Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2009 Hugsi Margir spara sér á krepputímum verulega peninga með því að ferðast með strætó frekar en einkabíl. Annar kostur við þennan ferðamáta er að hægt er að láta hugann reika á meðan bílstjórinn sér um aksturinn. Eggert Í LEIÐARA Morg- unblaðsins laugardag- inn 22. ágúst sl.eru meintar fyrirætlanir ráðherra VG varðandi HS Orku taldar full- komlega misráðnar. Leiðarahöfundur telur að peningum skatt- greiðenda sé betur var- ið í annað en að spilla fyrir erlendri fjárfest- ingu. Að unnið sé gegn markmiðum um endurreisn á trausti umheimsins á íslensku atvinnulífi og á Íslandi sem fjárfestingarkosti og að end- urþjóðnýting myndi skaða mögu- leika HS Orku til að fjármagna fyr- irhugaðar framkvæmdir. Á það er minnst að samstarfs- flokkur VG beitti sér í fyrra fyrir lagasetningu og í greinargerð með frumvarpinu er það tíundað að lögin hafi skapað „ grundvallarforsendur þess að unnt sé að halda áfram markaðsvæðingu raforkugeirans“. Leiðarahöfundur telur að þessi lög tryggi opinbert forræði á orkuauð- lindum. Auk þessa er það metið svo að ríki og borg sem eigendur keppi- nauta HS Orku komi til með að lenda í vandræðum vegna sam- keppnislaga, reyni þau að eignast hlut í fyrirtækinu. Það eru vissulega vonbrigði að sjá svo einstrengingslega afstöðu í leið- ara Morgunblaðsins gegn því að þriðja stærsta orkufyrirtæki lands- ins verði áfram í almannaeigu. Það er þó verra að rökin sem notuð eru, gilda ekki aðeins um HS orku heldur um allan orkugeirann. Það er verið að tala fyrir einkavæðingu orku- framleiðslunnar og í raun, einka- væðingu orkuauðlindanna, því vald yfir framleiðslunni tryggir yfirráð yfir þeim. Lagarammi frjálshyggjunnar Taumlausu frjáls- hyggjufólki fjár- málafáveldisins tókst að breyta lögum og regluverki landsins til þess að ræna sam- félagið. Eftir standa sveitarfélögin völtum fótum og mörg eiga í verulegum rekstr- arvanda. Við þessar aðstæður er hætta á því að mikilvæg almannafyrirtæki verði seld, til að laga lausafjárstöð- una þó svo að slíkt skaði langtíma- hagsmuni viðkomandi sveitarfélags og möguleika þess til að byggja upp til framtíðar. Er óeðlilegt að sporna við því að orkufyrirtækin sem sjá fyrir mikilvægri grunnþjónustu og fært geta eigendum sínum, íslensk- um almenningi, verulegan arð til reksturs samfélagsins, verði seld? Allir virðast sammála því nú að laga- og reglugerðarumhverfið hafi brugðist þegar kom að ofvexti og síðan hruni bankanna. Tryggir laga- og reglugerðarumhverfi forræði þjóðarinnar yfir orkuauðlindum ef hægt er að leigja þær í allt að hundr- að og þrjátíu ár og leiguverðið er langt undir því sem fyrirtækið ætti að gefa eigendum í arð í eðlilegu ár- ferði? Samkeppnislög í hverra þágu? Einkavæðing orkugeirans hefur hvarvetna hækkað verð og aukið fá- keppni. Þetta sanna dæmin austan hafs og vestan. Í Argentínu fengu landsmenn að kenna á þessu eftir gjörgæslumeðferð Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins á sínum tíma og skýrslur Evrópusambandsins sýna að mark- aðsvæðing raforkugeirans hefur haft gagnstæð áhrif en væntingar stóðu til. Einkavædd íslensk orku- fyrirtæki gætu til að mynda tekið ákvörðun um að selja orkuna ein- göngu til þungaiðnaðar og hætt að selja orku til almennings. Eru ís- lensk samkeppnislög að verja neyt- endur þegar þau eru notuð til þess að koma almannafyrirtækjum í orkuframleiðslu í hendur einkaaðila með því að banna samruna almanna- fyrirtækja? Laga- og reglugerðarumhverfi er mótað af hugmyndafræði frjáls- hyggjunnar og það hlýtur að verða leiðrétt með þjóðarhag að leiðarljósi og með tilliti til þeirra fordæma- lausu aðstæðna sem hér ríkja. Uppbygging Íslands byggist ekki á því að selja orkuverin og einka- væða orkuauðlindir til alþjóðlegra auðmagnseigenda. Uppbyggingin byggist þvert á móti á opinberu inn- lendu eignarhaldi. Það er dapurlegt