Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2009 LAGERSALA 50-70% AFSL. Max Mara, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862 FRÁBÆR BUXNASNIÐ FALLEGAR SVARTAR OG DÖKKBLÁAR GALLABUXUR EINNIG KLASSÍSKAR SVARTAR OG BRÚNAR, SPARI- OG VINNUBUXUR MÖRG SNIÐ – 2 SÍDDIR Tískuvöruverslunin Vera Vorum að fá sendingu frá Olsen buxur, peysur og bolir Tískuvöruverslunin Vera Laugavegi 49 - Sími 552 2020 LOKA - ÚTSÖLULOK 25% AUKAAFSLÁTTUR AF ÚTSÖLUVÖRUM Skeifan 11d • 108 Reykjavík • sími 517 6460 • www.belladonna.is Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 FRÉTTASKÝRING Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is „LÝSING hefur þróað með sér þá aðferð að líta á alla sem glæpamenn og beita mikilli hörku,“ segir Sigþór Ari Sigþórsson verkfræðingur. Hann kveðst hafa reynslu af öðrum fjármögnunarfyrirtækjum og þar viðgangist ekki sú harka sem Lýsing beiti. Þau komi til móts við viðsemj- endur og leitist við að veita þeim svigrúm til að standa skil á skuldum. Tveir aðrir viðmælendur bera mis- kunnarleysi fyrirtækisins vætti og væna fyrirtækið um óheiðarleg vinnubrögð og blekkingar. Þá telja þeir óhæft að á sama tíma og Lýsing hafi mælt með fjármögnun í erlendri mynt hafi eigendur fyrirtækisins í Existu tekið afstöðu gegn krónunni. „Það vekur furðu að menn sem eiga stóran þátt í þessu hruni hér skuli óáreittir fá að níðast á fyrirtækjum og fólki í gegnum Lýsingu.“ Tví- menningarnir sáu sér ekki fært að koma fram undir nafni og báru við að það gæti haft áhrif á yfirstand- andi samningaviðræður við Lýsingu. Sigþór Ari er framkvæmdastjóri Klæðningar en Lýsing hefur leyst til sín fjölda vinnutækja fyrirtækisins vegna greiðsluerfiðleika. Hann segir það hafa verið gert án alls samráðs og þrátt fyrir munnlegt samkomulag um greiðslufrest. „Það er ekki hægt að treysta orði sem kemur frá þeim, samvinnan er engin og skilningurinn er enginn,“ fullyrðir Sigþór. Hann kveðst ítrekað hafa bent Fjár- málaeftirlitinu á háttsemi Lýsingar á ýmsum sviðum. Meðal annars hafi hann viðrað grunsemdir um að fyr- irtækið komi vinnuvélum undir önn- ur fyrirtæki og hyggist keyra Lýs- ingu í þrot og koma þannig verðmætum undan. Hafnar ásökununum alfarið „Ég hafna þessu algerlega,“ segir Halldór Jörgensson, forstjóri Lýs- ingar hf. „Við gerum allt sem við mögulega getum til að þurfa ekki að taka tæki til okkar.“ Hann segir fyr- irtækið beinlínis tapa á að leysa inn vélarnar vegna þess hluta sem ekki fæst greiddur og því reyni þeir að forðast það í lengstu lög. Halldór vísar því einnig alfarið á bug að fyrirtækið beiti blekkingum, gangi á bak orða sinna eða brjóti lög í starfi sínu. Hann segist hafa skiln- ing á að fólk sé ósátt en leggur áherslu á að langflestir þeirra við- skiptavina sem komi heiðarlega fram sleppi við langtímatjón. Um það hvort framkoma Lýs- ingar við skuldara sína sé frábrugðin aðferðum sams konar fyrirtækja vill Halldór ekki tjá sig, hann þekki ekki til utan Lýsingar. Hann segir að- stöðu Lýsingar þó ólíka stöðu ann- arra fjármögnunarfyrirtækja sem öll hafi einhvern ríkisbankanna að baki sér. Lýsing standi aftur á móti ein og óstudd og þurfi að standa í skilum við sína eigin lánardrottna. Svigrúm fyrirtækisins til tilslakana sé því minna en ella. Lýsing sökuð um miskunnarleysi Forstjóri Lýsingar hf. segir svigrúm til tilslakana takmarkað „MENN hafa kvartað yfir því að það væru notaðar aðrar aðferðir hjá Lýs- ingu en hjá öðrum fjármögnunarfyrirtækjum,“ segir Jón Bjarni