Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 17
Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is LJÓST er nú, að Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, mun sækja Norðmenn heim í næstu viku þótt hann hafi verið harðlega gagnrýndur í minnisblaði frá Monu Juul, sendiherra Noregs hjá SÞ, en því var lekið í fjölmiðla. Jonas Gahr Støre, utanríkisráð- herra Noregs, sagði í fyrradag, að Ban Ki-moon væri „hjartanlega vel- kominn“ og talskona framkvæmda- stjórans, Michele Montas, staðfesti, að af heimsókninni yrði. Sagði hún, að minnisblaðið væri innanbúðarmál hjá Norðmönnum og Ban Ki-moon hefði ekkert um það að segja. Áhugalaus gufa Í minnisblaðinu frá Monu Juul fer hún hörðum orðum um frammistöðu Bans í embætti. Segir hún, að hann hafi litla forystuhæfileika, hann sé óaðlaðandi og áhugalaus og eftir honum sé varla tekið. Nefnir hún sem dæmi „máttlaus afskipti“ hans af átökunum á Srí Lanka, Darfur, Sómalíu, Simbabve og Kongó og al- gjört afskiptaleysi hans af afvopn- unarmálum. Þá veki athygli, að hann hafi ekki valið sér til aðstoðar neina kunna menn með einhvern slagkraft og að því er virðist til að koma í veg fyrir, að nokkur verði til að skyggja á hans eigin persónu. Juul segir, að fyrrverandi ríkis- stjórn Bush Bandaríkjaforseta hafi ráðið mestu um, að Ban Ki-moon varð fyrir valinu enda hafi hún ekki viljað fá í embættið mann, sem gæti látið til sín taka. Ríkisstjórn Obama hafi enn ekkert látið uppi um af- stöðu sína til framkvæmdastjórans en sagt sé, að Hillary Clinton sé af- ar óánægð með hann. Meðal aðild- arríkja SÞ sé vaxandi óánægja með hann nema hvað Kínverjum líki máttleysið vel. Minnisblaðið endurspeglar óánægju Norðmanna og margra annarra með Ban enda hefur það vakið mikla athygli á alþjóðavett- vangi. Kofi Annan, fyrrverandi framkvæmdastjóri SÞ, hafði náið samband við Norðurlöndin enda eru þau meðal þeirra ríkja, sem leggja mest af mörkum til samtakanna. Á árunum 2004 til 2006 lögðu Norð- menn SÞ til rúmlega 2,4 milljarða dollara og voru þá í sjöunda sæti á listanum yfir þá, sem leggja mest af mörkum. Ban hefur samt átt lítið erindi til Noregs eða annarra Norð- urlanda hingað til en hann er þeim mun tíðari gestur á Spáni. Tjáir sig ekki um minnisblað Ban Ki-moon til Noregs þrátt fyrir ásakanir um getuleysi í embætti Fréttir 17ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2009 FYRSTU tölur úr forsetakosningun- um í Afganistan voru birtar í gær og samkvæmt þeim hafði Hamid Karzai forseti aðeins vinninginn á helsta keppinaut sinn, Abdulla Ab- dullah, fyrrver- andi utanríkis- ráðherra. Stuðningsmenn hans saka Karzai um víðtækt kosn- ingasvindl og hóta að grípa til vopna verði hann endurkjörinn í skjóli þess. Að sögn yfirkjörstjórnar hafði Karzai fengið 212.000 atkvæði, 40,6%, en Abdullah 202.000, 38,7%, er 10% atkvæða höfðu verið talin. Fylgdi það sögunni, að aðeins væri búið að telja 2% atkæða í Kandahar- héraði og engin í Helmand-héraði en Karzai hefur mikinn stuðning í þeim báðum. Verður greint frá talning- unni eftir því sem henni miðar fram en ekki er búist við lokatölum fyrr en eftir tvær vikur. Abdullah hefur