Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 6. Á G Ú S T 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 230. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «LEIKHÓPURINN BOTTLEFED SPUNI UM ÁST OG SAMBÖND «INGLOURIOUS BASTERDS Tarantino og Brad Pitt daðra Við höldum með stelpunum okkar Ítarleg umfjöllun um EM 2009 í Morgunblaðinu EKKI fer á milli mála að tíkinni Freyju finnst gaman að leika tennis við Gunnar Kr. Sigmundsson, eig- anda sinn. Á hverjum degi leika þau Gunnar sendir boltann og Freyja hleypur eftir honum. Alltaf. þennan leik í a.m.k. tuttugu mín- útur og það er alltaf jafngaman! HUNDATENNIS Í HAUSTLITUNUM Morgunblaðið/Kristinn  „HANN heyrði í mér í óperunni Luciu di Lamm- ermoor og bauð mér þetta í kjöl- farið,“ segir Stef- án Ragnar Hös- kuldsson flautu- leikari. Það var flautuleikarinn heimsþekkti, James Galway, sem lagði við hlustir í Metropolitan- óperunni, þar sem Stefán er fyrsti flautuleikari, og bauð Stefáni að vera gestalistamaður í árlegum sumarskóla sínum í Sviss og halda þar tónleika fyrir flautunemendur. „Þetta er heiður.“ »35 Spilaði sig til Sviss með einleiksstrófum í Luciu Stefán Ragnar Höskuldsson  FJÁRFESTINGASJÓÐUR í eigu Bills Gates, stofnanda Microsoft, er meðal hluthafa í Magma Energy. Sjóður Gates, Cascade Investment, á um 2,5% hlut í fyrirtækinu og seg- ir Ross Beaty, forstjóri Magma, Gates sýna áætlunum Magma mik- inn áhuga. Beaty þvertekur hins vegar fyrir að íslenskir fjárfestar standi með einhverjum hætti að baki Magma Energy og áformum þeirra hér á landi. »15 Bill Gates í hópi hluthafa Magma Energy Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is ÍSLANDSBANKI hyggst grípa til þess ráðs að lækka höfuðstól húsnæðislána í erlendri mynt og hefðbundinna verðtryggðra lána og breyta þeim í óverðtryggð lán í krónum. Þetta staðfesti Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Við [hjá Íslandsbanka, innsk. blm.] höfum verið að leita lausna á þeim skuldavanda sem heimili og fyrirtæki eru í. Við höf- um verið að vinna að lausn, sem byggist á leiðréttingu höfuðstóls erlendra húsnæðislána og verðtryggðra húsnæðislána, í skiptum fyrir það að fara í óverðtryggðar íslenskar krónur. Nú erum við komin með efnahags- reikning bankans og sjáum hvaða svigrúm við höfum.“ Birna segir ekki ljóst enn hversu mikil leiðréttingin á höfuðstól lánanna verður en hún muni skipta sköpum fyrir marga af viðskiptavinum bankans. Birna segir enn- fremur að mikilvægt sé að ná samfélagslegri sátt um að- gerðirnar og að þær verði samræmdar hjá fjármálastofn- unum, a.m.k. að hluta. Forsvarsmenn Íslandsbanka hafa átt í viðræðum við skattyfirvöld og stjórnvöld um hvernig útfæra má lækkun höfuðstóls lána. Samkvæmt lögum þyrfti að greiða skatt af niðurfellingu lánsins, í hlutfalli við þá upphæð sem yrði afskrifuð. Steingrímur J. Sigfús- son fjármálaráðherra segir að reglugerðarbreyting frá því í vor eigi að geta liðkað fyrir afskriftaaðgerðum. „Ef það mun þurfa lagabreytingu til, svo að lántakendur þurfi ekki að greiða skatt vegna leiðréttingar á höfuðstól lána, þá verður því kippt í liðinn. Það ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu, og það er eitt af því sem ráðherranefnd, sem í sitja félagsmála-, viðskipta- og dómsmálaráðherra, hefur verið að skoða.“ Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur það komið til umræðu hjá stjórnvöldum og fjármálastofn- unum að höfuðstóll húsnæðislána í erlendri mynt verði miðaður við ákveðna gengisvísitölu, til að samræma að- gerðir. Engar ákvarðanir hafa þó verið teknar enn og hafa bankarnir, hver í sínu horni, málin til skoðunar. Gengisvísitalan stóð í lok dags í gær í 238 en fjölmörg þeirra lána sem tekin voru í erlendri mynt voru tekin þegar gengisvísitalan var 110 til 130.  Lánum verður breytt | 6 Höfuðstóll lána verður lækkaður  Íslandsbanki vinnur að útfærslu á lækkun höfuðstóls lána í erlendri mynt  Breyta þarf skattalögum til að liðka fyrir  LÝSINGU hf. er borið á brýn að sýna enga miskunn þegar skuldu- nautar lenda í vanskilum og beita þá bolabrögðum. Halldór Jörgens- son, forstjóri Lýsingar hf., hafnar slíkum ásökunum og segir fyrir- tækið gera allt sem það geti til að þurfa ekki að taka til sín tæki. »9 Lýsing vænd um hörku við skuldara Forsvarsmenn Íslandsbanka sögðust ekki geta svar- að því á þessu stigi hvaða áhrif umbreyting á lánum yfir í óverðtryggð lán í krónum myndi hafa á vaxta- kjör. Greiðslubyrðin á lánum yrði þó alltaf sniðin að getu viðskiptavina til að greiða. Vextir eru oftast nær hærri á óverðtryggðum lánum en verðtryggðum. Óljóst með vexti eftir breytingu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.