Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2009                                                                  ✝ Hafdís Sigdórs-dóttir fæddist 14. júní 1952. Hún lést á gjörgæsludeils Land- spítalans í Fossvogi 16. ágúst sl. Móðir Hafdísar var Anna Jóna Loftsdóttir hús- móðir, f. 22.8. 1930, d. 15.3. 1986. Faðir hennar er Sigdór Ólafur Sigmarsson skipstjóri, f. 1.8. 1927. Hafdís var þriðja elst af systk- inum sínum. Systkini hennar eru: 1) Guðbjörg Haralds- dóttir, f. 18.1. 1947, 2) Þorsteinn Veturliðason, f. 8.11. 1949, 3) Jó- hann Sigfús Sigdórsson, f. 19.4. 1956, 4) Loftur Sigdórsson, f. 14.3. 1957, 5) Dagbjört Hanna Sigdórs- dóttir, f. 28.1. 1960, 6) Halldóra Halldórsdóttir, f. 13.8. 1961, 7) Kristjana Sigríður Kristjánsdóttir, f. 28.3. 1963, 8) Eva Mary Krist- jánsdóttir, f. 23.2. 1966, og 9) Berg- ljót Kristjánsdóttir, f. 10.4. 1967. Maki Hafdísar er Jósep Berent Gestsson, f. 30.12. 1932. Börn Haf- dísar eru: 1) Róbert Antonsson, f. 9.6. 1978, í sambúð með Söndru Björk Marteinsdóttur. Börn þeirra eru Elfar Smári, f. 1.9. 2002, Axel Máni, f. 28.8. 2003, og Urð- ur Emma, f. 23.2. 2006. 2) Jakobína Helga Jósepsdóttir, f. 15.1. 1980. Börn hennar eru Bjarki Snær, f. 27.7. 2001, og Sindri Snær, f. 1.4. 2007. 3) Arilíus Gestur Róbertsson, f. 5.6. 1981. 4) Berg- sveinn Eyland Jós- epsson, f. 14.10. 1982, í sambúð með Evu Björk Kristinsdóttur. Dóttir þeirra er Embla Dís, f. 19.1. 2009. 5) Anna Jóna Jósepsdóttir, f. 3.7. 1987. Börn hennar eru Alexander Aron, f. 22.11. 2006, og Aníta Rut, f. 20.8. 2008. 6) Davíð Þór Jósepsson, f. 23.10. 1991. Hafdís hóf störf ung að aldri og vann ýmis þjónustustörf á lífsleið- inni. Á sínum seinni árum helgaði hún sig börnunum sínum og barna- börnum sem hún sinnti af mikilli ástúð og umhyggju. Útför Hafdísar fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag, 26. ágúst, og hefst athöfnin kl. 13. Meira: mbl.is/minningar Mamma, mér finnst svo ótrúlegt að þú sért dáin svona ung og svona skyndilega þó svo að við höfum innst inni vitað að svona færi eftir veikindin sem þú gekkst í gegnum. Lífskrafturinn þessar síðustu stundir á spítalanum lýsir þér svo vel og það var svo sárt að horfa á þig og geta ekki hjálpað þér eins og vanalega. Þú varst ótrúlega sterk og svo þrjósk að þú ætlaðir ekki að gefa eftir og vildir fara heim. Þú fékkst líka að vera heima eins lengi og hægt var þar sem þú vildir helst vera með okkur krökk- unum og barnabörnunum sem þú elskaðir svo mikið. Ég man hvað þú varst stolt þegar Bjarki fæddist og þú hefur alltaf viljað hafa hann hjá þér. Hann var líka svo háður þér og kemur til með að sakna þín mikið. Við gerðum öll svo margt saman og minningarnar eru svo margar. Þú varst svo dugleg að fara með okkur í sunnudagsbíltúra, allir settir í bað áður og við Beggi greiddir til hliðar. Þá var oft farið niður á bryggju, farið í Tívolí í Hveragerði eða í Suðurver og keyptur kjúklingur sem þér þótti svo góður. Þú elskaðir að fara í sumarbústaðaferðir og vildir helst vera í heita pottinum allan tímann með krakkana í kringum þig. Þú varst mikill húmoristi og við hlóg- um öll mikið sama. Minningarnar eru svo margar og þeim gleymum við aldrei. Þú varst sterkur per- sónuleiki og stóðst á þínu. Þú þoldir ekki óréttlæti og fals og ef einhver fór á bak við þig varðst þú virkilega reið þannig að þeir sem í hlut áttu þorðu ekki að tala við þig og þú gafst ekkert eft- ir. Við vorum alltaf svo góðir vinir og gátum alltaf talað saman. Ég veit að ég var ekki alltaf auðveldur en þú fyrirgafst mér alltaf