Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2009 Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is Erum að taka á móti verkum Listmunauppboð Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu Næsta listmunauppboð Gallerís Foldar verður haldið 7. september Fyrir viðskiptavini leitum við eftir góðum verkum eftir Jóhannes S. Kjarval, Þorvald Skúlason, Nínu Tryggvadóttur, Gunnlaug Blöndal, Gunnlaug Scheving og Jóhann Briem. Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is VIÐRÆÐUM stjórnvalda og að- gerðarhóps lífeyrissjóða vegna stór- framkvæmda til að stuðla að aukinni atvinnu miðar hægt. Fyrsti fundur- inn var haldinn í seinustu viku og hefur enn ekki verið boðað til annars fundar. Í stöðugleikasáttmálanum í júní er kveðið á um að stefnt skuli að því að þessum viðræðum stjórnvalda og lífeyrissjóða verði lokið fyrir 1. september. Nú er öllum orðið ljóst að það markmið næst ekki. Vaxandi óþolinmæði gætir meðal fulltrúa á vinnumarkaði og meðal lífeyrissjóða vegna þess hve lítil viðbrögð stjórn- valda hafa verið til þessa. Líta þeir svo á að boltinn sé hjá stjórnvöldum. Enn liggur ekkert fyrir um hver á að verða forgangsröðun framkvæmda sem rætt var um við gerð stöðug- leikasáttmálans í júní. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins urðu forsvarsmenn lífeyrissjóða og heild- arsamtaka á vinnumarkaði fyrir von- brigðum á fundinum í seinustu viku vegna þess hversu undirbúningurinn virðist vera skammt á veg kominn í stjórnkerfinu. Lífeyrissjóðirnir hafa lýst sig reiðubúna að setja um 100 milljarða kr. í opinberar fram- kvæmdir og til stofnunar Fjárfest- ingarsjóðs Íslands á næstu fimm ár- um. Þeir lýsa sig tilbúna að hefjast handa og setja sérfræðinga í einstök verkefni. Var rætt um þessi mál á fundi aðgerðahóps þeirra í gær- morgun. Fulltrúar stjórnvalda hafi hins vegar ekki enn sett fram neinar hugmyndir um ákveðin verkefni sem lífeyrissjóðirnir gætu hugsanlega fjármagnað. Rætt hefur verið um byggingu háskólasjúkrahúss, tvö- földun Suðurlandsvegar og Vestur- landsvegar, Vaðlaheiðargöng, sam- göngumiðstöð á Reykjavíkur- flugvelli o.fl. Megin ástæður þess dráttar sem orðinn er, eru raktar til Icesave-málsins og samskiptanna við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Lítil viðbrögð stjórnvalda Einn fundur en ætluðu að klára 1. sept. » Tilbúnir að setja 100 milljarða í opinberar framkvæmdir » Viðbragðaleysi veld- ur vonbrigðum Áfram Ekki liggur fyrir hvernig forgangsraða á framkvæmdum. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is KRAKKAR sem voru í sveit á Steinabæjunum undir Eyjafjöllum á árum áður, en löngu komnir á fullorðinsár, hittust síðastliðinn laug- ardag ásamt fjölskyldum sínum undir Fjöll- unum. „Það var rosaflott, alveg meiriháttar,“ sagði Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garðinum, en hann var í sveit í Steinum sumr- in 1964-1970. Fjölmenn sveit á fyrri tíð Í Steinahverfinu eru bæirnir Steinar I, II og III, Koltunga og Hvassafell. Ásmundur var í sveit hjá Sigurbergi Magnússyni og Elínu Sig- urjónsdóttur í Steinum, eða Ellu og Bergi í Steinum eins og þau voru ævinlega kölluð. Þau eru bæði látin. Faðir Ásmundar, Friðrik Ás- mundsson, fyrrverandi skólastjóri og skip- stjóri í Vestmannaeyjum, var einn af fyrstu strákunum sem fóru í sveit hjá Bergi eftir að hann fór að búa. Byggðin undir Eyjafjöllum einkennist af nokkrum bæjaþyrpingum og eru Steinabæirn- ir ein þeirra. Ásmundur sagði að árið 1880, þegar fólkið var flest í Steinahverfinu, hafi fleiri búið í Eyjafjallahreppi en í Reykjavík. „Þarna hefur gríðarlegur fjöldi verið í sveit og það komu um 140 manns til að hittast og fara yfir söguna,“ sagði Ásmundur. „Við fórum fyrst í kirkjugarðinn á Eyvindarhólum og heiðruðum minningu látinna úr Steinahverf- inu. Svo fórum við út að Steinum. Þar voru öll hús, íbúðarhús og útihús, opin. Fólkið skoðaði húsin þar sem það var í gamla daga. Flestum fannst íveruhúsin vera minni en þau voru í minningunni.