Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 18
Morgunblaðið/Eyþór Mikilvægt Nemendur bera skólatöskuna í um 180 daga á ári í minnst 10 ár og því mikilvægt að hún sé rétt stillt á bakinu. MIKILVÆGT er að kenna börnum og ung- mennum að bera ábyrgð á eigin líkama og þar leikur rétt notkun skólatöskunnar stórt hlutverk, þar sem nemendur bera hana í um 180 daga á ári í minnst 10 ár. Nauðsynlegt er fyrir börn og fjölskyldur þeirra að átta sig á hvernig best er að nota og bera töskuna, auk þess að raða í hana á æskilegan hátt. Það er því ekki nóg að kaupa góða tösku handa börnum ef þau kunna ekki að nýta sér þau lykilatriði sem skipta máli til að minnka líkur á líkamlegum kvillum. Stoðkerfisvandi barna og ungmenna er vaxandi vandamál í nútíma- samfélagi og getur torveldað börnum þátt- töku í skóla, starfi og tómstundum um alla tíð. Nauðsynlegt er því að þekkja áhrif rangr- ar notkunar skólatösku. En hvað skiptir máli varðandi skóla- töskuna? Að pakka/raða í skólatösku:  Veljið rétta stærð af tösku fyrir bak barns- ins.  Ekki er æskilegt að barn beri tösku sem vegur meira en 10% af líkamsþyngd.  Foreldrar geta aðstoðað börn sín við að raða í töskuna og hjálpað til við að stilla böndin á henni.  Setjið þyngstu hlutina sem næst baki barnsins og raðið hlutum í töskunni þannig að þeir séu stöðugir og renni ekki til.  Farið daglega yfir það sem barnið ber með sér í og úr skóla.  Þá daga sem taskan er yfirhlaðin gæti barnið t.d. borið bækur eða íþróttatöskuna í fanginu. Að stilla skólatösku:  Báðar axlarólar skulu ávallt vera notaðar. Að bera töskuna á annarri öxlinni getur vald- ið því að hryggsúlan sveigist.  Veljið skólatösku með vel bólstruðum axl- arólum. Í öxlum og hálsi eru margar æðar og taugar. Ef of mikill þrýstingur er á þessi svæði getur það valdið sársauka og dofa í hálsi, handleggjum og höndum.  Stillið axlarólar þannig að taskan liggi þétt við bak barnsins. Notið mittisólina ef taskan hefur slíka. Mittisólin dreifir þunga tösk- unnar jafnt á líkamann.  Neðsti hluti töskunnar á að hvíla við mjó- bakið. Taskan á aldrei að ná lengra en 10 cm niður fyrir mitti og hún ætti ekki að vera breiðari en efri hluti baks til að hindra ekki eðlilegar hreyfingar handleggja. Skólatöskudagar á vegum iðjuþjálfa Með svokölluðum skólatöskudögum í grunnskólum hafa iðjuþjálfar lagt sitt af mörkum til að aðstoða nemendur að átta sig á mikilvægi þess að nota skólatöskuna rétt. Auk fræðslu er boðið upp á vigtun á skóla- töskum til að kanna hvort þyngd töskunnar sé hæfileg fyrir barnið. Fræðslan fer fram dagana 21.-25. september og eru skólar hvattir til að taka þátt. Létta leiðin er rétta leiðin! Skólataska leikur stórt hlutverk hjá börnum Hollráð um heilsuna Helga Kristín Gestsdóttir iðjuþjálfi Tengill www.ii.is 18 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2009 Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | „Það halda margir að þeir geti ekki skokkað, þolið sé ekkert og árangurinn eftir því. Svo þegar fólk byrjar og kemst að raun um að þetta er hægt og að árangur vex fljótt eflist það, finnur mátt sinn og megin og sjálfstraustið eykst. Þetta finnst okkur alveg yndislegt að upplifa,“ sögðu þær Guðbjörg og Margrét þegar blaðamaður settist niður með þeim til að fræðast um hlaupanámskeiðin þeirra undir kjör- orðinu „Hlaupatútturnar.