Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2009 Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is ÍSLANDSBANKI hyggst leiðrétta höfuðstól húsnæðislána heimila í er- lendri mynt og einnig hefðbundin verðtryggð húsnæðislán. Þetta stað- festi Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, í samtali við Morgun- blaðið í gær. Höfuðstóll lána í krónum, sem bundinn er við erlenda mynt, hefur hækkað gríðarlega samfara gengis- falli krónunnar skömmu fyrir og eft- ir hrun bankanna í október í fyrra. Ekki liggur fyrir enn hversu mikið höfuðstóll húsnæðislána verður lækkaður. „Við [hjá Íslandsbanka innsk. blm.] höfum verið að leita lausna á þeim skuldavanda sem heimili og fyrirtæki eru í. Við höfum verið að vinna að lausn, sem byggist á leiðréttingu höfuðstóls erlendra húsnæðislána og verðtryggðra hús- næðislána, í skiptum fyrir það að fara í óverðtryggðar íslenskar krón- ur. Nú erum við komin með efna- hagsreikning bankans og sjáum hvaða svigrúm við höfum. Ég er ekki tilbúin til að segja til um hversu mik- il leiðréttingin verður, þar sem vinnunni er ekki lokið,“ segir Birna. Bjartsýn á lausn skattamála Meðal þess sem ekki hefur enn fengist niðurstaða í er hvernig skattahlið niðurfellingar á lánum verður háttað. Íslandsbanki hefur átt í viðræðum við skattayfirvöld og stjórnvöld vegna þess, að sögn Birnu. Samkvæmt lögum, eins og þau eru nú, þyrfti lántakandi að greiða skatt af niðurfellingunni. Birna segist hafa trú á því að farsæl lausn fáist í það mál, þ.e. að óþarft verði að greiða skatt verði höfuðstóll lána lækkaður. „Það á eftir að fá nið- urstöðu í þau mál, hvort hugsanleg niðurfelling skulda verður skatt- skyld. Ef svo er þá er nú betra heima setið. Ég tel að það sé gríðarlega mikilvægt að það náist samfélagsleg sátt um þessar aðgerðir. Fjármála- stofnanir þurfa óhjákvæmilega að vinna sameiginlega að vissum hlut- um. Aðgerðirnar þurfa því að vera samræmdar, a.m.k. upp að vissu marki.“ Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur það komið til umræðu, hjá stjórnvöldum og fjármálastofn- unum, að höfuðstóll húsnæðislána í erlendri mynt verði lækkaður til jafns við ákveðna fasta gengisvísi- tölu, til að halda samræmi á milli fjármálastofnanna. Óljóst er þó hvernig slíkt yrði framkvæmt þar sem staða á milli banka og sparisjóða getur verið mismunandi, þ.e. svig- rúmið til afskrifta á lánum. Höfuðstóll lækkaður og lánum verður breytt Íslandsbanki vinnur að útfærslu á leiðréttingu höfuðstóls Morgunblaðið/RAX Íbúðir Niðursveifla á fasteignamarkaði hefur verið mikil á sama tíma og höfuðstóll húsnæðislána hefur hækkað. FRÉTTASKÝRING Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is EKKI er útilokað að nafn ein- staklings í greiðsluaðlögun verði á vanskilaskrá í allt að fjögur ár eins og tíðkast um nauðasamninga fyr- irtækja. Þetta segir Rakel Sveins- dóttir, framkvæmdastjóri Láns- trausts. „Í gegnum árin hefur vanskila- skráin birt nauðasamninga fyrir- tækja. Núna eru nauðasamningar einstaklinga að verða til í fyrsta sinn. Okkar lögmenn eru að fara yfir þær heimildir og reglur sem gilda um hvað okkur ber að birta og hvað ekki í framhaldi af því. Það er verið að skoða hvort meðhöndla eigi nauðasamninga einstaklinga eins og nauðasamninga fyrirtækja,“ segir Rakel. Þegar héraðsdómur hefur sam- þykkt greiðsluaðlögun fer í gang hefðbundið ferli, að því er Rakel greinir frá. „Allir sem fara í greiðsluaðlögun fara á vanskilaskrá um leið og auglýsing um hana hefur birst í Lögbirtingablaðinu. Auglýs- ingin er til þess að tryggja að kröfu- hafar sendi inn kröfulýsingu á því sem viðkomandi skuldar þeim.