Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 25
Minningar 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2009 ✝ Þórey Erna Sig-valdadóttir fædd- ist í Reykjavík 8. júní 1934. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ að morgni 19. ágúst síðastliðins. Foreldrar hennur voru Guðrún Þór- arinsdóttir, f. 26.5. 1906, d. 25.12. 2001, og Sigvaldi Jónsson, f. 29.9. 1897, d. 25.7. 1981. Systkini Þór- eyjar eru Guðbjörg og Jón Sigvaldabörn. Þórey giftist 29.12. 1956 Ægi Jónssyni, f. 28.12. 1936 Börn þeirra eru: 1) Sigvaldi Hafþór, f. 23.6. 1956, kvæntur Elísabetu Reinhardsdóttur, og eru börn þeirra Bjarki Freyr og Aldís Ósk. 2) Jón, f. 22.3. 1959, kvæntur Svan- borgu Þuríði Einarsdóttur, og er barn þeirra Sigríður Ósk. Fyrir átti Jón börnin Ægi og Valdísi Hrönn. 3) Hrönn, f. 15.1. 1961, gift Guðmanni Reyni Hilmarssyni, og eru börn þeirra Hilmar og Þórey Erna. Barnabarnabörnin eru orðin 4. Þórey út- skrifaðist frá Hús- mæðraskólanum á Varmalandi árið 1954. Þórey var hús- móðir á meðan börnin þurftu þess, en fór svo til starfa hjá Reykjavíkurborg, en síðan ráku þau hjóni verslunina Skósel ásamt öðrum hjónum í 10 ár og var það mikill gleðitími, eftir það fór Þórey aftur til starfa hjá Reykjavík- urborg. Þórey verður jarðsungin frá Ár- bæjarkirkju í dag, 26. ágúst, og hefst athöfnin kl. 15. Elsku mamma mín, þá er ferðalag- ið hafið hjá þér, það verður skrýtið lífið hjá mér að hafa þig ekki til að leita til, þó að við höfum haft góðan undirbúning fyrir ferðalagið. Mamma var fædd og uppalin í Laug- arnesinu, sá staður var henni mjög kær og renndum við oft síðustu árin í gegnum hverfið, eftir að við höfðum verið í bæjarferð og hún leyfði minn- ingunum að fljóta. Fyrstu æskuminn- ingar mínar eru úr Laugarnesinu, fyrst á Kleppsvegi 28 og svo á Bugð- ulæk 10. Þar var sko mikið fjör oft á tíðum. Við svona hress systkinin, margar uppfinningar og mikið að gera og alltaf tók mamma vel í allar okkar hugmyndir og hjálpaði okkur að láta þær rætast, þó að þær enduðu kannski með plástri eða ferð á slysó. Svo var flutt í Heiðarbæinn til að vera nær hestunum en það sport var búið að lokka okkur til sín. Í Heið- arbænum var alltaf opið hús, hvort sem það var fyrir vini okkar eða vini mömmu og pabba. Þar kom hann Reynir minn líka til sögunnar, við bara 17 ára, mamma sá strax að þarna var lífsförunautur minn kom- inn, tók hann bara inn í hópinn og hefur reynst okkur sem klettur. Börnin okkar Hilmar og Þórey gátu ekki fengið betri vini en mömmu og pabba. Í Heiðarbænum höfum við átt okkur skemmtilegustu stundir og oft hljómaði þar söngur og gleði og sagð- ar voru sögur; mamma sagði frá Hrafnseyri þar sem hún og Gógó eyddu æskusumrum sínum og voru auðheyranlega góðar minningar sem hún átti þaðan. En jafnframt voru teknar alvarlegar ákvarðanir við eldshúsborðið, við öll sitjandi við borðið og mamma í eldhúskróknum að bera mat á borð og það var með ólíkindum að ef við komum með gesti heim þá var alltaf borin fram dýrindis veisla um leið, það var eins og hún gæti framleitt allt úr litlu, úr varð dásamlegur matur. Í hestamennsk- unni naut mamma sín í botn, stjan- andi við gesti, í brekkunum að fylgj- ast með Silla og Nonna að keppa