“ Þó að tveir karlmenn hafi komið á nám- skeið hjá þeim höfða þau meira til kvenna. Guðbjörg og Margrét hafa lengi verið miklar hlaupakonur, svo lengi að á árum áður fannst þeim þær að- eins geta fengið stuðning frá hvor annarri því þær hafi nánast verið þær einu á hlaupum í Reykjanesbæ. „Þegar ég rak augun í auglýsingu um hlaupastílsnámskeiðið Smart Motion í Reykjavík árið 2007, þar sem boðið var upp á 2 fyrir 1, hafði ég samband við Guðbjörgu,“ sagði Margrét um upphafið. Þær komu sér fljótt saman um að þarna gætu þær fengið hugmyndir að námskeiði í Reykjanesbæ. Það fannst þeim vanta í bæinn auk þess sem þeim fannst allt of fá- ir skokkarar í bænum. Nú er öldin önnur, hálfgert hlaupaæði hefur gripið um sig og blaðamaður spyr hvort sökin sé þeirra. „Við viljum trúa því, já. Það hafa yfir 100 manns komið á þessi fjög- ur námskeið sem við höfum hald- ið og margir þeirra hafa smitað aðra af áhuganum.“ Fimmta nám- skeiðið er nýhafið og þar sem Margrét er um það bil að fæða sitt þriðja barn hefur Guðbjörg notið aðstoðar Magneu Óskar Sigurhansdóttur. „Ég byrja aftur um leið og ég get,“ sagði Margrét. Báðar skokka þær að meðaltali þrisvar í viku, í öllum veðr- um. Mikilvægt að byrja rétt Hlaupanámskeiðin byggja Mar- grét og Guðbjörg upp á þann hátt að gera þátttakendum grein fyrir mik- ilvægi réttrar öndunar og líkams- beitingar við hlaupin. Margrét er hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir og jógakennari en Guðbjörg þýsku- kennari og heilsuráðgjafi á leið í einkaþjálfaranám. „Ástæða þess að fólk gefst of fljótt upp er að það andar of grunnt og það spennir upp axlir, handleggi og í raun allan líkamann. Með því að nota jógaöndun og vera meðvitaður um að hafa alla vöðva slaka, nema grind- arbotns- og magavöðva, er tónninn sleginn. Síðan fylgjumst við vel með að allir séu að gera rétt, en smátt og smátt finnur hver og einn sinn eigin hlaupastíl.“ Fyrst um sinn er hlaupið hringinn í kringum fótboltavöllinn en haldið er á götur bæjarins í takt við aukið þol og sjálfstraust. Í upphafi námskeiðs skilar hver og einn þátttakandi niðurskrifuðum markmiðum en það segja Guðbjörg og Margrét vera mjög mikilvægt. „Það skiptir miklu máli að hafa að einhverju að stefna og fá hvatningu, en á hana leggjum við einnig mikla áherslu. Það er frábært að fylgjast með því þegar markmiðunum hefur verið náð. Það gerist nefnilega yfirleitt mun fyrr en margur heldur. Þá er um að gera að setja sér ný markmið. Markmiðin hafa þátttakendur einnig fyrir framan augun heimafyrir en það er sannað að það eru meiri lík- ur á því að markmið náist séu þau skrifuð niður. Að auki notum við vikuplön og hlaupaáætl- anir og hjálpum þannig hverri og einni að ná sín- um persónulegu mark- miðum. Smátt og smátt verður hlaupið þeirra nýi lífsstíll.