sakað Karzai um gróft kosningasvindl og alþjóðlegir eftirlitsmenn, sem sögðu í fyrstu, að kosningarnar hefðu farið vel fram, viðurkenna nú, að mikill og alvarleg- ur misbrestur hafi verið á þeim víða. Hóta að grípa til vopna Nokkrir stuðningsmenn Abdullah sögðu í gær, að yrði Karzai endur- kjörinn með svikum, mætti búast við, að þeir gripu til vopna. Svo virðist sem óánægja Banda- ríkjamanna með Karzai fari vaxandi. Átti Richard Holbrooke, sendimaður Baracks Obama Bandaríkjaforseta, kuldalegan, hálftímalangan fund með Karzai. Lýsti Holbrooke óánægju sinni með það kosninga- samkomulag, sem Karzai gerði við ýmsa stríðsherra, sem sumir hafa verið sakaðir um stríðsglæpi. Hol- brooke átti hins vegar þriggja tíma fund með Abdullah. svs@mbl.is Karzai með forystu Í HNOTSKURN » Nærri 16 milljónir mannavoru á kjörskrá í forseta- kosningunum 20. ágúst, þar af 38% konur. »Talið er, að kjörsókn hafiverið dræm, líklega á bilinu 40 til 50% og minnst á landsbyggðinni. Hamid Karzai SEGJA má, að þetta fólk í Malda í Vestur-Bengal á Ind- landi sé á hálfgerðu flæðiskeri statt en nú er tími mons- únrigninganna með tilheyrandi flóðum. Úrhellið á þessum tíma er sú lífslind, sem nærir indverskan land- búnað, en að þessu sinni og raunar nokkur síðustu ár hefur úrkoman verið minni en í meðalári. svs@mbl.is Reuters ALLT Á BÓLAKAFI Í BENGAL Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is DÁNARDÓMSTJÓRI í Los Angel- es er nú sagður rannsaka dauða Michaels Jacksons sem manndráp og talið er líklegt að einkalæknir söngvarans verði ákærður fyrir að hafa valdið dauða hans með ban- vænni lyfjablöndu. Í málsskjölum, sem gerð hafa ver- ið opinber, kemur fram að læknir Jacksons, hjartasérfræðingurinn Conrad Murray, gaf honum inn stóra skammta af a.m.k. fimm lyfj- um á hálfum sólarhring áður en poppstjarnan dó. Jackson þjáðist af svefnleysi og réð Murray nokkrum vikum áður en hann dó 25. júní. Hermt er að Jack- son hafi greitt lækninum sem svarar nítján milljónum króna á mánuði. Murray játaði í eiðsvarinni yf- irlýsingu tveimur dögum eftir dauða Jacksons að hann hefði gefið popp- stjörnunni inn 50 milligrömm af öfl- ugu svæfingarlyfi, própófól (dipriv- an), á hverri nóttu síðustu sex vikurnar áður en Jackson dó. Murray kvaðst hafa óttast að Jack- son væri orðinn háður própófóli og minnkað skammtinn um helming 22. júní til að venja hann af svæfingar- lyfinu. Jackson fékk þá einnig tvö önnur lyf, lorazepam (svefnlyf) og midazolam (róandi lyf). Nóttina eftir fékk Jackson aðeins tvö síðarnefndu lyfin en ekki própó- fól og gat sofið. Lyfin tvö dugðu þó ekki sólarhring síðar því Jackson lá þá andvaka alla nóttina. Læknirinn segir að síðustu klukkustundirnar hafi Jackson sár- beðið hann um „mjólk“, en popp- stjarnan notaði það orð yfir própófól sem er hvítt á litinn. Murray kveðst hafa neitað því í fyrstu og gefið Jackson inn valíum, lorazepam og midazolam fimm sinnum á sex klukkustundum. Murray gafst að lokum upp og gaf honum inn 25 milligrömm af própófóli. Jackson sofnaði þá loksins – en vaknaði aldr- ei aftur. Sérfræðingar segja að própófól sé mjög öflugt svæfingarlyf sem eigi aðeins að