og við sættumst. Mamma, ég hugsa stöðugt um þig og finnst vera tómlegt og skrít- ið hérna án þín. Ég mun aldrei gleyma þér og þeim minningum sem ég á. Við stöndum þétt saman og hugsum vel um pabba eins og ég veit að þú vildir. Ég veit að þú verður alltaf hjá okkur og vakir yf- ir okkur og barnabörnunum þín- um. Þinn sonur, Aralíus. Hafdís Sigdórsdóttir Í dag er til grafar borin gömul baráttu- systir okkar jafnaðar- manna, Rannveig Edda Hálfdánardótt- ir. Kynni okkar tókust fyrst þegar ég fór að fara með Eiði Guðnasyni á pólitíska fundi Alþýðuflokksins á Skaganum upp úr 1990. Hún var skemmtileg, opin og hlý kona, og fylgin þeim sem hún studdi. Í henni átti ég jafnan síðar hauk í horni á átakastundum í mínu póli- tíska lífi. Edda var einn þeirra ein- staklinga sem í stjórnmálahreyf- ingu vaxa upp í að verða burðarstoðir. Hún var ósérhlífin, og jafnan boðin og búin til að taka að sér hvers kyns verk í þágu þess málstaðar sem hún bar fyrir brjósti. Hún var um skeið formað- ur Alþýðuflokksins á Akranesi, gekk í öll störf á vegum jafnaðar- manna, og mátti einu gilda hvort það var undirbúningur funda, þátt- taka í bæjarmálum, kosningabar- átta, eða skemmtiferðir á vegum flokksins. Rannveig Edda var sannkallaður eðalkrati einsog þeir bestir gerast. Hún var af grónum ættum jafnaðarmanna, og var æv- ina á enda ötul baráttukona fyrir sjónarmiðum jafnréttis og réttlæt- is. Það má segja að hún hafi drukk- ið jafnaðarstefnuna í sig strax í bernsku. Þau voru systkinabörn, hún og Benedikt Gröndal, formað- ur Alþýðuflokksins. Akranes var áratugum saman helsta vígi Al- þýðuflokksins í hinu gamla Vest- urlandskjördæmi. Leiðtogar flokksins á Skaga voru forystu- menn í bæjarmálum, og áttu ríkan þátt í vexti og uppgangi bæjar- félagsins. Einn þeirra var Hálfdán Sveinsson, faðir Rannveigar Eddu, sem um langt skeið var ókrýndur Rannveig Edda Hálfdánardóttir ✝ Rannveig EddaHálfdánardóttir fæddist á Akranesi 6. janúar 1936. Hún lést á Sjúkrahúsi Akra- ness föstudaginn 7. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Akraneskirkju 18. ágúst, jarl vestlenskra krata og réð flestu því sem hann vildi. Fjölskyld- an hverfðist um stjórnmál og jafnað- arstefnuna, því öll fjögur börn Hálfdáns og eiginkonu hans, Dórótheu Erlends- dóttur, tóku virkan þátt í starfi Alþýðu- flokksins, ekki bara á Vesturlandi heldur víðar. Tveir bræðr- anna, Hilmar og Sveinn, sátu um skeið á Alþingi sem varaþingmenn fyrir Alþýðuflokkinn. Sjálf varð Rann- veig Edda fremst meðal jafningja í öflugri kvennasveit á Skaga, sem dugði flokknum einstaklega vel í hinni pólitísku baráttu, sem á þeim árum gat orðið harðskeyttari og persónulegri en við eigum að venj- ast í dag. Hvað sem á dundi var Rannveig Edda jafnan til staðar á hinum pólitíska vettvangi. Á fund- um flutti hún mál sitt af einurð og skörungsskap og var ódeig í sókn og vörn fyrir málstað Alþýðu- flokksins og hugsjóna hans. Þegar Samfylkingin var stofnuð í aldar- byrjun var hún stofnfélagi í flokkn- um og tók virkan þátt í ógleyman- legum stofnfundi hans. Sjálfur var ég formaður Samfylkingarinnar fyrstu fimm árin, og vissi af eigin raun hversu munaði um óbilandi fé- laga einsog hana á frumbýlings- árum flokksins. Það sópaði að Eddu. Hún var kona hávaxin, fríð og tíguleg í framgöngu, hlý, hlát- urmild og skemmtileg. Að henni er ekki aðeins sjónarsviptir heldur er skarð fyrir skildi í röðum jafnaðar- manna á Vesturlandi, þar sem við nú með skömmu millibili höfum séð á bak tveimur baráttukonum úr röðum okkar á Vesturlandi, Rann- veigu