Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 23
Umræðan 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2009 SEM STJÓRN- ARFORMAÐUR í líf- eyrissjóði deili ég þeirri skoðun með mörgum öðrum að meginhlutverk lífeyr- issjóðs sé að ávaxta eigur sjóðfélaga af trúmennsku til að tryggja sem best greiðslu lífeyris til sjóðfélaga. Þá er mik- ilvægt að lífeyrissjóður miðli til sjóðfélaga upplýsingum um starf- semi sjóðsins og ávöxtun eigna hans. Á sama tíma þarf að hafa í huga að ábyrgð lífeyrissjóðs, stjórn- ar hans og endurskoðenda er mikil og ríkar kröfur gerðar til þeirra í lögum. Það gildir m.a. um upplýs- ingar um lánveitingar og fjárfest- ingar. Æðri landslögum? Fréttastofa Stöðvar 2 hefur flutt af því fregnir í sumar og nú síðast 22. ágúst sl. að stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna vilji ekki veita öðr- um en stjórnarmönnum sjóðsins upplýsingar um tiltekin atriði í rekstri sjóðsins, einkum gjaldmiðla- skiptasamninga og skuldir stærstu lánþega. Í fréttatíma stöðvarinnar sl. sunnudagskvöld var það ein fréttin að formaður stjórnar lífeyr- issjóðsins hefði neitað Stöð 2 um viðtal um þessi málefni. Fréttamað- ur Stöðvar 2 innti mig ítrekað eftir því í símtali fyrr um daginn hvort ekki væri ástæða til að sjóðurinn breytti afstöðu sinni til þagn- arskyldu sinnar „í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu“. Jafn oft minnti ég fréttamanninn á að þagnarskyldan er lögboðin. Ég náði ekki að sann- færa fréttamanninn um að landslög séu rétthærri en „fjórða valdið“, fjölmiðlarnir. Þriðjudaginn 25. ágúst birtist svo grein eftir varaformann VR í Morg- unblaðinu undir fyrirsögninni „Líf- eyrissjóður verslunarmanna verður að taka af skarið.“ Þar setur hann fram svipuð sjónarmið og frétta- maðurinn. Hann telur sjálfsagt að stjórn lífeyrissjóðsins brjóti lög „í ljósi einstaks tækifæris til að höggva á hnút tortryggni og van- trausts sem nú ríkir í þjóðfélaginu“. Sjóðurinn geti „innleitt uppbygg- ingu sem byggist á trausti, gagnsæi og virðingu“. Þá gerir hann „þá kröfu að eignalisti LV verði gerður opinber“ og telur að sjóðurinn geti „tileinkað sér vinnubrögð umfram það sem aðrir gera, sjóðurinn geti opnað bækur sínar svo mikið að allt sem þar á sér stað sé opið öllum og því hafið yfir allan leyndarhjúp og tortryggni sem annars einkennir okkar samfélag í dag“. Hann „skorar á sjóðinn að opna bækur sínar og birta nákvæman lista yfir eignir og verðmæti einstakra eigna“. Það hindrar ekki kröfugerð hans að landslög leyfa slíkt ekki. Það kæmi líka verulega á óvart ef þeir sem skulda sjóðn- um, flestir sjóðsfélagar og félagsmenn í VR, tækju undir kröfu hans um að lánveitingar sjóðsins til þeirra yrðu bornar á torg með þess- um hætti. Fyrirmæli en ekki heimild Stjórnarmenn í sjóðnum hafa að- gang að þessum umbeðnu upplýs- ingum og raunar öllum þeim upp- lýsingum sem þeir óska eftir. Sjóðfélögum eru hins vegar veittar upplýsingar í ársreikningi, á árs- fundi og með fréttabréfi sem sent er til sjóðfélaga í mars og september ár hvert, þegar helstu stærðir