“ Markmið Margrétar og Guðbjargar eru skýr. Auk þess að vekja skokk- áhuga Reykjanesbæinga enn frekar hafa þær sett stefnuna á New York- maraþonið innan 5 ára. – Af hverju New York-maraþonið? „Af því að það skiptir svo miklu máli hvernig maður hefur þátttöku í maraþoni,“ segja hlaupatútturnar sem fram að þessu hafa látið hálf- maraþon nægja. „Í maraþoni eins og í New York, Kaupmannahöfn eða Boston, hefur maður hvatningu alla 42 kílómetrana. Við vitum hvað hvatningin skiptir gríðarlega miklu máli og á þennan hátt viljum við byrja okkar maraþonþátttöku.“ Smitandi áhugi Þátttakendur í Hlaupatúttunum komast ýmist einar, tvær saman eða í hópum. Áhuginn smitast gjarnan vina á milli eða einfaldlega þegar horft er út um gluggann og hlaupari þýtur hjá. Slík var raunin hjá vin- konunum Bryndísi og Guðbjörgu Theodórsdóttur sem hlaupa nú með Guðbjörgu og Magneu um hlaupa- brautir íþróttavallarins. „23 ára dótt- ir mín var á þessu hlaupanámskeiði í fyrra og það var svo gaman að fylgj- ast með henni og sjá árangurinn hjá henni. Það kveikti löngun hjá mér og þegar ég sá námskeiðið auglýst dreif ég mig af stað. Ég sé ekki eftir því,“ sagði Bryndís í samtali við blaða- mann. Guðbjörg sagði að Bryndís hefði haft samband við sig og hún hefði slegið til og komið með. „Ég var oft búin að hugsa þetta, fannst þetta fínt með pílatesinu sem við höf- um báðar stundað í mörg ár,“ sagði Guðbjörg og nefndi að það hafi ekki verið síður hvatning að sjá hversu margir væru farnir að skokka í Reykjanesbæ. Auk þess þætti þeim betri kostur að geta hlaupið úti undir beru lofti þegar þeim hentaði. Nám- skeiðið hafi þær hins vegar hugsað sem góður grunnur, að læra hlaupa- tæknina svo þær væru að gera rétt. – Eruð þið búnar að setja ykkur skýr markmið? „Já,“ svöruðu þær báðar. „Mig langar til að geta hlaupið nokkra kílómetra án þess að vera móð og másandi,“ sagði Bryndís og bætti við að ekki spillti að vera orðin flott fyrir fimmtugt. „Ég vil einnig byggja upp þolið og ná af mér síðustu kílóunum sem ég hóf að taka af mér um síðustu áramót,“ sagði Guðbjörg. „Í raun að bjóða upp á sjálfsstyrkingu“  Hlaupatútturnar Guðbjörg Jóns- dóttir og Margrét Knútsdóttir hafa á undanförnum misserum staðið fyrir hlaupanámskeiðum í Reykjanesbæ Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Hlaupatúttur Margrét Knútsdóttir og Guðbjörg Jónsdóttir vilja fjölga skokkurum í Reykjanesbæ. Áhugasamar Vinkonurnar Bryndís og Guðbjörg eru byrjaðar að æfa hlaup og líkar vel. Að hverju á fólk að huga áður en það fer á hlaupanámskeið? Það eina sem við höfum lagt áherslu á er að fólk sé í góðum skóm. Við hvetjum það gjarnan til að fara í hlaupagreiningu ef ske kynni að það vantaði stuðning við fæturna. Á hvað leggið þið áherslu á nám- skeiðinu? Fyrst og fremst á vellíðan. Skokk er fyrir alla óháð vaxtarlagi og þó að við bendum þátttakendum á að oft- ast megi breyta einum til tveimur þáttum í mataræðinu er markmiðið ekki að grenna sig. Það kemur þó oftast í kjölfar meiri hreyfingar og aukins sjálfstrausts. Er einhver vettvangur fyrir þá sem vilja halda áfram að hlaupa í hóp en hafa lokið námskeiði? Framhaldshópur hittist alltaf á mánudögum og miðvikudögum kl. 17.30 við bláa miðasöluskúrinn á fótboltavellinum og hleypur um bæ- inn. Draumurinn er að fá 100 manns. S&S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.