“ Rakel segir starfsmenn Láns- trausts hafa orðið vara við að al- menningur fái ekki nægar upplýs- ingar um hvaða úrræði séu í boði auk þess sem einstaklingar fái mjög misvísandi upplýsingar. „Þess vegna er hætta á að ýmis at- riði komi þeim í opna skjöldu. Sumir tala við þjónustufulltrúa eða fjár- málaráðgjafa. Aðrir tala við lög- menn eða Ráðgjafarstofu heimilanna. Það fá ekki allir samskonar aðstoð og fólk er mismunandi vel að sér um hvaða leiðir eigi að fara. Þar af leið- andi er hætta á að jafnræði muni ekki ríkja. Ég held að almenningur geri sér ekki grein fyrir því að afskriftir af skuldum eru þegar hafnar,“ segir Rakel. Hún getur þess að úrskurðurinn frá héraðsdómi um greiðsluaðlög- unina geti verið á ýmsa vegu. „Kröf- urnar eru ýmist afskrifaðar að fullu eða að hluta. Það eru einnig dæmi um að nauðasamningar séu ekki stað- festir.“ Rakel telur að kröfuhafar átti sig heldur ekki á ferlinu. „Staðfesting á nauðasamningum getur falið í sér að skuldir hjá sumum lánveitendum séu felldar niður en ekki öðrum. Ef við eigum að koma í veg fyrir að deilt verði um þessi mál í framtíðinni er það grundvallaratriði að allir geri sér grein fyrir því hvað úrræðið felur í sér.“ Mögulega á vanskilaskrá í fjögur ár  Lögmenn Lánstrausts skoða hvort meðhöndla eigi nauðasamninga einstaklinga eins og nauðasamn- inga fyrirtækja  Framkvæmdastjórinn segir aðstoðina vegna greiðsluerfiðleika mjög misjafna Þeir sem fara í greiðsluaðlögun fara á vanskilaskrá um leið og auglýsing um hana hefur birst í Lögbirtingablaðinu. Óvissa ríkir um hversu lengi menn eiga að vera á skránni. Morgunblaðið/Ásdís Nauðasamningar Allir sem fara í greiðsluaðlögun fara á vanskilaskrá. » Nauðasamningar vegna greiðslu- aðlögunar eru við- bótarkafli við lögin um gjaldþrotaskipti. » Yfir 200 manns hafa sótt um greiðsluað- lögun. ÞEIM sem skulda enn fyrir mataráskrift frá síðasta skólaári verður ekki gert kleift að byrja í mataráskrift á nýju skólaári fyrr en búið er að semja um eða greiða upp eldri skuldir. Þetta kemur fram í bréfi frá fjár- málastjóra menntasviðs sem sent var grunnskólum í Reykjavík. Voru skólarnir beðnir að senda þessar upplýsingar til foreldra nemenda. „Auðvitað hefur verið skorað á foreldra að greiða skuldir sínar. En það er algjörlega ljóst að við gerum allt sem við getum til þess að börnin í grunnskólunum fái mat. Það er engin harka í því,“ segir Ragnar Þorsteinsson, fræðslustjóri Reykja- víkur. Ragnar segir að innheimtan vegna mataráskrifta síðastliðið vor hafi ekki verið slakari en undanfarin ár. „Við sáum enga aukningu á van- skilum í fyrravetur miðað við fyrri ár, meira að segja miðað við árið 2007.“ Að sögn Ragnars liggur ekki fyrir hversu margir foreldrar skulda enn fyrir mataráskrift barna sinna frá því í fyrravor. „Fólk er að koma úr sumarfríi og fer að greiða skuldir sínar frá því í vor.“ Mánaðargjald vegna matar- áskriftar er nú fimm þúsund kr. samkvæmt gjaldskrá borgarráðs og er greitt eftir á. Ekki þarf að greiða með fleiri börnum en tveimur á hverju lögheimili. Hafi skuld vegna mataráskriftar ekki verið greidd 10 dögum eftir ein- daga fer hún í milliinnheimtu, að því er Jón Ingi Einarsson, fjármála- stjóri menntasviðs, greinir frá. ingibjorg@mbl.is Sagt að semja um eldri skuld til að fá nýja mataráskrift Ragnar Þorsteinsson Allt gert til að grunnskólabörn fái mat Verði ákveðið að lækka höfuð- stól gengistryggðra lána miðað við vísitöluna 175, og þeim síð- an breytt yfir í óverðtryggð lán í krónum, lækkar höfuðstóllinn um rúmlega 35 prósent í 26 milljónir. Sé miðað við vísitöl- una 195 nemur lækkunin 22 prósentum. Það jafngildir því að höfuðstóll láns upp á 40 millj- ónir lækki niður í rúmlega 31 milljón króna. Mikil breyting

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.