Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 16
16 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2009 Frá Ósló Átta af þeim tíu sem handteknir voru í Noregi í gær vegna gruns um lánasvindl upp á 50 milljónir norskra króna, voru handteknir í Ósló. Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is FJÓRIR starfsmenn norska bank- ans DnB NOR voru handteknir í Ósló gær. Þá voru sex aðrir einstak- lingar einnig handteknir. Er þessi hópur manna grunaður um að hafa staðið að stærsta banka- svindli í norskri sögu. Það gekk út á að svíkja út lán vegna íbúðakaupa sem voru bara að nafninu til. Er hópurinn grunaður um að hafa svikið út að minnsta 50 milljónir norskra króna, en það svarar til lið- lega eins milljarðs íslenskra króna á núverandi gengi. Átta hinna grunuðu voru handteknir í Ósló en tveir í Fredrikstad. Hinir handteknu er á aldrinum frá 28 og upp í 45 ára. Frekari upplýsingar um þá hafa ekki verið gefnar upp. Bankinn hjálpar til Í yfirlýsingu frá DnB NOR segir að yfirmenn bankans hafi grunað í nokkurn tíma að starfsmenn hans í útibúi í Ósló og í nágrannasveitar- félagi hafi tekið þátt í hinum meintu svikum. Það hafi verið tilkynnt til lögregluyfirvalda í fyrra og aftur á þessu ári. Þá hafi yfirmenn bankans veitt lögregluyfirvöldum alla þá að- stoð sem þau hafi farið fram á við að upplýsa þetta mál. Haft er eftir Nils Veger lögfræð- ingi sem stýrir aðgerðum lögreglu- yfirvalda, á norska fréttavefnum E24, að hugsanlegt sé að fleiri teng- ist þessu máli en þeir tíu einstakling- ar sem handteknir hafi verið. Það eigi eftir að koma í ljóst á næstu dög- um og vikum. DnB NOR er stærsti banki Nor- egs með heildareignir upp á um 1.800 milljarða norskra króna. Norska ríkið er stærsti eigandi bankans með um 34% eignarhlut. Umfangsmesta bankasvindl í Noregi Tíu manns voru handteknir í Noregi í gær. Eru þeir grunaðir um að hafa svikið út a.m.k. 50 milljónir norskra króna Þetta helst ... ● ÚRVALSVÍSITALAN í Kauphöllinni á Íslandi hækkaði í gær um 1,3% og er lokagildi hennar 807 stig. Heildar- viðskipt með hlutabréf námu 114 millj- ónum en viðskipt með skuldabréf voru hins vegar umtalsvert meiri, eins og verið hefur, eða fyrir liðlega 22 millj- arða króna. Mest hækkun varð á hluta- bréfum Føroya banka, eða 5,7%. gretar@mbl.is Yfir átta hundruð stig ● BARACK Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að endurráða Ben Bernanke í starf seðlabankastjóra Bandaríkjanna til næstu fjögurra ára. Bernanke hefur almennt fengið mikið lof fyrir það hvernig hann og seðlabankinn hafa tek- ið á efnahagskreppunni í Bandaríkj- unum undanfarin misseri. Enda er talið að endurráðning hans hafi þegar komið fram í kauphöllum vestanhafs í gær. Vísitölur hækkuðu almennt í kjölfar til- kynningarinnar um endurráðninguna. gretar@mbl.is Ben Bernanke áfram í stóli seðlabankastjóra Ben Bernanke, seðlabankastjóri. ● VBS fjárfestingarbanki hefur höfðað mál gegn breska kaupsýslumanninum Kevin Stanford vegna vangoldinnar skuldar breska tískuhússins Ghost Ltd., félags í hans eigu. Krafa VBS hljóðar upp á 2,2 milljónir punda, eða rúmlega 460 milljónir króna á nú- verandi gengi og verður málið þingfest hinn 3. september næstkomandi. Ke- vin Stanford er í persónulegri ábyrgð vegna lánsins til Ghost. Félagið rak m.a. tískuverslanir og lánið frá VBS var notað til að fjölga verslunum fyr- irtækisins í Bretlandi. Ghost er nú í greiðslustöðvun. Þegar dómur gengur í málinu hér heima getur VBS gert aðför í eigur Stanford í Bretlandi. thorbjorn@mbl.is VBS fjárfestingarbanki stefnir Kevin Stanford „Þetta snýst um það að menn hafa haft tekjur með einum eða öðrum hætti sem ekki hefur verið gerð grein fyrir í skattframtali,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrann- sóknarstjóri. Að sögn Bryndísar veltur það á eðli brotanna og alvar- leika þeirra hvernig þau verða af- greidd. Ef um minniháttar brot er að ræða sé máli venjulega lokið með sektargerð hjá skattrannsóknar- stjóra eða yfirskattanefnd. Alvar- legri mál, sem varði mjög háar upp- hæðir, séu send til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglu- stjóra sem taki síðan ákvörðun um hvort tilefni sé til útgáfu ákæru. Grunur um skattsvik þekktra kaupahéðna Kaupsýslumenn földu tekjurnar með erlendum krítarkortum Morgunblaðið/ÞÖK Skattalagabrot Ríkisskattstjóri fékk heimild síðasta haust til að nálgast upplýsingar um innlendar hreyfingar á erlendun greiðslukortum. Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is MAGNÚS Ármann, oft kenndur við eignarhaldsfélagið Imon ehf., er að- eins einn fjölmargra þjóðþekktra kaupsýslumanna sem grunaðir eru um skattalagabrot vegna greiðslu- kortanotkunar á erlend greiðslukort, samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins. Nöfn þeirra hafa ekki fengist upp gefin, en fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá því að velta á kort Magn- úsar hefði verið á fjórða tug milljóna króna á eins árs tímabili. VISA lagðist gegn rannsókn Ríkisskattstjóri (RSK) fékk heim- ild síðasta haust til að nálgast upp- lýsingar um hreyfingar á kortunum svo fremi sem heildarúttekt hvers korts á hverju kortatímabili næmi að minnsta kosti fimm milljónum króna. Valitor, sem er útgáfu- og þjónustuaðili VISA á Íslandi, lagðist gegn því að RSK fengi upplýsingar um notkun kortanna. Fór ágreining- urinn fyrir dómstóla og var það á endanum niðurstaða Hæstaréttar að heimila embætti RSK að skoða notk- unina. Það var bráðabirgðaniður- staða embættisins að korthafar hefðu komið sér undan skatt- greiðslum í ákveðnum tilfellum. Voru mál þrjátíu aðila send skatt- rannsóknarstjóra vegna gruns um skattalagabrot. Í HNOTSKURN »Mál vegna kortanotkunar30 aðila hafa verið send skattrannsóknarstjóra. Sum kortin virðast hafa verið mjög einkennilega notuð, t.d var eitt eingöngu notað til þess að taka peninga úr hraðbanka. »Leikur grunur á að umpeningaþvætti sé að ræða, en hugsanlega kann viðkom- andi aðeins hafa viljað fela neyslu sína. Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is ÁVÖXTUNARKRAFA á stuttum ríkisskulda- bréfum hélt áfram að lækka í gær. Áberandi mest var lækkunin á skuldabréfum, sem eru á gjald- daga í mars 2010, en krafan á þeim lækkaði um 0,51 prósentustig. Verð bréfanna hækkar með lækkandi ávöxtunarkröfu og öfugt. Hefur verð á áðurnefndum skuldabréfaflokki hækkað um 13,1% á einni viku, en á næststysta flokknum, sem er á gjalddaga í desember 2010, nemur verðhækkunin á sama tímabili 7,04%. Eins og fram kom í Morgunblaðinu bendir margt til þess að eftirspurn eftir styttri ríkisbréf- um fari vaxandi á næstunni með lækkandi innláns- vöxtum í viðskiptabönkum. Þá töldu greiningarað- ilar að lesa mætti úr tilkynningu Seðlabankans frá því á föstudag að dregið yrði úr útgáfu skulda- bréfa á næstunni. Framboð myndi því aukast hægar. Verðhækkun síðustu daga má væntanlega því rekja til þessara tveggja þátta. Útilokar ekki frekari útgáfu „Með útgáfunni á föstudaginn höfum við náð því markmiði, sem ríkissjóður setti í upphafi árs. Hef- ur Seðlabankinn fyrir hönd ríkissjóðs nú gefið út skuldabréf fyrir 145 milljarða króna,“ segir Björg- vin Sighvatsson, hagfræðingur hjá Seðlabankan- um. Segir hann að engin ákvörðun hafi verið tekin um frekari útgáfu á þessu ári, en að ekkert sé úti- lokað í því samhengi. Velta á skuldabréfamarkaði í gær nam 22 milljörðum króna, en krafa á öðrum skuldabréfaflokkum en þeim stysta hreyfðist lítið. Mikil verðhækkun Væntingar um aukna eftirspurn eftir stuttum skulda- bréfum leiða til lækkunar ávöxtunarkröfu á bréfunum Morgunblaðið/Ómar Bréf Útgáfa nýrra skuldabréfa á árinu er nú komin í 145 milljarða og markmiði ríkisins náð. EXISTA mun ekki birta árs- reikning fyrir rekstrarárið 2008 á aðalfundi félagsins í dag. Brýtur það gegn 19. grein sam- þykkta Exista og 88. gr. hluta- félagalaga, en þar segir að viku fyrir hluthafafund hið skemmsta skuli ársreikningur lagður fram hluthöfum til sýnis á skrifstofu fé- lags og samtímis send sérhverjum hluthafa sem þess óskar. Sigurður Nordal, upplýsinga- fulltrúi Exista, segir að ársreikn- ingurinn verði ekki birtur vegna óvissu um tiltekna liði hans, m.a. í tengslum við uppgjör Exista við innlendar fjármálastofnanir, en fé- lagið telur sig eiga kröfur á bank- ana vegna óuppgerðra gjaldmiðla- skiptasamninga. Sigurður segir að lögð verði fram tillaga á aðalfund- inum um að birtingu ársreiknings verði frestað til framhalds- aðalfundar. Á aðalfundinum í dag verður m.a kosin ný stjórn og starfskjarastefna Exista samþykkt, en stjórnendur Exista hafa lagt til að rekstrar- kostnaður félagsins, þar á meðal laun, verði 800 milljónir króna fyrir næsta ár. thorbjorn@mbl.is Exista birtir ekki reikning Sigurður Nordal Brýtur gegn lögum og samþykktum "#$ "#$     % % "#$ &$     % % '( )      % % + '-$    % % "#$  "#$ .!    % % ● HB Grandi hagnaðist um 6,0 milljónir evra á fyrri helmingi þessa árs, eða um 1,1 milljarð íslenskra króna á núverandi gengi. Hagnaður fyrir skatta nam 6,3 milljónum evra. Rekstrartekjur námu 56,7 milljónum evra en voru 62,9 millj- ón evrur á sama tímabili árið áður. Minni rekstrartekjur á þessu ári en í fyrra skýrast af lægra afurðaverði í er- lendri mynt og loðnuvertíðarbresti, að því er fram kemur í tilkynningu frá HB Granda. Þar segir þó að þetta hafi að hluta verið vegið upp af aukinni veiði á norsk-íslenskri síld, makríl og gulldeplu. gretar@mbl.is Hagnaður HB Granda um 1,1 milljarður króna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.