Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2009 REYKJAVÍKURBORG niður- greiðir í vetur hvert nemakort sem reykvískir framhalds- og háskóla- nemendur kaupa hjá Strætó bs. um 15.000 þúsund krónur. Reykjavíkurborg felldi niður gjald fyrir reykvíska framhalds- og háskólanemendur síðastliðin tvö skólaár í tilraunaskyni. Verkefnið gafst vel og hefur notið vinsælda nemenda og bættust milljón farþeg- ar við hóp viðskiptavina Strætó vegna kortanna hvert skólaár. Í könnun sem gerð var kom fram að 80% námsmanna sem fara í strætó á annað borð gera það vegna kort- anna, og að hópur nemenda hætti við að kaupa einkabíl vegna þeirra. Nemendur geta á næstu dögum sótt um og greitt fyrir nemakortin á straeto.is. Morgunblaðið/Sverrir Kostar Ekki ókeypis í strætó í vetur. Nemakort Strætó niðurgreidd STUTT INNLAUSN Á HLUTUM Í ALFESCA HF. Lur Berri Iceland ehf., kt. 420409-0790, Skógarhlíð 12, Reykjavík, („Lur Berri Iceland”) og stjórn Alfesca hf., kt. 580293-2989, Kringlunni 7, Reykjavík, („Alfesca”) hafa ákveðið að þeir hluthafar í Alfesca sem ekki samþykktu yfirtökutilboð Lur Berri Iceland og eru ekki í hópi samstarfsaðila um stjórn og rekstur Alfesca skuli sæta innlausn af hálfu Lur Berri Iceland á hlutum sínum, sbr. 1. mgr. 110. gr. laga um verðbréfavið- skipti nr. 108/2007. Lur Berri Iceland og samstarfsaðilar um stjórn og rekstur Alfesca eiga samtals 91,34% hlutafjár í Alfesca og fara með 91,87% atkvæðisréttar í félaginu. Innlausnin tekur til allra annarra hluta og nær til annarra hluthafa Alfesca sem skráðir eru í hlutaskrá félagsins í upphafi dags 26. ágúst 2009. Þeim hluthöfum er send þessi tilkynning ásamt framsalseyðublaði. Tilkynning þessi er birt í dagblöðum í samræmi við sam- þykktir Alfesca um boðun aðalfundar, sbr. 1. mgr. 110. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007. Hluthafar í Alfesca, sem innlausnin tekur til, eru hvattir til að framselja Lur Berri Iceland hluti sína í Alfesca innan fjögurra vikna frá dagsetningu þessarar tilkynningar. Innlausnarverðið er 4,5 kr. fyrir hvern hlut í Alfesca. Greitt verður fyrir hlutina með reiðufé. Er um að ræða sama verð og Lur Berri Iceland bauð hluthöfum Alfesca í yfirtökutilboði frá 25. júní 2009. Greiðslan verður innt af hendi 29. september 2009. Til að framselja Lur Berri Iceland hluti sína í Alfesca þurfa hluthafar að fylla út framsalseyðublað sem þeim mun verða sent með þessari tilkynningu. Rétt útfyllt framsalseyðublað verður að berast Fyrirtækjaráðgjöf Nýja Kaupþings banka hf., Borgartúni 19, 105 Reykjavík, fyrir kl. 12:00 þann 24. september 2009. Hafi hlutir í Alfesca ekki verið framseldir Lur Berri Iceland í samræmi við framangreint, verður andvirði hlutanna í Alfesca greitt inn á geymslureikning í nafni viðkomandi hluthafa. Frá þeim tíma telst Lur Berri Iceland réttur eigandi viðkomandi hluta í Alfesca, sbr. 2. mgr. 110. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007. Nýi Kaupþing banki hf. hefur umsjón með innlausninni fyrir hönd Lur Berri Iceland. Nánari upplýsingar veita verðbréfaráðgjafar bankans í síma 444-7000. Vakin er sérstök athygli hluthafa á því að Nýja Kaupþingi banka hf. er óskylt að meta hvort viðskipti í tengslum við innlausnina séu viðeigandi fyrir þá. Þeir njóta því ekki þeirrar verndar sem í slíku mati felst samkvæmt 16. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007. Er hluthöfum bent á að leita sér sérfræðiað- stoðar vegna viðskiptanna. Reykjavík, 26. ágúst 2009 Fyrir hönd Lur Berri Iceland ehf. og stjórnar Alfesca hf. Nýi Kaupþing banki hf. - Fyrirtækjaráðgjöf ÍS LE N S K A SÍ A .ÍS K A U 47 06 4 08 /0 9 HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt 24 ára gamlan karlmann í 10 mánaða fangelsi fyr- ir að vera með 487 e-töflur og lítil- ræði af hassi í fórum sínum, en töfl- urnar fundust í húsi frænku mannsins. Maðurinn hélt því fram að hann hefði ekki komið töflunum fyrir í húsinu heldur hefði hann átt að sækja þær fyrir annan ónafn- greindan mann. Dómurinn taldi að ákæruvaldinu hefði ekki tekist að sanna að maðurinn hefði fengið töflurnar í hendur og falið þær. Hins vegar væri sannað að hann hefði haft þær í vörslu sinni. Maðurinn hefur frá því hann var 18 ára fjórtán sinnum verið sak- felldur fyrir afbrot, aðallega fíkni- efnalagabrot, en einnig fyrir um- ferðarlagabrot, eignaspjöll, auðgunarbrot og líkamsárásir. Hann rauf með brotunum nú skil- yrði reynslulausnar sem hann fékk í fyrra. Með 487 e-töflur í fórum sínum Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is SÍÐASTA Snorraverkefni ársins, Snorri plús, hófst um helgina og á meðal þátttakenda eru mæðgurnar Sveinfríður Margaret Irene Wright og Shelley McRynolds frá Calgary í Kanada. Beth McReynolds, dóttir Shelley, tók þátt í Snorraverkefni ungmenna 2007 og heilsaði upp á mömmu sína og ömmu í Reykjavík um helgina. Snorraverkefnin eru samstarfs- verkefni Norræna félagsins á Íslandi og Þjóðræknisfélags Íslendinga, ætl- uð fólki í Vesturheimi af íslenskum ættum, en sambærilegt verkefni, Snorri vestur, er haldið í Manitoba í Kanada fyrir íslensk ungmenni. Snorri plús er fyrir eldri þátttak- endur og er það nú haldið í sjöunda sinn en alls hafa 78 manns tekið þátt í því frá byrjun 2003. Eldri mæðgurnar frá Calgary eru á Íslandi í fyrsta sinn og Beth kynnt- ist líka landi og þjóð í gegnum Snorraverkefnið. Á fimmtudag fer hópurinn m.a. um Snæfellsnes en sama dag verður Sveinfríður 80 ára. Þrír ættliðir taka þátt í Snorraverkefninu Morgunblaðið/Heiddi Þrír ætliðir Sveinfridur Irene Wright, Shelley McReynolds og Beth McRey- nolds hafa allar tekið þátt í Snorraverkefninu. Slysavarna- félagið Lands- björg segir í til- kynningu að upp hafi komið mis- skilningur varð- andi aðkomu Gæslunnar er karlmaður lést á Herðubreið. „Beiðni um að- stoð þyrlu LHG í aðgerðum björgunarsveita getur komið frá lögreglu, Neyðarlínu eða í samráði við bakvakt Slysavarna- félagsins Landsbjargar. Þeir ferlar eru þrautreyndir og byggjast á for- ræði aðila á yfirstjórn aðgerða og reynslu aðila af aðgerðum. Það er því í hæsta máta ófaglegt að leita beint til ráðherra dómsmála og blanda henni í aðgerð sem var í vinnslu.“ Ófaglegt að leita beint til ráðherra Þyrla LHG á björg- unaræfingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.