nota á sjúkrahúsum undir eftirliti svæfingarlækna. Þótt 25 milligramma skammtur eigi ekki að vera banvænn geti própófól sam- hliða fyrrnefndri lyfjablöndu verið stórhættulegt og leitt til hjarta- stopps. Þegar bráðatæknar komu á heim- ili Jacksons og reyndu að bjarga lífi hans lét læknirinn hjá líða að skýra þeim frá því að poppstjarnan hefði fengið própófól. V A L I U M (R ) DAUÐI MICHAELS JACKSONS 25. júní, fimmtudagur 26. júní, föstudagur 27. júní, laugardagur 11.30 f.h. (18.30 að ísl.) Hermt er að læknir Jacksons, Conrad Murray, hafi gefið honum inn nokkur lyf á heimili hans í Los Angeles 12.21 e.h. (19.21 að ísl. tíma) Starfsmaður Jacksons hringir í neyðarlínu úr húsinu, segir að Jackson sé meðvitundarlaus og andi ekki. Bráðatæknar koma á staðinn nokkrum mínum síðar og veita honum skyndihjálp í 42 mínútur. Hann er síðan fluttur á nálægt sjúkrahús 2.26 e.h. (21.26 að ísl.) - Jackson er úrskurðaður látinn á sjúkrahúsinu. Lík hans er flutt með þyrlu á skrifstofu dánardómstjóra, um 27 km frá sjúkrahúinu, nálægt miðborg Los Angeles 4.35 e.h. (23.35 að ísl.) Dánardómstjórinn staðfestir dauða Jacksons 2.20 e.h. (21.20 að ísl.) - Dánardómstjórinn segir að við líkskoðun hafi ekki fundist neinir áverkar á líkinu og hann fyrirskipar eiturefnarannsókn sem getur tekið allt að sex vikur 9.30 e.h. (04.30 að ísl./ laugardag) Fjölskylda Jacksons fær lík hans 11.47 f.h. (18.47 að ísl.) - Vefsíðan TMZ.com segir að fjölskylda Jacksons hafi óskað eftir annarri líkskoðun 4 e.h. (23.00) TMZ.com skýrir frá því að önnur líkskoðun hafi verið hafin að beiðni fjölskyldu Jacksons 7 e.h. (02.00 á sunnd. að ísl.) Lögreglan yfirheyrir Conrad Murray lækni, sem var hjá Jackson og gaf honum inn lyf skömmu áður en poppstjarnan dó 25. júní 26. júní 27. júní Poppstjarnan Michael Jackson dó af völdum banvænnar blöndu lyfja, m.a. öflugs svæfingarlyfs, própófóls, sem læknir gaf honum inn. Yfirvöld gruna því lækninn um manndráp, að því er fram kemur í málsskjölum sem hafa verið gerð opinber. ATIVAN (Lorazepam) Einkum notað sem svefnlyf, en einnig við kvíða VALÍUM (Diazepam) Róandi, kvíðastillandi lyf sem getur verið vanabindandi VERSED (Midazolam) Róandi lyf sem notað er til að róa sjúklinga fyrir skurð- aðgerðir LÍDÓKAÍN (Xylocaine) Staðdeyfilyf, getur orðið til þess að sjúklingur missi meðvitund DIPRIVAN (própófól) Notað til að svæfa sjúklinga fyrir skurðaðgerðir, þeim er þá oft haldið sofandi í öndunarvél LYF SEM JACKSON ER SAGÐUR HAFA FENGIÐ Læknir grunaður um manndráp Gaf Jackson inn banvæna lyfjablöndu Ban Ki-moon var kjörinn fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í október 2006 og tók við af Kofi Annan 1. janúar 2007. Þá hafði hann verið utanríkisráðherra Suð- ur-Kóreu frá 2004. Ekki verður sagt að hann hafi látið mikið að sér kveða í embætti og bandaríska tímaritið Foreign Policy segir að hann sé orðinn að nýrri viðmiðun þegar um klúður og mistök sé að ræða. Hann sé jafn eft- irtektarverður og áhorfandi sem hafi álpast fyrir slysni inn á sviðið en ekki ratað út aftur. Litleysi, klúður og mistök? Ban Ki-moon Mona Juul

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.