að Morgunblaðið skuli enn vera við sama heygarðshorn og fyrr. Sannast sagna trúði ég því að eftir hrun fjár- málakerfisins sæju flestir mikilvægi þess að fela fallvöltu fjármálakerfi ekki yfirráð yfir auðlindum okkar; dæmin sýndu að grunnþjónustan ætti ekki að vera gróðaöflum til ráð- stöfunar. Morgunblaðinu finnst greinilega ekki fullreynt að þau séu ekki traustsins verð. En hvenær skyldi Morgunblaðinu finnast nóg komið? Eftir Þorleif Gunnlaugsson » Tryggir lagaum- hverfi forræði okkar yfir orkuauðlindum ef hægt er að leigja þær í 130 ár á verði langt und- ir því sem fyrirtækið mun gefa í arð? Þorleifur Gunnlaugsson Höfundur er borgarfulltrúi og situr í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. Hvenær finnst Morgun- blaðinu nóg komið? KJARTAN Gunn- arsson, fv. varaformaður bankaráðs Landsbankans, fullyrðir í Morgunblaðs- grein (14.08.09) að for- ráðamenn Landsbankans hafi aldrei haldið því fram „að neins konar rík- isábyrgð fylgdi störfum hans, hvorki í Bretlandi né annars staðar“. Und- irsátar Kjartans, banka- stjórarnir Halldór Krist- jánsson og Sigurjón Þ. Árnason, halda hinu gagnstæða fram. Í bréfi, sem þeir undirrita í nafni bankans til hollenska seðlabankans og FME í sept. 2008, „sögðust (þeir) hafa vissu fyrir því að íslenska ríkið myndi ábyrgjast lágmarksinnstæður í ís- lenskum bönkum“. Hvort tveggja getur ekki verið rétt. Hvorum á að trúa, bankaráðs- manninum eða bankastjórunum? Rétt svar varðar gríðarlega al- mannahagsmuni. Það er því full ástæða til að sannleikurinn verði leiddur í ljós í réttarsal þar sem áður nefndir ábyrgðarmenn Icesave- reikningsins, sem nú liggur fyrir Al- þingi, verða krafðir svara, áminntir um sannsögli. Rifjum upp nokkrar lykilstað- reyndir. Upphaf Icesave má rekja til þess að bankanum var fjár vant til að endurfjármagna skuldasafn sitt. Lánstraustið fór þverrandi, lánalín- ur lokuðust og skuldatryggingaálög hækkuðu upp úr öllu valdi. Bankinn stefndi þá þegar í þrot, eins og for- ráðamenn hans fengu staðfest með skýrslu Buiter og Sibert snemma árs 2008 þar sem lýst var spilaborg sem væri að hruni komin. Stofnun Icesave- útibúanna í Bretlandi og Hollandi var m.ö.o. örþrifaráð. Frá upp- hafi var ljóst að verið var að taka mikla áhættu. Hver átti að bera ábyrgðina ef illa færi? Bæði banka- stjórunum og banka- ráðsmönnunum, sem báru sameiginlega ábyrgð á þessum ákvörðunum, var full- kunnugt um að hinn íslenski tryggingasjóður innistæðu- eigenda væri því sem næst tómur. Samt ákváðu þessir menn að stofna útibú á ábyrgð hans. Blekkingaleikur? Þótt búið sé að loka heimasíðum Icesave í Bretlandi og Hollandi má enn rifja upp áhrifaríka markaðs- setningu þeirra Landsbankamanna – hina „tæru snilld“ eins og Sigurjón Þ. Árnason lýsti henni eftirminni- lega – með því að leita inn á web- .archive.org. Undir liðnum „financial protection“ segja Icesave-menn: Sparifjárinnistæður hjá Icesave njóta verndar „The Icelandic Depo- sit Guarantees and Investor – Compensation Scheme“. Síðan segir: „Greiðslutryggingin samkvæmt þessu kerfi miðast við fyrstu 20.887. evrurnar (eða sam- bærilega upphæði í sterlings- pundum) á innistæðureikningum hjá okkur.“ Hafi Kjartan Gunnarsson, vara- formaður bankaráðsins, rétt fyrir sér um að Landsbankinn hafi aldrei reiknað með ríkisábyrgð á lág- markstryggingu innistæðna þá vaknar ný spurning: Hvernig höfðu hann og aðrir eigendur LB í banka- ráðinu hugsað sér að standa við lág- marksskuldbindingar gagnvart við- skiptavinum sínum? Eignir bankans, einar og sér, hrukku hvergi nærri fyrir skuldum (um 3.000 milljörðum í kr., þegar staðið var upp frá veisluborðum). Ætluðu þeir virkilega, vísvitandi og af ásettu ráði, að vísa viðskiptavinum sínum á tóman sjóð og neita síðan allri ábyrgð í krafti heimatilbúinna lögskýringa, eftir á? Ætluðu þessir menn að hafa sparifé af við- skiptavinum sínum með gylliboðum sem aldrei