Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.08.2009, Blaðsíða 14
FYRSTA maðkahollið í Langá á Mýrum lauk veiðum í fyrradag, en þá var leyft að veiða á maðk auk flugunnar sem hefur verið eina leyfða agnið í sumar. Samkvæmt vef SVFR veiddust um 250 laxar fyrstu fjóra maðkveiðidagana. Hafa nú um 1.450 laxar veiðst í Langá í sumar. Mjög lítið vatn hefur verið í 250 laxar í fyrsta maðkahollinu Langá upp á síðkastið en laxinn mun vera vel dreifður um veiði- svæðið og veiðist á öllum svæðum árinnar, þótt efstu svæðin, á „fjall- inu“, séu gjöfulust. Enn eru að veiðast nýgengnir og lúsugir laxar í Langá sem eru með græna slikju og bera þess merki að hafa legið í árósnum, og eru sagðir „þaralegn- ir“. 14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2009 Ítarleg umfjöllun um EM 2009 í Morgunblaðinu Við höldum með stelpunum okkar Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is SAMSKIPTI Svía og Íslendinga eru afbragðs góð, við erum góðir grannar og grannar eiga að hjálpa hvorir öðrum þegar vandi steðjar að,“ segir fráfarandi sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, Madeleine Ströje-Wilkens. „Þetta er auðvitað hnattræn kreppa, sænska krónan er líka veik. En ég er ákaflega ánægð með að mín stjórnvöld skyldu strax sýna ykkur samstöðu og bjóðast til að leggja fram skerf til lánsins frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS). Einnig skipti máli að Svíar gerðu strax gjaldeyr- isskiptasamninga við Íslendinga og veittu aðstoð í sambandi við útibú Kaupþings í Svíþjóð.“ Ströje-Wilkens kveður nú landið eftir fjögurra ára dvöl og fer á eftirlaun. Hún segir samskiptin í menningarmálum blómleg en hún hefur verið ákaflega virk í starfi sínu, hefur t.d. ferðast mik- ið um Ísland og dáir íslenska hestinn. Sendiherr- ann hratt af stað verkefninu Garðarshólma á Húsavík, fræðasetur og safn fyrir rannsóknir á sviði sjálfbærrar þróunar og umhverfismála. Sví- ar veittu í fyrra sem svarar nær 10 milljónum króna til setursins, að sögn sendiherrans. Icesave-lán, AGS og Svíþjóð – Þú hlýtur að hafa séð og heyrt heldur óvin- samleg ummæli frá sumum Íslendingum í garð Svía, sagt er að þið hafið gengið erinda AGS í sambandi við Icesave. Hvernig bregstu við? „Ég held að þar sé um einhvern misskilning að ræða og reyni að útskýra þessi mál fyrir fólki. Það er ekki auðvelt að fá lán af þessu tagi og ekki heldur að veita þau. Augljóst var frá upp- hafi að okkar lán var hluti af öllum pakkanum hjá AGS en sumir virðast ekki hafa vitað það. Margvíslegir þættir þurfa að vera í höfn til að öll lánin í sameiningu beri árangur, t.d. endur- reisn bankanna, þættir sem íslenska rík- isstjórnin, AGS og norrænu ríkin stefna að.“ Þurfti að beygja sig í Argentínu Þegar ég kom hingað frá Argentínu, þar sem ég var síðast, hugsaði ég með mér. Yndislegt, ég er á leiðinni heim! Þetta er land sem er gerólíkt Argentínu og það var einmitt það sem tók eftir, við erum svo lík, Svíar og Íslendingar. Og hérna gat ég loksins horft beint í augun á karlmönnum án þess að beygja mig niður um hálfan metra,“ segir Ströje-Wilkens hlæjandi en hún er óvenju hávaxin. – Þú átt ekki við að þú hafir þurft að beygja þig fyrir karlrembunni í Rómönsku Ameríku? „Hún er líka hluti af þessu, svo sannarlega. Hún er ekki hérna. Það er svo margt sem er svipað hér og í Svíþjóð, við lítum sömu augum á mannréttindi, jafnrétti kynjanna, velferðarsam- félagið, alls konar mál sem eru okkur hjartfólg- in. Ég heyri suma lýsa áhyggjum af því að ungir Íslendingar segist