Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 8
Sigurður G. Guðjónsson hrl. kom fram með þá tillögu um helgina að lántakendur miðuðu afborg- anir sínar við upphaflega greiðsluáætlun. Árni Páll segist ekki ætla að hvetja fólk til slíkra aðgerða en sé einhver óvissa uppi sé sjálfsagt að láta á það reyna fyrir dómstólum. „Ég hvet fólk ekki til að grípa til ör- þrifaráða. Við vitum að ástandið er erfitt og fjöldi fólks að lenda í vanskilum. Grundvallarreglan hlýtur alltaf að vera að halda lánum í skilum og forðast óþarfa kostnað. Við höfum grip- ið til aðgerða til að auðvelda fólki þetta og náð að halda fjölda gjaldþrota í horfinu,“ seg- ir Árni Páll. Engin örþrifaráð 8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2009 Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is ÁRNI Páll Árnason félagsmálaráð- herra segir mörg rök vera fyrir því að setja þurfi sterkan almennan lagaramma utan um leiðréttingu eða afskriftir á íbúðalánum, líkt og bankarnir hafa verið að skoða. Bæði þurfi löggjöfin að greiða fyrir þessum aðgerðum en um leið að tryggja jafnræði lántakenda, þannig að tekið sé á sambærilegum málum með sambærilegum hætti, hvort sem er innan sömu lána- stofnunar eða á milli lánastofnana. „Markmiðið hlýtur að vera það að koma út úr kerfinu þessari gríð- arlegu skuldsetningu, sem í reynd er töpuð þó að minna sé af henni hjá Íbúðalánasjóði þar sem erlend lán hafa ekki verið í boði og höml- ur verið á hámarkslánum. Við þurfum að búa til almenna um- gjörð þannig að þessar aðgerðir verði ekki settar í vald hvers fjár- málafyrirtækis um sig,“ segir Árni Páll. Hann segir nauðsynlegt að ná meira sam- ræmi á milli skuldsetningar, eignastöðu og greiðslugetu. Það sé ekki hægt með almennri flatri lækkun skulda. „Þá lækkum við ekki nóg hjá þeim sem skulda mest og við lækk- um að óþörfu hjá þeim sem hafa fullnægjandi eignir og greiðslugetu til að geta staðið í skilum. Ef menn eru sammála um að koma skuld- setningu samfélagsins, jafnt heim- ila og fyrirtækja, í eðlilegt horf miðað við þá verðmætasköpun, greiðslugetu og eignastöðu sem raunverulega er að baki, þá verður að horfa á hvert og eitt tilvik,“ seg- ir ráðherra. Aðspurður segist hann ekki hafa skipt um skoðun varðandi afskrift- ir skulda. Hann hafi alltaf talað fyrir því að laga greiðslubyrði fólks og fyrirtækja að greiðslugetu og eignastöðu. Stjórnvöld hafi verið að finna leiðir til þess, m.a. með greiðsluaðlöguninni, og sú hugsun hafi síðan verið útfærð með al- mennum lagaheimildum, sem bankarnir séu nú að nýta sér. Starfshópur skilar tillögum Árni Páll skipaði á dögunum starfshóp sem ætlað er einmitt að endurskoða löggjöf varðandi úr- ræði fyrir skuldsett heimili. Er hópnum ætlað að skila tillögum áð- ur en haustþing kemur saman. Árni Páll reiknar með að starfs- hópurinn komi með innlegg í um- ræðuna um aðgerðir banka og stjórnvalda. Setja þarf lagaramma  Félagsmálaráðherra telur almenna flata skuldalækkun ekki koma til greina  Samræmi þurfi að vera á milli skuldsetningar, eignastöðu og greiðslugetu Árni Páll Árnason VINIRNIR Hilmar Örn Þráinsson og Benedikt Bjarni Níelsson nýttu sér lága vatnsstöðu í Rauðavatni til að bregða sér út í það á reiðfákum sínum. Þeir þurftu þó ekki að sundríða því fák- arnir eru úr málmum góðum og héldu þeim vel upp úr svo enginn vöknaði. Í dag er spáð skúrum eða dálítilli rigningu sunnan til þannig að spurning er hvort lítið vatn verður áfram í Rauðavatni. sia@mbl.is Á REIÐFÁKUM Í RAUÐAVATNI Morgunblaðið/Kristinn Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is