Gunnars- son, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Hann segir þó að talsmenn fyrirtækisins hafi gert samtökunum grein fyrir ástæðum þess með fullnægjandi hætti; erlend fjármögnun sníði Lýs- ingu þröngan stakk. Fleiri kvartanir hafa borist yfir Lýsingu en öðrum, en Jón segir fyrirtækið ekki fara út fyrir þær heimildir vegna vanskila sem lög veita því. Hafa útskýrt kvartanir fyrir SI Innleystar Gröfur, malarvinnslutæki, lyftarar og steypubílar sem Lýsing hefur leyst til sín við Hafnarfjarðarhöfn. Lýsingu hf. er borið á brýn að sýna enga miskunn þegar skuldunautar lenda í vanskilum og beita þá bolabrögðum. Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is FASTANEFND dómsmálaráðu- neytis um happdrættismál vinnur nú að endurskoðun laga um happdrætt- ismál, getraunir, fjárhættuspil og veðmálastarfsemi hér á landi. Meðal þess sem til skoðunar er mun vera lagarammi auglýsinga á fjárhættu- spilum, en slíkar auglýsingar frá er- lendum fyrirtækjum hafa verið nokkuð áberandi í íslenskum fjöl- miðlum að undanförnu. Í nýlegum hæstaréttardómi um auglýsingu á vefsetri þar sem leika má fjárhættuspil kvað dómurinn að ekki væri hægt að beita ákvæði sem bannar auglýsingar fjárhættuspila gegn erlendum fyrirtækjum af þeirri ástæðu að starfsemin væri ekki rek- in hérlendis. Að starfsemin væri ólögleg hér á landi var ekki talið hafa áhrif. „Markmið ákvæðisins er að banna auglýsingar á hvers konar happ- drættis- og verðmálastarfsemi sem hefur ekki tilskilin leyfi samkvæmt happdrættislögum, hvort sem sú starfsemi er innlend eða erlend,“ segir Eyvindur G. Gunnarsson, lög- fræðingur og formaður nefndar dómsmálaráðuneytisins. Ljóst sé að miðað við dóminn þjóni ákvæðið ekki því markmiði. Eyvindur segir að setja verði lög sem auðveldi að framfylgja banni við auglýsingum á happdrættis- og veð- málastarfsemi sem starfar ekki sam- kvæmt opinberum leyfum hvort sem er hér á landi eða erlendis. Niður- staða dómsins sé að sérstaklega þurfi að taka á því í lögunum hvar viðkomandi fyrirtæki starfar. Kveð- ur hann að tekið verði tillit til þess við endurskoðun laganna. Lagarammi fjárhættuspila endurskoðaður Þrengt að auglýsingum um fjárhættuspil Spil Póker, Rommí og Ólsen sætir hömlum séu peningar í spilinu. VARÐSKIPIÐ Týr er nú á heimleið frá Noregi en þangað var lagt af stað 15. ágúst með prammana Mikael og Gretti, að því er segir í fréttatilkynn- ingu frá Landhelgisgæslunni. Nú er varðskipið á heimleið. „Ístak efh. hafði samband við Landhelgisgæsluna í maí til að at- huga hvort hún gæti dregið dýpk- unarpramma til Noregs vegna hugs- anlegs verkefnis þar. Ístak var að skoða málið vegna útboðs á hafn- arframkvæmdum í Stamsund á Lofoten í Noregi,“ segir í tilkynning- unni. „Landhelgisgæslan tók vel í er- indið og vildi gjarnan aðstoða við þetta verkefni ef það hentaði henni, m.a. í tengslum við gæslustörf. Strax var tekið fram af hálfu Landhelg- isgæslunnar að hún mundi aðeins taka að sér verkefnið ef enginn inn- lendur aðili gæti sinnt því.“ Notað hafi verið tækifærið til að senda varðskipið í Síldarsmuguna og minna á réttindi Íslendinga þar. Einnig hafi Landhelgisgæslan feng- ið töluverðar greiðslur fyrir aðstoð- ina og um leið getað aðstoðað ís- lenskt fyrirtæki í að afla sér verkefna erlendis. Varðskipið Týr dró tvo pramma fyrir Ístak til Noregs Nýttu tækifærið til að minna á rétt Íslendinga í Smugunni Morgunblaðið/Sverrir Gæslan Varðskipið Týr var endurbætt mikið fyrir nokkrum árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.