stóð til að standa við? Undir hvaða grein hegningarlag- anna flokkast bankastarfsemi af þessu tagi? Vill ekki einhver lög- fræðingurinn upplýsa íslenska skatt- greiðendur um það? Ef Kjartan er hins vegar að segja ósatt en bankastjórarnir hafa rétt fyrir sér um að þeir hafi haft „vissu fyrir því að íslenska ríkið mundi ábyrgjast lágmarksinnistæður í ís- lenskum bönkum“ þá víkur málinu öðru vísi við. Þá var ekki ætlunin að hafa fé af breskum og hollenskum sparifjáreigendum með vísvitandi blekkingum. Þá virðist ætlunin hafa verið sú að framvísa reikningnum til íslenskra skattgreiðenda ef allt færi á versta veg. Það er aðeins þetta tvennt sem kemur til greina. Sínum augum lítur svo hver á silfrið, eins og sagt er, þegar að því kemur að meta hvor kosturinn var verri. Íslenska fjármálaeftirlitið (FME) vissi sem var að lágmarksinni- stæðutrygging lögum samkvæmt gilti einnig fyrir útibú íslenskra banka, utan heimalandsins, á EES- svæðinu. Þess vegna gerði FME at- rennu að því að fá bankastjóra Landsbankans til þess að breyta rekstrarformi Icesave úr útibúi í dótturfélag, án árangurs. Davíð Oddsson seðlabankastjóri hefur í blaðaviðtali sagt að forráðamenn Landsbankans hafi lofað því að færa þessa áhættusömu fjáröflunarstarf- semi yfir í dótturfélag en að þeir hafi því miður svikið þetta loforð. Tvísaga Skv. skýrslu, sem tekin var saman fyrir hollenska þingið, höfðu hol- lenski seðlabankinn og breska fjár- málaeftirlitið svo þungar áhyggjur af því að íslenska bankakerfið stefndi í þrot og að hrun útibúanna í Bretlandi og Hollandi gæti hrundið af stað áhlaupi á þeirra eigin fjár- málastofnanir – að þau buðust til að taka á sig lögboðna innistæðutrygg- ingu. Þessum tilmælum höfnuðu bankastjórar Landsbankans á þeim forsendum að þeir hefðu vissu fyrir því að íslenska ríkið „mundi ábyrgj- ast lágmarkinnstæður í íslenskum bönkum“. Með yfirboðum og gylliboðum, sem nánar var lýst á heimasíðu Ice- save-netbankans, tókst for- ráðamönnum LB að fá 400.000 ein- staklinga í Bretlandi og Hollandi til að treysta sér fyrir umsjá, ávöxtun og endurgreiðslu á 1.244 milljörðum í kr. – eitt þúsund tvö hundurð fjöru- tíu og fjórum milljörðum. Þetta slag- ar hátt upp í þjóðarframleiðslu okk- ar Íslendinga. Icesave-samningurinn gerir hins vegar ráð fyrir því að Bretar og Hol- lendingar skipti reikningsupphæð- inni á milli sín og Íslendinga. Fyrir löngu er ljóst að for- ráðamenn Landsbankans brugðust trausti viðskiptavina sinna. Bresk og hollensk stjórnvöld hafa orðið að taka skuldbindingar þeirra á sig. Þessir menn hafa ekki látið þar við sitja. Þeir hafa líka brugðist trausti íslenskra stjórnvalda og um leið ís- lensku þjóðinni sem þeir hafa nú framsent reikninginn. Og nú eru ábyrgðarmennirnir orðnir op- inberlega tvísaga: Varaformaður bankaráðsins segist bara hafa ætlað að féfletta útlendinga með því að vísa þeim á tóman tryggingasjóð. Banka- stjórarnir segjast að vísu hafa ætlað að koma sér hjá því með því að fram- vísa reikningnum til íslenska ríkisins sem þeir sögðust hafa vissu fyrir að myndi borga lágmarkstrygginguna. Er ekki tímabært að bæði banka- stjórarnir og forsvarsmenn banka- ráðsins verði leiddir í réttarsal og látnir svara því – áminntir um sann- sögli – hvorir hafi rétt fyrir sér. Væri ekki ráð að spyrja þá í leiðinni hvað hafi orðið af peningunum? Og hvern- ig þeir hafi hugsað sér að greiða til baka eitthvað af skuldum sínum áður en íslenskir skattgreiðendur verða krafðir um borgun fyrir þeirra hönd? Eftir Jón Baldvin Hannibalsson »Er ekki tímabært að bæði bankastjórar- nir og forsvarsmenn bankaráðsins verði leiddir í réttarsal og látnir svara því – áminntir um sannsögli – hvorir hafi rétt fyrir sér. Jón Baldvin Hanni- balsson Höfundur var fjármálaráðherra í rík- isstjórn Þorsteins Pálssonar 1987-88. Áminntur um sannsögli …

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.