NÝR vegur þvert yfir Melrakka- sléttu, svonefnd Hófaskarðsleið, verður væntanlega tekinn í notkun næsta haust ef allt gengur eftir áætl- unum, að sögn Gunnars Gunnarsson- ar aðstoðarvegamálastjóra. Vegur- inn mun stytta leiðina milli Kópa- skers og Þórshafnar. Þessum vegi mun svo tengjast nýr vegur til Rauf- arhafnar. „Vegurinn er nú að mestu upp- byggður, en ekki búið að leggja bundið slitlag,“ sagði Gunnar um Hófaskarðsleiðina. Deilt um vegstæðið á kafla Deilur hafa staðið um legu vegar- ins þar sem hann tengist Norðaust- urvegi sunnan við Kópasker. Gunnar sagði að þær hafi tafið verkið. Hæsti- réttur ógilti 19. mars sl. eignarnám Vegagerðarinnar á landi og jarðvegi í landi Brekku í Núpasveit vegna nýja vegarins. Vegagerðin kynnti fyrirhugaða breytingu á veglínunni (162) á 1,7 km kafla hinn 3. júní sl. Skipulagsstofnun taldi að veglína 162 myndi hafa sjónræn áhrif á landslag og á votlendi og ákvað að hún skyldi vera háð mati á umhverfisáhrifum. „Við höfum kært þann úrskurð Skipulagsstofnunar til umhverfis- ráðherra,“ sagði Gunnar. Hann sagði að upphafleg leið um land Brekku hafi verið valin af veg- tæknilegum ástæðum. Eigendur jarðarinnar voru mótfallnir þeirri leið. Að Brekku liggja lönd Kata- staða og Presthóla. Síðarnefndu jarðirnar voru ríkisjarðir og beiti- land þeirra, annað en tún, í óskiptri sameign. Í millitíðinni voru Kata- staðir síðan seldir einkaaðila. Gunn- ar sagði það ekki hafa einfaldað mál- ið. Nýja veglínan númer 162 liggur rétt sunnan við landamerki Brekku og í landi Presthóla og Kataness. Gunnar taldi líklegt að sátt yrði um þessa veglínu við landeigendur. Hófaskarðsleið líklega opnuð næsta haust Morgunblaðið/Golli Melrakkaslétta Nýi vegurinn, svonefnd Hófaskarðsleið, mun greiða leiðir milli þéttbýlisstaða á Melrakkasléttu og að flugvellinum á Raufarhöfn. Tillaga komin að nýrri veglínu í stað kafla sem deilur stóðu um milli Vegagerðarinnar og landeigenda Brekku                                                       !  !            EMBÆTTI land- læknis og sótt- varnalæknis und- irbúa nú bólu- setningu við svínaflensunni og svonefndir áhættuhópar fólks munu fá slíka bólusetn- ingu ókeypis. Að sögn Haraldar Briem sóttvarna- læknis er verið að skilgreina áhættu- hópana nánar en það ræðst af þróun faraldursins hér á landi. Búist er við að bólusetningar hefjist í lok sept- ember eða byrjun október. Á sama tíma mun fara fram bólusetning gegn árstíðabundinni inflúensu. Bóluefni við svínaflensu berst í lotum til landsins og vonast sótt- varnalæknir til að allt bóluefni sem pantað hefur verið, um 300 þúsund skammtar, verði komið til landsins um eða upp úr áramótum. Fram- leiðsla á bóluefni við flensunni er skammt á veg komin, að sögn Har- aldar, en reiknað er með að bólusetja þurfi hvern og einn sjúkling tvisvar með mánaðarmillibili. „Allar þjóðir standa frammi fyrir því að þurfa að forgangsraða bólu- setningum og mest áhersla er lögð á að þeir fái fyrst bólusetningu sem eru með undirliggjandi sjúkdóma,“ segir Haraldur og nefnir þar m.a. hjarta- og lungnasjúkdóma, ónæmis- bælingu og þá sem þarf að vernda sérstaklega, s.s. þungaðar konur og starfsmenn sem sinna sjúkum. Haraldur reiknar með að bráða- birgðatilhögun á bólusetningu liggi fyrir um næstu mánaðamót. bjb@mbl.is Áhættu- hópar fá ókeypis Haraldur Briem Undirbúa bólusetn- ingu við svínaflensu Reuters Bólusetning Forgangsraðað verð- ur í bólusetningu gegn svínaflensu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.