Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2009 Óskar Magnússon. Ólafur Þ. Stephensen. Útgefandi: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Afborganir afíbúðalán-um hafa snarhækkað í beinu framhaldi af bankahruninu og gildir þá einu hvort um er að ræða lán, sem miðuð eru við erlenda mynt, eða verðtryggð lán. Greiðslurnar af þessum lánum eru ekki í neinu samhengi lengur við þær forsendur, sem gefnar voru þegar þau voru tekin. Bankarnir eru hins veg- ar algjörlega varðir gagnvart hinum brostnu forsendum. Lántakendurnir, sem oft voru hvattir til þess að taka lánin af sérfræðingum bankanna, með- al annars til að endur- fjármagna gömul lán, til dæm- is með myntkörfuláni, eru berskjaldaðir í hamförunum. Nú sitja þeir uppi með afleið- ingarnar af að hafa hlustað á sérfræðinga bankanna, sem reyndar eru farnir á hausinn, en rukka eftir sem áður lánin á nýrri kennitölu. Ýmsar hugmyndir hafa komið upp um það hvernig koma megi til móts við þá, sem skulda húsnæðislán. Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttar- lögmaður hefur sett fram þá hugmynd að lántakendur greiði einfaldlega af lánum sínum samkvæmt upphaflegri greiðsluáætlun og láti bönkum það eftir að sækja rétt sinn fyrir dómstólum til frekari greiðslna. Í þessu væri fólgin ákveðin sanngirni gagnvart lántakandanum vegna þess að augljóst er að kjör hans hafa ekki batnað á undanförnum mánuðum. Þvert á móti hefur kaupmáttur krónunnar al- mennt rýrnað um 20 af hundr- aði auk þess sem laun hafa verið lækkuð um fimm til tíu af hundraði hjá þorra lands- manna. Við slíkar aðstæður getur verið nógu erfitt að láta enda ná saman þótt ekki bæt- ist við tvöföldun afborgana af húsnæðislánum. Þó er hæpið fyrir almenna lánþega að fylgja einhliða ráðum Sigurðar vegna þeirrar óvissu, sem því fylgdi. Lilja Mósesdóttir, þingmað- ur Vinstri grænna, hefur sett fram þá hugmynd að gefa skuldurum kost á því að skila einfaldlega lyklinum að íbúð sinni eða húsi og myndi bank- inn þá ekki eiga frekari kröfu á hendur skuldaranum. Það yrði þá verkefni bankans að fá sem best verð fyrir eignina, sem hann á sínum tíma veitti lán gegn. Með þeim hætti axl- aði bankinn hluta af ábyrgð- inni og áhættunni vegna lán- veitingarinnar. Sá, sem situr eftir hús- næðislaus með skuldafjall á herðunum, er í býsna von- lausri stöðu. Nógu slæmt er að missa þakið ofan af höfði sér, en þá er þó hægt að byrja að nýju með hreint blað. Það yrði vísir að hvatningu í sam- félagi, sem þarf á öllum til- tækum krafti að halda til að ná vopnum sínum. Afskriftir skulda eru við- kvæmt mál, ekki síst þegar þær fela í sér mismunun borg- aranna. Þegar ákveðið var að bæta tjón þeirra, sem áttu fé í peningamarkaðssjóðum, átti sér stað ákveðin mismunun vegna þess að það var ekki eina tapið sem borgarar lands- ins urðu fyrir, en þó var ákveð- ið að allir skattgreiðendur skyldu hlaupa undir bagga með þessum tiltekna hópi. Mismununin vegna pen- ingamarkaðssjóðanna á ekki að vera ávísun á frekari mis- munun. Það er eðlilegt að al- menningur spyrji sig hvers vegna eigi að hjálpa mestu glönnunum, en ekki þeim, sem sýndu ráðdeild í góðærinu. Vissulega þarf að hafa í huga að stór hluti þeirra, sem nú eru í hvað erfiðastri stöðu, er ungt fólk, sem fór inn á hús- næðismarkaðinn á versta tíma. Verð á húsnæði var svimandi hátt og ætlaði fólk sér á annað borð að eignast þak yfir höfuðið þurfti það að taka gríðarlega há lán. En þeir eru einnig margir, sem fóru langt fram úr sjálfum sér í lífs- gæðakapphlaupinu og spenntu bogann allt of hátt. Eins og Lilja Mósesdóttir bendir á í Morgunblaðinu í gær hafa allir skuldarar orðið fyrir kjararýrnun, eigna- rýrnun og aukinni skuldabyrði langt umfram það sem gerst hefur í nágrannalöndunum. Ástæðan fyrir því hvað staðan er miklu verri hér er að mestu leyti hrun íslensku bankanna og húsnæðisútlánastefna þeirra er hluti af því. Bank- arnir eiga því að hluta til sök á hremmingum sinna gömlu