í könnunum vilja flytja úr landi. En þegar litið er á niðurstöður kannana í ESB-ríkjum er algengt að helmingur unga fólks- ins segist vilja fara til annarra landa. Þið ættuð ekki að hafa svona miklar áhyggjur, þau munu koma heim aftur og koma með nýjar hugmyndir og viðhorf,“ segir Madeleine Ströje-Wilkens að lokum á ágætri íslensku. „Góðir grannar eiga að hjálpa hvorir öðrum“ Fráfarandi sendiherra Svía segir hvorki auðvelt að veita stór lán né fá þau Morgunblaðið/Eggert Brottför Ströje-Wilkens „Það er svo margt sem er svipað hér og í Svíþjóð, við lítum sömu augum á mannréttindi, jafnrétti kynjanna, velferðarsamfélagið, alls konar mál sem eru okkur hjartfólgin.“ Hver finnst þér að sé helsti munurinn á Svíum og Íslendingum? „Ég hef einu sinni skrifað grein þar sem ég tel upp 10 atriði sem skilja á milli þjóðanna,“ segir Ströje-Wilkens. „Sumir kalla ykkur Grikki norð- ursins, ég held að það sé rétt! Þið eruð ekki al- veg eins stundvís og við. Þið vinnið fleiri stundir en framleiðnin er minni. Við erum svo streitt heima en þið kunnið að slaka á, tala saman. Kannski er hér besta velferðarríki heims. Ein ástæðan er að smátt er fagurt og samskipti í fjölskyldum mikil. Við getum lært af Íslendingum að meta fjöl- breytileika lífsins, þið eruð miklu betri í því að njóta náttúrunnar í gönguferðum og gerið svo margt af því tagi. Áhugi á hönnun og þátttaka í menningarviðburðum er sennilega meiri en í nokkru öðru landi í heiminum. Og þið notið bæði heilahvelin. Ég á vin hérna sem er skurðlæknir. En á kvöldin er hann nú að vinna í húsi bróður síns af því að hann er líka af- bragðs trésmiður, hann er svo handlaginn.“ Margt líkt með skyldum ÁRNI Helgason mun láta af störf- um sem fram- kvæmdastjóri þingflokks Sjálf- stæðisflokksins nú um mánaða- mótin. Hann hef- ur ráðið sig til starfa hjá lög- fræðistofunni JS- lögmenn. Árni er lögfræðingur að mennt og hefur starfað fyrir þingflokkinn í rúm tvö ár, eða frá því í júní 2007, að því er fram kemur á vef Sjálf- stæðisflokksins. Ekki kemur fram hver tekur við starfi Árna. Árni hættir hjá Sjálfstæðis- flokknum Árni Helgason Á BLÓMSTRANDI dögum í Hvera- gerði verður opið hús 29.-30. ágúst í Þorlákssetri, húsi Félags eldri borg- ara, í Breiðumörk 25b. Þessa daga setur Félag eldri borgara í Hvera- gerði upp sýningu á hannyrðum Ár- nýjar Ingibjargar Filippusdóttur, skólastjóra kvennaskólans á Hvera- bökkum. Árný andaðist 2. mars 1977, tæpra 83 ára að aldri. Sýningin verður opnuð kl. 14 laugardaginn 29. ágúst og eru allir velkomnir. Hannyrðir Árnýjar Á HAUSTMARKAÐI Árbæjar- safnsins, sem verður nk. sunnudag, mun kenna ýmissa grasa. Fólk get- ur komið með grænmeti, sultur, handverk eða annað skemmtilegt sem það hefur verið að búa til og selt á markaðnum. Það kostar ekk- ert að vera með. Árbæjarsafn býð- ur upp á aðstöðu á torginu en fólk verður sjálft að koma með borð, stóla, tjald eða það sem hverjum hentar. Þeir sem hafa áhuga á að vera með geta haft samband við safnið. Markaðurinn verður á torg- inu og hefst kl. 13. Sultur, grænmeti og handverk á markaði FJÖLSKYLDUHÁTÍÐIN Sand- gerðisdagar verður haldnir um næstu helgi. Litaglaðir bæjarbúar skreyta hús sín og götur og fjöl- breytt dagskrá er í boði, s.s. karla- kvöld, kósýkvöld kvenna, göngur, litbolti, hvalaskoðun, markaður og tónleikar af ýmsum toga. Hápunkt- urinn er svo bryggjuball á laug- ardagskvöldið. Dagskrána má finna í heild á slóðinni www.sand- gerdisdagar.is. Fjölbreytt hátíð STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.