Eddu og Svölu Ívarsdóttur, sem jarðsett var fyrir tæpum þremur vikum. Fyrir hönd Samfylkingarinnar þakka ég Rannveigu Eddu einlæg- lega fyrir framlag hennar í þágu okkar sameiginlega málstaðar, og alla þá hlýju sem hún jafnan sýndi ungum þingmanni sem ekki kunni alltaf fótum sínum pólitísk forráð. Ég bið Guð að blessa minningu hennar, fjölskyldu og vini. Össur Skarphéðinsson. Með fráfalli Rannveigar Eddu er látin mikilhæf og eftirminnanleg kona. Árið 1944 voru verka- mannabústaðirnir á Sunnubraut teknir í notkun. Við fluttum með foreldrum okkar Valtý Bergmann og Báru Páls á Sunnubraut 16, en á 14 fluttu Hálfdán Sveinsson og Dórothea Erlendsdóttir ásamt börnum sínum. Samskipti og vin- átta þessara fjölskyldna voru ein- stök, það voru t.d. keyptir ýmsir hlutir sameiginlega sem síðan gengu á milli húsanna eftir þörfum. Á jólum var komið saman, farið í leiki, drukkið súkkulaði og kræs- ingar borðaðar. Það skemmdi ekki fyrir að pólitískar skoðanir allra aðila fóru saman, allt kratar fram í fingurgóma, Hálfdán einn af for- ystumönnum Alþýðuflokksins í bænum. Síðar meir valdist Edda til trúnaðarstarfa fyrir Alþýðuflokk- inn. Við minnumst með mikilli gleði allra uppátækjanna í leik á Sunnu- brautinni og ekki skorti hugmynda- flugið hjá Eddu, hún var uppá- tækjasöm með afbrigðum, en allt var það saklaust og meiddi engan. Um leið og við þökkum vináttu og ljúft viðmót sem aldrei bar skugga á sendum við Kristjáni eiginmanni Eddu, börnum þeirra og bræðr- unum Hilmari og Sveini og fjöl- skyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Margrét, Díana, Benedikt og Kristrún. Rannveig Edda Hálfdánardóttir var meðal fyrstu eðalkratanna sem ég hitti á Akranesi þegar ég byrj- aði að vasast í pólitík í Vestur- landskjördæmi fyrir meira en 30 árum. Það sópaði að henni. Hún var kona hávaxin, fríð og bar sig vel. Hún vakti eftirtekt hvar sem hún kom. Greind og einörð. Skor- inorð og skýrmælt. Fyrir mörgum árum sagði brottfluttur Skagamað- ur við mig að hún hefði á sinni tíð verið vænsti kvenkosturinn á Skaga. Ekki efast ég um það. Hún var, eins og foreldrar hennar og systkini, meðal styrkustu stoðanna í starfi Alþýðuflokksins, ekki bara á Akranesi, heldur í kjördæminu öllu, baráttukona í bestu merkingu þess orðs. Ekki minnist ég þess að haldinn hafi verið kratafundur í Röstinni eða framboðsfundur í Bíó- höllinni að Rannveig Edda væri þar ekki mætt og vinkona hennar Svala Ívarsdóttir, sem við höfum svo nýlega kvatt, var þá aldrei langt undan. Edda var forkur dug- leg í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Þess nutu vestlenskir jafn- aðarmenn í áratugi. Jafnaðarstefn- an var henni í blóð borin. Hún átti bara kærleiks- og kratagen. Hún var sterkur málsvari þeirra sem minna mega sín eða hefur verið stjakað til hliðar í samfélagi þar sem græðgi og ágirnd eru of ráð- andi öfl. Rannveig Edda hefur nú kvatt okkur eftir vanheilsu um skeið. Fyrir ótrúlega stuttu heim- sóttum við hana á sjúkrahúsið, tveir gamlir krataþingmenn. Þá lék hún á als oddi. Gantaðist við okkur eins og henni var svo lagið. Þá hvarflaði ekki að okkur að viðskiln- aðurinn væri svo skammt undan. Að leiðarlokum þökkum við Eygló Rannveigu Eddu trausta vináttu, staðfastan stuðning, fórnfýsi og ódrepandi bjartsýni þegar á bratt- ann var að sækja í hinni pólitísku baráttu. Kristjáni, börnum þeirra og fjölskyldum sendum við einlæg- ar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu góðrar konu. Eiður Guðnason. Kveðja frá Dásemd Kær vinkona og samstarfsmaður til margra ára