við- skiptavina og því eðlilegt að spurt sé hvers vegna þeir eigi ekki að bera hluta af ábyrgð- inni þótt þeir séu aftur komnir í eigu ríkisins og eigi að heita nýir. Svo má ekki gleyma því að þótt Íbúðalánasjóður hafi ekki farið á höfuðið hafa af- borgarnir viðskiptavina hans hækkað ekkert síður en þeirra, sem tóku húnæðislán hjá bönkunum. Lykilatriðið er hins vegar að sú staða má ekki koma upp að hægt sé að segja að þeir séu verðlaunaðir, sem gerðust sekir um mesta glannaskap- inn, og hinum refsað, sem í raun sýndu mestu skynsemina og geta því áfram staðið í skil- um þótt afborganirnar hafi hækkað upp úr öllu valdi. Lausn á vanda skuldara má ekki leiða til mismununar} Húsnæðislánaklemman M ér fannst við ekki spila nógu vel í seinni hálfleiknum og svo féll allt þeirra megin í dómgæsl- unni. Það má vel endurskoða það að vera með kvendómara í svona úrslitakeppni. Fullt af skrítnum atriðum féll Frökkunum í hag en svona er þetta bara.“ Þessi ummæli voru höfðu eftir einni af „stelpunum okkar“, Hólmfríði Magnúsdóttur, í Morgunblaðinu á mánudag. Hún var sem sagt ósátt við dómgæsluna í fyrsta leik íslenska liðs- ins í Evrópukeppninni í Finnlandi og var raun- ar ekki ein um það. Og ástæða slakrar dóm- gæslu skín í gegn: Dómarinn var kona sem og aðstoðardómararnir tveir. Hvernig landsliðskonu í knattspyrnu dettur í hug að láta svona út úr sér er með miklum ólík- indum. Hólmfríður Magnúsdóttur nýtur þess að vera fastur leikmaður í liðinu sem á hug og hjarta þjóð- arinnar um þessar mundir. Liðinu sem hefur náð miklu betri árangri en karlalandsliðið hefur nokkru sinni náð og hefur nú náð þeim mikla áfanga að keppa í úrslitakeppni stórmóts. Árangur stelpnanna okkar hefur orðið til þess að allar úrtöluraddir um kvennaknattspyrnu eru þagnaðar. Þær eru frábærir íþróttamenn. Þar er hin harðsækna Hólm- fríður sannarlega engin undantekning og skallamarkið hennar gegn Frökkum var enn ein fjöðrin í hattinn. Eftir að Hólmfríður lét þessi ummæli falla hafa ýmsir komið henni til varnar, til dæmis í útvarpi. Þar hefur m.a. heyrst að hún hafi í raun verið að vísa til þess að ekki væru til nógu margir reyndir kven- dómarar sem réðu við stórverkefni á borð við Evrópumót. Ef Hólmfríður er að kvarta undan reynslu- leysi dómara hefur hún auðvitað fullan rétt á því, hvors kynsins sem þeir eru. Kannski er að- aldómarinn í leiknum við Frakka, Natalia Av- donchenko, reynslulaus, þótt hún sé elsti dóm- ari keppninnar og hafi m.a. dæmt í undankeppni EM, Evrópukeppni meistaraliða, heimsmeistarakeppnum yngri liða og náð þeim árangri á síðasta ári að vera valin besti knattspyrnudómari Rússlands. Það er hins vegar með ólíkindum að leik- maður íslenska kvennalandsliðsins skuli al- hæfa um kvendómara með þeim hætti sem felst í orðum Hólmfríðar. Hefur hún ekki feng- ið sig fullsadda á alhæfingum um kvenfólk og fótbolta? Gerir hún sér ekki grein fyrir hversu sterk fyrirmynd hún er öllum stelpunum sem vita að stelpur geta allt? Áttar hún sig ekki á að litlu stelpurnar vita þetta vegna þess að hún, Margrét Lára, Katrínarnar, Ólína, Sara, Guðrún Sól- ey, Edda, Dóra María, Erna Björk, Þóra og allar hinar hafa sannað það? Stelpurnar okkar í landsliðinu eru ein ástæða þess að á mínu heimili eru átta ára systur brennandi af fótbolta- áhuga, æfa oft í viku og vilja verða eins og fyrirmyndirnar. Slíkar fyrirmyndir verða að gera sér grein fyrir að þær bera mikla ábyrgð. rsv@mbl.is Ragnhildur Sverrisdóttir Pistill Knattspyrna og kvendómarar FRÉTTASKÝRING Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is S purningalisti fram- kvæmdastjórnar ESB vegna aðildarumsóknar Íslands hefur ekki enn borist en eftir sem áður er hafin vinna í utanríkisráðuneytinu og fleiri ráðuneytum að undirbúningi að því að semja svörin. Skv. heim- ildum Morgunblaðsins verður þetta verkefni sett í algjöran forgang á næstu vikum og mánuðum í ráðu- neytum og ríkisstofnunum og öðrum verkefnum ýtt til hliðar ef þörf