og jafnvel hann pabbi einhvers staðar að vinna í félagsmálum. En bestu stund- irnar hennar voru þegar þau lögðu á hrossin og fóru í reiðtúra, lengri sem skemmri. Mamma og pabbi fóru mik- ið í ferðalög á hestum, enda vinahóp- urinn stór og margar fjallaferðirnar farnar með góðum vinum og á góðum gæðingum. Síðar var ráðist í bygg- inguna á Þóreyjarnúp, þá hófst kafli í lífi mömmu sem hún naut fyllilega, þarna bjó hún sér og pabba hreiður. Smíðaði eldhúsborð, það vantaði borð og hún og Hanna æskuvinkona henn- ar skelltu sér bara á smíðanámskeið. Hún var mikið fyrir að ferðast, og fóru hún og pabbi til Kanarí á hverju ári á meðan heilsa hennar leyfði, síð- asta ferðin var farin þegar pabbi varð 70 ára og þau áttu 50 ára brúðkaups- afmæli. Við Reynir fórum út til þeirra, þá var fjör, farið út að borða góðan mat og drukkin góð vín, mikið hlegið og spjallað og þau pabbi sýndu okkur uppáhaldsstaðina sína. Við Reynir nutum þessara samvista með þeim. En nú er komið að leiðarlokum, elsku mamma mín, oft hafa síðustu mánuðir verið strembnir og við höf- um talað saman um að það væri kom- ið nóg, stundirnar okkar hafa gefið mér svo mikið og daginn áður en þú kvaddir áttum við yndislega stund með hlátri og faðmlögum. Ég er sátt við að þú fékkst loksins hvíldina, elsku mamma mín, og kveð þig með bæninni sem þú og amma Guðrún kennduð mér. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín Hrönn. Elsku besta amma mín og nafna. Nú er þinn tími kominn. Eins og mér fannst óraunverulegt og erfitt að horfast í augu við þá staðreynd að þú værir farin frá okkur síðasta mið- vikudag þá veit ég að þér líður svo miklu betur. Síðasta ár hefur verið þér mjög erfitt og það var svo gott að fá að sjá þig á miðvikudaginn því þú varst svo friðsæl og falleg. Minning- arnar eru margar en það situr svo sterkt í mér hvað þú varst alltaf með allt á hreinu varðandi okkur krakk- ana og hafðir mikinn áhuga á að fylgj- ast með hvernig okkur gekk í skól- anum. Enda var vaninn oftast sá að hringja fyrst í þig þegar einkunnir komu í hús. Þegar ég hugsa til baka stendur Heiðarbærinn upp úr og allur tíminn sem við áttum saman þar. Allur tím- inn sem ég eyddi inni í hjónaherbergi að máta skóna þína og skartgripina. Allur tíminn sem ég eyddi í að velta fyrir mér hvað væri eiginlega í bláu tunnunum inni í þvottahúsi. Allir mánudagarnir sem við fengum af- gangsgrjónagrautinn úr Lönguhlíð- inni í eftirmat. Ég gæti haldið enda- laust áfram en þú og afi hafið svo sannarlega átt stóran þátt í öllum þeim góðu minningum sem ég mun geyma um ókomna tíð. Það eru for- réttindi að eiga svona góða að eins og ykkur afa og ég er svo stolt af að fá að bera nafnið þitt. Hlakka til að sjá þig aftur og veit að Guð geymir þig um ókomna tíð. Þín, Þórey Erna. Yndislega amma mín, nú líður þér vel. Það hefur verið svo erfitt að vera frá þér síðasta árið, en vonandi hef ég verið eitthvað til stuðnings. Það eru ekki allir sem missa ömmu sína og einn af sínum bestu vinum í einni og sömu manneskjunni, en það gerði ég. Hvert sem ég fór og hvað sem ég gerði var alltaf hringt í ömmu og afa og látið vita hvernig allt gengi. Þú hafðir ávallt trú á mér og okkur krökkunum og alltaf boðin og búin