sjóðs- ins liggja fyrir. Stjórnarmenn í verkalýðsfélagi og öðrum samtökum sem tengjast sjóðnum hafa flestir stöðu sjóðsfélaga, nema þeir hafi verið kjörnir í stjórn lífeyrissjóðs- ins. Gjaldmiðlaskiptasamningar sjóðsins eru í viðkvæmu samn- ingaferli sem kallar á trúnað. Þá eru lífeyrissjóðir bundnir af ákvæð- um laga um þagnarskyldu gagnvart einstökum lánþegum og mega ekki víkja frá henni. Ákvæðin fela ekki í sér heimild til þagnar, þau eru fyr- irmæli þar um. Brot á þessum lög- um eru refsivert athæfi og mega þeir sem þau brjóta því eiga von á að verða ákærðir. Stjórnvöld eru þessa dagana að kanna hvort efni standi til að breyta lagareglum um trúnaðarskyldu banka og annarra fjármálastofnana. Lífeyrissjóðir hljóta eins og aðrir að sýna biðlund og fylgja því sem lög mæla fyrir um á hverjum tíma. Það er sérkennilegt að menn krefjist þess af öðrum að brjóta lög og gerast þar með sekir um refsivert athæfi. Lögbrot geta ekki innleitt traust og virðingu. Sérkennilegar kröfur um lögbrot Eftir Ragnar Önundarson Ragnar Önundarson » Ákvæðin fela ekki í sér heimild til þagn- ar, þau eru fyrirmæli þar um. Brot á þessum lögum eru refsivert at- hæfi og mega þeir sem þau brjóta því eiga von á að verða ákærðir. Höfundur er formaður stjórnar Líf- eyrissjóðs verzlunarmanna. Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts auglýsir innritunardaga Innritun í Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts verður í Breiðholtsskóla í dag miðvikudaginn 26. ágúst og á morgun, fimmtudaginn 27. ágúst, kl.17 - 19 báða dagana. ATH! Notið ekki aðalinngang heldur inngang að íþróttahúsi skólans. Skólastjóri VIÐ UPPLIFUM margt sorglegt og mjög átakanlegt inn- an veggja Fjöl- skylduhjálpar Ís- lands. Ég er þakklát þeirri umræðu sem komin er upp á yf- irborðið um að börn geti ekki sótt skóla sökum fátæktar for- eldra/foreldris. Í morgun, mánudag 24. ágúst, hef ég haft nóg að gera við að svara símtölum frá fátæku fólki sem sér ekki fram á að geta staðið undir þeim kostnaði sem fylgir því að mennta börn sín. Kona hafði samband og sagði að dóttir sín hefði komist inn í framhaldsskóla og var ákaflega ánægð með það. Þessi kona er öryrki og hefur alls 120.000 krónur á mánuði. Hún leigir 90 fermetra íbúð á höf- uðborgarsvæðinu á 80.000 krónur og fær í húsaleigubætur 30.000 krónur þannig að leigan er 50.000 krónur á mánuði. Þessi kona hefur 70.000 til að framfleyta sér og dóttur sinni. Þessi kona getur ekki keypt skólabækur fyrir dóttur sína. Nú hefur einstaklingur í þjóð- félaginu haft samband við mig og ætlar að styðja viðkomandi fjöl- skyldu reglulega, þ.e. taka fjöl- skylduna í fjárhagslegt fóstur. Viðkomandi mun nafnlaust leggja reglulega inn á reikning móð- urinnar sem stuðning við menntun dótturinnar. Fleiri svona mál eru í vinnslu hjá Fjölskylduhjálp Ís- lands og er það vel. Á föstudaginn sl. fengum við eitt af mörgun hrópum um hjálp sök- um fátæktar. Þetta er sönn saga sem birtist hér að neðan. Einstætt foreldri sem er öryrki bað um neyðaraðstoð hjá Fjölskylduhjálp Ís- lands í síðustu viku. Foreldrið