Morgunblaðið - 23.08.2009, Page 51

Morgunblaðið - 23.08.2009, Page 51
Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is NÚ eru liðin þrjátíu og fimm ár frá því að Guðrún Helgadóttir gaf út sína fyrstu bók en það var sú fyrsta í röðinni um tvíburana Jón Odd og Jón Bjarna. Tvær bækur fylgdu svo í kjölfarið, Meira af Jóni Oddi og Jóni Bjarna (1975) og svo loks Enn af Jóni Oddi og Jóni Bjarna (1980). Þráinn Bert- elsson gerði svo sína fyrstu kvik- mynd eftir bókunum og var hún frumsýnd árið 1981. Árið 2002 setti Þjóðleikhúsið upp leikrit eftir bókunum við miklar vinsældir. Nú er í vinnslu að gera sjónvarpsþætti eftir bók- unum þremur. Í fyrstu bókinni eru eineggja tvíburabræðurnir Jón Oddur og Jón Bjarni sex ára. Þeir búa í blokk í Reykjavík ásamt fjöl- skyldu sinni. Það er sumar en um haustið byrja þeir í grunnskóla. Þeir eiga eina yngri alsystur og aðra eldri hálfsystur sem búa báð- ar með foreldrum sínum. Sú eldri, Anna Jóna, er með unglingaveik- ina en Magga litla er að læra að nota koppinn. Á heimilinu er einn- ig ráðskonan Soffía sem lítur eftir börnunum á daginn á meðan for- eldrarnir eru í vinnu. Önnur mik- ilvæg sögupersóna er Amma dreki, sem fær það nafn vegna stöðu sinnar sem erindreki í út- varpinu. Piltarnir eiga góða for- eldra og heimilisaðstæður eru nokkuð eðlilegar. Lárus er besti vinur tvíburanna en Selma systir hans kemur líka töluvert við sögu en hún er með Downsheilkenni. Bræðurnir eru vel upplýstir og vita að auðvitað getur Selma ekkert gert að því hvernig hún er. Þeir eru duglegir að passa hana en er mikið strítt vegna þess af Jóa hrekkjusvíni. Aðstæður á heimili Lárusar og Selmu eru afar ólíkar því sem þeir þekkja. Pabbi þeirra er sjómaður og mamma þeirra því mikið ein með börnin. Jón Oddur og Jón Bjarni eru uppátækjasamir, örlitlir prakkarar en góðhjartaðir samt. Aðall sög- unnar er hversu oft þeir koma sér og öðrum í vandræði vegna barna- legrar einlægni sinnar, eins og þegar þeir blaðra því í sundi hvað mamma þeirra sagði um kenn- arann eða þegar þeir ákveða að gefa ráðskonunni mýs að gjöf fyrir dugnað sinn við að setja upp ferm- ingarveislu hálfsystur þeirra. Sögurnar taka bæði á léttum og alvarlegum hlutum, svo sem dauð- anum, einelti, heiðarleika og litrík- um ættingjum. Atburðarás sagn- anna er ávallt hröð og efnismikil. Guðrúnu tekst listavel að lýsa hugarheimi barna og hvernig þau upplifa heim fullorðinna á annan máta. Bækurnar hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál og Guðrún hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín, þar á meðal Nor- rænu barnabókaverðlaunin árið 1992 og Verðlaun Jónasar Hall- grímssonar árið 2005. Glósubók: Jón Oddur og Jón Bjarni Lífið með augum Jóns Odds og Jóns Bjarna Morgunblaðið/Ásdís Jón Oddur og Jón Bjarni Ærslabelgirnir Jón Oddur og Jón Bjarni í klóm Kormáks afa. Matthías Sigurbjörnsson, Hjalti Rögnvaldsson og Andri Már Birgisson í hlutverkum sínum í sýningu Þjóðleikhússins. Menning 51FÓLK MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 2009 ÁRIÐ 2002 setti Þjóðleikhúsið