“ sagði Ásmundur. Eftir kirkju- garðsheimsókn og húsaskoðun var boðið upp á kaffi og kleinur í fjósinu á Hvassafelli. Sjálfsprottin skemmtiatriði Um kvöldið var veisla á Heimalandi. Þar grillaði kvenfélagið í sveitinni ofan í gömlu sumardvalarbörnin. Síðan tók við sjálfsprottin skemmtidagskrá. „Hermann Árnason frá Hvolsvelli sagði sög- ur og hermdi eftir Eyfellingum og sérstaklega Steinabændum. Leynigestur kvöldsins var svo Hermann Einarsson, fyrrverandi kennari og ritstjóri úr Vestmannaeyjum. Það tóku margir til máls og sögðu sögur. Svo gengu mynda- albúm með gömlum myndum á milli borða,“ sagði Ásmundur. Sumarbörnin fóru aftur í sveitina  Hópur fólks sem var í sveit á Steinabæjunum undir Eyjafjöllum á árum áður hittist þar til að rifja upp gamlar minningar  Mörgum þóttu húsakynnin á bæjunum hafa skroppið saman í tímans rás Ljósmynd/Ásbjörn S. Þorleifsson Eyvindarhólar Fyrrum sumarbörnin vitjuðu leiða þeirra sem þau voru í sveit hjá. VÆTUTÍÐIN undanfarið hefur glatt marga regnhlífina sem hefur verið spennt upp og fengið að spássera um bæinn. Þessi gula regnhlíf kom að góðum notum og kátir krakkar á ljósmyndum brostu í rigningunni. Morgunblaðið/Heiddi REGNHLÍFARDAGUR ALLS hafa 595 leyfi verið gefin út til strandveiða. Síðustu gildu umsókn- irnar bárust til Fiskistofu á föstudag og voru gefin út tvö leyfi þann dag. Á mánudag var fyrsti starfsdagurinn frá upphafi strandveiða sem ekkert leyfi var gefið út. Strandveiðum lýkur með síðasta degi mánaðarins, sem er næsti mánu- dagur, en nýtt fiskveiðiár hefst 1. september. Tveir þeir síðustu til að fá leyfi höfðu því fimm daga til veið- anna. Ekki hafa allir nýtt leyfi sem þeir hafa fengið til strandveiða og höfðu 548 bátar landað afla í þessu kerfi í gær. Strandveiðar voru stöðvaðar á svæði A, frá Eyja- og Miklaholts- hrepppi til Skagabyggðar, frá og með 13. ágúst. Á hinum svæðunum er enn eftir að veiða nokkuð af viðmiðunar- afla. Í gær höfðu samtals komið að landi 3.230 tonn af þorski í 6.865 lönd- unum. Þorskviðmiðunin er 3.955 tonn sem ekki reiknast til aflamarks eða krókaaflamarks. aij@mbl.is Fyrsti dagurinn án veiðileyfis Strandveiðar Afla landað á Snæfellsnesi. FYRIRTÆKI, sem heitir því und- arlega nafni Leiksoppur Akranes- kaupstaðar ehf., hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Skiptafundur var haldinn fyrir skömmu og þar var upplýst að lýstar kröfur í þrotabúið voru á bilinu 10-12 millj- ónir króna. Að sögn Jóns Hauks Haukssonar hdl., skiptastjóra þrotabúsins, er hér um að ræða verktakafyrirtæki, sem áður hét Verkfell ehf. All- nokkru fyrir gjaldþrotið breyttu eigendur fyrirtækisins nafninu í Leiksoppur Akraneskaupstaðar ehf., þar sem þeir töldu sig eiga óuppgerða bótakröfu á Akranes- kaupstað. Forsaga málsins er sú að fyrir- tækið varð fyrir tjóni við bruna sem varð á sorphirðusvæði Akurnes- inga. Brotist var inn og kveikt í og urðu þar skemmdir á verðmætum í eigu Verkfells. Lögreglurannsókn fór fram en málið mun aldrei hafa verið upplýst. Í kjölfar þessa máls var nafni fyrirtækisins breytt. Hins vegar urðu engin málaferli í kjölfar atburðarins af hálfu Verkfells . sisi@mbl.is Leiksoppur Akraness í þrot SAMÞYKKT var að skora á rík- isstjórn Íslands og sveitarfélög að koma í veg fyrir kaup Magma Energy á hlutum í HS orku á um 100 manna samstöðufundi sem haldinn var í Grindavík í gær- kvöldi. Í yfirlýsingu fundarmanna seg- ir að heitið sé „á ríkisstjórn Ís- lands að standa vörð um sameig- inlegar auðlindir landsmanna með langtímahagsmuni þjóð- arinnar að leiðarljósi“. Framsal auðlindarinnar í jafn- langan tíma og gert er ráð fyrir í tilboði Magma beri að líta á sem varanlegt og við þær aðstæður sem nú séu uppi í þjóðfélaginu sé brýnt að lausafjárvandi sam- félagsins sé ekki leystur með bráðræðislegum gjörningum þar sem miklum hagsmunum sé fórn- að. Vilja að stjórnvöld hindri kaup Magma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.