er á fer- tugsaldri með þrjá syni á aldrinum 11, 15 og 17 ára. Foreldrið leitaði til Fé- lagsþjónustunnar í Reykjavík en fékk synjun um aðstoð vegna þess að viðkomandi væri öryrki og ekki á framfæri félagslega kerfisins. Hér bitnar það á viðkomandi foreldri að hafa þraukað í sinni fátækt undanfarin misserin og þá er svar- ið hjá Félagsþjónustunni í Reykja- vík, nei, engin aðstoð hér. Pen- ingar voru ekki til á heimilinu til að kaupa mat. Fjölskyldan var al- veg matarlaus, ekki til mjólk- urdropi. Þessi einstaklingur með börnin sín þrjú er gjörsamlega hjálparlaus. Elsta barnið átti að byrja í framhaldsskóla sl. föstudag en foreldrið varð að hringja og til- kynna að barnið væri veikt því ekki voru til peningar til að kaupa skólabækur og annað sem til- heyrir skólanum. Foreldrið hafði fengið 15.000 krónur hjá Hjálp- arstarfi kirkjunnar en sú upphæð dugði ekki fyrir skólakostnaði fyr- ir eitt barn hvað þá þrjú börn. Foreldrið er við það að bugast á lífinu. Hagir þessa foreldris eru eft- irfarandi. Það leigir 96 fermetra íbúð hjá Félagsbústöðum á 150.000 krónur á mánuði og fær 70.000 krónur í húsaleigubætur. Það greiðir því 80.000 krónur í húsaleigu. Tekið skal fram að for- eldrið sefur í stofunni þar sem í íbúðinni eru þrjú herbergi en þyrftu að vera fjögur. Tekjur þessa foreldris eru sem hér segir. Það fær 120.000 krónur í ör- orkubætur og 60.000 með þremur börnum á mánuði. Sem sagt, tekjur þessa foreldris eru því 180.000 á mánuði að frádreginni húsaleigu 80.000 krónur á mánuði og hefur því til ráðstöfunar heilar 100.000 krónur á mánuði. Hitt for- eldrið sem einnig er öryrki veikt- ist lífshættulega nú fyrir stuttu og bíða börnin nú milli vonar og ótta eftir framvindu mála. Fjölskylduhjálp Íslands stóð vaktina að venju og var hægt að styðja fjölskylduna með 20.000 krónum til bókakaupa auk þess að fá matvæli sem gætu dugað í viku- tíma. Vandamál þessarar fjöl- skyldu eru ekki leyst með aðstoð frá okkur. Aðstoð hjá Fjöl- skylduhjálp Íslands er neyð- araðstoð. Hér þarf miklu meira til að koma. Á endanlega að murka lífsneistann úr öryrkjum og börnum þeirra? Eftir Ásgerði Jónu Flosadóttur »Elsta barnið átti að byrja í framhalds- skóla sl. föstudag en for- eldrið varð að hringja og tilkynna að barnið væri veikt því ekki voru til peningar til að kaupa skólabækur og annað sem tilheyrir skólanum. Ásgerður Jóna Flosadóttir Höfundur er formaður Fjöl- skylduhjálpar Íslands. DREIFT hefur verið á net- ið myndskeið er sýnir drukk- inn alþingismann í ræðustóli Alþingis. Allt æði mannsins var ömurlegt og niðurlægjandi og honum til mikillar minnk- unar og skammar. Þó tók steininn alveg úr hvað nið- urlægingu og lágkúru Alþingis varðar, þegar andstæðingar þess drukkna léku sér að ástandi hans og röðuðu sér hver á fætur öðrum í andsvar og þrætur og kröfðust að hann svaraði, sem hann var þó augljóslega illfær um, og þeg- ar orðin böggluðust uppi í honum og hann missti þráðinn hlógu þeir og skemmtu sér. Síðan var öllu þessu ömurlega og niðurlægjandi sjónarspili dreift á netið þeim drukkna til