upp leikrit eftir sögunum um Jón Odd og Jón Bjarna. Leikstjóri var Þór- hallur Sigurðsson en athygli vakti að tvö strákapör fóru með hlut- verk Jóns Odds og Jóns Bjarna. Þeir Andri Már Birgisson og Benedikt Clausen léku Jón Odd en Sigurbjartur S. Atlason og Matt- hías Sigurbjörnsson léku Jón Bjarna. Með önnur hlutverk fóru m.a. Hjalti Rögnvaldsson, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Linda Ásgeirs- dóttir, Lilja Guðrún Þorvalds- dóttir, Margrét Guðmundsdóttir og Randver Þorláksson. Einnig vakti athygli að köttur var notaður í sýningunni. Guðrún Helgadóttir sá sjálf um leikgerðina en sýningin innihélt atriði úr öllum bókunum þremur. Völdum köflum úr bókinni var raðað saman svo úr varð saga er spannaði ár í lífi tvíburabræðr- anna. Nokkrum atriðum úr mynd- inni var sleppt, kannski vegna þess að þeim voru gerð góð skil þar. Leikritið fékk afbragðsdóma hér í Morgunblaðinu hinn 5. mars árið 2002. Þar segir m.a.: „Þór- hallur Sigurðsson hefur unnið frá- bært verk, ekki bara að takast það sem ætla mætti ógerlegt, að þjálfa upp hóp barna í burðarhlut- verkum og takast það frábærlega, heldur að gera marga hinna full- orðnu í verkinu að þrívíðum per- sónum. Hér er á ferðinni skemmti- legt barnaleikrit en sýningin nær einnig langt út fyrir þessa skil- greiningu.“ Leikritið Morgunblaðið/Árni Sæberg Jón Oddur og Jón Bjarni Þórhallur Sigurðsson leikstjóri ásamt tveimur pörum af Jóni Oddi og Jóni Bjarna. Frá vinstri eru Andri Már Birgisson og Benedikt Clausen, sem leika Jón Odd, og Sigurbjartur S. Atlason og Matthías Sigurbjörnsson, sem leika Jón Bjarna. Þórhallur þótti takast vel upp við að þjálfa upp barnahóp fyrir sviðið. Guðrún Helgadóttir fæddist í Hafn- arfirði árið 1935. Hún sat á Alþingi Ís- lendinga fyrir Alþýðubandalagið frá 1979-1995. Eftir að Alþýðubandalagið sameinaðist öðrum flokkum til að mynda Samfylkinguna sat Guðrún áfram á þingi sem óháður þingmaður. Hún var ritari Alþýðubandalagsins á ár- unum 1977-1983. Hún var einnig fyrst kvenna kjörin forseti Alþingis árið 1988. Auk þess sat Guðrún í stjórn BSRB í sex ár frá árinu 1972, var borgarfulltrúi í Reykjavík á árunum 1978-1982 og fulltrúi Íslands í Norðurlandaráði á ár- unum 1983-1988 svo eitthvað sé nefnt. Guðrún HelgadóttirSÍÐUSTU mánuði hafa Ari Eldjárn, Ottó Geir Borg og Gunnar B. Guðmundsson unn- ið að handriti fyrir sex þátta sjónvarpsseríu upp úr bókunum um Jón Odd og Jón Bjarna. Zik Zak framleiðir þættina en handrits- skrif eru á lokastigi. Samkvæmt heimildum blaðsins er hand- ritið skrifað upp eftir bókunum þremur og er hugsað sem létt skemmtun fyrir alla fjöl- skylduna. Guðrún Helgadóttir hefur ekki komið að þessari nýju leikgerð ennþá þó svo að hún hafi lagt blessun sína yfir fram- kvæmdina. Búist er við því að hún líti yfir handritið áður en tökur hefjast. Í þáttunum verða sögurnar um Jón Odd og Jón Bjarna færðar yfir í nútímann. Ekki hefur verið ráðið í nein hlutverk og ekki er búið að ákveða hvenær tökur hefjast. Sjónvarpsþættirnir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.