Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 15
Fréttir 15INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is STEINGRÍMUR J. Sigfússon fjár- málaráðherra átti ásamt aðstoðar- mönnum sínum í fjármálaráðuneyt- inu fund með Ross Beaty, forstjóra Magma Energy, í gær. Í samtölum við Morgunblaðið að fundi loknum lýstu báðir aðilar yfir ánægju með fundinn og telja líklegt að frekari viðræður muni fara fram. Kanadíska orkufyrirtækið hefur sem kunnugt er lýst áhuga á að auka hlut sinn í HS orku og þá með því að kaupa hlut Orkuveitu Reykjavíkur í félaginu, sem varð til á síðasta ári við upp- skiptingu Hitaveitu Suðurnesja í HS orku og HS veitu. Fjármálaráðherra hefur haft uppi fyrirvara um að einkaaðilar eignist ráðandi hlut í íslenskum orkufyrir- tækjum við núverandi aðstæður. Rætt hefur verið um að ríkið, Reykjavíkurborg og Rarik komi að HS orku. Hlutur Magma í HS orku er núna um 11%, eftir kaup á eign- arhlut af Geysi Green Energy fyrr í sumar. Fáist hlutur Orkuveitunnar keyptur líka verður kanadíska fyrir- tækið ráðandi eigandi með um 43% hlut í HS orku. Á fundinum í gær skýrði Ross Beaty fyrir fjármála- ráðherra aðkomu fyrirtækisins og áætlanir þess á Íslandi. „Við þurfum að átta okkur vel á hver áform þeirra eru og hugmyndir hér á landi. Það var gagnlegt að fá upplýsingar um það. Ég útskýrði hvernig málið sneri að opinberum aðilum hér innanlands og hvað við höfum verið að gera síð- ustu daga,“ segir Steingrímur um fundinn með Magma Energy. Hann vill ekki gefa upp hvort af- staða sín í málinu hafi breyst í gær. „Mér finnst mikilvægt að Íslend- ingar reyni að treysta forræði sitt á þessu mikilvæga sviði, þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Við þurfum að hafa sem mest tök á því hvert orku- auðlindunum er ráðstafað og hvert arðurinn af nýtingu þeirra rennnur. Ég tel það almenna afstöðu í þjóð- félaginu að við verðum að stíga var- lega til jarðar og halda forræði á okkar undirstöðuauðlindum og at- vinnugreinum sem mest í okkar höndum,“ segir Steingrímur en ítrekar jafnframt að hann fagni áhuga Magma Energy og annarra erlendra aðila á að fjárfesta á Ís- landi. Málið snúist um að finna sam- eiginlega hagsmuni. Gegnsætt eignarhald Orðrómur hefur verið um að ís- lenskir fjárfestar standi með ein- hverjum hætti að baki Magma Energy og áformum þeirra hér á landi. Ross Beaty þvertekur fyrir það, í samtali við blaðið, og bendir á að um almenningshlutafélag sé að ræða. Eignarhaldið sé gegnsætt og sér vitanlega séu engir Íslendingar meðal hluthafa. Beaty segist vera bjartsýnn á far- sæla niðurstöðu fyrir Magma Energy. „Ég mun gleðjast mjög ef við fáum stuðning stjórnvalda og heimamanna,“ segir Beaty og vonast til að geta sameinað krafta og þekk- ingu Magma og HS orku. Fáist stuðningurinn ekki þá muni Magma líklega leita annað eftir fjárfestingu í jarðvarma. UMFERÐARSLYS varð á Korp- úlfsstaðavegi í Grafarvogi á áttunda tímanum í gærkvöldi þegar vélhjól og fólksbifreið lentu saman. Þrír sjúkrabílar og dælubifreið voru sendir á slysstað og voru fjórir flutt- ir á slysadeild. Samkvæmt upplýs- ingum frá slökkviliði höfuðborgar- svæðisins voru tveir hinna slösuðu á vélhjólinu en hinir voru í bifreiðinni. Ekki er talið að um mjög alvarleg meiðsl sé að ræða en ökumaður mót- orhjólsins fór í aðgerð vegna bein- brots. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er unnið að rannsókn slyssins. Umferðarslys á Korpúlfsstaðavegi í Grafarvogi í gærkvöldi Ekki al- varleg meiðsl Morgunblaðið/Jakob Fannar Umferðarslys Hlúð var að hinum slösuðu sem voru fluttir á slysadeildina og reyndust ekki mjög alvarlega slasaðir. Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is LEIÐ ehf. hefur um tveggja ára skeið unnið að nýjum samgöngu- máta, sem byggist á aukinni samnýt- ingu ökutækja. Samgönguráðuneyt- ið hefur nú fallist á sjónarmið Leiðar ehf. um að fyrirhuguð starfsemi fé- lagsins falli ekki undir lög um leigu- bifreiðar þegar ekið er með bifreið- um sem eru fyrir átta farþega eða færri. Hins vegar er kröfu Leiðar hafnað um akstur með bifreiðum sem eru fyrir níu farþega eða fleiri. Á vegum Leiðar ehf. er unnið að þróun vefsíðu, farthegi.is, sem ætlað er að miðla upplýsingum um bílfar í boði og bílfar sem óskast. Auk þess er gert ráð fyrir að hringja megi með upplýsingar um