Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2009 Jón Bjarnason landbúnaðarráð-herra er á fleygiferð til fortíðar í stefnumörkun sinni fyrir atvinnu- veginn.     Í viðtali við Spegil Ríkisútvarpsins ígærkvöldi sagðist ráðherrann hafa sett á stofn starfshóp, sem breyta ætti lög- um um jarða- og ábúðarmál.     Ráðherrannsagði að meginstefnan hlyti að felast í að „halda utan um og vernda núver- andi og framtíðarlandnæði til matvælafram- leiðslu og gæta þess að það fari ekki undan í einhver önnur not“.     Þetta vill ráðherrann gera með til-vísan til „matvælaöryggis þjóð- arinnar“. Neytendur hafa lært að gæta sín á þeim frasa. Hann er yfir- leitt notaður þegar rökstyðja á fáránlega hátt verð á búvörum og skort á samkeppni.     Hvað ætli fólki til sveita finnist umáform ráðherrans um að lög- binda tiltekin not á landi? Eru það hagsmunir bænda sem vilja bregða búi og selja eignir sínar að stjórn- völd lækki þannig á þeim verðið? Eru það hagsmunir sveitanna að leggja stein í götu þeirra, sem vilja gjarnan búa í sveit en gera eitthvað annað en að stunda búskap?     Þá vill ráðherrann ekki útiloka aðríkið kaupi aftur jarðir, sem það hefur selt, eða þá einhverjar aðrar jarðir, eins og hann orðar það.     Í hvaða skyni vill Jón Bjarnasonverja peningum skattgreiðenda í kaup á bújörðum?     Kannski til að stofna samyrkjubú? Jón Bjarnason Á fleygiferð til fortíðar Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 12 skúrir Lúxemborg 22 skýjað Algarve 26 heiðskírt Bolungarvík 10 skýjað Brussel 20 léttskýjað Madríd 30 heiðskírt Akureyri 15 skýjað Dublin 18 léttskýjað Barcelona 27 léttskýjað Egilsstaðir 12 léttskýjað Glasgow 13 skúrir Mallorca 28 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 11 skýjað London 21 léttskýjað Róm 31 heiðskírt Nuuk 12 heiðskírt París 24 heiðskírt Aþena 29 léttskýjað Þórshöfn 14 léttskýjað Amsterdam 18 léttskýjað Winnipeg 20 heiðskírt Ósló 19 skýjað Hamborg 22 heiðskírt Montreal 23 léttskýjað Kaupmannahöfn 21 skúrir Berlín 29 heiðskírt New York 27 heiðskírt Stokkhólmur 20 heiðskírt Vín 27 heiðskírt Chicago 23 skýjað Helsinki 18 skýjað Moskva 15 alskýjað Orlando 31 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 26. ágúst Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4.01 0,8 10.23 3,5 16.34 1,0 22.43 3,2 5:54 21:06 ÍSAFJÖRÐUR 6.07 0,5 12.23 2,0 18.43 0,7 5:49 21:20 SIGLUFJÖRÐUR 2.38 1,3 8.30 0,4 14.54 1,3 20.53 0,4 5:32 21:04 DJÚPIVOGUR 1.02 0,5 7.18 2,1 13.44 0,6 19.30 1,8 5:21 20:38 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á fimmtudag Norðaustlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Skúrir í flestum lands- hlutum og hiti 8 til 15 stig, hlýj- ast suðvestanlands. Á föstudag og laugardag Norðaustan 5-13 m/s. Víða rigning um landið norðanvert, en skýjað með köflum og þurrt að kalla sunnan- og suðvest- anlands. Kólnar heldur, einkum norðantil. Á sunnudag og mánudag Austlæg átt og skúrir um landið sunnanvert, en þurrt að mestu norðantil. Hiti 6 til 12 stig. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Skúrir eða dálítil rigning með köflum um landið sunnanvert, en skýjað með köflum eða bjartviðri norðantil og yfirleitt þurrt. