Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 34
34 Velvakandi MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2009 KONA veitir vegfaranda í Bankastræti hlýtt faðmlag en sjálfboðaliða- samtökin Veraldarvinir stóðu fyrir óvenjulegu góðgerðarstarfi á dög- unum, er nokkrir sjálfboðaliðar buðu upp á frí faðmlög. Morgunblaðið/Eggert Góðhjartaðir Veraldarvinir Þakkir til starfs- manna Strætó BS á Hesthálsi NÝLEGA3 lenti ég í að USB-lykill sem ég hafði hangandi í bux- unum festist óvart á milli sæta í strætó og slitnaði af þegar ég stóð upp. Við að reyna að ná honum hvarf hann aðeins lengra niður. Bílstjórinn reyndi að hjálpa mér en ekkert gekk. Hann gaf mér þá vagn- númerið og síma- númer að hringja í. Ég hringdi tveimur dögum seinna og var tjáð að lykillinn hefði fund- ist en taka hefði þurft sætið af til þess. Ég fór upp á Hestháls til að ná í lykilinn og spurði hvort ég ætti að borga, en var tjáð að það væri ekki vaninn að rukka fyrir svona viðvik. Þar sem um mitt eig- ið gáleysi var að ræða bar Strætó BS ekki að hafa svona fyrir mér. Stuttu síðar var ég í öðrum vagni þegar fatlaður einstaklingur á leið út á stoppistöð datt fram fyrir sig á jörðina. Bílstjórinn var eldsnöggur út og hjálpaði honum upp. Þessi at- vik hafa styrkt álit mitt á starfs- mönnum Strætó. Nánast und- antekningalaust eru bílstjórarnir hinir vingjarnlegustu, með leiða- kerfið á hreinu og geta leiðbeint án þess að hika. Setjum okkur í þeirra spor, að þurfa að aka sama hring- inn allan daginn. Bjóðum góðan daginn þegar við komum inn. Sjálf- ur er ég í þjónustustarfi og veit að ókeypis smáatriði eins og bros eða að bjóða góðan daginn geta gert mikið fyrir þann sem verður þess njótandi. Munum að ekki er til sá maður sem er fullkominn og heldur ekki það fyr- irtæki. Baldur. Þakkir til Páls Óskars ÉG var á tónleikum Páls Óskar og Moniku í Listasafni Einars Jónssonar á Menning- arnótt. Þau tvö eiga heiður skilinn, hann er magnaður maðurinn. Gunnar Páll. Glötuð húfa DÖKKGRÁ júníform húfa með svörtu blómi tapaðist aðfaranótt sunnudagsins 23. ágúst um kl. 2. Hún gleymdist líklega í aftursæti á leigubíl. Hennar er sárt saknað. Finnandi vinsamlegast hafi sam- band í s. 866-7942. Myndavél tapaðist CANON Ixus 65-myndavél í svartri Canon-tösku tapaðist á Ingólfstorgi á Menningarnótt 22. ágúst. Skjár- inn á myndavélinni er brotinn en á henni eru myndir sem hafa tilfinn- ingalegt gildi fyrri eiganda. Skilvís finnandi hafi samband í síma 770- 3115.        Aflagrandi 40 | Vinnustofur opnar kl. 9-16. Óvissuferð frá Aflagranda kl. 12.45. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, sund/ sundleikfimi kl. 9, heilsugæsla kl. 10- 11.30. Púttvöllurinn opinn. Bólstaðarhlíð 43 | Spiladagur, hár- greiðsla, fótaaðgerð, handavinna, kaffi/ dablöð, matur. Haustnámskeið byrjar þriðjudaginn 1. sep. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði Stang- arhyl kl. 10. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnuleiðbeinandi við til kl. 17, félagsvist kl. 13, viðtalstími FEBK kl. 15-16 og bobb kl. 16.30. Á morgun kl. 14 verður kynn- ing á vetrarstarfseminni. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Myndlist kl. 9, ganga kl. 10, kvennabrids kl. 13. Kynning á vetrarstarfsemi í kl. 14. Félagsmiðstöðin Vesturgötu 7 | Óvissuferð, brottför frá Vesturgötu kl. 12.50. Verð 1.600 kr., veitingar og leið- sögn innifalin. Skráning í s. 535-2740. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Matur og kaffi. Skráning í Jónshúsi í tómstunda- og íþróttanámskeið. Mynd- listarsýning Höllu Har opin kl. 9.30-16. Félagsstarf Gerðubergi | Leiðsögn í vinnustofum fellur niður eftir hádegi v/ ferðalags kl. 13. Spilasalur opinn frá há- degi. Fundur hjá Gerðubergskór mánud. 31. sept. kl. 14.30, nýir félagar velkomn- ir. Glerskurður hefst 1. sept. og myndlist 3. sept., postulínsnámskeið hefst 8. sept. kl. 13. Sími 575-7720. Háteigskirkja | Stund í kirkjunni kl. 11, súpa í Setrinu, brids kl. 13, kaffi. Hraunbær 105 | Handavinna, matur, fé- lagsvist kl. 13.30, kaffi. Miða eru til á sýninguna „Fúlar á móti“, 10. sept. kl. 20. Skráning á skrifst. eða í síma 411- 2730 fyrir 1. sept, verð 4.000 kr., með rútu. Hraunsel | Félagsvist kl. 13.15. Bækl- ingur um starf vetrarins kemur út í sept. Hvassaleiti 56-58 | Böðun fyrir hádegi, matur, blöðin. Fótaaðgerðir, hársnyrting. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hjúkr- unarfræðingur kemur kl. 10.30, hand- verksstofa opin frá kl. 13, veitingar. Hár- greiðslustofa, sími 552-2488. Norðurbrún 1 | Félagsvist kl. 14. Vesturgata 7 | Aðstoð v/böðun kl. 9-12, sund kl. 10. matur, verslunarferð í Bónus Holtagörðum kl. 12.15, kaffi. Hárgreiðsla og fótaaðgerðir kl. 9-16. Vitatorg, félagsmiðstöð | Morg- unstund kl. 9.30, handavinnustofan op- in, verslunarferð kl. 12.15, dansað við undirleik hljómsveitar kl. 14. Skráning á haustnámskeiðin í síma 411-9450. Hár- greiðslu- og fótaaðgerðarstofur opnar. Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand STRÁKAR, ÉG ER FARINN TIL AÐ STOFNA MINN EIGINN KÖTT ÞEIR SÖGÐU OKKUR EKKI FRÁ ÞESSU Í VIÐSKIPTAFRÆÐINNI ÉG VONA AÐ HANN FÁI AÐ SPILA ÁÐUR EN DÝRA- VERNDARSAMTÖK SJÁ ÞETTA PABBI, HOBBES SAGÐI AÐ TÍGRISDÝR VÆRU FULLKOMNARI EN MANNESKJUR HANN SAGÐI AÐ EF MANNESKJAN HEFÐI EKKI FUNDIÐ UPP BYSSUNA ÞÁ VÆRI HÚN EKKERT ANNAÐ EN KATTAMATUR! SEGÐU HONUM AÐ ÞAÐ SÉ BULL! HÉRNA ER TÍKALL EN VEÐMÁLIÐ VAR UPP Á FIMMTÍUKALL! HRÓLFUR ERTU BÚINN AÐ FARA Í BAÐ ÉG SEM HÉLT AÐ ÉG ÆTTI AÐ FARA Í FÖT ÉG VEIT AÐ ÞETTA VAR SLAPPUR BRANDARI, EN ÉG SLAPP AÐ MINNSTA KOSTI VIÐ AÐ FARA Í BAÐ KOMDU BARA MEÐ SAMLOKU MEÐ SULTU OG HNETUSMJÖRI ÉG GERI RÁÐ FYRIR ÞVÍ AÐ HÚN SÉ EKKI ERFÐABREYTT EKKI BEINT BLESS, MAMMA! BLESS, PABBI! ÞETTA ER VANDRÆÐALEGT ÞAÐ ER LANGT SÍÐAN VIÐ SPILUÐUM Á TÓNLEIKUM ÞAÐ ER RÉTT ÁTTUEKKI MARGIR VINIR ÞÍNIR SKEMMTI- STAÐI? JÚ... EN ÞEIR SEM ERU ENN Á LÍFI ERU FARNIR Á EFTIRLAUN ÞETTA ER ÞAÐ SEM ER ERFITT VIÐ AÐ SPILA MEÐ GÖMLU FÓLKI ÉG VERÐ AÐ KOMAST AÐ ÞVÍ HVERT KRANDIS ÆTLAR MEÐ M.J. ER ÉG BARA BEITA Í GILDRUNA ÞÍNA? ÞÚ ERT EKKERT NEMA LÍTILL OSTBITI... OG KÓNGULÓARMAÐURINN ER MÚSIN! Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.