Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 22
– meira fyrir áskrifendur Fjármál heimilanna og einstaklinga Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Nú hefur aldrei sem fyrr þurft að huga að fjármálum heimilanna og einstaklinga, hvað er til ráða, hvað á að gera og hvað hentar. Þessum spurningum reynum við að varpa ljósi á í þessu sérblaði. Viðskiptablaðs Morgunblaðsins sem tekur á þessu málefni í veglegu sérblaði 10. september næstkomandi • Hvaða úrræði standa venjulegum heimilum til boða til að rétta úr kútnum? • Hvaða leiðir eru færar til að spara í útgjöldum heimilisins án þess að draga úr lífsgæðum? • Kunna Íslendingar að fara með peninga eða kunna þeir ekki að varast gildrurnar? • Hvaða úrræði eru í boði fyrir þá sem vilja geyma spariféð sitt? • Hvaða kostir og gallar eru við það að lengja í lánum? Þetta sérblað Viðskiptablaðs Morgunblaðsins er líklegt til að vera mikið lesið utan síns venjulega markhóps vegna efnis síns. Nánari upplýsingar veitir Sigríður Hvönn Karlsdóttir 569 1134 - 692 1010 - sigridurh@mbl.is Auglýsendur! Auglýsingapantarnir eru í síma 569 1134 eða sigridurh@mbl.is til 7. september. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2009 ÞVÍ VERÐUR ekki trúað, að „fé- lagshyggjustjórnin“ ætli ekki að láta aldr- aða og öryrkja fá sömu launahækkun (hækkun lífeyris) eins og laun- þegar hafa fengið og fá á þessu ári. ASÍ samdi við SA um kaup- hækkun láglaunafólks á almennum vinnu- markaði. BSRB samdi við ríkið um svipaða hækkun á launum opinberra starfsmanna. Laun hluta verkafólks hækkuðu um 6750 kr. á mánuði 1. júlí sl. og ákveðið var að þau hækk- uðu um sömu upphæð 1. nóvember nk. en svipuð hækkun á síðan að koma til framkvæmda næsta ár. Alls munu laun verkafólks því hækka um í kringum 20 þús. kr. á mánuði í þremur áföngum. Um margra ára skeið hefur það verið föst venja, að lífeyrisþegar fengju sömu hækkun á lífeyri sínum og næmi hækkun á lágmarkslaunum á almennum markaði. Þannig var þetta á tímabilinu 1995-2007 á með- an Sjálfstæðisflokkurinn var í ríkis- stjórn. Þar áður var það lögbundið, að lífeyrir hækkaði í samræmi við hækkun lágmarkslauna. Það hlýtur því að verða eins nú, þegar tveir „fé- lagshyggjuflokkar“ eru í fyrsta sinn við völd í landinu og í hreinum meirihluta. Þeir geta ekki gert verr við lífeyrisþega en íhaldsstjórnir hafa gert. Leiðrétta verður fyrri kjaraskerðingu En það er ekki nóg að hækka líf- eyri aldraðra og öryrkja í samræmi við kauphækkun verkafólks. Það verður einnig að leiðrétta kjör líf- eyrisþega vegna kjaraskerðingar þeirra um sl. áramót og 1. júlí sl. Um áramótin fengu flestir lífeyr- isþegar aðeins 9,6% hækkun líf- eyris, þegar verðlagsuppbót átti að vera tæp 20%. Þá kjaraskerðingu verður að leiðrétta. Hinn 1. júlí sl. var aftur höggið í sama knérunn. Þá voru á ný kjör allra lífeyrisþega annarra en þeirra lægst launuðu skert. Aðeins þeir sem voru á „stríp- uðum bótum“ sluppu. Skerðing trygg- ingabóta vegna at- vinnutekna aldraðra var stóraukin. Frí- tekjumark vegna at- vinnutekna aldraðra, sem var komið í 100 þús. á mánuði var lækkað í 40 þús. kr. á mánuði. Ákveðið var einnig að skerða grunnlífeyri vegna tekna úr lífeyrissjóði