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast norðan- og vestanlands. SKILYRÐI greiðslna Sjúktrygg- inga vegna lýtalækninga breytast með reglugerð sem heilbrigðisráð- herra hefur sett. Þetta þýðir að skil- yrði fyrir niðurgreiðslum ríkisins t.d. vegna æðahnútaaðgerða verða hert og hætt verður að greiða niður kostnað vegna aðgerða við rósroða. Reglugerðin tekur gildi 1. október og frá sama tíma fellur úr gildi eldri reglugerð um greiðslur sjúkratrygg- inga fyrir lýtalækningar og fegrun- araðgerðir. Breytingarnar eru gerð- ar í sparnaðarskyni. Markmiðið er að spara 30 milljónir á þessu ári, en reglugerðarbreytingin á að spara um 90 milljónir reiknuð til heils árs. Kostnaður vegna lýtalækninga er nú um 400 milljónir á ári og af þeirri upphæð greiða Sjúkratryggingar um 300 milljónir, að því er segir á vef heilbrigðisráðuneytis. aij@mbl.is Dýrari æðahnútar  Ríkið greiðir 300 milljónir vegna lýta- lækninga  Spara á 90 milljónir á ári NÁGRANNARNIR í Strandabyggð og Reykhólasveit halda hvorir tveggja hátíð á laugardaginn. Einn atburður er sameiginlegur á þessum samkomum er Strandamenn hlaupa á laugardagsmorgun til móts við íbúa úr Reykhólahreppi um nýja veginn um Arnkötludal þar sem þeir mætast á miðri leið. Við opnun veg- arins í haust opnast ný tækifæri til að efla tengsl og samstarf milli íbúa á þessum tveimur svæðum. Mikið verður um að vera á opn- unarhátíð „Stefnumóts á Ströndum“ á laugardaginn, en sýningin verður opin til 15. september í félagsheim- ilinu á Hólmavík. Yfir 60 sýnendur, fullorðnir og börn, allt frá Hrútafirði, norður í Ófeigsfjörð og yfir í Djúp, taka þátt í sýningunni sem er bæði fjölbreytt og fróðleg. Markmiðið með sýningunni er tvíþætt. Annars vegar að efla ímynd Stranda út á við sem aðlaðandi búsetu-, ráðstefnu- og ferðamannasvæðis. Hins vegar að efla tengsl ólíkra aðila á Ströndum með því að leiða saman hefðbundna og óhefðbundna starfsemi. Meðal atburða á laugardaginn má nefna að fjórir ættliðir Stranda- manna reisa vörðu til framtíðar; Sverrir Guðbrandsson eldri, Guð- brandur Sverrisson, Sverrir Guð- brandsson yngri og Jakob Ingi Sverrisson. Allir þeir sem koma að sýningunni leggja stein í vörðuna úr sinni heimasveit. Ljósmynd/ Svanlaug Sigurðardóttir Stefnumót Sól Dögg Arnarsdóttir töltir niður slóðann af Eyrarhálsi í áttina að Melarétt í Trékyllisvík. Reykjaneshyrna tignarleg í fjarska. Stefnumót á Ströndum og Reykhóladagurinn Á setningarathöfn verður atriði frá Tónskólanum á Hólmavík, von- ast er til að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, flytji hátíðar- ávarp. Systurnar á Melum í Trékyll- isvík flytja söngatriði, Jón Bjarna- son sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra flytur ávarp, Ása Ketilsdóttir á Laugalandi kveð- ur lausavísur, galdramaður á Ströndum les vinakveðju úr Reyk- hólasveit og Bjarni Ómar flytur frumsamda tónlist. Hólmadrangur býður sýningargestum í heimsókn og veisla verður haldin um kvöldið á Café Riis. Fjölbreyttur Reykhóladagur Reykhóladagurinn byrjar í raun á föstudaginn með spurningakeppni Reykhólahrepps þar sem sveitungar spreyta sig á ýmiss konar spurn- ingum og leiklistarhæfileikarnir fá að njóta sín. Meðal atburða á laug- ardeginum má nefna gönguferð um Reykhólasveit, sveitamarkað, báta- sýningu, áætlunarferðir um Reyk- hóla á heyvagni, kaffisölu að hætti Kvenfélagsins Kötlu, ljósmyndasýn- ingu Björns Antons frá Bátadögum og kvöldverð, þar sem gestir gæða sér á kræsingum sem eiga uppruna sinn í Reykhólasveit. aij@mbl.is Tenglar strandir.is/stefnumot reykholar.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.