Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2009  Lag Emilíönu Torrini, „Jungle Drum“ er enn í efsta sæti þýska vin- sældalistans, áttundu vikuna í röð. Löngu er orðið ljóst að hér er á ferðinni eitthvert merkasta afrek sem íslenskur popptónlistarmaður hefur náð á erlendri grundu, og því spurning hvort Emilíana kemur ekki sterklega til greina við af- hendingu á næstu fálkaorðu. Getur ekkert stöðvað Emilíönu Torrini? Fólk MARGT forvitnilegt verður í boði á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík sem stendur yfir dagana 17. til 27. september nk. Meðal sér- viðburða í ár er hið rómaða sundbíó, en boðið er upp á slíka sýningu í annað skipti á RIFF og verður það nú í Sundhöll Reykjavíkur. Myndin sem sýnd verður í sundbíóinu í ár ætti að hleypa lífi í laugina og er ekki ólíklegt að tals- verður öldugangur verði þegar mest gengur á og að sundlaugarvatnið muni jafnvel renna milli skinns og hörunds hjá mörgum. Myndin er norsk og heitir Dauður snjór, eða Død snø. Hún segir frá átta ungum læknisfræði- stúdentum sem leggja af stað í páskafrí í norsk- an fjallakofa þar sem ætlunin er að hafa það notalegt. En þegar ungmennin koma í skálann kemst hópurinn að því að óvenju ógeðfelldir nas- istar höfðu ofsótt íbúa svæðisins á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar, rúmum sextíu árum fyrr og ruplað þar og rænt allt þar til undir lok stríðs- ins þegar bæjarbúar gerðu uppreisn gegn ofríki þeirra. En þá náði foringi nasistanna með hópi manna sinna að flýja upp í fjöllin með stóran hluta ránsfengsins. Téðan ránsfeng finna stúd- entarnir í fjallakofanum, en á honum hvílir bölv- un. Því þótt nasistarnir illgjörnu hafi orðið úti í snævi þöktum fjallshlíðunum sextíu árum áður snúa þeir nú aftur sem uppvakningar og hafa engu gleymt af illsku sinni. Hvernig hinum ungu stúdentum reiðir af kemur í ljós í Sundhöll Reykjavíkur föstudagskvöldið 18. september. Leikstjóri myndarinnar er hinn þrítugi Tommy Wirkola sem er fæddur í Norður-Noregi og þekkir því sögusviðið af eigin raun. Norskur nasistahrollur sýndur í Sundhöllinni Hjálp! Þessir eru eflaust í vondu skapi.  Eins og greint var frá í fjöl- miðlum í gær vekur Sólskinsdreng- urinn, heimildarmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, töluverða at- hygli um þessar mundir, og þá ekki síst fyrir þá staðreynd að Kate Winslet hefur nú talað inn á þá út- gáfu myndarinnar sem sýna á úti í hinum stóra heimi. Þar að auki hafa fréttamenn bandarísku CNN- sjónvarpsstöðvarinnar nú séð myndina og munu þeir hafa hrifist mjög. Sérstaklega fannst þeim myndir af íslensku landslagi til- komumiklar og í kjölfarið höfðu þeir samband við Friðrik Þór sem samþykkti að fara í hálftíma langt viðtal við stöðina. Forsvarsmenn hennar eru væntanlegir hingað til lands og er ætlunin að taka viðtal við leikstjórann úti í guðs grænni íslenskri náttúru. Betri landkynn- ingu er varla hægt að hugsa sér. Frábær landkynning Friðriks Þórs  Nýjasta plata hljómsveitarinnar Múm var nýverið tekin fyrir í hinu virta breska dagblaði Guardian. Gagnrýnandi var í meðallagi sáttur og gaf þrjár stjörnur. Áhugasamir geta lesið dóminn á heimasíðu dag- blaðsins, guardian.co.uk. Múmplata í meðallagi að gera góð skil. Saga hljómsveit- arinnar verður síðan með á rituðu máli.“ Varða á leið sveitarinnar Tvö ný lög verða á diskinum ásamt laginu „Sex mánuðir eftir“ sem hljómsveitin sendi frá sér fyrr í sumar. „Við veljum síðan vinsælustu lögin okkar og þau sem hafa farið í spilun hverju sinni. Einhverjir litlir ljótir andarungar sem við höfum haft fulla trú á í gegnum tíðina fá líka að fljóta með,“ segir Jónsi. Spurður hvort safnplatan sé ein- hverskonar lokapunktur á ferli Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is VON ER á stórri safnplötu frá hljómsveitinni Í svörtum fötum fyrir jól. „Þetta verður veglegur tvöfald- ur diskur með mynddiski,“ segir Jón Jósep Sæbjörnsson, Jónsi, söngvari Í svörtum fötum. „Við er- um búnir að gefa út það mikið af myndböndum í gegnum tíðina að það er kominn tími til að koma þeim saman á einn stað. Svo eigum við fullt af allskonar aukaefni á vídeói, upptökur af útgáfutónleikum og helling af myndum sem við ætlum sveitarinnar svarar Jónsi neitandi. „Þetta er miklu frekar eins og varða á leið okkar. Við erum búnir að spila í tíu ár, höfum gefið út fjórar stórar stúdíóplötur og nú ætlum við að líta stuttlega um öxl og halda síðan áfram á fullu blússi.