háðungar. Ódrukknir en ekki algáðir Það var skelfilegt að sjá þetta myndskeið á netinu og flestum ætla ég að hafi liðið eins og þeir væru að horfa á hóp fólks sparka í liggjandi mann sem hefði misst með- fædda burði að verja sig. Þó ber að hafa í huga að ölvíman mun renna af þeim sem drukkinn var og honum mun veitast tækifæri að bæta sig. En þingmennirnir, sem nýttu sér aumt ástand hans, þeir sitja eftir með skömmina og sem lifandi sönnun þess að ekki fer alltaf saman að vera ódrukkinn og algáður. Birgir Dýrfjörð Ölvun og lágkúra á Alþingi Höfundur er rafvirki. ÞAÐ ER algjörlega með eindæmum að það skuli vera ráð- herra Vinstri grænna sem hleypi því í gegn og nánast í skjóli nætur að leyfa erfða- breytta ræktun utan- dyra á Íslandi. Ég hefði frekar átt von á því að umhverf- isráðherra VG hefði afturkallað það leyfi sem var til inniræktunar á erfðabreyttu í gróð- urhúsi. Það athyglisverða við þetta skref er, að það að leyfa notkun á erfða- breyttu á Íslandi eru í raun ein- hver mestu umhverfisspjöll sem hægt er að framkvæma í nokkru landi. Það hefur ávallt verið stað- hæft að erfðabreytt muni ekki fara út í náttúruna, en það virðist ávallt hafa gert það, má þá t.d. sér- staklega horfa til Brasilíu og Bandaríkjanna. Í raun væri hægt að brjóta niður vatnsaflsvirkjun og endurheimta að stórum hluta það sem skemmt var, hægt er að hreinsa upp eftir olíuslys og flest er í raun hægt að laga, hversu raunhæft sem það kann að vera, en erfðabreytt er ekki hægt að taka til baka. Það er hægt að rita langa grein um skaðsemi erfðabreyttra hluta, en það merkilega er að það er einnig hægt að skrifa jafnvel enn lengri grein um hvað erfðabreytt er hollt og jákvætt. Vísindin eru breytileg og það sem þau segja í dag eru gamlar fréttir á morgun. Vísindamenn heldu því fram langt fram eftir 20. öldinni að reykingar væru meinhollar – nú hafa þessir vísindamenn dregið sig til hlés, en við sitjum uppi með krabbameinið, getu- leysið, hjartasjúkdóm- ana og kostnaðinn. Er- um við kannski að horfa á það sama með erfðabreytt? Ágæti umhverf- isráðherra, það er margt jákvætt að ger- ast á Íslandi í ferðaþjónustu, mat- vælaframleiðslu, sprotafyrirtækjum og fleiru. Erfðabreytt á ekkert er- indi til Íslands, eitt mesta lán Ís- lands væri að ríkisstjórnin myndi samþykkja að þínu frumkvæði að Ísland yrði án erfðabreyttra lífvera. Sú yfirlýsing væri einstök í veröld- inni og myndi með rækilegum hætti staðfesta það að Ísland er hreint land þar sem náttúran nýtur vafans og setja íslenska matvæla- og ferðaþjónustu í sérflokk. Erfðabreytt eða ekki erfðabreytt hefur í raun ekkert með vísindi að gera, þetta snýst um kjark og póli- tískan vilja, en þó fyrst og fremst um framtíðarsýn. Er framtíðarsýn umhverf- isráðherra Vinstri grænna fyrir Ís- land virkilega erfðabreytt? Vinstri grænir og erfðabreytt Ísland Eftir Guðmund Ármann Pétursson Guðmundur Ármann Pétursson » Vísindin eru breyti- leg og það sem þau segja í dag eru gamlar fréttir á morgun. Höfundur er rekstrar- og umhverfisfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.