að hjálpa okkur. Ég veit að þér líður bet- ur núna eftir þessi leiðinlegu og erf- iðu veikindi og ég mun ávallt varð- veita minninguna um þig, elsku amma mín. Án þín væri ég ekki sá sem ég er í dag. Guð geymi þig um ókomna tíð. Þinn Hilmar. Þórey Erna Sigvaldadóttir ✝ Ástkær faðir minn, JÓN E. B. GUÐMUNDSSON flugvélstjóri og flugmaður, Háaleitisbraut 79, andaðist á heimili okkar í Flórída mánudaginn 3. ágúst. Útför hans fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 28. ágúst kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á sjóðinn Blind börn á Íslandi hjá Blindrafélaginu. Larissa Jónsdóttir og fjölskylda. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, AUÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR, sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands fimmtudaginn 20. ágúst, verður jarðsungin frá Selfosskirkju föstudaginn 28. ágúst kl. 13.30. Sigurjón Bergsson, Pálína Tómasdóttir, Þórir Bergsson, Bríet Þorsteinsdóttir, Ólöf Helga Bergsdóttir, Smári Kristjánsson, Arnlaugur Bergsson, Guðný Ósk Sigurbergsdóttir, Þórmundur Bergsson, Margrét E. Laxness, Bergur Heimir Bergsson, Þuríður Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓREY ERNA SIGVALDADÓTTIR, Reiðvaði 1, Reykjavík, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju í dag, miðvikudaginn 26. ágúst kl. 15.00. Ægir Jónsson, Sigvaldi Ægisson, Elísabet Reinhardsdóttir, Jón Ægisson, Svanborg Þ. Einarsdóttir, Hrönn Ægisdóttir, Guðmann Reynir Hilmarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi, STEFÁN MAGNÚSSON, Ásgötu 12, Raufarhöfn, lést laugardaginn 22. ágúst. Kristjana Ósk Kristinsdóttir, Kolbrún Stefánsdóttir, Særún Stefánsdóttir, Guðrún Stefánsdóttir, Magnús Stefánsson, Stefán Jan Sverrisson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN SIGURBJÖRG BJARNADÓTTIR, Spítalastíg 8, Hvammstanga, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 24. ágúst. Guðmundur Jónsson, Bjarni Guðmundsson, Eygló Ólafsdóttir, Unnar Atli Guðmundsson, Jón Halldór Guðmundsson, Margrét Vera Knútsdóttir, Reynir Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, SVANDÍS RAFNSDÓTTIR, Litluskógum 3, Egilsstöðum, lést á heimili sínu fimmtudaginn 20. ágúst. Útförin fer fram frá Grensáskirkju þriðjudaginn 1. september kl. 13.00. Minningarathöfn á Egilsstöðum verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Níels Hermannsson, Rafn Hermannsson og fjölskyldur. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, ÞORBJÖRG LILJA JÓNSDÓTTIR, Skúlagötu 40, Reykjavík, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Víðinesi þriðjudaginn 18. ágúst, verður jarðsungin frá Háteigskirkju í Reykjavík föstudaginn 28. ágúst og hefst athöfnin kl. 13.00. Jón Hólm Stefánsson, Rósa Finnsdóttir, Nína Áslaug Stefánsdóttir, Daníel Daníelsson, Rannveig Margrét Stefánsdóttir, Bergur Viðar Stefánsson, Ingibjörg Stefánsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að útför hefur farið fram, eftir tiltekinn skila- frests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefnum, www.mbl.is/minningar. Æviágrip með þeim greinum verður birt í blaðinu og vísað í greinar á vefnum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.