“ Í svörtum fötum hefur spilað reglulega í sumar og segist Jónsi hafa fundið fyrir endurlífgun sveita- ballanna. „Sveitaballamenningin er að lifna við aftur. Nú er orðin ásókn í ódýrari skemmtun og hvort sem fólki líkar betur eða verr eru sveita- böllin, þessi gamla grýla, rokin á fætur.“ Í svörtum fötum heldur áfram á fullu blússi Í svörtum fötum Hljómsveitin hefur átt marga vinsæla smelli síðustu tíu ár. Hljómsveitin sendir frá sér stóra safnplötu fyrir jólin Bottlefed-leikhópurinn hefur verið tilnefndur til tvennra verð- launa fyrir Hold Me Until You Break. Á Edinborgarhátíðinni 2007 var það tilnefnt í flokkn- um Besta verkið eftir leikhóp og árið 2006 var það tilnefnt á Lost-leikhúshátíðinni fyrir bestu leikstjórn. Leikstjóri verksins er Kathrin Yvonne Bigler og leikarar ásamt Íslendingunum: Agnes Brekke, Shu-Yi Chin, Rebeca Fernandez Lopez, Catherine Lake, Tom Mitchell og Irene Wernli. Tilnefndur hópur Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is BRESKI leikhópurinn Bottlefed er staddur hér á landi í tengslum við leiklistarhátíðina artFart og verður með tvær sýningar á verk- inu Hold Me Until You Break í Iðnó í kvöld og annað kvöld. „Þetta er spunaverk um ást og sambönd, um að finna ást og halda utan um hana þangað til maður gefst upp eða ekki,“ segir Vala Ómarsdóttir leikkona sem er ann- ar tveggja Íslendinga í Bottlefed, hinn er Ástþór Ágústsson. „Sýningin snýst um að við leik- ararnir séum 100% hreinskilin við hvert annað á sviðinu. Þetta er hálfgert tilfinningaleikhús, við verðum að vera opin og hreinskilin en erum samt ákveðnir karakterar allan tímann.“ Vala segir að um hálft ár sé síð- an þau settu verkið upp í þeirri mynd sem það er nú í. „Þetta er spuni og því þróast það eftir okkur og hvernig við breytum okkar að- ferðum. Við höfum farið með verk- ið víða um London, til Noregs og Skotlands og förum til Sviss eftir að hafa verið á Íslandi.“ Heilluð af hópavinnu Tvö ár eru síðan Vala og Ástþór gengu til liðs við Bottlefed. „Ég og Ástþór lærðum bæði leiklist í London en byrjuðum að vinna með hópnum fyrir tveimur árum. Þá ákváðu leikstjórarnir að taka inn nýtt fólk sem væri tilbúið að starfa með hópnum til lang- frama, ekki bara koma inn í eitt og eitt verk. Hópurinn er samsettur af tólf sviðslistamönnum, sjö leik- urum, leikstjóra, tónlistar- og sviðsmönnum,“ segir Vala sem stefnir að því að starfa með hópn- um einhver ár í viðbót. „Ég var fyrst í leiklistarnámi í New York, þar var mikil áhersla lögð á ein- staklinginn og mér fannst vanta eitthvað. Mér hefur alltaf fundist heillandi að vinna í hóp og þegar ég kom til London leitaði ég eftir því og fór í mastersnám þar sem áhersla var lögð á hópavinnu leik- ara. Um leið og ég kom út úr skól- anum komst ég inn í Bottlefed. Ég vinn stundum með öðrum hópum en Bottlefed er mín fjölskylda, við hittumst í hverri viku og æfum saman þó að við séum ekki að fara að sýna,“ segir Vala og er ánægð með að sjá þróunina í leiklistinni hér á landi. „Það er mikið að gera hér hjá svona leiklistarhópum, það sýnir sig á artFart.“ Bottlefed er með tvær sýningar á artFart og um næstu helgi held- ur hópurinn vinnustofu í Leikhús Batteríinu. „Við höfum verið dug- leg að vera með vinnustofur þar sem við deilum okkar hug- myndum. Vinnustofan er ekki bundin við leikara heldur alla sem vilja fá nýjar hugmyndir og finna eitthvað nýtt hjá sér,“ segir Vala að lokum. Spuni um ást og sambönd  Vala Ómarsdóttir og Ástþór Ágústsson eru í breska leikhópnum Bottlefed  Sýna Hold Me Until You Break í Iðnó og halda vinnustofu í Batteríinu Sýningar á Hold Me Until You Break fara fram í Iðnó 26. og 27. ágúst kl. 20. Miðasala er í síma 562-9700 og á midi.is. www.bottlefed.org www.artfart.is Morgunblaðið/Heiddi Leikhópur Íslendingarnir Vala og Ástþór lengst til vinstri með hluta af samstarfsmönnum sínum í Bottlefed sem sýna verkið í kvöld og á morgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.