en það hafði ekki verið gert áður. Grunnlífeyrir hefur alltaf verið heilagur. Engin ríkisstjórn hefur snert hann. Það hefur verið litið svo á, að þegar fólk væri búið að greiða til almannatrygginga alla sína starfsævi og væri komið á eft- irlaun, ætti það a.m.k. rétt á grunn- lífeyri. Frekari skerðingar voru ákveðnar á bótum lífeyrisþega 1. júlí sl. Það er krafa lífeyrisþega, að kjaraskerðing þeirra 1. júlí verði afturkölluð. AGS Hvers vegna valdi Jóhanna Sig- urðardóttir forsætisráðherra Árna Pál Árnason í stól félags- og trygg- ingamálaráðherra, mann sem aldrei hafði komið nálægt þeim mála- flokki? Það vakti mikla undrun margra. það er nóg af mönnum í Samfylkingunni sem þekkja vel til almannatrygginga og velferðarmála. En þeir menn höfðu taugar til al- mannatrygginganna og áttu ef til vill ekki auðvelt með að setja hnífinn á málaflokkinn og skera hann niður við trog. Árni Páll Árnason hefði sómt sér vel sem viðskiptaráðherra eða iðnaðarráðherra eða jafnvel sem ráðherra Evrópumála við að stýra samningaviðræðum okkar við ESB og inngöngu í sambandið. Hann er vel heima í þeim málum. En hann átti ekki að verða félags- og trygg- ingamálaráðherra. Hvers vegna hef- ur félags- og tryggingamálaráðu- neytið gengið fram fyrir skjöldu og skorið niður almannatryggingar, lækkað lífeyri aldraðra og öryrkja á miðju ári? Var ekki talað um að hlífa velferðarkerfinu? Ætlaði ekki ríkis- stjórnin að skapa hér norrænt vel- ferðarþjóðfélag? Ögmundur Jónasson ráðherra sagði áður en hann varð ráðherra, að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefði oft krafist þess af ríkjum, t.d. í S-Ameríku og Asíu, að framlög til almannatrygginga og velferðarmála væru skorin niður. Hann kvaðst þá óttast, að eins mundi fara hér. Menn trúðu þessu ekki þegar Ögmundur sagði þetta, töldu þetta VG-áróður. En hvað hefur gerst: Ríkisstjórnin sagðist mundu hlífa almannatrygg- ingum og velferðarkerfinu en það fyrsta sem hún gerði var að skera þennan þátt niður. Annaðhvort er ríkisstjórninni ekki sjálfrátt eða þá að hún tekur við fyrirmælum frá Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum. Það má draga úr bruðli Af hverju er byrjað á að skera niður laun aldraðra og öryrkja? Spara má. Það má leggja ráðherra- bílunum og láta ráðherrana keyra sína eigin bíla eins og aðrir þegnar þjóðfélagsins gera. Það er eðlilegt á krepputímum. Það væri nóg að hafa 1-2 bíla hjá stjórnarráðinu, sem grípa mætti til. Það á einnig að láta ráðherrana greiða hótel og annan kostnað af dagpeningum sínum en ekki að senda ríkinu hótelreikn- ingana. Þannig mætti áfram telja. Meðan þjóðin er að vinna sig út úr kreppunni þarf einnig að fækka sendiráðum verulega. Það er nóg að hafa eitt sendiráð á Norðurlöndum um skeið. Mikið er unnt að skera niður starfsemi ýmissa ríkisstofnana annarra en almannatrygginga, þar eð velferðarkerfið þarf að vera í stakk búið til að sjá vel um fólkið í landinu á meðan kreppa ríkir og erf- itt er um vinnu. Það hefnir sín margfalt, ef við skerum niður velferðarkerfið á þessum tímum. Sjúkdómar og örorka munu þá stóraukast. Lífeyrisþegar eiga að fá sömu launahækkun og verkafólk Eftir Björgvin Guðmundsson » Af hverju er byrjað á