen, f. 9.6. 1943. Þau eiga tvo syni: 1) Björn Einar, f. 23.3. 1969, kvæntur Annabel Jensen, f. 14.6. 1974, þau eiga þrjú börn, Lucas, f. 7.9. 2000, Amelie, f. 13.8. 2002, og Leon Kristján, f. 20.1. 2007. 2) Axel Ey- stein, f. 9.6. 1974, kvæntur Marie Teglhus Möller, f. 23.2. 1976, þau eiga soninn Harald, f. 4.3. 2008. Foreldrar Auðar, Axel og Sig- ríður, fluttu í Ás í Kelduhverfi árið 1925. Ás var góð bújörð, skógi vaxin og bæjarstæðið einkar fagurt og er nú þjóðgarð- ur. Framtíðin blasti við fjölskyld- unni en Axel lést skyndilega tveimur árum síðar úr botn- Látin er í hárri elli tengdamóðir mín Auður Axelsdóttir. Kynni okk- ar hófust ekki fyrr en Auður var orðin talsvert roskin en urðu þó náin og góð. Vinátta var milli Ingi- bjargar ömmu minnar og Sigríðar móður Auðar á árum áður, en báð- ar voru þær miklar kvenréttinda- konur og störfuðu mikið á þeim vettvangi. Þegar Auður kom ung til Reykjavíkur í fyrsta sinn til að leita gæfunnar bjó hún tímabundið hjá ömmu minni. Naut ég ættern- isins þegar við kynntumst og talaði hún jafnan um hana „mömmu“ mína þegar hún ræddi um Ingi- björgu ömmu mína. Á síðustu árum hafa aðstæður hagað því þannig að þótt við Axel búum úti á landi hef ég haft tals- verð tækifæri til að heimsækja Auði og reyna að létta henni lífið með kaffihúsaheimsóknum eða búðarferðum. Þau tilvik urðu þó sjaldgæfari hin síðustu ár eftir því sem þróttur og orka Auðar þvarr. Minnisstæð er þó síðasta bæjarferð okkar þegar okkur tókst að finna fjórar flíkur sem allar smellpöss- uðu á hana og þurfti ekki að skipta síðar og aðeins tvær voru lítillega klipptar til. Auk þess náðum við að fá okkur sopa á kaffihúsinu „hennar“ við Laugarásveginn. Auður var lagleg kona og svipmikil og hafði ákveðnar skoðanir sem hún sjaldan lá á. Hún var mjög músíkölsk og hugur hennar hafði staðið til náms í tónlist en sökum fátæktar í æsku gat ekki orðið af því. Eftir að til Reykjavíkur kom tók mjög fljótt við búskapur og basl svo draumar um tónlistarnám gufuðu upp. En tónlistin var ávallt hennar hugðarefni og í þeim heimi gat hún gleymt stund og stað og öllu sem á bjátaði. Fyrstu árin sem hún var á Hrafnistu tók hún þátt í kórstarfi, en á síðustu árum var það helsta ánægjuefni hennar að sitja í hægindastólnum sínum og hlusta á góða tónlist og jafnvel söngla með. Auk tónlistarinnar hafði Auður yndi af ljóðalestri og kunni ótal ljóð og sálma. Davíð Stefánsson var í mestu uppáhaldi en hún las og kunni ljóð eftir fjölda annarra höfunda. Auður hafði líka yndi af útiveru og fór gjarnan í göngutúra og helst út í náttúruna. Áberandi í fari Auðar var hversu trúuð hún var og traust hennar á að drottinn mundi vaka yfir henni uns yfir lyki var óbilandi. Síðustu ár Auðar átti hún við vaxandi vanheilsu að stríða og það sem henni fannst einna verst var að hún komst ekki lengur út að ganga. Hún hafði einnig lengi átt erfitt með að sitja í bíl nema stutta stund í einu. Þó tókst okkur fyrir nokkr- um árum að komast saman upp í sumarbústaðinn okkar Axels. Hún hafði lengi haft áhuga á að sjá hann og var það eftirminnileg ferð. Auður fylgdist vel með vaxandi hópi barnabarna, sem eiga heimili í þremur löndum og í herbergi henn- ar voru myndir af þeim öllum. Daginn áður en hún dó hitti hún yngsta barnabarnið sem var í heimsókn á Íslandi í fyrsta sinn. Guð blessi merka og góða konu og takk fyrir samfylgdina. Hrefna Kristmannsdóttir. Auður móðursystir mín var út- vörður minnar fjölskyldu í höfuð- borginni. Auður og Björn voru Reykvíkingarnir sem komu í heim- sókn norður á Fjöll á sumrin, og fluttu með andblæ úr fjölmenninu, jafnvel frá útlöndum. Heimili þeirra á Flókagötunni í Reykjavík var áfangastaðurinn þegar menn fóru suður, eða ætluðu til útlanda. Hún studdi okkur frændfólk sitt fyrstu skrefin á leiðinni út í heim- inn. Hún orti t.d. fararheillavísur og skrifaði á tréplatta með íslenska skjaldarmerkinu þegar ég fór í fyrsta sinn til útlanda. En Auður var líka útvörður í öðru tilliti. Hún hafði einstakt lag á því að setja hlutina í nýtt sam- hengi, að fá börn og unglinga í fjöl- skyldunni til þess að sjá hlutina í nýju ljósi. Stundum hafði maður á tilfinningunni að hún væri að spila með mann, þegar hún kom óvænt með sjónarhorn inn í graf- alvarlegar samræður um eilífðar- málin. Mér líður seint úr minni þegar hún lýsti því eitt sinn yfir að hún teldi að við værum í vonda staðn- um og þegar ég reyndi að malda í móinn spurði hún hvort ég gæti ímyndað mér verri og vitlausari stað en þann sem mannkynið byggði hér og nú. Þetta var á tím- um Víetnamstríðsins og ég ímynd- aði mér að heimurinn yrði betri ef tækist að hefta yfirráð Bandaríkja- manna þar og reka herinn úr landi o.s.frv. Auður frænka sagði að ég væri auðtrúa sakleysingi, það væri eng- in ástæða til að reikna með neinum framförum, því mannskepnan væri heimsk og frek og jafnvel í góðæri myndi græðgin spilla öllum tilraun- um til betra þjóðfélags. Þetta var hörð kenning, en hún hefur leitað á hugann síðustu mánuði. Ég heimsótti Auði frænku alltof sjaldan á Hrafnistu, en kom til hennar í byrjun júlí og þar kom í okkar spjalli að ég minnti hana á „helvítiskenninguna“. Hún hafði ekki lengur áhuga á neinni skipt- ingu tilverunnar í hólf, var með hugann við afkomendur sína í þess- um heimi, í þessu lífi. Ég sendi þeim öllum og Birni samúðarkveðj- ur við fráfall hennar. Ævar Kjartansson. Auður Axelsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.