hefur nú kvatt, svo alltof fljótt. Það var fyrir allmörg- um árum að nokkrar samstarfs- konur á Sjúkrahúsi Akraness stofnuðu með sér kvenfélag sem ber hið skemmtilega nafn „Dá- semd“. Markmið þess hefur í gegn- um tíðina verið að koma saman ut- an vinnutíma og gera sér glaðan dag. Meðal fastra viðburða eru ár- legar haustferðir þar sem aðeins eitt er á dagskrá og það er að skemmta okkur ærlega og þá ekki síst að syngja upp úr okkar Dásamlega kveri sem geymir margar perlurnar sem hafa orðið til í gegnum tíðina sem og gamlar vísur er tengjast Skaganum. Óhætt er að segja að Edda hafi notið sín til fulls þegar hún var búin að setja upp rauðu Dásemdarhúfuna og söng hástöfum og ekki var laust við að blik kæmi í augun þegar gamlir slagarar eins og t.d. „Í Báruhúsi“ voru sungnir. Þá er flestum okkar ógleymanlegt þegar hún fór blað- laust með allan vísubálkinn um „konuna sem gleypti mý“. Eddu er nú sárt saknað úr hópi Dásemd- arkvenna. Edda vann í móttökudeildinni við símaþjónustu, má reyndar segja að hún hafi bæði verið rödd og andlit sjúkrahússins. Flestir þeir sem lagt hafa leið sína á sjúkrahúsið minnast hennar glaðlega viðmóts og góðu þjónustulundar. Hún var sannkallaður gleðigjafi og vildi greiða úr hvers manns vanda. Fyr- ir nokkrum árum lét hún af störf- um og við starfslok var það ánægð og glæsileg kona sem gekk út í sól- skinið eftir farsælt ævistarf. Ekki var laust við að við sem yngri erum í hópnum höfum litið hana öfund- araugum. Hún lét þess reyndar getið að hún ætlaði sér alls ekki að setjast við hannyrðir, það væri ekki hennar stíll. En því miður reyndist tíminn allt of stuttur sem hún fékk. Hún hefur barist hetjulega við erf- iðan sjúkdóm síðustu misseri en aldrei missti hún móðinn og vildi helst tala um allt annað en sín veikindi. Við leiðarlok er efst í huga þakk- læti til hennar frá okkur Dásemd- arkonum fyrir samferðina. Við sendum Kristjáni og allri fjölskyld- unni okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum þeim alls góðs. Við vitum að minning um einstaka konu lifir með okkur um ókomin ár. Fyrir hönd samstarfskvenna á SHA, Rún Elfa, Rósa og Sigríður. Elsku vinkona. Það er ótrúlega erfitt að kveðja þig aðeins þrem vikum eftir lát Svölu, vinkonu okkar, þar sem þú fársjúk komst að dánarbeði hennar til að kveðja. Þú sýndir þá sem oft- ar hversu sterkur karakter þú varst. Söknuður okkar er sár en sorgin er hluti af lífinu. „Að heils- ast og kveðjast það er lífsins saga.“ Elsku Edda. Takk fyrir að vera vinkona okkar alla ævi. Takk fyrir að deila með okkur gleði og sorg. Takk fyrir að vera kletturinn sem við gátum allt- af treyst á. Takk fyrir að baka bestu ástarpungana. Takk fyrir að vera best í íslensku. Takk fyrir að vilja alltaf bæta og laga það sem fór úrskeiðis. Takk fyrir samfylgd- ina í þessu lífi. Þín er ljúft að mega minnast mikið gott var þér að kynnast og gaman var að fá að finnast og festa vináttunnar bönd er við tókumst hönd í hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Elsku Stjáni, börn, tengdabörn og barnabörn. Nú er sannarlega skarð fyrir skildi. Guð gefi ykkur styrk til að takast á við sorgina. Vertu kært kvödd, elsku vin- kona. Friðrika (Fedda) og Hulda. Hörður Barðdal ✝ Hörður Barðdal,endurskoðandi, fæddist á Fram- nesvegi 55 í Reykja- vík 22. maí 1946. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut þriðjudaginn 4. ágúst sl. Útför Harðar var gerð frá Grafarvogs- kirkju 19. ágúst síðastliðinn. Meira: mbl.is/minningar Minningar á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.