að skera niður laun aldraðra og öryrkja? Það má leggja ráðherra- bílunum og láta ráð- herrana keyra sína eigin bíla … Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur. ÞAÐ OLLI mér nokkrum vonbrigðum í Kastljósviðtali við nýjan seðlabanka- stjóra, að hann skyldi ekki viðurkenna mis- tök í vaxtaákvörð- unum bankans und- anfarin ár og jafnvel styðja nýlegar ákvarðanir. Þar við- hafði hann sömu ástæður og bankinn hefur fært fram, þ.e. að ekki megi taka áhættu vegna gengis krónunnar og núverandi verðbólgu. Sú skoð- un yfirgnæfir að núna hafi stýri- vextir engin áhrif á gengi krón- unnar, þótt svo hafi verið fyrir tveim árum. Að Már skuli taka undir þá framsetningu Seðlabank- ans að verðbólga síðustu tólf mán- aða eigi að hafa einhver áhrif á vaxtaákvarðanir, er hryggilegt. Eins og ástandið hefur verið er augljóst að búast má við lítilli hækkun, jafnvel lækkun, verðlags (orð sem oft er betra að nota en „verðbólga“) á næstu 12 mánuðum og það er það sem máli skiptir en ekki verðhækkanir á liðnu ári, þegar um vaxtaákvarðanir er um að ræða. Blekkingar Seðlabankans með verðbólgusjónarmiðunum eru ámælisverðar, auk þess sem verðbólgu- spár bankans hafa löngum verið hreinn kjánaskapur. Þótt for- ráðamenn Seðlabank- ans geti treyst van- þekkingu fjölmiðlanna á verðbólgu og vaxta- málum, þá er það síð- ur en svo einhver af- sökun. Nú var vissulega margt skynsamlegt í því sem Már sagði. Eins og t.d. að Seðlabankinn hefði átt að safna gjaldeyri 2006, en með því hefði verið hægt að vega upp á móti slæmum áhrifum vaxt- anna á gengið. Það breytir því ekki að vaxtaákvarðanir Seðla- bankans frá 2005 beinlínis orsök- uðu aukna eftirspurn bæði í neyslu og fjárfestingu, vegna auk- innar innspýtingar erlendra pen- inga (sem eru jú ekki verri en krónan sem vöxtunum var ætlað að draga máttinn úr) og þarafleið- andi verðbólgutilefni, enda þótt það hafi dregist til 2008 að gengið félli og verðbólgan færi af stað. Þá verðbólguskriðu hefðum við þolað, ef ekki hefði bæst við að nú vildu hinir erlendu peningar hraða sér aftur úr landi. Þetta ástand, með „jöklabréfin“ svokölluðu, er eða var stóra vandamálið. Seðla- bankamenn hljóta að hafa vitað að slíkt vandamál hlyti að koma upp. Það þýðir ekki að benda á að nú sé loks kominn tími faglegs seðla- bankastjóra og láta eins og það hljóti að vera betra en seta stjórn- málamanns í slíkum stól. Eins og Már benti á, þá er mjög mikilvægt að samræmi sé í ákvörðunum ríkis og Seðlabanka og þar skorti nokk- uð á undanfarið. Stjórnmálamað- urinn á að gera sér grein fyrir að hann getur ekki haft vit á öllum ákvörðunum sem honum ber að taka. Hann verður að afla sér álits og það hjá fleirum en einum. Því getur hagfræðingur í stól seðla- bankasjóra verið hættulegri en stjórnmálamaður, þ.e. ef hann gerir sér ekki grein fyrir skorti sínum á skilningi. Þekking kemur ekki í veg fyrir skort á skilningi. Eftir Halldór I. Elíasson » Því getur hagfræð- ingur í stól Seðla- bankastjóra verið hættulegri en stjórn- málamaður, þ.e. ef hann gerir sér ekki grein fyr- ir skorti sínum á skiln- ingi. Halldór I. Elíasson Höfundur er stærðfræðingur. Seðlabankinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.