kref- ur. Þótt listinn hafi ekki borist með formlegum hætti hafa menn hug- myndir um hvers má vænta, byggja það á reynslu annarra ríkja og eru þegar farnir að hefjast handa. Olli Rehn, sem fer með stækkun- armál framkvæmdastjórnar ESB, af- henti forsætisráðherra Svartfjalla- lands í júlí sl. spurningalista vegna aðildarumsóknar þess. Var það gert við sérstaka athöfn og listinn taldi á þriðja þúsund spurningar. Ekki er vitað hvenær sambærilegur spurn- ingapakki berst Íslendingum, hvort þær verða afhentar með formlegri viðhöfn eða sendar í pósti en Rehn er væntanlegur í heimsókn til Íslands í byrjun september í venjubundna heimsókn til umsóknarríkis. Spurningarnar ná yfir nánast allt milli himins og jarðar á sviði efna- hagsmála, stjórnskipunar, stjórn- sýslu, dómsmála og réttarfars, mannréttinda, frelsis fjölmiðla, virð- ingar fyrir minnihlutahópum, mark- aðshagkerfisins, sem og um getu landsins til að standast samkeppnis- þrýsting og markaðsöfl. Krafist verður mjög ítarlegra svara við hverri spurningu. Þegar búið er að svara öllum spurningunum skrifar framkvæmdastjórnin álit sitt sem sent verður leiðtogaráði Evr- ópusambandsins. Þótt ekki fáist það staðfest mun vera litið svo á að svörin þurfi að liggja fyrir á haustmánuðum ef ná á því takmarki að skýrslan um umsókn Íslands verði lögð fyrir leið- togafundinn í desember, sem gæti þá ákveðið að hefja skuli formlegar að- ildarviðræður. Fjölga þarf starfsmönnum í þýð- ingardeild utanríkisráðuneytisins vegna mikillar vinnu við þýðingar sem framundan er og hefur þegar verð auglýst eftir starfsfólki. Ekki stendur hins vegar til að fjölga starfsfólki ráðuneytisins að öðru leyti því nýta á allan þann starfskraft sem fyrir er. Þó er reiknað með tilflutn- ingi á milli starfa innan stjórnkerf- isins meðan á verkefninu stendur. Hefur verið litið svo á að þessi vinna sé um margt sambærileg samningaviðræðunum um Evrópska efnahagssvæðið á sínum tíma en þá þurfti aðeins að bæta við örfáum starfsmönnum í utanríkisráðuneyt- inu en engin fjölgun átti sér stað af þeim sökum í öðrum ráðuneytum. En aðildarumsóknin hefur einnig í för með sér að Íslendingar fá tæki- færi til starfa hjá Evrópusamband- inu í tengslum við undirbúninginn og væntanlegar aðildarviðræður. Skv. upplýsingum innan stjórnkerfisins liggur fyrir að ESB telji sig þurfa að ráða nokkurn fjölda starfsmanna vegna umsóknar Íslands, ekki síst þýðendur. Þá er reiknað með að ESB setji upp sendiskrifstofu hér. Búa sig undir spurn- ingaflóðið frá ESB Morgunblaðið/Ómar Fyrsta skrefið Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir ánægð er þingið samþykkti ESB-tillöguna. Mikill vinna er nú hafin í stjórnkerfinu. Ráðuneyti og ríkisstofnanir búa sig undir að svara fjölda mjög ít- arlegra spurninga ESB vegna að- ildarumsóknar Íslands. Stækk- unarstjóri ESB kynnir sér stöðu mála hér í byrjun september. Stjórnvöld í Svartfjallalandi, sem sótt hefur um aðild að ESB, fengu í hendur lista með 2.178 spurningum framkvæmda- stjórnar sambandsins í seinasta mánuði. Fylltu þær 368 blaðsíð- ur. Skv. fréttum af undirbúningi aðildarviðræðna Svartfellinga og ESB er gert ráð fyrir að þar í landi þurfi um eitt þúsund starfsmenn til að svara öllum spurningunum. Verður þeim skipt niður í 35 vinnuhópa, einn hóp fyrir hvern kafla í löggjöf ESB en samið er um hvern þeirra fyrir sig. Þá kemur fram að sé tekið mið af reynslu ann- arra umsóknarríkja, einkum Króatíu og Makedóníu, megi ætla að líða muni 14 til 16 mán- uðir þar til endanlegt mat fram- kvæmdastjórnar ESB á umsókn- inni og svörunum liggur fyrir. Íbúar Svartfjallalands eru um 620 þúsund talsins. Þótt e.t.v. sé ólíku saman að jafna við Ís- land, sem á aðild að EES og hef- ur innleitt stóran hluta af reglu- verki ESB, má engu að síður búast við að íslensk stjórnvöld fái langan spurningalista og að krafist verði nákvæmra upplýs- inga. Þúsund starfsmenn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.