laust far í boði hjá símaþjónustumiðstöð. Er gert ráð fyrir að þeir sem þiggja far fyrir tilstilli vefsíðunnar taki þátt í kostn- aði við aksturinn. Ráðuneytið fellst á það með Leið ehf. að heimilt sé að nota vefinn til miðlunar upplýsinga til farþega eða ökumanna Leið ehf. lítur ekki á að um akstur í atvinnuskyni sé að ræða þar sem fjárhæðir verði það lágar að ábati ökumanns verður einkum lækkun kostnaðar við aksturinn. Á þetta sjónarmið hefur samgönguráðu- neytið nú fallist. Í úrskurði ráðu- neytisins frá 27. júlí kemur fram að það er ökumaðurinn sem ræður ferðinni, hvert er ekið, hvenær ferð- in hefst og hvenær henni lýkur en ekki farþeginn eins og þegar um leiguakstur er að ræða. Vegagerðin á öndverðum meiði Vegagerðin fjallaði á síðasta ári um þessa þjónustu og í áliti hennar segir m.a. að ekki verði litið framhjá því að gjaldtaka, hversu hófleg sem hún er, skapi tilteknar tekjur fyrir móttakandann sem hann hefði ann- ars ekki fengið. Ferðirnar séu farn- ar hvort sem farþegi er með eða ekki og kostnaðarþátttaka því hreinar tekjur fyrir viðkomandi ökumann. Þá vakti Vegagerðin athygli á að ökumaður sem hyggst flytja farþega gegn gjaldi verði að hafa til þess sér- stök ökuréttindi. Stofnunin taldi að þjónustan kynni að falla undir laga- ákvæði um leigubifreiðar þegar not- aðar eru bifreiðar fyrir átta farþega eða færri. Varðandi akstur á bílum fyrir níu farþega eða fleiri telur Vegagerðin að hann sé leyfisskyld- ur. Mega nota netið til að auka sam- nýtingu bifreiða Farþegavefnum heimilt að hafa milli- göngu um greiðslu gjalds til ökumanna Fjárfestingasjóður í eigu Bill Gates, stofnanda Micro- soft, er meðal hluthafa Magma Energy. Magma er al- menningshlutafélag með nokkrum þúsundum hluthafa, en skráningu félagsins á hlutabréfamarkað í Toronto í Kanada lauk fyrr í sumar. Sjóður Bill Gates, Cascade In- vestment, á um 2,5% hlut en Ross Beaty og félag á hans vegum á stærstan hlut, eða um 47%. Cascade Investment er einnig stór hluthafi í silfurnámufyrirtæki á vegum Beatys. Að hans sögn hefur Bill Gates sýnt áætlunum Magma mikinn áhuga. „Ég er stoltur yfir því að Gates er meðal hluthafa en allir hluthafar eru mikilvægir í mín- um augum,“ segir Beaty. Hann segist ekki vita til þess að nokkrir fjárfestar frá Íslandi séu í hluthafahópnum. Gates meðal eigenda Magma Bill Gates Morgunblaðið/Heiddi Viðræður Steingrímur J. Sigfússon ræðir við Ross Beaty (t.h.), forstjóra Magma Energy, og Magnús Bjarnason frá Capacent Glacier sem veitt hefur kanadíska orkufyrirtækinu ráðgjöf í fjárfestingum sínum á Íslandi í jarðvarma. Von um stuðning  Fjármálaráðherra og forstjóri Magma Energy eru ánægð- ir með fund sinn  Búist við frekari viðræðum um HS orku Aðaleigandi Magma Energy er bjartsýnn á að hann fái að auka hlut sinn í HS orku. Að öðrum kosti séu ýmsir áhugaverðir fjár- festingarkostir í jarðvarma- fyrirtækjum í heiminum. Næstu skref eru nú til skoð- unar af hálfu Leiðar ehf., en hugmyndir eru um að þeir sem það kjósa og ferðast vilja fyrir tilstilli vefjarins skrái sig og geti greitt fyrir far með því að senda SMS þar sem fram kæmi númer ökutækis og ekn- ir kílómetrar. Jónas Guðmundsson í Bol- ungarvík er forsvarsmaður Leiðar ehf. og er honum ekki kunnugt um að slíkt hafi verið reynt áður, hvorki hérlendis né erlendis. Einnig er til skoðunar að miðla upplýsingum um síma, þ.e. að fólk geti hringt og skráð far eða óskað eftir upplýsingum. Hann segir að bið kunni að verða á því að greiða megi far- gjald fyrir tilstilli vefjarins og enn um sinn þurfi farþegi að greiða bílstjóra beint. „Ætlunin er að kynna vefinn og mögu- leika hans til dæmis fyrir sveitarfélögum og framhalds- skólum með það í huga að íbú- ar þessa lands fari að nýta þennan hagkvæma ferðamáta í ríkari mæli,“ segir Jónas. Skráð með SMS ÞEGAR málningu er skvett á bíl eins og gerst hefur undanfarið flokkast það sem skemmdarverk og nær kaskótrygging bifreiða yfir það. Sjálfsábyrgð kemur þó alltaf inn í og er hún yfirleitt á bilinu 63- 67 þúsund og upp úr. Þetta má sjá þegar skoðaðir eru tryggingaskil- málar tryggingafélaganna og var staðfest af tveimur trygginga- félögum, Verði og VÍS. sigrunerna@mbl.is Tjón vegna máln- ingarsletta á bif- reiðar fæst bætt Tjón Skemmdarverk eru bætt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.