Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2009 Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is „CASANOVA lifir!“ sagði hrifningarfullur gagnrýnandi eftir að hafa lesið ævisögu Cas- anova eftir Ian Kelly. Þetta er þriðja bók Kelly sem auk þess að vera rithöfundur er leikari og fer með hlutverk föður Hermione í Harry Pot- ter-myndunum. Casanova hefur verið kallaður mesti elskhugi mannkynssögunnar og líf hans var fullt af æv- intýrum eins og kemur fram í þessari bráð- skemmtilegu ævisögu. Bókin nefnist Casanova: Actor, Spy, Lover, Priest og hefur fengið gríð- arlega góða dóma. Sunday Times valdi hana ævisögu ársins og ritdómari þess blaðs sagði að Casanova væri sennilega áhugaverðasti maður mannkynssögunnar. Ævintýramaður í leit Þótt Casanova sé nú einungis þekktur vegna ótal ástarævintýra sinna litu samtíðarmenn hans á hann sem einstakan mann sem væri gæddur miklum gáfum. Hann starfaði við sitt- hvað á ævinni, ætlaði að verða prestur en vann sem fiðluleikari, lottóstofnandi, rithöfundur, þýðandi og bókavörður. Líklegt þykir að hann hafi átt þátt í að semja textann við óperu Moz- arts, Don Giovanni. Casanova fæddist í Feneyjum en eyddi meg- inhluta ævinnar fjarri fæðingarstað sínum. Árið landi í leit að frama og leitaði upp valdamikla og þekkta menn, þar á meðal Katrínu miklu og Voltaire. Casanova, sem var sanntrúaður kaþó- likki og bjartsýnismaður að eðlisfari, gaf svart- sýnismanninum Voltaire þetta ráð: „Þú átt að elska mannkynið eins og það er.“ Forvitnilegar bækur: Hinn óviðjafnanlegi Casanova Ævintýralegur kvennamaður Casanova Heath Ledger í hlutverki kvennagullsins í kvikmynd um hann frá árinu 2005. 1755 var hann handtekinn og dæmdur af rann- sóknarrétti í fimm ára fangelsi fyrir guðleysi. Eftir nokkurra mánaða vist tókst honum að strjúka á ævintýralegan hátt og flúði land. Hann sá ættjörð sína ekki fyrr en átján árum seinna. Hann var ævintýramaður sem fór land úr NICHOLSON Baker bindur bagga sína ekki sömu hnútum og samferðamennirnir eins og sannaðist svo eftirminnilega á bókinni Human Smoke sem gerði allt vitlaust á síðasta ári. Ný bók hans, The Anthologist, sem kom út í lok júlí, hefur hefðbundnara við- fangsefni og er venjulegri, en hægt er að nota það orð yfir nokkuð það sem hann skrifar. Bókin segir frá miðlungs- skáldinu Paul Chowder sem hefur tekið saman ljóðasafn og glímir nú við að skrifa inngang á safnið. Það geng- ur þó ekki þrautalaust, ekki síst þegar við bætist að kærastan fer frá honum, fjárhagurinn er í rúst og hann við það að ganga af göflunum. Í ljóðasafninu eru aðeins rímuð ljóð enda hef- ur Chowder mjög sérstakar skoðanir á ljóðlist eins og við fáum að fræðast um í löngu og ít- arlegu máli. Þær útleggingar, og bókin öll reyndar, eru bráðskemmtilegar og mein- fyndnar, sérstaklega þegar sagðar eru svæsnar sögur af fjölmörgum ljóðskáldum þekktum og óþekktum. Mest er þó um vert að Baker nær að sýna fram á hve ljóðlist getur skipt miklu í lífinu og um leið hve hún ætti að skipta okkur miklu máli, hvort sem hún er rímuð eður ei. Stuðlar og rím The Anthologist eftir Nicholson Baker. Simon & Schuster gefur út. 243 bls. innb. Árni Matthíasson BÆKUR» ÞEIR ERU NÝJUSTU NJÓSNARAR FBI OG ÞURFA AÐ TAKA HÖNDUM SAMAN TIL AÐ BJARGA HEIMINUM SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI HEIMURINN ÞARF STÆRRI HETJUR FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA SÝND Í 3D Í REYKJAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI HHHH „BESTA TARANTINO-MYNDIN SÍÐAN PULP FICTION OG KLÁRLEGA EIN AF BETRI MYNDUM ÁRSINS.“ T.V. - KVIKMYNDIR.IS FRÁ LEIKSTJÓRA QUENTIN TARANTINO KEMUR HANS MAGNAÐASTA, VILLTASTA OG STÓRKOSTLEGASTA ÆVINTÝRI TIL ÞESSA SÝND Í ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI DRAG ME TO HELL kl. 8:20 - 10:30 16 HARRY POTTER 6 kl. 5:30 10 PUBLIC ENEMIES kl. 8:20 - 11 16 G-FORCE 3D m. ísl. tali kl. 63D L DIGITAL 3D G-FORCE 3D m.ensku tali kl. 63D L DIGITAL 3D THE PROPOSAL kl. 8:20D - 10:40D L DIGITAL / ÁLFABAKKA INGLOURIOUS BASTERDS kl. 5 - 8 - 11:05 16 G-FORCE m. ísl. tali kl. 3:40 L INGLOURIOUS BASTERDS kl. 8 - 11:05 LÚXUS VIP THE PROPOSAL kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 L DRAG ME TO HELL kl. 5:40 - 8 - 10:20 16 HARRY POTTER 6 kl. 5 - 10:20 10 PUBLIC ENEMIES kl. 8 - 11:05 16 HARRY POTTER 6 kl. 5 LÚXUS VIP G-FORCE 3D m. ísl. tali kl. 43D - 63D L DIGTAL 3D HANGOVER kl. 8 síðustu sýningar 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.